Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 39 Ríkisstjórnin synjar RUV um 13% hækkun afnotagjalda: Þjónusta RUV hlýtur að skerðast fáist ekki hækkun — segir í ályktun útvarpsráðs ÚTVARPSRÁÐ lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að synja Ríkisútvarpinu um stað- festingu á 13% hækkun útvarpsgjalds fyrir annan ársfjórðung 1987, segir í ályktun, sem ráðið sendi frá sér eftir fund sinn s.I. föstu- dag. Ályktunin var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Hækkunin hefði leitt til þess að gjald fyrir afnot af öllum út- sendingum RUV hefði orðið 21 kr. á dag í stað kr. 18.50 áður og er það daggjald ótrúlega lágt miðað við alla aðra fjölmiðlaþjón- ustu í landinu. Er þetta því miður ekki í fyrsta skipti sem stjómvöld hafa komið í veg fyrir hóflegar hækkanir í útvarpsgjaldi RUV, segir í ályktun Útvarpsráðs. I ályktuninni segir ennfremur: „Útvarpsráði er ljóst að neitun ríkisstjómarinnar stafar ekki síst af því að útvarpsgjaldið er tengt almennum kjarasamningum, sem ríkisstjómin hefur fallist á. Slíkt er óviðunandi fyrir Ríkisútvarpið, sem samkvæmt lögum er sjálf- stæð stofnun í eigu ríkisins, og enn fráleitara eftir að fleiri út- varpsstöðvar em komnar til sögunnar. Þess er krafíst að samningsákvæði um bindingu út- varpsgjalds séu úr gildi felld, eða að öðmm kosti fái Ríkisútvarpið að fullu bættan þann tekjumissi sem af þeim hlýst. Útvarpsráð telur óhæft með öllu að skerða í fjárlögum, eins og gert var í fjárlögum 1987, tekjustofna sem Ríkisútvarpinu áttu að vera tryggðir með útvarps- lögum og em forsenda þess að stofnunin geti rækt þær marg- háttuðu skyldur sem henni em lagðar á herðar. Ljóst er að Ríkisútvarpið á nú við alvarlegan fjárhagsvanda að stríða, bæði vegna þeirra breyt- inga sem ný útvarpslög ieiddu til að vegna þess að óeðlilegar höml- ur hafa verið lagðar á lögbundna tekjuöflun þess. Fáist ekki leið- réttingar á þeim atriðum sem hér hefur verið vikið að hlýtur það að leiða til skerðingar á þeirri þjónustu stofnunarinnar sem flestir landsmenn telja sjálfsagða og nauðsynlega og draga stórlega úr því menningarstarfí sem henni er ætlað að hafa forystu um.“ GENGIS- SKRANING Nr. 65 - 6. apríl 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 38,910 39,030 38,960 St.pund 63,036 63,231 62,743 Kan.dollarí 29,769 29,861 29,883 Dönskkr. 5,6545 5,6719 5,7137 Norskkr. 5,7141 5,7317 5,7214 Sænskkr. 6,1329 6,1518 6,1631 Fi.mark 8,7527 8,7797 8,7847 Fr.franki 6,4086 6,4284 6,4777 Belg. franki 1,0303 1,0334 1,0416 Sv.franki 25,6105 25,6895 25,8647 Holl. gyllini 18,89578 18,9540 19,1074 V-þ.mark 21,3246 21,3904 21,5725 Ít.líra 0,02994 0,03003 0,03026 Austurr.sch. 3,0345 3,0439 3,0669 Port escudo 0,2759 0,2767 0,2791 Sp. peseti 0,3046 0,3055 0,3064 Jap.yen 0,26612 0,26694 0,26580 írsktpund 57,036 57,212 57,571 SDR(Sérst) 49,9390 50,0931 49,9815 ECU, Evrópum. 44,3263 44,4630 44,7339 Morgunblaðið/Þorkell Sementspokinn komst í réttar hendur að loknu ferðalaginu ofan af Akranesi Davíð Oddssyni af- hentur sementspoki - til að hefja byggingu íþróttahúss í Arbæ FIMMTÁN unglingar úr íþrótta- klúbbnum „Vanda sig“ sem hittast af og til í félagsmiðstöð- inni Arseli í Reykjavík afhentu Davíð Oddssyni borgarstjóra se- mentspoka á laugardaginn, en pokann höfðu þau hlaupið með í kassabíl frá Akranesi nóttina áður. Krakkamir vildu með þessum hætti þrýsta_ á um að íþróttahús yrði reist í Árbæ, en þeir segjast orðnir langþreyttir á að bíða eftir íþróttaaðstöðu. Þau héldu frá Reykjavík til Akra- ness með rútu kl. 16.00 sl. fostudag og hófu gönguna þaðan með se- mentspokann í kerruni kl. 18.00. Þau skiptust á að hlaupa með kerr- una með pokanum í til Reykjavíkur og voru komin í borgina morguninn eftir og afhentu síðan Davíð pokann við Ársel. Rúta fylgdi hópnum eftir. Krakkamir höfðu safnað um 1.000 undirskriftum íbúa í Árbæ sem leggja vilja málstaðnum lið og einnig höfðu þau safnað að sér nöfnum styrktaraðila, sem tilbúnir em til að styrkja framkvæmdimar. Askorun til Þor- steins Pálssonar fjármálaráðherra VEGNA kjaradeilu Félags há- skólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga (Fhh) og ríkisins viljum við félagsmenn Fhh, sem störfum hjá Reykjavíkurborg og á Landakotsspítala, taka fram: 1. Kjarádeilan hefur nú dregist mjög á langinn og hefur það haft mikil áhrif. Við bendum á að engar stærri aðgerðir, þ.m.t. hjartaaðgerðir, hafa verið framkvæmdar á Land- spítala síðan 19. mars. Nú standa u.þ.b. 90 sjúkrarúm ónotuð en þeim fjölgar sem bíða eftir sjúkrahúsdvöl. Landspítalinn er háskóla- sjúkrahús með kennsluskyldu og hefur hin skerta starfsemi þar raskað verknámi margra háskólanema. 2. Kjaradeilan hefur einnig haft áhrif á heilsugæslu þar sem hjúkrunarfræðingar á fjórum stómm heilsugæslustöðvum era nú í verkfalli. í nýlegu nefndaráliti heilbrigðismála- ráðuneytisins um „heilbrigði allra árið 2000“ er mikil áhersla lögð á forsvarnarstarf, heilsugæslu og aukna þjónustu utan stofnana. Hjúkranar- fræðingar gegna þar lykilhlut- verki að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar. I háskólanámi hjúkranar- fræðinga er rík áhersla lögð á þessa þætti. 3. Ef ekki nást viðunandi kjara- samningar nú óttumst við minnkandi aðsókn í hjúkranar- nám og flótta hjúkranarfræð- inga úr starfí. Áugljóst er að slíkt hefði alvarleg áhrif á heil- brigðisþjónustu landsmanna. Við skoram á fjármálaráðherra að ganga strax til samninga við félaga okkar sem starfa hjá ríkinu. Reykjavík, 6. apríl 1987. Virðingarfyllst, f.h. félagsmanna í Fhh sem starfa hjá Reykjavíkurborg og á Landakotsspítala. Dýrleif Kristjánsdóttir, Hrafn Óli Sigurðsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Theodóra Reynisdóttir. Ekkí í valdi innflytjenda að lækka verð erlendra lyfja „ Innflutningsfyrirtækin ráða engu um verðlagningu á lyfjum, heldur framleiðendur erlendis. Erlend lyf eru oft á tíðum mun ódýrari en sambærileg innlend lyf. Hins vegar gefa læknar frem- ur lyfseðla á innlend lyf, þvi samkvæmt reglum er hlutur sjúkl- inga í verði þeirra nærri helmingi lægri en hlutur þeirra af erlend- um lyfjum," sagði Kristján Sverr- isson, sölustjóri lyfjamnflutnings- fyrirtækisins G. Ólafsson hf., er hiann var inntur eftir þvi hvort erlend lyf myndu lækka f verði á næstunni. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur verð nokkurra innlendra lyfja lækkað. Kristján sagði að erlend framlyf lækkuðu vart í verði, því framleiðendur þeirra hefðu lagt í mikinn kostnað við rann- sóknir og kærðu sig ekki um verðstríð við þá sem framleiða eft- irlíkingar lyfjanna erlendis eða hér á landi. „Erlendu eftirlíkingar era oft á tíðum á sambærilegu eða lægra verði en íslenskar eftirlíkingar, en fyrir rúmum áratug var sett sú regla að sjúkrasamlagið greiddi innlend ljrf meira niður en erlend. Þannig er nú hlutur sjúklinga í verði íslenskra lyfja 200 krónur, en í verði erlendra lylja 350 krónur. Með því að skrifa lyf- seðla á innlend lyf spara læknamir sjúklingunum einhverjar krónur, en útgjöld ríkisins aukast að sama skapi, ef verð lyflanna er svipað. Hlutur ríkisins eykst enn meira ef innlenda lyfið er dýrara en hið er- lenda." „Það eina sem við getum gert til að lækka verð innfluttu lyfjanna er að reyna að fá erlendu fyrirtækin til að lækka sitt verð, en innkaupsverð til íslands er það sama og til ann- arra Norðurlanda, svo það er hæpið að þau gangi að því,“ sagði Kristján. JÓn Ólafsson, lyfjaffæðingur hjá Pharmaco hf., tók í sama streng og Kristján. „Það eru framleiðendur sem ráða verði lyfjanna,“ sagði hann. „Sú regla er í gildi hér að innkaups- verð lyfla verður að vera hið sama til íslands og til annarra landa, sem er örugglega einsdæmi í heildsölu hér á landi. Ef framleiðendur vilja breyta verði, hvort sem er til hækk- unar eða lækkunar, þá verður að leggja inn beiðni um það og framleið- andinn verður að sætta sig við niðurstöðuna, á hvom veginn sem hún er. Innflytjendur hafa ekkert að segja um verðið á lyfjunum." DANSKÓLINN Innritun hafin á vornámskeið frá 10-12 og 1-4 í símum 46219 - 621088. Að kunna að dansa er nauðsynlegt öllum. Allt nýir dansar. Frábærar lotur. BARNADANSAR UNGLINGAR 1. Kanna hvort barnið hafi góðan takt. 2. Kynningar og tjáningarform. 3. Æfingar og stakir dansar. 4. Léttir leikir og dansar. Flokkaskipting 4-6 ára 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára eldri. Það þarf ekki að hafa mörg orð um dansanna okkar hjá Dans-nýjung, þeir eru í einu orði frábærir. Afhending skírteina hjá dansskólanum Dans-nýjung verður á Hverfisgötu 46, miðvikudaginn 15. aprfl kl. 15-21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.