Alþýðublaðið - 14.04.1932, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.04.1932, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Alpingi. Afnám Síldaneirikasölunnar var afgreitt í gær til 3. umræðu í neðri deild með atkvæðum íhalds og „Framsóknar“, gegn atkvæð- um Alpýöuflokksfulltrúanna. Er þá væntanlíega að eins ein um- ræða eftir þangað til skipulags- leysi u:m síldarsöluna verður á- kveðið með lögúm. Fnrmvarp um loftskeytatæki á botnvörpuskiptnn og um eftirlit með loftskeytanotkun íslenzkra vei'ðiskipa, hið svonefnda „ömmu- frumvarp“, var eimnig afgreitt til 3. umræðu í n. d. Þá endursendi n. d. efri deild frmnvarp um geldingu hesta og nauta. Er það ágreiningsefnd miili deiildanna, að jafnframt þvi sem efri deild gerði nokkrar lagfær- itngar á frumvarpinti, ákvað hún, að lög þessi gangi ekki í glldi fyrri en I. jan. 1935, en neðii deild breytti því ákvæði aftur í það horf, sem áður var í frum- varpinu, að þau gangi í gildi um næstu áramót. Allsherjarnefnd efri deildar flytur frumvarp um, að Georg Takács læknanemia, fæddum í Ungverjalandi, og Ole Kristian Andreasen vélstjóra, fæddmn í Norvegi, sem báðir eiga hekma ihér í Reykjavík, verði ueittur ís- lenzkur ríkisborgararéttur. Samigöngum álanefn d neðri deildar flytur frv. um þá viðbót við skiftalögin frá 1878, að tví- mælalaust verði ákveðið, að ó- greidd símagjöld hafi forgangs- rétt við Sikifti þrotabúa og dán- arbúa, eins og önnur opinber gjöld. Hannes flytur frv. um, að ríkið selji Reykjasköla Reykjatanga við Hrútafjörð. Mentamálamefnd neðri deildar flytur þingsályktunartillögu úm, að deildin feli stjórninni a ð breyta reglugerð Mentaskókcm í Reykjauík þannig, að þar verði framvegis fjögurra ára lærdóms- deild, en tveggja ára gagnfræða- deild með óskiítum bekkjum. Lög frá aíþiogi. Alþingi afgreiddi í gær þá breytingu á hualueiðalögumim, að „Drekafélaginu", sem hefir verið veitt hvalveiðaisiéfleyfið, verði leyft að nota þrjú erlend skip til veiðanna, þ. e. þau fái að vera að hvalveiðum undir nafni „Dreka“, í ár og næsta ár. í sér- leyfislögunum var ákveðið, að ís- lenzk skip skyldu notuð vdð hval- veiðarnar. (Lögin afgreidd í efri deild.) Veðrio. Lægðin yfir íslandi er kyrstæð og fer iminkandi. Veður- útlit: Suðvesturland og Faxaflói: Norðvestan- eða norðan-kaldi. Léttir til. Blondiióss deilan leyst. í dag mun Blönduóss-deilan leysast. Hefir verið samið svo, að ekkert ber nú á milli. Hefir for- maður Verkamáhiráösins, Héðiun Valdimarsson, fengið umboð frá Blönduóssfélaginu til að setmja en Jón frá Stóradal alþingismað- ur umboð frá Kaupfélagi Austur- Húnvetninga. Nánar á morgun. Þýskaland. Þegar forsetakosningin fór fram í Þýzkalandi fyrir mánuði síðan, voru menn mjög spentir hér í Reykjavík, og er það í fyrsta skifti síðan ég kom hingað til lands, að ég hefi orðið var við að ímenn létu sig nokkru varða hvað færi fram í ættlandi mínu. Við hinar endurteknu forseta- kosningar varð ég aftur var við töluverðan áhuga, en í bæði skift- in varð ég var við, að menn eru næsta ófróðir um hvernig ástand- ið er í Þýzkalandi nú. En dálitla hugmynd geta menn fengið af hinu stutta skeyti, er ísilenzku blöðin fluttu, þar sem sagt er frá, að kosningm hefði farið fram nieð hinni mestu spekt, en þó jafnframt getið, að fimm menn hafi verið drepnir. Já, svona er þá ástandið núna í Þýzka- landi, að það er kallað að alt sé rólegt þó fímm mönnuim sé ban- að. Raunverulega hefir um langa hríð verið borgarastyrjöld í land- inu, þar sem nazistar og komm- únistar bókstaflega hafa horist á banaspjótum. Hverjir eru þessir nazistar? ' Ég hefi heyrt menn hér í Reykjavík láta uppi um þá hinar einfcennilegustu skoðanir, og vit- anilega er það lítil skýring að segja að þeir séu fasistar Þýzka- lands, Ég vil nú með noklmim orð- um reyna að skýra frá hverls konar flokkur nazistarnir em. Fyrst er það, að þeir heita eigin- lega national-sooialistar og að nazistanafnið er bara stytting úr því nafni, sem þýðir þjóðernis- jafnaðarmenn. Nafnið er veiði- brella, eins og mér hefir verið sagt að væri niafn íslenaka auð- valdsflokksins, er nefnir sig Sjálf- stæðisflokk, af því sjálfstæðis- nafnið hefir fagran hljóm frá fyrri tímum. Þegar stofnandi niaz- istaflokksins, Hitler, valdi niafnið þjóðernis-jafnaðiarmienn, þá var það af því að hann ætlaði að fá bæði verkamenn og auðvalds- menn í lið með sér, og hefir með nafninu og stefnuskrá sinni tekist að sameinia þessar and- stæður. En ég mun varla þurfa að sikýra það fyrir lesendum A!- þýöublaðsins, hvor muni að lok- um hafa meira gagn af Hitler og naziistafliokknum, verkalýðurinn eða auðvaldið. Þó enn þá sé stór hluti af auðvaldinu, sem hefir skömm á HitLer og sé hrætt við einveldi hans, þá er samt noltk- ur hluti þess, sam skilur, að hann er að vinna fyrir það, og lætur floikk hans hafa nóga peninga í von um að sigur nazista merki það, aö unnið verði að fullu á samtökum verkamanna og verka- mannafélögin annaðhvort upprætt eða gerð að hlýðnum þjóntun auðva'.dsins, eins og fasista-verk- lýðsfélögin eru á ítalíú. Til þess að skilja framgang nazista þurfa menn að vita, að i Þýzkalandi ‘er afar-fjölinennur flokkur manna, sem vegna stríðs- ins og afleiðinga þess eru komnir á vonarvöl. Það eru verzluniar- mienn, iðnaðarmenn, fyrv. herfor- ingjar og embættism'enn, bændur o. s- frv., sem talið hafa sig eátt- hvað betra og meira en almenna verkamenn, en eru nú orðnir ekki betur eða jafnvel ver staddir en þeir. Þetta eru menn, sem hafa trúað á yfirstéttina og auðvaldið, en liafa verið aldir upp við að hata vierkamannahreyfinguna og sem halda áfram sinni trú og sínu liatri, þó þeir séu komnir á von- arvöl. Þeir finna hvar skórinn kreppir, en þeir skilja ekki af hverju, og hafa fegins hendi grip- ið kenningar Hitlers, :sem frá sjónarmiði jafnaðarmanna og skipulagshundinna verkamanna eru næsta hlægilegar, sem sé að vandræðin stafi af auðsöfnún Gyðinga og af starfsemi Marx- dsta (en svo nefna þeir einu njafni bæði lýðræðis-jafnaðarmenn og kommúnista). Meira. Þjóðuerji. Þing þýzku verkalýðs- félaganna krefst víðtækra atvinnubéta og fjörutíu stunda vinnuviku. Berlín, 14. apríl. U. P. FB. Þi.ng verkalýðsfélaganna, sem hófst í gærdag, hefir samþykt kröfur í þá átt, að ríkisstjómin sjái hiin- um atvinnulausu fyrir vinnu við opinberar frainkvæmdir, sem hægt væri að fá fé til að nokkru með nýjum lántökum, en að nokkru væri hægt að nota fé af sikatttekjum ríkisins. Enn fremur lagði þingið til að samþykt væri, að vinnudagafjöldi viku hverrar skyldi vera 40 klukkustundir. Ályktanir þessar hafa verið af- hentar ríkisstjórninni af Theodore Beipart. Stegerwald verkamála- ráðherra varð fyrir svörum af háilfu stjórnarinnar og gaf í skyn, aÖ ríkisstjórnin yrði að hafna kröfum þingsins vegna fjárhags- erfiðleika. Fjörutíu vinnustunda viku kvað Stegerwald stjórnina ekki geta aðhylist, því það myndi ekki verða affarasælla, þótt vinnuvikan væri stytt. Stutt stjórnmálabréf. Höfn, 2./4. 32. Ríkisþingið er um það bii að Ijúka störfum sinum í bili. Því er ekki slitið, heldur er fundum frestaö um hríð. Á borðum þingmanna liggja enn þá mörg mál óútkljáð, meðal annars kreppumáliin, styrkurinn til vinnulauisra og bændanna. Hingað til hefir ekki tekist að ná samningum milli hægrlimanna og stjórnarfloikksins um framgang þessara mála. Stj ó rnarfl okkarnir, jafnaðarmenn og frjálslyndir, hafa nægilegan meiri hluta í Fólks- þinginu til þesis að koma málum símmi fram, en þeáim er bráður hani búinn í Landsþingónu, náist ekki samkomulag við hægrimienn um framgang málanna, og um vinstrimenn er ekki að tala. Þeú’ eru með öllu ófáanlegir til þess að ganga að nokltrum samningum um framgang þeisisara mála. Frá þeitn heyrast að eins hróp um sparnað (þeir kalla það „tilpasn- ing“), nema þá það, sem sérstak- lega snertir bændur ög þá aðal- Jega stórbændurna. Þó ekki hafi enn þá náðst sam- komulag milli hinná þriiggja flokka þingsins um þessi mál, eru menn þó ekki úrkula vonar um það, að ekki takist á ellefíu stundu að leysa þá hnúta, sem enn eru á þræðinum, og að máiin nái fram að ganga áður en þing- inu lýkur. Það er að minsta kosti margt, sem bendir til þess, að samkomulag náist, sem við inegi una, enda þött stjórnarflokkarnir hafi teygt sig meira til samkomu- lags en jafnvel góðu hófi gegnir. Það er þá heldur ekki óhugsandi, að hægrimenn hugsi sig vel um, áður en þeir ganga að fullu frá samningshorðinu. Þá mun naum- ast fýisa að ganga til Landsþings- kosninga í haust, með aðalmál þingsins óútkljáð. Vinstri mienn, bændaflokkurinn hefir á þessu þingi snúist önd- verður í öllum þeim málum, er mestu kreppuna eða miðuðu að því að lina þjáningar hins sjúka þjóðlikama. Hversu sigursæll flokkurinn þá verður við Landsþingskosniing- arnar í haust, skal ekki spáð neinu um, en yíst er það, að hann er ekki lengur sá bændaflokkur, sem hann var laust fyrir og eftir aldamótin. Það eru stórbændurnir — Jósafatarnir —, sem hafa yfir- töikin þarnú. Og mieðan svo er, er einskis góðs að vænta úr þeirri átt. Þegar jafnaðarmenn hafa náð mieiri hluta í Landsþinginu, verð- ur afgreiðsla málanna greiðari og línurnar hreinni. Og fari að lík- um, ætti þesis ekki að vera langt að bíða. Þorf. Kristjánsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.