Alþýðublaðið - 15.04.1932, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1932, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0 Hva@ ©e* aH fs’éttaf Nœturlœknir er í nótt Ásbjöm Stefánsson, Óðinsgötu 17 B, sími 1674. Otvarpið í dag: Kl. 16: Veöur- fregnir. Kl. 18,55: Erlendar veður- fregnir. Kl. 19,05: Þýzka, 1. flokk- ur. Kl. 19,30: Veðurfregniir. Kl. 19,35: Enska, 1. flokkur. Kl. 20: Fréttir. Lesin dagskrá næstu viku. Kl. 20,30: Umræður um áfengi's- mál. Kl. 21,30: Söngvélartónleikar. Togmarnir. Franskur togari kom hingað í fyrri nótt. Tryggvi gamli kom af veiðum í morgun með 88 tn. lifrar. Karlsefni er væntanlegur af veiðum í dag. Saltskip fór héðan í gær frá H. Benediktssyni til útlanda. Miíl ifer7)aski pin. Dettifoss er væntanlegur að norðan og vestan í dag. Suðurlandið fór í Borgar- nes í morgun. Vorjnót Norrcma félagsim í Idinó annao kvöld. Að gefnu til- efni skal þess getið, að mót þetta er ekki eingöngu fyrir félags- rnenn. Vedrid. Lægð er frá Bretiands- eyjum norður yfir austanvert fs- land. Hæð er yfir Norður-Græn- landi og Atlantshafi. Veðurútlit: Suðvesturland og Faxaflói: Breytileg átt og hægviðri. Smá- skúrir. Takmðrknn barn- elgna. (Nl.) Verkamenn! Þér getið ekki eft- irleiðis sem hiingað til alið heim- xnum börn. Siðferðisnæmleiki yð- ar hlýtur að banna það. örbyrgð yðar einnig. Og manneðli yðar síöast en ekki sízt. Sár sorg hlýtur að nísta hjaría yðar ,er þér seljið yður siðleysis- siðleysishyldýpi viðskifta-króka- refanna og stjórnmáiaháltarlanna fyrir sjónir, með þeirri meðvit- und, að klær þeirra og kjaftar eru hvað ugglausast að tortíma börnum yðar á samri stundu. Skorturinn og örbirgðin hafa búið um örlagahnútana. Þau hafa berklamengað andrúmsloftið eins og þau hafa bölmengað Hfskjörin. Og þannig hafa þau átt lang- drýgstan þáttinn í uppeldi barn- anna yðar. Berklar og lífsböi, en ekki skólalærdómur og lífsgleði eru börnunum yðar svo að segja i blóð borin. Og berklar ög lífs- böl munu gera enn ríkara tilkall- ið ef þessu fer fram með barn- eignir yð'ar. Og skólanámið og Mfsgleðin munu verða af enn skornara skamti, , unz veslings börnin yðar lúta drottinvaldi heimskunnar að fullu og ölliu. Hvaða hlutskifti getur ömur- legra Ijóselskri sál en það, að vera ofurseld heimskumyrkrinu líkamsæfina út, óg jafnframt því holdi háð, sem aldrei getur á heilu sér tekið. En þetta bíður bárnanna yðar. Þetta og ekkert .annaö í öllu sínu átakanlega and- streymi, í allri sinni óumræðilegu eymdafjölbreytni svo ríkri, að hverjum einstakling er hún of- raun að hugleiða. En hvað veröur ef fram- kvæmdamættinum hallar á hina sveifina? Eitt af tvennu má segja: Annað hvort deyr mannkynið út eða þá að réttlætið verður viður- kent. Þá má yður í léttu rúmi liggja, hvort það er bindindissemi yðar hvað barneignir snertir, sem knýr sigurinn fram, eða það brekkumegin, er hún lætur yður í té. Annað mál um blóðsugur yðar. Þegar þeir, sem hafa eign- arráðin á framleiðslukvörninni í hendi sér, sjá fram á skort hins lifanda vinnuafls, þá sjá þeir einnig fram á þann daginn, er hún hættir að mala sjálfum þeim arðinn af blóðsvita yðar, og yð- ur kvöl og neyð. ! Með innfjálgum fagurgala um ættjarðarást og þjoðfélagsskyld- ur reyna þeir til að sannfæra yður um skaðsemi bindindisfyrir- ætiana yðar, en fallbyssuskot og fótgönguliðstraðk er þeim fjarri fskapi í sannfæringarviðleiitni sinni um þær mundir, með því þeim blæðir svo manntjónið í augum. Gætið yðar þá að láta ekki læ- visa gripþræði rökfræðilioðmoll- unnar læsast í hugarfarið, og þá mun sigurinn vís, annars rnunu hræ yðar ramflækt í lygavefn- um blasa við að örskammri stundu liðinni. Með þesis.u tiltæki yðar væri auðvaldsþjóðskipulaginu lagöar árar í bátinn um tíma og eilífð. Þér kunnið nú ab gera yður í hugarlund, að bláa blóðinu rnyndi renna blóðið til skyldunnar og þá taka að sér mannfjölgunar- skerf yðar, eins og það hefir haft fátækt yðar og auðnúieysi með höndum. Látum svo vera að ein- hverjú leyti. En sá blóðskerfur myndi vafalaust roðna við brýn- ingu lífskjara yðar. Þá myndi muna hvérs þeir hefðu mist, niðj- ana þá arna, er stundir liðu, jafnt og þeir létu sér ekki alt fyrir brjósti brenna, er lífskjörin yðar hefðu stappað nægilega í þá stál- inu. Verkamenn! Senn líður að tafls- lokum, og þér eigið leikinn. Náftfari. Þýzkalgtnd, , (Frh.) Eitt af því, sem nazistar halda fastast íram, er að Þjóðverjar eigi að neita að borga hemaðar- skaÖabæturnar. Nú eru skaðabæt- Ur þessar svo gífurlegar, að þýzka þjóðin getur tæplega undir risið, enda heyrast æ fleiri radd- ir meðal Breta og Bandaríkja- manna um að gefa verði upp bætur þessar. Hins vegar er auð- velt að sjá, að ef Þjóðverjar neituðu að borga, myndi það, eins og nú er ásfatt, tafarlaust Hðfam allt af tll lelgn ® r ett isgSt ii'" &7. ísl. Gulrófur, — Kartöflur, — Saltkjöt, — Harðfiskur, — Smjör, — Sauðatólg, — Egg, — Ostar, — Niðursuða, FELL, Jén Gsdmnndsson. ALÞVÐljPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu 8, sími 1294, lekur að sér alls kpnar tækifærispréntun, svo sem érfiljóð, aðgöngu- niiða, kvittanir, reikn- inga, bréf o. s. frv.. og aígreiðir vinnuna fljótl og við réttu verði. —■ l ' Hreingerningar tæki: Hreingerninga kústa 1,75 Bónukústar 9,00 Teppakústar 13,00 Teppabankarar 1,75 Gluggakústar 2,(0 Þvottakústar 0,65 Þvottapottar 8,00 Gólfmottur 1,50 Pataburstar 0,90 Kiistalsápa 45 aura l/s kiló. SigGTður Kjartansson, Laugaveg og Klapparstfg. (Gengið frá Klapparstíg). Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sano- gjörau verði. Sporöskjurammar, flestar stærðir; lækkað verð. — Myuda- & ramma-verzlun. Sísxti 2105, Freyjugötu 11. léiða nýjar hörmungar yfir Þýzkaland, því Frakkar mundu þcgar koma með h-er manns inn í landið, setjast þar að og taka undir sína stjórn stóra lands- hluta, svo ssm þeir hafa áður gert. Það er þvi á vitor'öi allra hugsandi manna, að Þýzkaland, sem er mergsogið og máttlaust, þar sem * Þjóðverjar eiga sama sem engan herbúnað (og mega ekki hafa hann samkvæmt frið- arsamningunum), getur ekki af eigin ramleik áfnumið hernaðar- skaðabæturnar. Það þarf því heldur ekki að efa, a'ð ef Hitler kæmist til valda, niundi hann undir eihs hlaupa frá því stefnu- skráratriði sínu. Eins og kunnugt er, þá er Þýzkaland ríkjasamband (eða bandaríki), og hiefir hvert ríki sjálfstjórn um ýms innri mál sín, Nú eiga að fara fram kosningar 24. jxessa mánaðar til þinga (land- dags) ýmsra þeirra, svo sem Prússlands, Bæjaralands, Wiir- temberg, Anhalt o.'fl. Af hinum ýrnsu sambandsríkjum er Prúss- land langstærst og er mest und- ir því kornið, hvernig kosnmgar fara þar. Eru sumir, sem álíta, a'ð svo geti farið, að nazistar sigri þar við kosningarnar, en fari svo (sem ég að sönnu tel ö- líklegt), þá mun að eins skamt að bíða að nazistar nái undir sig öllu landinu, því þeir eru bylt- dngaflokkur, sem mundu með valdi taka það, sem á vantaðá. En hvað nmndi nú ske ef naz- istar tækju völdin? Vafálaust eitt- hvað líkt og á ítalíu eftir að fas- istar komust að stjórn þar. Fyrst og fremst það, að verklýðshreyf- ingin yrði gersamlega kúguð, bæ'ði sú, er stjórnað er af lýð- ræðis-jafnaðarmönnum og af kommúnistum. (Nl.) Þjódverji. Rltstjóxl og ábyrgðaunaðuai Ólafur Friðrikssott. Alþýðuprentsmiðjau.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.