Morgunblaðið - 28.04.1987, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 28.04.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÚRSLITIN? GUÐNIÁGÚSTSSON: Varnarsigur Framsóknar „MÉR líst vel á að fá tæki- færi til að vinna að mál- um Suður- landskjör- dæmis á Alþingi,“ sagði Guðni Ágústsson, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í kjördæm- inu. Guðni sagði að Framsóknar- flokkurinn hefði unnið mikinn vamarsigur í kosningunum. „Nú er hins vegar komin upp mjög erfið pólitísk staða og ég vil engu spá um stjómarmyndun. Það eru mörg mál sem ég hef áhuga á að beijast fyrir á þingi, ekki síst að reyna að jafna það misrétti sem er á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins." Guðni Ágústsson er 38 ára gam- all og hefur starfað við mjólkureftir- lit hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann er kvæntur Margréti Hauksdóttur og eiga þau þrjár dætur. HREGGVIÐUR JÓNSSON: Málefni þroska- heftra hug- leikin „ÞAÐ eru mörg mál sem ég hef áhuga á að beijast fyrir á þingi, en málefni þroskaheftra eru mér einna hugleiknust," sagði Hregg- viður Jóns- son, þingmaður Borgaraflokksins i Reykjaneskjördæmi og fram- kvæmdastjóri Skálatúnsheimilis- ins í Mosfellssveit. Hreggviður sagðist hlakka til að taka til starfa á Alþingi. „Ég þekki starfsvenjur þingsins vel og hef fylgst náið með afgreiðslu mála þar, sagði hann. „Það hefur ekki verið ákveðið hvort ég held áfram starfi mínu við Skálatúnsheimilið, en það skýrist þegar nær líður þing- setningu." Hreggviður Jónsson er 43 ára gamall, ókvæntur og bamlaus. GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON: Get vonandi gert gagn „MÉR líst mjög vel á að hafa náð kjöri sem alþingis- maður. Vonandi get ég gert þjóð- inni eitthvert gagn,“ sagði Guðmundur Ágústsson, lögfræðingur og þingmaður Borgaraf lokksins. „Ég átti von á því að komast inn. Fyrstu skoðanakannanir virtust benda til þess að ég væri í nokkuð öruggu sæti. Mér kom hins vegar á óvart hve_ mikill árangurinn varð í heildina. Ég held að ekki sé hægt að segja annað en að Borgaraflokk- urinn sé sigurvegari þessara kosn- inga. Ég mun leggja mig fram um að starfa heiðarlega að þeim mál- um, sem upp kunna að koma og mun taka sumarið í að koma mér inn í málin," sagði Guðmundur Ágústsson. ÓLIÞ. GUÐBJARTSSON: Einstakur árangur Borgara- flokks „Á ÞESSUM tímamótum er mér efst í huga þakk- læti til allra þeirra sem lögðu mikið á sig til að framboð yrði Borgara- flokknum mögulegt,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson, skóla- stjóri gagnfræðaskólans á Sel- fossi og þingmaður Borgara- flokksins í Suðurlandskjördæmi. Óli sagði að árangur Borgara- flokksins væri einstakur eftir svo stutta og sérstæða kosningabaráttu sem verið hefði. „Miðsækni í íslenskum stjómmálum hefur verið svo mikil að það ætti að vera auð- veldara en af er látið að koma saman starfhæfum meirihluta á þingi," sagði Óli. „Sjálfur mun ég beijast fyrir þvf að hinni óæskilegu byggðaþróun verði snúið við sem er aðeins hægt að gera með bættri afkomu almennings á sem traust- ustum efnahagsgrundvelli." Óli Þ. Guðbjartsson er 51 árs gamall, kvæntur Svövu Kjartans- dóttur og eiga þau þijú böm. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR: Efnahags- málin mikil- vægust „ÞAÐ er að mínu mati brýnast að halda efna- hagsmálum stöðugum, svo ekki glatist sá árangur sem náðst hefur,“ sagði Val- gerður Sverr- isdóttir, bóndi á Lómatjörn og nýkjörinn þing- maður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Valgerður sagði að þingmennsk- an hefði í för með sér mikla röskun á högum hennar og fjölskyldunnar. „Við verðum að vera búsett í Reykjavík á meðan þing situr, en ég gerði mér grein fyrir því þegar ég ákvað að taka sæti á lista flokks- ins,“ sagði hún. „Þingmennskan leggst vel í mig og ég hef hug á að gera mitt besta til að efla atvinn- ulíf á landsbyggðinni, svo koma megi í veg fyrir búferlaflutninga til suð-vesturhoms landsins." Valgerður Sverrisdóttir er 37 ára gömul, gift Arvid Kro og eiga þau hjón tvær dætur, Önnu Valdísi, 8 ára og Ingunni Agnesi, 5 ára. 65 SVÖRT 2W' GALV. -4" V" Þarsemfagmennirnir versla BYKO erþéróhætt KOPAVOGI simi 41000 HAFNARFIRÐI slmar 54411 og 52870 DaupHIN ÞÝSK GÆÐI MARGAR GERÐIR HAGSTÆTT VERÐ SKRIFBÆR HVERRSGÖTU 103 SlMI 25999 t I i I fi J • t tmltl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.