Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 24
24 _______________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987_ Lvðræði osr siðsræði eftír Gunnlaug Þórðarson Um þessar mundir eru 35 ár frá því að undirritaður hóf pólitískan feril sinn í Alþýðuflokknum. Vegna yfirvofandi alþingiskosninga þykir mér rétt að rifja upp þætti úr þeirri baráttu, ef það mætti verða öðrum til fróðleiks og jafnvel gagns. Hugtökin lýðræði og siðgæði hafa jafnan verið mér ofarlega í huga. Frá því að ég fór að hugsa um stjórnmál varð mér fljótlega Ijóst að menn lögðu allmismunandi merkingu í þau hugtök og hafa þau síðan brenglast í vaxandi mæli meðal fjölda manna, einkum á allra síðustu tímum. Brotalöm í lýðræöinu Þar sem hér er um reynslu mína að ræða í stjómmálum er óhjá- kvæmilegt efnisins vegna að mín eigin persóna dragist inn í grein þessa, þótt æskiiegast hefði verið að geta komist hjá því. Mér líður seint úr minni fyrsta flokksþingið, sem ég var kosinn á, vegna þess hvemig kosið var í mið- stjóm flokksins. Kjörseðillinn var óvenjuiegur að mínu áliti vegna þess að á hann vom einungis prent- uð nöfn þeirra sem uppstillingar- nefnd gerði tillögu um. Væri gerð tillaga um aðra skyldu menn rita nafn þess, sem flokksþingsfulltrúar vildu kjósa, og krossa við. Þannig var punktalína fyrir þessi nöfn á neðri hluta seðilsins. Mér þótti þetta ólýðræðisleg vinnubrögð og hafði orð á því við uppstillingamefndina, en fékk þau svör að svona hefði þetta alltaf verið og engin ástæða að breyta því. Þar sem ég var nýr í flokknum og nafn mitt var meðal hinna prentuðu nafna á seðlinum hafðist ég ekki frekar að, en hugs- aði mér að þessu skyldi breytt á næsta flokksþingi, þannig að komið yrði Iýðræðislegri skipan á val for- ustuliðs flokksins. Þessum ásetningi mínum var fylgt eftir á næsta flokksþingi og var samþykkt, að þegar búið væri að leita eftir uppástungum um hveijir skyldu sitja í miðstjórn flokksins skyldi kjörseðillinn prent- aður eða vélritaður með öllum nöfnunum í stafrófsröð og þannig enginn mismunur gerður á hveijir væm í boði. Mun þessi háttur hafa verið hafður á frá því. Það leyndi sér hins vegar ekki að þetta brölt mitt mætti andstöðu meðal sumra fomstumannanna og afleiðingin varð sú að ég kolféll í kosningu til miðstjómar. Þegar það kom á daginn urðu sumir á flokksþinginu hræddir um að ég myndi fara í fylu út af þess- ari sneypu, sem talið var að ég hefði orðið fyrir, en auðvitað var það misskilningur, því mér þykir sjálfsagt að menn komi og fari úr miðstjóm eftir því, sem verkast vill. Á næsta flokksþingi náði ég aftur kosningu í miðstjóm flokksins. Þingseta takmarkist við þijú kjörtímabil í röð í sama kjördæmi Á íjórða flokksþinginu, sem ég sat, flutti ég tillögu um að enginn mætti sitja á Alþingi lengur en 3 kjörtímabil í röð í sama kjördæmi. Mér fannst þá ískyggilegt hve sum- ir þingmenn sátu lengi á þingi og það án þess að þeir létu neitt að sér kveða. Dæmi væri um menn, sem setið hefðu á Alþingi í meira en fjóra áratugi og með þrásetu sinni haldið heilli kynsióð utan þings. Væri einhver alþingismaður talinn flokknum ómissandi gæti hann einfaldlega boðið sig fram í öðru kjördæmi og þannig kynnst nýjum viðhorfum og nýjum kjósend- um, því enda þótt þingmaður væri kosinn í tilteknu kjördæmi væri hann fulltrúi þjóðar sinnar á Al- þingi. Það að þingmaður hyrfi af þingi eitt kjörtímabil gæti og verið mjög hollt fyrir hann sjálfan. Mörg- um árum seinna sagði þingmaður, sem sat á þingi í meira en 40 ár og í fjölda ára í ríkisstjóm, að það hefði verið mikill lærdómur fyrir sig er hann komst í stjómarandstöðu eða var ekki lengur ráðherra. Það hefði tvímælalaust verið holl reynsla fyrir hann á sama hátt að vera utan þings eitt kjörtímabil. Mér finnst Steingrímur Her- mannsson einmitt hafa sýnt þann rétta lýðræðislega skilning er hann fór úr Vestfjarðakjördæmi í Reykja- nes; slíkir fomstumenn sem hann ættu að geta boðið sig fram fyrir flokk sinn í hvaða kjördæmi sem væri og sýnt þar með traust sitt í flokknum. Það væri alvarlegt skiln- ingsleysi á inntaki lýðræðis, að hafí maður farið fram í einu kjördæmi og náð kosningu mætti hann ekki reyna í öðm kjördæmi, enda trúi ég því tæpast að neinn haldi slíku fram í alvöru. Það er hins vegar ánægjulegt fyrir manninn að valda eftirsjá í gamla kjördæminu sínu og er mér ekki kunnugt um að svip- uð tilfærsla í öðmm flokki hafí valdið neinni eftirsjá. Jafnfráleit er sú hugsun að ein- hver þingmaður eigi ákveðið kjör- dæmi vegna þrásetu sinnar þar og bregðist ókvæða við ef hann félli við prófkjör og efni þá til sérfram- boðs gegn flokki sínum. Slíkir menn hafa ekki þann skilning á lýðræði, sem hvetjum þingmanni er nauð- syn, og hefðu aldrei átt að sitja á þingi. Meiri fjarstæða þykir mér þegar einn þingmaður úr hópi alþingis- manna eins flokks telur sjálfan sig svo vel til ráðherradóms fallinn, að hann í sjálfbirgingshætti sínum neiti að styðja stjómarmyndun flokks síns, nema hann fái ráð- herrastól. Auðvitað eiga þingmenn og flokksfomsta að velja ráðherr- ana, en ekki undir neinni þvingun. Mest fjarstæða er þó, að þegar svona þingmaður sér fram á að hann verði tæpast ráðherra í næstu ríkisstjóm, ef flokkur hans stæði að henni, segi hann sig úr sínum flokki með lágkúrulegu yfirvarpi og stefni að sundmng í flokki sínum. Á sínum tíma fylgdi ég flokksbróður mínum fram á hengi- flug slíkra aðgerða og þótti illt að geta ekki talað um fyrir þessum ákafa bardagamanni, sem svo mjög skaðaði flokk sinn. Tvisvar í framboði Mér hefur tisvar verið veittur sá trúnaður að vera í framboði og í bæði skiptin fyrir Alþýðuflokkinn. Það var í Barðastrandarsýslu 1953 og á ísafírði 1956. Þá var vemleg- ur hluti þingmanna kosinn í einmenniskjördæmum. Mér fínnst það alltaf hafa verið skref aftur á bak að hafa lagt þau niður. í fyrra sinnið náði ég næstbesta árangri, sem flokkurinn hafði fengið fyrr og síðar í kjördæmi, og munaði aðeins 30 atkvæðum að ég yrði uppbótarþingmaður. I seinna sinnið var framboð mitt með allsérstæðum hætti. Forustu- menn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins höfðu gert með sér samkomulag í því skyni að leika á kjördæmakerfíð og freista þess að fá meirihiuta á Alþingi, þótt aðeins 35%—40% atkvæða yrðu að baki þeim meirihluta. Þetta var hið svo- kallaða hræðslubandalag. Tilræði við lýðræðið Bragðið sem beita átti var í því fólgið að Alþýðuflokkurinn reyndi að ná til sín atkvæðum Framsókn- arflokksins í þéttbýli og stærstu kjördæmunum og fá þannig marga uppbótarþingmenn; til þess að svo mætti verða skyldi Framsóknar- flokkurinn ekki bjóða fram í þeim kjördæmum. Á móti þessu ætlaði Alþýðufiokkurinn ekki að bjóða fram í nokkrum fámennari kjör- dæmum. Þannig féll það í minn hlut að fá alþýðuflokksmenn til þess að kjósa Framsóknarflokkinn í Barðastrandarsýslu, en Guttormur Sigurbjömsson skyldi tala við flokksbræður sína á ísafírði og telja þá á að kjósa Alþýðuflokkinn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Þá þætti vafalaust flestum, að ríkisstofn- un, sem greitt hefur farmgjaid fyrir vöru, sem ráðherra er um- boðsmaður fyrir, en fær endurgreiddan hluta farmgjaldsins, eigi lagalegan rétt til þeirrar greiðslu, en ekki umboðsmaðurinn. Það er án efa dæma- laust að ráðherra bregðist svona trúnaði sínum við þá stofnun, sem hann er yf irmaður yfir og með því að stinga slíkri greiðslu í eigin vasa.“ Við fórum þessa ferð saman og þá var ekki afráðið hver yrði í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn á ísafirði. Áuðvitað gerði ég mér vonir um það, en flokksforustan vonaðist án efa eftir að fá einhvem heima- manna til framboðs. Það var um þessar mundir, sem einn forustu- manna flokksins klauf hann, en hann hafði átt þingsæti á ísafirði og voru afleiðingar þessa klofnings einna afdrifaríkastar á þeim stað, þannig að enginn heimamanna treystist í framboð. I ákafa stjómmálabaráttunnar gaf ég því engan gaum hve ólýð- ræðisleg hugsun var að baki „hræðslubandalaginu" og hef alltaf hálfskammast mín fyrir það fram- boð. Framboð mitt var samþykkt örfáum dögum áður en framboðs- frestur rann út. Til ísafjarðar hafði ég aldrei komið áður fyrr, í þeirri ferð er áður greinir. Að vísu átti ég þar nokkra kunningja frá fyrri flokksþingum en engin ættmenni. Kosningabaráttan var óvægin og erfíð. Það var viss þrekraun að ganga í hús og sýna sig og sjá aðra. Það fór jafnvel í taugamar á sumum flokksbræðrum mínum, þeim fannst ofgert í því efni hjá mér. Ef framsóknarmenn í kjördæm- inu fylgdu tilmælum flokksfor- ustunnar og kysu Alþýðuflokkinn og alþýðuflokksmenn styddu flokk- inn að 2/3 hlutum átti flokkurinn að fá þingmann kjörinn. Flokks- bræður mínir á ísafirði töldu mér trú um að ég væri viss á þing, vafa- laust til þess að styrkja mig í baráttunni. Kúnstin að falla Útkoman varð hins vegar sú, að mig vantaði um 20 atkvæði til þess að verða uppbótarþingmaður. Formaður flokksins hringdi til mín og óskaði mér til hamingju með vamarsigur, þetta væri bara byij- unin. Mér varð ljóst að framsóknar- mennimir á staðnum hefðu staðið sína pligt, eins og alþýðuflokks- menn í Barðastrandarsýslu, þar sem Sigurvin Einarsson var kosinn. Hins vegar vom bönd gamla þing- mannsins, sem genginn var yfir til andstæðinganna, allsterk og hitt að þeir vom nokkrir innan flokks- ins, sem töldu án efa varhugavert að ég fengi of góða kosningu af ótta við að ég kynni að festast í sætinu, svo rækilega að heimamenn kæmust ekki að, en hin nýja kjör- dæmaskipan, sem komið var á 1959 jók líkur fyrir því. Það var merkileg reynsla að gera sér vonir um þingsæti og mistakast. Ég hugsaði sem svo að það yrði skemmtilegt viðfangsefni að fylgja málum eftir í kjördæminu með miklu meiri fyrirvara til næstu kosninga. Sá draumur varð að engu á einni svipstundu er einn fomstu- manna flokksins fylgdi mér til flugvélar og sagði mér, að þar sem framboð mitt hefði mistekist svo hrapallega, skyldi ég gera mér ljóst að ekki þýddi að reyna aftur. Við munum eiga létt með að finna góð- an heimamann í þinn stað, sagði hann að lokum. Mér fannst þetta mjög ólýðræðislegt hjá manninum. Hann var búinn að ákveða á sitt eindæmi, að ég skyldi ekki reyna í þriðja sinn fyrir Álþýðuflokkinn á Vestfjörðum og honum var greini- lega léttir í því að segja mér þetta. Auðvitað hefði kjördæmisráð flokksins átt að ákveða það á kom- andi tíma og það lá hreint ekkert á að hrella mig meira með slíkum kveðjuorðum. Hins vegar var mér ljóst, að mér þyddi ekki að reyna aftur úr því að þessi maður var mér andvígur, því hann kunni vel til verka á pólitíska sviðinu. Starf mitt í flokknum hélt áfram, en draumur um þingmennsku var gufaður upp. Ursögn úr Alþýðuflokknum Það var ekki fyrr en 15 árum síðar að ég sagði mig úr Alþýðu- flokknum. Það var þegar formaður flokksins sagði það vera óábyrga ævintýramennsku, að ætla að færa landhelgina út í 50 sjómílur, sem var efniskjarni doktorsritgerðar minnar. Stjómarandstöðuflokkarn- ir höfðu gert þá kröfu að kosninga- máli og eftir slíka yfírlýsingu, sem áður getur, var mér ómögulegt að vera iengur í flokknum, eingöngu af málefnalegum ástæðum og ekki öðrum. Slík framkoma er ofur eðli- leg, hins vegar ekki þegar menn láta sína eigin persónu vega þyngra en málefnin eins og nú hefur gerst í stjómmálum okkar. Siðf erðiskröfur Það er alltaf erfitt að meta sið- gæði. Okkur Islendingum hættir til að taka vægar á í því efni og gera misjafnari kröfur til manna, en nokkur önnur þjóð á byggðu bóli. Nú bregðast menn ókvæða við þeg- ar ráðherra, sem að mati fjölda manna hefur brotið reglur opinbers siðferðis á ýmsa vegu, er látinn víkja úr ráðherrastóli, þótt um síðir væri. En það var að mínu mati rétt aðferð til þess að „statúera exempl- um“ og þó svo mild, að viðkomandi mátti vel við una, þar sem hann var ekki látinn hverfa af lista flokks síns í kosningum, sem í hönd fóm. Hins vegar virðist hann, vegna ímyndaðra réttinda, fylgjandi efsta sæti flokksins í þýðingarmesta kjör- dæmi flokksins, hafa talið sig eiga heimtingu á forsætisráðherrastóln- um ef til stjórnarmyndunar flokks hans kæmi. Formaður flokksins taldi fyrir sitt leyti óhjákvæmilegt að láta það skiljast, að eðli málsins samkvæmt yrði hann tæpast ráð- herra aftur. Hér var ekki um neinn tvískinn- ungshátt að ræða af hálfu for- mannsins þótt þessi ráðherra væri ekki rekinn af listanum Hka. Auðvit- að gat hugsast að hann gæti áfram reynst nýtur þingmaður, þótt hann þætti ýmissa atvika vejgna ekki hæfur til ráðherradóms. Aminning- in, sem í þessu fólst, var mikilvæg. Það er stórkostlegt að geta rétt manni hjálparhönd þegar í nauðir rekur og öll sund virðast lokuð. Það er vel að ráðherrar geti geit þetta eða greitt götu einhvers menningar- máls og hoggið á torleysta hnúta. Hitt er verra þegar menn rétta fram hönd fulla af peningum, sem aðrir hafa lagt í lófann, en láta bónbjarg- armanninn standa í þeirri trú að þetta sé hans persónulega hjálp. Verst er þó ef miðlandinn hefur. sjálfur tekið sér hluta af hinu veitta fé í einskonar þóknun eða umboðs- laun. Það er hægur vandi að vera góð- ur maður og gjöfull ef maður þarf ekki að láta neitt úr eigin vasa. Það væri líka afbragð fyrir alla, sem þurfa að greiða söluskatt, að geta fengið að greiða hann með skuldabréfum til lengri tíma og þurfa ekki að óttast lokun þótt þeir standi ekki í skilum. Komið gæti til mála í einstaka neyðartilvikum að leyfa skuldara að greiða með gulltryggðum skuldabréfum, en væri slíkt gert af handahófi og geðþótta ráðherrans til öflunar vin- sælda væri málið siðlaust. Það væri ekki síður brot á sið- ferði íjármálaráðherra að veita tengdasyni sínum eftirgjöf á sölu- skatti undir furðulegu yfírskini. Fyrirgreiðslupólitík, sem beint eða óbeint gerir kröfur til þess er hennar nýtur um atkvæði, er sið- laus. Ekki síður ef ættar- eða venslabönd eru að baki. Það væri íjarri góðu opinberu siðferði, að ráðherra og síst sá ráð- herra sem færi með æðstu fjármál ríkisins, héldi áfram að vera starfs- maður einkafyrirtækis síns, væri þar á launum og gæti neitað Gjald- heimtunni um að láta halda eftir af ráðherralaunum, undir því yfir- skyni að vera starfsmaður þessa einkafyrirtækis síns, sem greiða muni gjöldin. Neita því svo fáum árum síðar að vita neitt um þetta sama fyrirtæki, sem greiðir honum laun, og þykjast ekki vita um greiðslur er hann, sem prókúruhafí fyrirtækisins, tekur sjálfur á móti, en telur þó ekki fram til skatts og er þó samtímis æðsti ábyrgðarmað- ur fjármála ríkisins. Hér er um fjárhæð að ræða, sem nemur árs- launum verkamanns. Þá þætti vafalaust flestum, að ríkisstofnun, sem greitt hefur farm- gjald fyrir vöru, sem ráðherra er umboðsmaður fyrir, en fær endur- greiddan hluta farmgjaldsins, eigi iagalegan rétt til þeirrar greiðslu, en ekki umboðsmaðurinn. Það er án efa dæmalaust að ráðherra bregðist svona trúnaði sínum við þá stofnun, sem hann er yfírmaður yfír og með því að stinga slíkri greiðslu í eigin vasa. Eða ef ráðherra með sömu um- boð lætur ríkisfyrirtæki beina viðskiptum að þeim fyrirtækjum, sem veita honum sjálfum umboðs- laun. Uggvænlegt ástand Hér skal látið staðar numið en á það bent að hvert einstakt atriði talið hér að framan hefði dugað með öðrum þjóðum til þess að ráð- herra yrði ekki vært í stólnum lengur. Hér á landi verður það sennilega talin ofsókn, að benda á svona augljósar staðreyndir, því að siðferðiskröfur til manna í opinberu lífí eru vægast sagt slakar. Þetta er orðið langt mál og væri þó hægt að tína fleira til. Það er uggvænlegt í þjóðfélagi okkar ef slíkt siðgæði á að vera til eftir- breytni og ef slíkur maður mun hljóta fjöldafylgi hafandi það eitt að baráttumáli að verða forsætis- ráðherra. Þá væri illa komið um alla framtíð og þjóðin í vanda stödd. Hver sá sem kýs slíkan mann til þings, sem er jafnber að því að kunna ekki skil á almennu siðferði, leggur blessun sína yfír stjórnmála- afskipti, sem voru jafn ábyrgðar- laus og t.d. Perons Argentínufor- seta ef ekki miklu verri og mætti fara allt til Afríku í leit að svipuðu. Nei, vonandi mun tilfinninga- storminn um að einhver „verndari litla mannsins" hafi orðið fyrir „óréttmætri árás“, lægja og fólk halda stillingu sinni í kjörklefanum, sú er trú mín og von. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.