Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÚRSLITKOSNINGANNA ?
STEINGRIMUR
HERMANNSSON:
Betri út-
koma en
ég þorði að
vona
STEINGRÍM-
UR Her-
mannsson
forsætisráð-
herra og
formaður
Framsóknar-
flokksins
segir að út-
koma alþing-
iskosning-
anna hafi
verið betri en hann hafi nokkurn
tíma þorað að vona. Kvaðst hann
vera ákaflega ánægður með það
að Framsóknarflokkurinn fékk
meira fylgi en Alþýðuflokkurinn.
„Miðað við þá mörgu flokka sem
voru í framboði og hafa eflaust tek-
ið atkvæði frá öllum, þá er ég
ánægður með útkomu Framsóknar-
flokksins, og tel hana raunar vera
betri en ég hefði nokkum tíma þor-
að að vona,“ sagði Steingrímur í
samtali við Morgunblaðið.
Steingrímur kvaðst sérstaklega
ánægður með útkomuna í Reykja-
neskjördæmi og sagðist hann vera
þakklátur sínum stuðningsmönnum
í kjördæminu. „Ég er hinsvegar
áhyggjufullur vegna útkomunnar á
landsvísu. Ég hef sagt það hvað
eftir annað að við þurfum stöðug-
leika í stjómmálum. Það er enn
mín skoðun að tveggja flokka stjóm
sé styrkasta stjómin sem hægt er
að mynda, en nú er slík stjóm ekki
í myndinni og það eitt út af fyrir
sig skapar óvissu. Ég útiloka á hinn
bóginn ekki, að hægt verði að ná
saman allgóðri þriggja flokka
stjóm," sagði forsætisráðherra.
Steingrímur sagðist mundu biðj-
ast lausnar fyrir ráðuneyti sitt eftir
hádegi í dag, þar sem stjómarflokk-
amir hefðu misst þingmeirihluta.
Steingrímur gékk á fund Vigdís-
ar Finnbogadóttur forseta íslands
í gærmorgun og þar kom fram að
forsetinn hyggst taka sér góðan
tíma til þess að ræða við forystu-
menn stjómmálaflokkanna áður en
hún felur einhveijum flokksform-
annanna stjómarmyndunarumboð.
ÞORSTEINN
PÁLSSON:
Mikið áfall
fyrir Sjálf-
stæðis-
flokkinn
„NIÐIIR- v
STÖÐUR
kosninganna
eru mikið
áfall fyrir
Sjálfstæðis-
flokkinn.
Þetta er mik-
ið fylgistap.
Það var auð-
vitað ljóst
fyrir kosning-
arnar að klofningur Borgara-
flokksins myndi leiða til þess að
Sjálstæðisflokkurinn yrði fyrir
áfalli í kosningunum, en við höfð-
um hins vegar vænst þess að það
yrði minna, en raun varð á,“
sagði Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins og
fjármálaráðherra.
Þorsteinn sagði að mestu máli
skipti nú að hefjast þegar handa
við að styrkja stöðu flokksins á ný.
„Við þurfum auðvitað að huga að
ýmsum þáttum í okkar starfi og
okkar vinnu og það munum við
gera á næstu vikum. Það kemst
enginn hjá því eftir áfall sem þetta
að líta í eigin barrn," sagði Þor-
steinn.
Þorsteinn sagði að á þessari erf-
iðu stundu fyrir Sjálfstæðisflokkinn
væri sér efst í huga þakklæti til
sjálfstæðisfólks sem staðið hefði í
mikilli eldraún í kosningabarátt-
unni. „Erfíðustu kosningabaráttu
sem sjálfstæðisfólk hefur staðið í
fyrr og síðar og það var ánægjulegt
að finna það, þrátt fyrir þessa erfið-
leika, hvað samheldni og innri
styrkur var mikill. Mér er ekki síst
þakklæti í huga til sjálfstæðisfólks-
ins í mínu kjördæmi, Suðurlandi.
Það lagði mikið á sig í kosningabar-
áttunni eins og aðrir og ég þakka
því fyrst og fremst að Sjálfstæðis-
flokkurinn kemur þolanlegast út úr
þessum kosningum á Suðurlandi,
þar sem flokkurinn á nú hlutfalls-
lega mest fylgi,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort hann
liti á niðurstöður kosninganna sem
persónulegt áfall fyrir sig: „Það er
útilokað annað en manni finnist það
vera persónulegt áfall, þegar flokk-
ur manns verður fyrir áfalli sem
þessu. Maður hefði ekki miklar
taugar til flokksins ef maður liti
ekki á svona útkomu sem persónu-
legt áfall," sagði Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvort hann
íhugaði að segja af sér sem formað-
ur Sjálfstæðisflokksins vegna
þessarar útkomu: „Nei, ég hef ekki
íhugað það. Hins vegar verð ég
aldrei formaður Sjálfstæðisflokks-
ins í óþökk sjálfstæðismanna og
meðan ég nýt trausts og hef áhuga
á að vinna að framgangi flokksins
og stefnumála hans í þessu starfí,
þá geri ég það,“ sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Þorsteinn kvaðst telja útilokað
að spá um hvemig næsta ríkisstjóm
yrði samansett, en kosningaúrslitin
bæru það með sér að stjómarmynd-
un yrði erfið.
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON:
Unnum
myndarleg-
an kosn-
ingasigur
JÓN Baldvin
Hannibalsson,
formaður Al-
þýðuflokksins
segir að það
sé tvennt við
úrslit alþing-
iskosning-
anna sem sé
sögulegt. Það
sé klofningur
Sjálfstæðis-
flokksins annars vegar og hins
vegar sú staðreynd að Alþýðu-
bandalagið er nú minni flokkur
en Alþýðuflokkurinn.
„Það hefur verið sérkenni
íslenska flokkakerfísins að „hægri
öflin" hafa verið sameinuð. Ólafi
Thors tókst það sem leiðtogum
borgaralegra flokka tókst ekki - að
skapa fjöldagrundvöll fyrir atvinnu-
rekendaflokk. Sú staðreynd að
Sjálfstæðisflokkurinn er nú klofínn
eftir þessar kosningar er sennilega
merkilegasta niðurstaða kosning-
anna,“ sagði Jón Baldvin í samtali
við Morgunblaðið.
„Annað sem var sögulegt við
þessi kosningaúrslit er sú staðreynd
að í fyrsta sinn frá árinu 1937 er
Alþýðubandalagið og forverar þess
minni aðili út úr kosningum en Ai-
þýðuflokkurinn," sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að það gæti haft veru-
lega merkingu ef litið væri til
framtíðar.
Jón Baldvin sagði að sigurvegar-
ar kosninganna væru Kvennalisti,
Albert Guðmundsson, Steingrímur
Hermannsson og félagi hans, Stef-
án Valgeirsson.
„Alþýðuflokkurinn var sá eini
hinna hefðbundnu fjögurra flokka
sem vann myndarlegan kosninga-
sigur. allir hinir voru á undanhaldi,
þó að framsóknarmenn geti vissu-
lega glaðst yfir einhverskonar
vamarsigri. forsætisráðherra vann
ótvírætt persónulegan sigur í sínu
nýja kjördæmi,“ sagði Jón Baldvin.
SVAVAR GESTSSON:
*
Anægjulegt
að ríkis-
stjórnin
skuli fallin
„ÞAÐ er nátt-
úrlega mjög
ánægjulegt að
ríkisstjórnin
skuli fallin.
Nú er það sig-
urvegarannaí
kosningunum
að sýna hvað
i þeim býr og
taka á mál-
um,“ sagði
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins.
Svavar sagðist vera mjög óán-
ægður með útkomu Alþýðubanda-
lagsins. „Við höfum í raun og veru
ekki fengið jafnslæma útkomu í
kosningum áður. Við munum ræða
þessi mál á okkar vettvangi á næst-
unni. Hverjar séu skýringamar á
þessari útkomu og hvað megi til
vamar verða," sagði Svavar.
Svavar var spurður hvort útkoma
Alþýðubandalagsins í kosningunum
nú hefði verið það slæm að hann
íhugaði að segja af sér formennsku:
„Mér finnst það nú í raun og veru
ekki vera aðalatriðið. Það er ljóst
að ég ber pólitíska ábyrgð á flokkn-
um, frekar en allir aðrir menn í
flokknum. Varðandi það hvort ég
sit áfram í þessu starfi eða ekki,
er hlutur sem ég mun svara til um
á landsfundi flokksins þegar þar
að kernur," sagði Svavar.
ALBERT
GUÐMUNDSSON:
Efst í huga
þakklæti
til stuðn-
ingsmanna
„ÉG er auð-
vitað mjög
ánægður með
niðurstöðu
kosninganna
og á þessari
stundu er mér
efst í huga
þakklæti til
stuðnings-
manna okkar.
Engin orð fá
lýst mínum tilfinningum til þessa
fólks“, sagði Albert Guðmunds-
son, leiðtogi Borgaraflokksins og
efsti maður á lista hans í
Reykjavík.
Albert sagði að niðurstaða kosn-
inganna hefðu staðfest þá vakningu
sem orðið hefði um allt land þegar
Borgaraflokkurinn var stofnaður
fyrir réttum mánuði. „Þessi vakning
gerði okkur kleift að bjóða fram í
öllum kjördæmum og ganga frá
framboðum á rúmum sólarhring.
Ég vil því nota tækifærið og þakka
öllum þeim sjálfboðaliðum, víðs
vegar um landið, sem lögðu á sig
mikla vinnu til að það mætti ta-
kast. Árangur þessarar miklu vinnu
hefur nú skilað sér í sjö þingsætum,
sem er stórkostlegur árangur. Er-
lendir blaðamenn, sem hafa rætt
við mig nú eftir kosningamar telja
margir þetta vera einsdæmi þegar
þess er gætt, að flokkurinn er að-
eins mánaðargamall."
Aðspurður sagði Albert að
árangur Borgaraflokksins væri
mun meiri en hann hafði búist við.
„Ég hafði gælt við þá tilhugsun að
fá fimm menn kjöma og hefði gert
mig mjög ánægðan með það. Það
hefði orðið stórsigur. Þetta fór því
langt fram úr okkar björtustu von-
um og í Reykjavík emm við með
heldur meira en helming af fylgi
Sjálfstæðisflokksins, sem er auðvit-
að stórkostlegur árangur. Eins
náðum við meiri árangri bæði á
Reykjanesi og á Suðurlandi en ég
hafði búist við. Mest kom mér þó
á óvart árangur okkar á Vesturl-
andi. Ég átti tæplega von á því að
Ingi Bjöm næði inn þegar kosninga-
baráttan hófst, en líkumar jukust
alltaf eftir því sem leið á og það
er mér mjög mikið ánægjuefni að
hann skyídi þannig vinna á með
framkomu sinni."
Albert kvaðst ekkert vilja tjá sig
um stjómarmyndunarviðræður á
þessu stigi. „Ég er búinn að boða
til fyrsta þingflokksfundar nú í vik-
unni og vil ekkert segja um
væntanlegar stjómarmyndunarvið-
ræður fyrr en ég hef rætt við mína
félaga um þau mál.“
GUÐRÚN
AGNARSDÓTTIR:
Krafa um
bætt kjör
kvenna og
barna
„ÉG er nátt-
úrlega
fjarska án-
ægð og við
kvennalista-
konur allar
með þessi úr-
slit,“ sagði
Guðrún Agn-
arsdóttir,
efsti maður á
lista Samtaka
um kvennalista í Reykjavík og
talsmaður samtakanna. Hún
sagði að kvennalistakonur fyndu
til mikillar ábyrgðar og þær
tækju mjög alvarlega þau skila-
boð sem kjósendur sendu þeim í
þessum kosningum.
„Þetta er krafa um bætt kjör
kvenna og bama, og þessi skilaboð
em ekki bara til Kvennalistans,
heldur til allra ráðamanna um að
nú eigi að vinna að því að bæta
kjör kvenna og bama,“ sagði Guð-
rún.
Guðrún sagði að það yrði að ráð-
ast nú á næstu dögum hvort
Kvennalisti yrði aðili að næstu ríkis-
stjóm. „Það hefur verið lögð
ákveðin skuldbinding á herðar okk-
ar og það tökum við mjög alvar-
lega,“ sagði Guðrún, „en við
munum fara okkur með hæfilegri
gát og vanda mjög til undirbúnings-
vinnu og við munum gera mjög
strangar kröfur," sagði Guðrún.
Guðrún var spurð hvort ágrein-
ingur væri innan samtakanna um
hvort rétt væri að stefna að aðild
að næstu ríkisstjóm: „Við erum
allar sammála um að það sem tekur
við núna er vönduð undirbúnings-
vinna og síðan að setja fram
ákveðnar kröfur. Við emm að sjálf-
sögðu reiðubúnar til viðræðna við
alla og við tökum þá ábyrgð alveg
hiklaust að fara út í þessar viðræð-
ur,“ sagði Guðrún.
Guðrún bætti við að fundur
Kvennalistans með Jóni Baldvin
Hannibalssyni hefði einungis verið
óformlegur rabbfundur sem einung-
is bæri að skoðast sem slíkur.
FRIÐRIK
SQPHUSSON:
Markmiðið
að sameina
sjálfstæðis-
menn
„ÞAÐ er ljóst
að Sjálfstæð-
isflokkurinn
tapar fyrst og
fremst at-
kvæðum til
Borgara-
flokks enda
var sá flokkur
stofnaður til
höfuðs Sjálf-
stæðisflokkn-
um undir forystu manns sem
áður skipaði efsta sætið á okkar
lista. Kvennalistinn eykur fylgi
sitt á kostnað Alþýðubandalags-
ins og Alþýðuflokkurinn endur-
lieimtir hluta þeirra sem áður
kusu Bandalag jafnaðarnianna,"
sagði Friðrik Sophusson, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins
og efsti maður á lista flokksins
í Reykjavík, um úrslitin í kjör-
dæminu.
„Hin neikvæða kosningabarátta
Borgaraflokksins hefur án efa skað-
að okkur mest og leitt til þess að
okkur tókst ekki að koma því til
skila hve nauðsynlegt það er fyrir
festu í íslenskum stjórmálum að
Sjálfstæðisflokkurinn sé stór og
sterkur," sagði Friðrik. Hann sagði
einnig: „Þótt Framsóknarflokkur-
inn hafi lítið sem ekkert unnið á í
Reykjavík, er það ljóst, þegar litið
er til úrslitanna á landinu öllu, að
klofningur í röðum sjálfstæðis-
manna hefur fært Framsóknar-
flokknum nokkurt fylgi þeirra sem
vildu áframhaldandi festu og stöð-
ugleika.
Við sjálfstæðismenn munum að
sjálfsögðu endurmeta okkar stöðu,
þar á meðal áherslur í stefnunni,
vinnubrögð og starfshætti, í ljósi
úrslitanna. Framtíðarverkefnið er
síðan að sameina alla sjálfstæðis-
menn í einum flokki. Það hefur
verið styrkur Sjálfstæðisflokksins
að borgaraleg öfl hafa getað starfað
í einum flokki. Sem dæmi um það
hvað gerist þegar menn skiptast í
marga flokka má benda á vinstri
væng íslenskra stjómmála, þar sem
upplausnarástand og skortur á
gagnkvæmu trausti hefur ríkt á
undanfömum áratugum. Sjálfstæð-
isflokkurinn er nú sem endranær
opinn öllu því fólki sem vill starfa
í anda sjálfstæðisstefnunnar og
markmið okkar er að það fólk sam-
einist í einum flokki. Við munum
herðast í þessum erfiðleikum og
erum ákveðin í að endurheimta
okkar fyrri styrk.
Ég óska nýkjömum þingmönnum
til hamingju með kjörið og áma
þeim heilla á nýjum starfsvett-
vangi. Það er fagnaðarefni fyrir
okkur að fá Geir H. Haarde í þing-
flokkinn, þó betra hefði verið að
Sólveig Pétursdóttir hefði einnig
bæst í hópinn. Að lokum vil ég sérs-
taklega þakka sjálfstæðisfólki fyrir
mjög vel unnin störf við erfíðar
aðstæður og hvetja menn til að
herða róðurinn. Það koma kosning-
ar eftir þessar," sagði Friðrik.