Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 31
jrq/ í. jnjDAfTHAOTJA i GKJAJffHUOflOW MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 OP 31 Tilboð í Breiðafjarðarfeiju opnuð í gær: Lægsta tilboðið frá Þor- geir og Ellert á Akranesi TILBOÐ í nýja feiju yfir Breiða- fjörð voru opnuð i gær og reyndist lægsta tilboðið vera frá skipasmíðastöð Þorgeirs og EII- erts á Akranesi, 156,773 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð í feijuna, en hún var aðeins boðin út á meðal íslenskra skipasmiða- stöðva, það hæsta frá Stálvík hf. 189,935 milljónir. Nú verður haf- ist handa um að skoða tilboðin í smáatriðum og gert ráð fyrir að ákvörðun um hvaða tilboði skuli tekið liggi fyrir síðar í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta, en reiknað er með að smíði feij- unnar geti verið lokið eftir 9-14 mánuði og hún því tekið við hlut- verki flóabátsins Baldurs á næsta Ferjan á að geta flutt 24 fólks- bifreiðar samtímis eða 3 vöru- eða langferðabifreiðar og 16 fólksbif- reiðar, sem hægt verður að aka að og frá borði. Hún verður með tveim þilförum og getur flutt allt að 182 farþegum í einu og hægt er að flytja 10 bifreiðar til viðbótar með tiltölilega litlu tilkostnaði ef flutn- ingsþörfin gefur tilefni til. Mesta lengd ferjunnar er 38,80 metrar, breidd 9,20 og dýpt 4,20 metrar. Vegna aðstæðna á Breiðafirði var nauðsynlegt að takmarka djúpristu feijunnar við 2,9 metra. Takmörk- unin á djúpristu og þörfin fyrir góða stjórnhæfni gerir það að verk- um að 'fetjan verður búin tveimur 650 hestafla aðalvélum og tveimur skipsskrúfum. Áætlaður ganghraði ferjunnar verður rúmlega 13 sjómíl- ur og tekur ferðin milli Stykkis- hólms og Bijánslækjar tvær og hálfa klukkustund. Það gefur möguleika á því að fetjan fari tvær ferðir á dag yfir Breiðafjörð. Skipa- tækni hf. hefur teiknað fetjuna. Næst lægsta tilboðið í feijuna var frá skipasmíðastöð Njarðvíkur 160,160 milljónir, þá kom Stál- smiðjan hf. með 164,301 milljónir og Slippstöðin hf. á Ákureyri með 170 milljónir. Gerðardómur: Landeiffendur við Lagar- fljót fá 13,6 milljón- ir í bætur frá RARIK ÚRSKURÐUR var kveðinn upp á fimmtudag í gerðardómsmáli milli Rafmagnsveitna rikisins og eigenda og ábúenda jarða við Lagarfljót um bætur fyrir tjón á landi jarðanna af völdum Lagar- fossvirkjunar á Fljótsdalshéraði. Með úrskurðinum var Rafmagn- sveitum rikisins gert að greiða heimamönnum tjónabætur vegna 24 jarða eða landareigna, sam- tals tæplega 13,6 milljónir króna. Tjón landareigenda vegna virkj- unarinnar er einkum fólgið í því, Hausavíxl eftirMagnús Óskarsson Það vitlausasta sem ég hef heyrt af pólitísku rugli nýlega (og þarf nokkuð til) er sú kenning að djúp- hugsaður hugsjónagrundvöllur liggi að baki flokks Alberts Guð- mundssonar. Okkur sem álengdar höfum horft á sefjaðan múginn hafa hausavíxl á öllum hlutum er loksins nóg boðið. Spilling er það og ekkert ann- að, þegar klíkuskapurinn nær því hámarki, að stjórnmálamenn mis- nota aðstöðu sína til geðþóttaá- kvarðana. Dæmi: Fjármálaráð- herra eys úr ríkissjóði til vina sinna. Nú heitir þessi klíkuskapur fyrirgreiðsla og glampar sem geislabaugur um höfuð nýs stjórn- málaflokks. Skattsvik eru þjófnaður, aug- lýsti fjármálaráðherrann, Albert Guðmundsson, ekki alls fyrir löngu. En, „grípið þjófinn" æpa nú stuðningsmenn Alberts og benda á Þorstein Pálsson sem sökudólg fyrir það að draga Albert til ábyrgðar. Skammvinnt æði kallaði Jón Vídalín reiðina. Voðalegt veganesti má það vera fyrir þann, sem vill stjórna flokki, að vera staðinn að því að geta ekki stjórnað sjálfum sér. En einnig á þessu hafa menn hausavíxl. „Hann var svo þreyttur og illa sofinn og fréttamennirnir óþolandi," segja stuðningsmenn- irnir; sömu mennimir sem trylltust og buðu fram um allt land af því að Þorsteinn Pálsson svaraði ekki eins og þeir vildu einni spurningu fréttamanns. Hefnd er ekki heppilegt leiðar- ljós, þegar menn taka stórar ákvarðanir. í flokki Alberts skera fjórir menn sig úr að því leyti að þeir hafa allir beðið skipbrot í Sjálf- stæðisflokknum. Albert missti ráðherrastöðu og hinir þrír, Ásgeir að samhliða vatnsborðshækkun kemur fram grunnvatnshækkun í landi við Lagarfljót. Gerðardómur telur að áhrifa virkjunarinnar gæti að þessu leyti á land í allt að 22ja metra hæð yfir sjávarmáli og stuðli áhrifin að breytingum á gróðurfari, sem dragi úr ræktunarmöguleikum. Nýting áburðar verði lakari við hækkaða grunnvatnsstöðu, meiri hætta sé á áburðartjóni í vorflóðum og minni uppskera á túnum og nytjalandi. Þessi ræktunarspjöll eru ekki mikil næst virkjuninni vegna staðhátta, en á láglendissvæðum ofan við fljótið og við Löginn em víðar lendur néðan þessara marka, sem nýttar hafa verið til ræktunar eða beitar. Vatnsborðshækkun að vetri telja dómendur hafa þau áhrif, að lægsta landið fari undir vatn og ís. Haust- og vetrarbeit komi ekki að notum og heilgrasagróður þoli ekki að liggja undir vatni svo lang- an tíma. Var því niðurstaða dómsins að breyting hafi orðið á landgæðum við Lagarfljót. Með úrskurði gerðardómsins hafa verið ákveðnar endanlegar bætur vegna þessarar röskunar og em þær reiknaðar miðað við þann tíma, þegar áhrifa frá virkjuninni fór fyrst að gæta og er tekið tillit til vaxta og verðgildisbreytinga á tímanum fram til dómsuppkvaðn- ingar. Frestað var að taka afstöðu til tjóns af landbroti í hæð yfir 22 metmm frá sjávarmáli, er verða kunni síðar, og tjóns í sambandi við veiði. Gerðardóminn skipuðu þrír men, Árni Jónsson, fyrrverandi land- náinsstjóri, sem málsaðilar til- nefndu sameiginlega, dr. Gaukur Jömndsson, prófessor, tilnefndur af landeigendum og Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, tilnefndur af RARIK. Lögmaður landeiganda var Árni Halldórsson hrl. á Egilsstöð- um, en af hálfu RARIK Hjörtur Torfason hrl. Séra Habets erlátinn SÉRA Habets, sem lengi þjónaði kaþólska söfnuðinum á Islandi, lést í Hollandi siðastliðinn mánu- dag, 30. mars. Séra Habets fæddist í Hollandi 6. ágúst árið 1917 og var þvi á 70. aldursári er hann lést. Hann kom til íslands árið 1947 ogþjónaði sem prestur í Stykkishólmi þar til hann varð prestur í Landakoti árið 1954. Eftir tólf ára þjónustu í Reykjavík fór hann aftur til Stykkishólms og var þar til 1970. Þá þjónaði hann aftur í Reykjavík í tvö ár, en síðustu ár sín hér á landi var hann prestur í Hafnarfirði. Séra Habets Magnús Óskarsson En, „grípið þjófinn“ æpa nú stuðningsmenn Alberts og benda á Þor- stein Pálsson sem sökudólg fyrir það að draga Albert til ábyrgðar. Hannes Eiríksson, Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjartsson hafa fengið hroðalega útreið í prófkjöri og öðr- um tilraunum til pólitísks frama. En eitt er það að hefna ófara sinna og annað að kalla það hugsjón eins og Ásgeir Hannes reynir að gera í Morgunblaðinu. Em það enn ein öfugmælin. Margt er óljóst í moldviðri þess- ara daga, en víst er það, að skattsvik, pústrar og skipbrots- menn í pólitík hafa ekki myndað hugsjónagmndvöll, sem leyfilegt er að treysta. Höfundur er borgarlögmaður. MEÐEINU i SÍMTAU Éftir það verða T:L7«liTT7flf3PTf7 fœrð á vidkomandi greiðslukortareiknmg SÍMINNER 691140- 691141 ■'i'lTT.TT-TTSr JRtotguttlrfafcfö Míele RYKSUGAN Mún er vönduð ogvinnurvel 1000 watta kraftmikill mótor Afkastar 54 sekúndulítrum Lyftir 2400 mm vatnssúlu 7 lítra poki 4 fylgihlutir í innbyggðri geymsluj Stillanleg lengd á röri Mjög hljóðlát (66 db. A) Fislétt, aðeins 8,8 kg Þreföld ryksía Hægt að lata blása 9,7 m vinnuradíus Sjálfvirkur snúruinndráttur Teppabankari fáanlegur Taupoki fáanlegur Rómuð ending Hagstætt verð Reyndu hana á næsta útsölustað: IVKiele Einkaumboð: nrJÓHANN ÓLAFSS0N & C0 ^ Sundaborg 13, sími 688588 Mikligarður v/Sund JL-húsið. rafdeild Rafha, Hafnarf. Gellir, Skipholti Teppabúðin, Suðurlandsbraut Raforka, Akureyri KB, Borgarnesi Rafbuð RÓ. Keflavik KHB, Egilsstöðum Árvirkinn, Selfossi Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga Kjarni. Vestmannaeyjum KH. Blönduósi Rafþj. Sigurd.. Akranesi Straumur, ísafirði Grímur og Árni, Húsavik KASK, Höfn Rafborg, Patreksfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.