Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 45

Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 45 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Ég er fædd 10.07.1954 kl. 8.45 og á að heita Krabbi. Nú langar mig til að vita um stöðu tunglanna á þessum tíma og hvemig innrætið er. Einnig langar mig að vita hvemig árið er hjá mér og hvort heppilegt sé að breyta um starf. Eg vinn innan heil- brigðiskerfisins núna. Ef þú hefur pláss í þættinum væri svarið ánægjuleg hressing með morgunkaffinu. Með vinsemd, undarlegur Krabbi." Svar: Þú hefur Sól, Merkúr, Júpíter og Úranus í Krabba, Tungl í Sporðdreka, Venus og Rísandi í Ljóni, Mars í Bog- manni og Naut á Miðhimni. Breytingar Það að Úranus er samstöðu við Sól gerir að þú ert ekki hinn dæmigerði íhaldssami Krabbi. Úranusi fylgir þörf fyrir að breyta til, að vera öðruvísi, fara eigin leiðir og vilja spennu í líf sitt. Úranús- arfólk fær einnig óvænt „rafmagnsstuð", þ.e. fær skyndilegar hugmyndir og tekur oft óvæntar ákvarðan- ir. Nœmleiki Þú ert eigi að síður tilfinn- ingarík og næm eins og allir Krabbar. Ert næm á and- rúmsloft, vorkennir fólki og finnur til með þeim sem eiga bágt. Úranus gerir hins veg- ar að þú vilt vera sjálfstæð og því reynir þú að forðast að láta þennan næmleika hafa of sterk áhrif á þig og forðast að taka á þig skuld- bindingar. Dýpt Tungl í Sporðdreka styrkir næmleika Krabbans. Þú ert því sérstaklega næm og til- fínningarik, jafnvel um of. Þú þarft því að draga þig í hlé annað slagið, einangra þig frá umhverfínu og hreinsa tilfinningar þínar. Sporðdrekinn gefur þér síðan dýpt, áhuga á sálfræði og því að komast til botns í hveiju viðfangsefni. Hreyfmg Mars í Bogmanni táknar að þú þarft að geta hreyft þig í starfí. Þetta er ör hlið á persónuleika þínum, eirðar- leysi, óþolinmæði og stund- um fljótfæmi. Hlý Ljón Rísandi táknar að þú ert stolt og hlý í framkomu. Þú ert opin, amk. á yfirborð- inu, og hefur gaman af því að vera miðja I umhverfi þínu. Þú ert stjómsöm og vilt hafa áhrif á umhverfí þitt. Naut á Miðhimni táknar að þú vilt öryggi innan þjóð- félagsins og vilt fást við störf sem em gagnleg og upp- byggjandi. Hœfileikar Þegar á heildina er litið má segja að þú hafír hæfileika á sviðum sem hafa með heil- brigðismál að gera. Hins vegar er í þér ákveðin upp- reisn, þ.e. þörf fyrir sjálf- stæði og fjölbreytileika sem samræmist því kannski ekki að vinna alltof lengi í sama starfí. Hæfíleikar þínir liggja hins vegar á mannlegu svið- unum, þar sem næmleiki og ímyndunarafl fá notið sín. ÁriÖ framundan Á næsta ári, 1988, fer Úran- us yfir Mars, Júpíter yfir Miðhimin og Plútó yfir Tungl. Ég tel að á næsta ári verði því heppilegur tími til að breyta til. GARPUR m I^LLLj ■ 1 > 1 GRETTIR DYRAGLENS \J\ LTU H/tm W 1 öriVLUGA/ UOSKA Ht/AE) EK/tPHJÓNABANDlNU — i FERDINAND SMAFOLK HERE'STHE"lONE BEA6LE" MAKIN6 MIS MISTORIC FLI6MT ACR055 TME ATLANTIC TO PARI5... FAR BELOUJ ME CAN 5EE TME PARK UJATERS OF TME ATLANTIC... VOUR UOATER PI5M 15 6ETTIN6 L0UI..I TMINK \'V BETTER FILL IT... TME PARK UIATER5 OF TME ATLANTIC PI5APPEAR BENEATH MIS PLANE... -*2r Hér er „Voffinn eini“ í sögulegu flugi sínu yfir Atlantshaf til Parísar ... Langt niðri sér hann úfnar öldur Atlantshafsins ... Það er farið að minnka í vatnsdollunni þinni, ég held ég verði að fylla hana... Úfnar öldur Atlantshafs- ins hverfa undir flugvél hans____ Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson unnu aðaltvímenn- ingskeppni Bridsfélags Reykjavíkur, sem lauk sl. mið- vikudag. Helstu keppinautar þeirra voru Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson, en þeir urðu að láta sér lynda annað sætið. Athyglisvert slemmuspil kom upp í síðustu umferðinni: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK52 VKD9 ♦ - ♦ ÁKG754 Vestur Austur ♦ 987 ♦ DG103 ¥753 111 ¥G2 ♦ KD2 ♦ Á97653 ♦ D832 ♦ 6 Suður ♦ 64 ¥Á10864 ♦ G1084 ♦ 109 Fjórar slemmur koma til greina á spil NS: sex og sjö lauf, og sex og sjö hjörtu. Og frá bæjardyrum AV er fóm í tígli álitlegur kostur. Svo tölumar í salnum voru æði misjafnar, bút- ur, geim, fóm á sjötta og sjöunda sagnþrepi, og allt upp í. sjö hjörtu dobluð! Það er skemmtilegt að velta fyrir sér bestu spilamennskunni í sex laufum í norður með tígli út. Það er hætta á að gefa slag á trompdrottninguna, eða spaða, ef hjartagosinn liggur fjórði í vestur. Það kemur til greina að trompa tvo spaða. Þá sættir maður sig við að gefa slag á laufdrottninguna, en vinnur spil- ið oftast þótt hjartað liggi illa. Það er freistandi að taka tvo efstu í laufi, en sú spilamennska heppnast illa i þessari legu. Svo kannski er best að spila hrein- lega litlu laufi, og vonast til að hjartað falli. Spilamennskan í sjö laufum er einnig umhugsunarverð. Líklega er best að byija á því að taka hjartahjónin til að kanna hvort gosinn fellur annar í aust- ur, sem hann gerir. Þá er hægt að yfírtaka hjartahámann með ás og nota innkomuna til að svína fyrir laufdrottninguna. Komi hjartagosinn ekki í leitirn- ar verður að stigna spaða til að komast inn í blindan til að svína í trompinu. Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í 1. deild- arkeppni sovézka meistaramóts- ins fyrir áramótin í skák stórmeistaranna Kupreitschik, sem hafði hvítt og átti leik, og Sveschnikov. 24. Kxf6! - Kxf6 (Eða 24. - Hxg4?, 25. Dh6+) 25. Dh6+ - Ke7, 26. Hxg5 og svartur gafst upp, því með tvö peð undir og berskjaldaðan kóng er baráttan vonlaus. Úrslitakeppni sovézka meistaramótsins 1987 er um þessar mundir að ljúka. Fyrir síðustu umferðina var staðan þannig: 1. Ehlvest 10 V2 v., 2. Beljavski 10 v. og biðskák, 3. Eingom 10 v., 4. Salov 9 v. og 2 biðskákir o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.