Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 57 Minning: Jón Sigurðsson frá Grindavík Fæddur 25. desember 1895 Dáinn 24. mars 1987 Í dag verður kvaddur frá Grindavíkurkirkju vinur minn og tengdafaðir, Jón Sigurðsson, tré- smiður, Austurbrún 4, Reykjavík. Jón lést í Borgarspítalanum þann 24. mars sl., 91 árs að aldri. Hann var fæddur í Garðhúsum í Grindavík þann 25. desember 1895. Foreldrar hans voru Katrín Jóns- dóttir frá Jámgerðarstöðum og Sigurður ÓLafsson á Stað í Grindavík. A fyrsta ári var Jón tek- inn í fóstur af hjónunum Guðrúnu Sigurðardóttur og Jóni Jónssyni að Hópi í Grindavík og ólst þar upp til fullorðinsára. Jón stundaði sjó- mennsku á vertíðum frá 15 ára aldri til þrítugs, en 23 ára fluttist hann til Hafnarfjarðar og gerðist einn af fyrstu atvinnubílstjórum landsins meðfram sjómennskunni. Þann 30. október 1920 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðríði Einarsdóttur, ljósmóður frá Bjargi í Grindavík. Þeim varð 7 bama auðið. Þau eru: Einar, fædd- ur 1921, er lést í bemsku; Guðlaug- Leiðrétting í minningargrein um Láms Salómonsson, fyrrum yfirlögreglu- þjón, hér í blaðinu á miðvikudag stendur að hann hafi verið fæddur á Laxabrekku í Miklaholtshreppi, hér átti að standa Laxárbakka. Foreldrar hans vom hjónin Salómon Sigurðsson og kona hans, Lámsína Lámsdóttir Fjeldsted. Láms heitinn og kona hans, Kristín Gísladóttir, eignuðust 6 börn og em 5 þeirra á lífi. ur Einar, loftskeytamaður, fæddur 1922, látinn 1985, kvæntur Ástu Guðjónsdóttur; Guðjóna Jósefína, fædd 1926, hjúkmnarfræðingur, gift Kristleifi Jóhannessyni, sem nú er látinn; Stúlkubam, fætt 1928, er lést í frumbemsku; Guðjón Böð- var, tónmenntakennari, kvæntur Birnu Elíasdóttur; Guðmundur, raf- virki, kvæntur Lovísu R.S. Jóhann- esdóttur, og Gunnar Þór, prófessor, kvæntur Ragnheiði Júlíusdóttur. Bamaböm em 22, barnabamaböm 23 og 1 barnabamabarnabam. Þau Jón og Guðríður bjuggu lengst af í Grindavík, fyrst á Bjargi, síðan á Sólheimum og loks á Hól- um. Jón starfaði sem sjómaður og bílstjóri fyrstu árin, en síðar sem trésmiður. Guðríður var ljósmóðir byggðarlagsins. Árið 1943 fluttust þau búferlum til Reykjavíkur, þar sem Jón starfaði við trésmiðar með- an heilsa entist, lengst af hjá Byggingarfélagi verkamanna. Kynni okkar Jóns hófust fyrir 23 ámm er ég giftist syni hans, Gunnari Þór. Með okkur Jóni varð frá byijun sönn og góð vinátta sem hélst æ síðan. Reyndar vom Jón og kona hans, Guðríður, mér sem aðrir foreldrar frá okkar fyrstu kynnum og einnig varð góð vinátta og tengsl milli þeirra hjóna og for- eldra minna. Jón var einstakt ljúfmenni, glæsi- legur maður og mikið snyrtimenni. Hann var hrókur alls fagnaðar í sínum vinahópi og spaugsamur á góðum stundum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var fastur fyrir í þeim efnum. Hann kynntist kröppum kjömm í æsku og gerði aldrei of háar kröfur til lífsins gæða. En hann sá um sig og sína, var ætíð t Innilegar þakkir færi ég öllum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur og systur okkar, HILDAR ÞURÍÐAR BÓASDÓTTUR, er lést' þann 20. mars sl. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Reykjalundi fyrir umhyggju og ástúð sem þau sýndu henni í langvarandi veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Hlöðver Kristinsson, Hermann Hlöðversson, Elsa Ásgeirsdóttir, Bóas Emilsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ingi Bóasson, Emil Bóasson, Guðlaug Bóasdóttir, Guðrún V. Bóasdóttir, Einar Ambjörnsson. t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GRÉTU KRISTJÁNSDÓTTUR RASSMUSEN, Garðar Finnbogason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR LIUU KRISTÓFERSDÓTTUR, Stekkum 20, Patreksfirði. Sæmundur Kristjánsson, Kristófer Kristjánsson, Eðvarð Kristjánsson, Richard Kristjánsson, Leifur Bjarnason, Grétar Bjarnason, Elsa Bjarnadóttlr, Sigurjóna Kristófersdóttir, barnabörn og Aöalheiöur Kolbeins, Margrót Arnfinnsdóttir, Marfa Halldórsdóttir, Stella Gísladóttir, Svala Guðmundsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Matthías Eyjólfsson, Ingimundur Andrésson, barnabarnabörn. heiðarlegur í einu og öllu og ávallt tilbúinn til hjálpar ef aðrir þurftu á að halda. Jón var lengst af heilsuhraustur maður og starfaði við iðn sína fram undir áttrætt. Á síðari árum gafst þeim hjónum kostur á að ferðast talsvert, munaður sem þau höfðu ekki getað veitt sér í harðri lífsbar- áttu kreppuára og eftirstríðsára. Þetta fijálsræði og ferðir til að heimsækja mína fjölskyldu meðan við bjuggum erlendis var mikill ánægjuauki á elliárunum. Síðustu árin átti Jón við van- heilsu að stríða. Nú, þegar hann er kominn til æðri heima þangað sem vegir okkar ailra liggja, viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka samfylgdina. Ég sendi innilegustu samúðar- kveðjur til Guðríðar, tengdamóður minnar, og allra ástvina Jóns. Ragnheiður Júlíusdóttir Morgunverðarfundur Horfur í utanríkis- viðskiptum Fundur með Lucasi lá- varði af Chilworth viðskiptaráðherra Breta fimmtudaginn 9. apríl kl. 8.15 til 9.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Lucas lávarður mun flytja ræðu og svara fyrirspurnum um framtíð Evrópubanda- lagsins og tilraunir þess til að koma á heimamarkaði, viðhorfum í upphafi nýrra viðskiptaviðræðna í GATT, mikil- vægi utanríkisviðskipta í efnahagslífi þjóða og hvernig megi örva og styðja við útflutning. Allir velkomnir Vinsamlegasttilkynnið þátttöku í síma 83088 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Kynningardagur Stýrimannaskolans laugardaginn 4. apríl vSiglingar og sjósókn eru nauðsyn Stýrimannaskólinn í Reykjavík heldur kynninng- ardag laugaidaginn 4. apríl nk. Skólinn verður öllum opinn frá kl. 14.00-17.00. Nemendur og kennarar kynna starfsemi skól- ans, siglinga-ogfískileitartæki. Slysavamafélag íslands og Slysavamaskóli sjó- manna sýna öryggis- og bjöigunartæki. KvenfélagiðHrönn verðurmeðkaffi- veitingar. Verið vdkomin. Skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.