Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987 33 Slökkviliðsmenn að störfum í Barcelona. 15 ökutæki eyðilögðust í sprengingunni. Reuter Sprenging í Barcelona: Skæruliðar Baska grunaðir Il'ircnlnnn Pautoi* Barcelona, Reuter. EINN maður lést og sex særðust er öflug bílsprengja sprakk í miðborg Barcelona á fimmtudagskvöld. Skæruiiðar aðskilnaðarhreyf- ingar Baska eru grunaðir um ódæðið. Sprengjan sprakk í þá mund er vopnaðir lögreglu- menn í bíl óku framhjá. Talið er víst að tilræðismenn- irnir hafi ætlað að vega lögreglumennina. Við sprenginguna kviknaði í 15 bifreiðum í nágrenninu og tveir lögreglumannanna slösuðust er braki rigndi yfir bifreið þeirra. 29 ára gamall þjónn á veitinga- stað í nágrenninu lést. Lögreglumenn sögðu að sprengingin í fyrrakvöld hefði verið undirbúin með sama hætti og sprenging við höfnina í Barcelona á föstudag í síðustu viku. Þá lét einn maður lífið og 18 særðust. Aðskilnaðarhreyfing Baska lýsti ábyrgð á því tilræði á hendur sér. Holland: Notkun kad- míns bönnuð Wageningen, frá Eggert H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Skartgripir hertogaynj- unnar af Windsor eftirsóttir Genf, Reuter. SKARTGRIPIR úr safni hertoga- ynjunnar af Windsor seldust fyrir jafnvirði 33 milljóna doll- ara, 1,3 milljarða ísl. króna, á uppboði Sotheby’s fyrirtækisins, sem haldið var í Genf i fyrradag. Uppboðið átti að halda áfram i gær. Andvirði skartgripanna munu renna til rannsókna á alnæmi. Her- togaynjan ánafnaði Pasteur-stofn- uninni skartgripina með því skilyrði að andvirði þeirra yrði notað til rannsókna í þágu læknavísindanna. Sue Masterman, Observer. NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn- unar, sem fimm helstu skoðana- kannanafyrirtækin í Austurríki stóðu að í semeiningu, sýna, að sögn aðstandendanna, að 7% landsmanna eru harðsoðnir gyðingahatarar. Eru þessar niðurstöður túlkaðar sem fram- för frá fyrri könnunum, þar sem sambærileg útkoma hefur verið í kringum 12%. Hópur austurrískra þjóðfélags- fræðingáhefur nú farið í saumana á niðurstöðum þessarar könnunar, sem birt var um miðjan mars, og saka þeir aðstandendurna um að hafa dregið fullkomlega óskiljan- legar ályktanir af þeim gögnum, sem þeir höfðu í höndunum. Sjö prósent-útkoman er fengin með því að telja aðeins með þá einstaklinga, sem sögðu hiklaust ,já“, þegar þeir voru spurðir, hvort þeir teldu sig gyðingahat- ara. „Slík vinnubrögð," segir þjóðfélagsfræðingurinn Bernd Marin, „eru álíka örugg og að byggja tölur um fjölda alnæmis- sjúklinga á því, hve margir viðurkenna, að þeir séu haldnir Stofnunin er ein sú fremsta á sviði alnæmisrannsókna. Búist var við að upphæðin hækk- aði til muna þegar áfram átti að halda í gær, en í fyrradag voru seldir 95 munir. Af hálfu Sotheby’s var búist við að gripirnir seldust fyrir samtals 7,5 milljónir dollara. Sumir munirnir voru seldir á allt að 10 sinnum hærra verði en sér- fræðingar Sotheby’s höfðu metið þá á. Hæst verð fékkst fyrir 31 karats demantshring, sem japanski demantasalinn Tsuneo Takagi þessum sjúkdómi." Marin telur, að fjórði hver Aust- urríkismaður sé það, sem kallast geti gyðingahatari. Hann segir, að könnunin staðfesti þetta, enda þótt hún sé óvísindalega unnin - og undir það taka hinir þjóðfélags- fræðingarnir einnig. Þjóðfélagsfræðingurinn Max Gottschlich, prófessor við Vínar- háskóla, vítir aðstandendur könnunarinnar fyrir að taka tillit til „stigsmunar á gyðingahatri”. Fólk, sem viðurkennir opinskátt, að það hati gyðinga, er flokkað gyðingahatarar, en þeir, sem við- urkenna einungis, að þeim geðjist ekki að gyðingum, eru ekki taldir með. Gottschlich segir einnig, að það komi glögglega fram af niður- stöðum könnunarinnar, að gyð- ingahatur fari vaxandi í landinu, en ekki minnkandi, eins og að- standendur könnunarinnar vilji vera láta. Þegar spurt er í könnuninni: „Ættum við að sjá til þess, að gyðingar komist ekki í áhrifastöð- ur í landi okkar?" svarar einn af hvetjum fjórum Austurríkismönn- keypti á 3,15 milljónir dollara. Fjölmargir voru síma- eða sjón- varpstengdir beint við uppboðssal- inn og buðu í gripina. Voru munir slegnir mörgum þeirra, þ.á m. leik- konunni Elizabeth Taylor. Sat hún í sólstól við sundlaug á heimili sínu í Los Angeles og bauð símleiðis. Var henni slegin demantsnæla fyrir andvirði 625.000 dollara eða 25 milljónir ísl. króna. „Þetta er fyrsti mikilvægi skartgripurinn sem ég kaupi mér,“ sagði leikkonan eftir á. um því afdráttarlaust játandi. Einn af hvetjum fjórum telur einn- ig, að stjórnmálamönnum ætti að vera leyfilegt að láta andgyðing- leg ummæli falla. Einn af hveijum tólf mundu rjúfa vináttusamband, ef í ljós kæmi, að vinurinn væri gyðingur. Einn af hverjum sex Austurrík- ismönnum telur, að betra væri, að engir gyðingar væru í landinu, og meira en_ þriðjungur vísar því alfarið á bug, að Austurríkis- mönnum beri að veita gyðingum siðferðilegan stuðning vegna hlut- deildar sinnar í útrýmingarher- ferðinni á hendur gyðingum í stríðinu. Samkvæmt könnuninni telja Austurríkismenn sjálfír, að fjórði hver landsmanna sé gyðingahat- ari. Könnunin varpar einnig athygl- isverðu ljósi á afstöðu Austurríkis- manna til útlendinga yfirleitt. Þeim hugnast Frakkar og Banda- ríkjamenn skár en Gyðingar. Sovétmenn setja þeir á sama bekk og Gyðinga, en Tékka skör neðar. Þjóðfélagsfræðingarnir benda Umhverfismálaráðherra Hol- lands, Drs. E. Nijpels, hefur ákveðið að banna alla notkun kadmíns í iðnaði. Hér með er Holland fyrsta landið í Evrópu sem tekur slíka ákvörðun. Að- spurður sagðist Nijpels vonast til þess að önnur lönd sigldu i kjöl- farið. Jafnframt framleiðslu- og notk- unarbanninu verður innflutningur iðnaðarvara sem innihalda kadmín bannaður. Ráðherrann sagði að nóg væri til af efnum sem hægt væri að notast við í staðinn fyrir kadmín og sagði það fremur viljaleysi en annað að iðnfyrirtæki hefðu ekki hafið notkun annarra efna nema í mjög litlum mæli enn sem komið er. Forsvarsmenn iðnfyrirtækja sem nota kadmín sögðu að samkeppnis- aðstaða fyrirtækja þeirra ætti eftir að versna stórlega við þessa ákvörð- un. Kadmín gefur glans á vörur sem hann er notaður í. Sem dæmi um vörur sem málmurinn er notaður í má nefna harðplastílát, plastpoka, flöskur undir uppþvottalög, öl- og bjórkassa. Kadmín safnast fyrir í matvælum og kemst þannig inn í líffæri mannsins. Nýru og lifur eru sérlega Sally Burton, ekkja leikarans Richard Burton, var meðal þeirra sem sóttu uppboðið. á, að niðurstöður könnunarinnar séu í algerri mótsögn við þær yfir- lýsingar aðstandenda hennar, að gyðingahatur fari minnkandi í landinu. Fimmtán prósent þeirra, sem spurðir voru, sögðil, að áliti þeirra á gyðingum hefði hrakað á síðastliðnu ári, en aðeins sex prósent höfðu andstæða sögu að segja. Þjóðfélagsfræðingurinn Bernd Marin sakar aðstandendur könn- unarinnar um að hafa reynt að setja á svið þjóðemislega réttlæt- ingarherferð í Austurríki. „Þeir hafa sniðgengið allt það (úr niður- stöðum könnunarinnar), sem ekki hefur komið heim og saman við ráða- gerðir þeirra,” segir Marin, „og þeir hafa brotið allar reglur, sem venjulega eru í heiðri hafðar í slíkum könnunum. “ „Þessi könnun er svikin vara,“ bætir hann við og segir loks: „Það, sem þeir ætluðu að sanna í upphafi, er, að gyðingar eigi fleiri vini en óvini í Austurríki. Því einu er við það að bæta, að sá, sem á slíka vini, þarf ekki á óvinum að halda.“ viðkvæm fyrir áhrifum kadmíns og fari kadmín upp fyrir ákveðið magn raskar það starfsemi þessara líffæra með mjög alvarlegum afleið- ingum. Undanfarna áratugi hefur kadmínmagn í yfirborðsjarðvegi stóraukist og þar með hættan á að mengunin komist í neysluvörur. Þyngsti dómur- inn fyrir fíkniefni Þrándheimi, frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÞRJÁTÍU og eins árs gamall maður frá Þrándheimi var fyrir skömmu dæmdur í 17 ára fang- elsi fyrir smygl og dreifingu á fíkniefnum. Er þetta þyngsti dómur í fikniefnamálum í Nor- egi. Maðurinn heitir Jon Oystein Wold og gekk undir nafninu Jónas og hefur hann setið í gæsluvarð- haldi í 521 dag. Fyrri hluta þess tímabils sat Jónas í gæslu í fang- elsi í Portúgal. Jónas var dæmdur fyrir innflutn- ing á 86 kílóum af hassi og fyrir tilraun til innflutnings á 25,7 kg af sama efni. Þá var hann dæmdur fýrir innflutning á 9,86 kg af am- fetamíni og tilraun til innflutnings á 12,75 kg af sama efni. Að auki hlaut Jónas dóm vegna yfirhilmingar í málverkaþjófnaði. Jónas getur fyrst átt von á að losna úr fangelsi eftir 10 ár. Áður en þessi dómur féll í Lögmannsréttin- um í síðustu viku var strangasti fíkniefnadómur felldur í Hæstarétti í nóvembermánuði á síðasta ári. Þar var um að ræða mann frá Pakistan sem hlaut 16 ára fangels- isdóm fyrir smygl á 1,2 kg af heróíni til Noregs, fyrir smygl á 2,5 kg af sama efni til Danmerkur auk smygltilraunar á 1 kg til Frakk- lands. Þess skal getið að þessum þyngsta fíkniefnadómi Noregs hef- ur enn ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar, en saksóknari málsins gerði kröfu um 18 ára fangelsi. „Jónas“ Wold hlýðir á dómsorðið er hann var dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Er það þyngsti dómur af sínu tagi í Noregi og þarf liinn seki að sitja á bak við lás og slá fram vfir aldamót. Eru Austurríkismenn fjandsamlegir gyðingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.