Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 Ikapp Undirritaður hefír löngum haft tröllatrú á fijálsri samkeppni svo fremi hún mismuni ekki fólki eða vegi beinlínis að frumrétti manna til að njóta til dæmis mennt- unar eða hjúkrunar, en okkur ber að sjálfsögðu að standa vörð um slík grundvallarmannréttindi. livað varðar fjölmiðlana er það bjargföst trú mín að þar sé hin frjálsa sam- keppni af hinu góða. Lítum bara á laugardagsmyndir sjónvarpsstöðv- anna. Ríkissjónvarpið sýndi Hita og sándfok (Heat and dust) breskætt- aða fjögurra stjömumynd er banda- ríski leikstjórinn James Ivory leikstýrði 1983 og á Stöð 2 gladdi hin frábæra mynd Peter Wier Vitnið (Witness) augað en mynd þessi var gerð árið ’85 vestur í Ameríku. Annars eru menn ekki á eitt sáttir um hina nývöktu samkeppni ljós- vakamiðlanna. Kakan klipin Hrafn Gunnlaugsson, yfirmaður innlendrar dagskrár ríkissjónvarps- ins, og Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur spjölluðu í Geilsa um blessaða Eurovision-keppnina er nú týnir spesíumar uppúr mal ríkissjónvarps- ins. Thor var á því að ekki ætti að ausa fé til afþreyingarlistar en Hrafn taldi hins vegar mikilvægt að gera ekki upp á milli listgreina, það væri eiginlega listasögunnar að inna það hlutverk af hendi fremur en dauð- legra listpáfa. Brátt snerist þó spjall þeirra Hrafns og Thors um hina fijálsu samkeppni ljósvakamiðlanna og hélt Thor því blákalt fram að ... flugumönnum hefði verið smygl- að inná ríkisfjölmiðlanna. Og Hrafn kvartaði yfir fjárskorti slíkum er gæti jafnvel komið í veg fyrir að við tækjum þátt í næstu Eurovision- keppni. Já, það er vissulega þröngt í búi hjá smáfuglunum þessa stund- ina en hvemig væri þá að draga úr innlendu dagskránni í anda Thors en vanda á móti enn frekar það efni sem sér þó dagsins ljós? Hér dettur mér í hug saga af amerískri kerlingu í San Francisco er fór eitt sinn innní Kínahverfið með stórþvott. Líður nú og bíður og ekkert bólar á tauinu, kerling snaróð í símanum að heimta þvottinn af kínverska þvottahúsinu í Kantonstræti. Eftir fimm daga er þvotturinn loksins tilbúinn. Kerling fer á staðinn og þá er búið að snur- fusa og ilmtufta dulurnar og búa um þær á hinn listilegasta hátt og það sem meira er, það tekur því vart að borga reikninginn. „Og þið eruð búnir að hafa fimm daga!“ Öskrar kerling. Kínverski þvotta- maðurinn beygir sig í duftið bros- andi. „í kínversku þvottahúsi skiptir tíminn ekki máli frú, aðeins þvottur- inn.“ Áfram veginn ... í rauninni skipta ummæli menn- ingarpáfa harla litlu máli þar sem hin fijálsa samkeppni ríkir, þannig er ég næstum handviss um að Helg- arstuðið hans Hemma Gunn hlyti ekki náð fyrir augum menningar- mafíunnar en samt er Hemmi vinsælastur íslenskra útvarpsmanna ef marka má dómstól götunnar. Að þessu sinni var Helgarstuð Hemma uppá Hótel Sögu þar sem að venju var farið í ýmsa saklausa leiki svo sem Frúna í Hamborg og svo mættu gamalkunnir „grínarar" uppá sviðið. Ekki svo mjög menningarleg sam- koma, Thor, en samt streyma að auglýsingamar og Hemmi auglýsir grimmt allt frá súkkulaði til máls- verða í Grillinu. Útvarpið í lit er jú frítt, Thor, afnotagjaldið vart sýni- legt í vöruverðinu og svo bauð Gildi hf. þúsund manns í kaffi hjá Hemma og fólkið gat fylgst með herlegheit- unum í anda Marx sáluga — það skyldi þó aldrei vera að kapítalism- inn færði valdið á endanum til fólksins þótt stundum kitli nú aug- lýsingabijálæðið kokið. Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP/SJÓNVARP Dalgliesh lögregluforingi með eitt nafnlausu bréfana. Ríkissj ónvarpið: Svarti turninn Lokaþáttur 20— breska mynda- flokksins Svarta - lokaþáttur turnsins er á dagskrá sjón- varps í kvöld. Þá mun Adam Dalgliesh lögreglu- foringi væntanlega leysa gátuna um hin undarlegu dauðsföll á heilsuhælinu. '3 © ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón- Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guörúnu Helgadóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir les (6). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblaö- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tlð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guömundsdóttir. 14.00 „Vill einhver hafál?”, smásaga eftir Jeane Wilkin- son. Gyða Ragnarsdóttir les þýðingu sína. 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Billie Holiday. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Siðdegistónleikar. a. Sellósónata i a-moll eftir Ernest John Moeran. Peert Coetmore og Eric Parkin leika. b. Tveir þættir fyrir strengjakvartett op. 11 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Borod- in- og Prokofjeff-kvartettarn- ir leika. 17.40 Torgið — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: ÚTVARP Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.35 Ónæmisaögeröir: Veit- um sérhverju barni tæki- færi. Halldór Hansen yfirlæknir flytur erindi. 20.00 Á framboðsfundi. Útvarpað beint frá fundi frambjóöenda í Austur- landskjördæmi sem haldinn er á Borgarfirði eystra. ( upphafi flytja frambjóðendur stutt ávörp, en siöan leggja fréttamenn og fundargestir spurningar fyrir fulltrúa flokkanna. Stjórnendur: Inga Rósa Þórðardóttir og Ingimar Ingimarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 42. sálm. 22.30 Marglitir dropar lífsins. Þáttur um færeyska rithöf- undinn Jergen Frantz Jacobsen og verk hans. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 18.00 Villi spæta og vinir hans. Tólfti þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Olafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Nítjándi þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suöurhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.50 Islenskt mál. 19. þáttur um myndhverf orðtök. Um sjón: Helgi J. Halldórsson. 19.00 Sómafólk (George and Mildred). 22. Fæöingar- hjálp. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðar- son og Ragnar Halldórsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Svarti turninn — Loka- þáttur. Breskur myndaflokk- ur í sex þáttum, geröur eftir sakamálasögu P.D. James. Roy Marsden leikur Adam Dalgliesh lögregluforingja. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 21.35 Framboðskynningar. Fulltrúar stjórnmálaflok- kanna kynna starf þeirra og stefnumál í komandi kosn- ingum til Alþingis. Röð flokkanna er þessi: Flokkur mannsins, Samtök um kvennalista, Þjóðarflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið. 23.10 Fréttir í dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl § 17.00 Svik í tafli (The Big Fix). Bandarísk kvikmynd frá 1978 með Ósicarsverö- launahafanum Richard DreyfuS í aðalhlutverki. Leikstjóri er Jeremy Paul Kagan. Einkaspæjari fær sérlega erfitt mál að glíma við; það teygir anga sína allt til æðstu staða í stjórn- kerfinu. § 18.60 Fréttahorniö. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. 19.05 Ferðir Gúllívers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Návígi. Vfirheyrslu- og umræðuþáttur í umsjón fréttamanna Stöðvar 2. § 20.40 Húsiö okkar (Our House). Bandariskur gam- anþáttur með Wilford Brim- ley í aöalhlutverki. §21.30 Fyrsta ástin (First Affair). Bandarísk sjónvarps- kvikmynd um fyrstu ást 18 ára stúlku. Hún veröur ást- fangin af giftum manni og hefur það afdrifaríkar afleið- ingar. Með aðalhlutverkin fra Melissa Sue Anderson (Húsið á sléttunnj) og Lor- etta Swit (MASH). Leikstjóri er Gus Trikonis. § 23.05 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 00.35 Dagskrárlok. Rás 1: Hvað segir læknirinn? ■■ í þættinum í 30 dagsins önn sem er á dagskrá Rásar 1 eftir hádégi í dag svara heimilislæknamir Guðmundur Sigurðsson, Haraldur Dungal og Sveinn Magnússon meðal annars spumingum um hvort nuddpúðar sem komu á markað fyrir síðustu jól komi að gagni við vöðva- bólgu og hvort hægt sé að Hjörtur Pálsson tók saman. Lesarar: Aðalsteinn Davíös- son og Pétur Gunnarsson. (Áöur útvarpað 22. f.m.) 23.30 íslensk tónlist. íslenska hljómsveitin leikur. Stjórn- endur: Margareth Hillis og Thomas Baldner. Einleikari á gitar: Joseph Ka Cheung Fung. a. „Skref', hljómsveitarverk eftir Hróðmar I. Sigurbjörns- son. b. Gítarkonsert eftir Joseph Ka Cheung Fung. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til morguns. ÞRIÐJUDAGUR 7. apríl 00.10 Næturútvarp. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina. 6.00 I bítiö. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veöri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist i morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistarget- raun, óskalög yngstu hlust- endanna og breiðskífa vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Nú er lag. Gunnar Salv- arsson kynnir gömul og ný úrvalslög. Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt fimmtudags kl. 2.00). 21.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurn- ingaþætti um dægurtónlist. (Endurtekinn þáttur frá laug- ardegji. 22.05 Heitar krásir úr köldu striði. Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson dusta rykið af gömlum 78-snún- inga plötum Ríkisútvarpsins frá árunum 1945—57. 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Hallgrím- ur Gröndal stendur vaktina til morguns. lækna magasár án upp- skurðar. Meginefni þáttar- ins er hins vegar um orsakir og meðferð geð- sjúkdóma og er í því sambandi rætt um þung- lyndi og reynt að svara spumingunni um hvort þunglyndi sé geðveiki. Símatími þáttarins er strax að lokinni útsendingu hans kl. 14 og er hann í hálftíma í síma 91-27295. 2.00 Tilbrigöi. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. (Endurtekinn frá laugar- degi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. ÞRIÐJUDAGUR 7. april 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00—12.10 Fréttir 12.00—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með þvi sem helst er i fréttum, spjalla við fólk og segja frá i bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Forstjóra- popp eftir kl. 15.00. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Jóhann Haröar- dóttir á flóamarkaði Bylgj- unnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriðjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá Karls Garöarsonar fréttamanns. Fréttir kl. 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður og flug- samgöngur. Fréttir kl. 03.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.