Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 23 MARGT ER Á SIG LAGT! - Það var mikilvægt að geta selt kórplöt- ur. Hér hefur einn kórfélaga lagt á sig hlutverk fljótandi auglýsingar. Staðurinn er Dauðahafið. Kaupendur reyndust hins vegar fáir á þeim slóðum! — Úr myndasafni Jónasar Valdemarssonar. í þessum hópi er þó enn við mennta- skólanám. Hinn yngsti var 16 ára en sá elsti kominn yfir þrítugt. Sum- part varð þetta til þess að skapa sundurleitari hóp en vænta hefði mátt en á hinn bóginn voru miklir kostir því samfara að hafa svo marga fullorðna í hópnum. Allt frá fyrstu stundu var ánægjuleg tilfinn- ing að vita hvern einstakan jafn innilega ábyrgan fyrir öðrum og segja mátti um næstum hvern þess- ara fjörutíu og íjögurra söngfélaga. Á heimleið sat ég og dáðist að því hvernig menn sýndu hver öðrum vinarhót hvenær sem þeir rákust saman á göngum flugvéla eða í heldur mannfjandsamlegum flug- stöðvum. Samkennd hópsins gerði ferðalagið að ævintýri fyrir þreyttan kennara. Dálítið um öryggisskoðun Eins og áður sagði höfðum við verið vöruð við vopnaleitinni og ör- yggisskoðuninni áður en stigið væri um borð í flugvélar E1 Al. Við höfð- um fengið Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamann og Þóri Kr. Þórðarson prófessor til að búa okkur svolítið undir ferðalagið og bæði höfðu þau — ásamt öðrum ferðalöngum sem við töluðum við — látið talsvert af óþægilegum spurningum og jafnvel leit á ferðafólki. Það kom okkur þ'ess vegna dálítið á óvart að skoð- unin hjá E1 A1 í Kaupmannahöfn var mjög vinsamleg og fljótafgreidd. Kannski höfðu rannsóknararnir þar sömu skoðun og við á því að fólk sém færi með söng færi ekki fjand- samlegra erinda. Sama var sagan þegar við fórum frá Ísrael og eigin- lqga ekki fyrr en í Lundúnum á hfeimleiðinni sem við gátum talað um almennilega leit. Þar voru bol- búningar stúlknanna þó teknir upp úr töskum og gerð sérstök talning á títupijónum í skotthúfunum. Var þetta gert bæði þegar við komum út úr flugvél ísraelsinanna og áður en við stigum upp í íslensku flugvél- ina — og vorum þó alltaf undir eftirliti í flugstöðinni því Flugleiðir höfðu sýnt okkur þá vinsemd og frábæru þjónustu að láta vél sína bíða eftir Jórsalaförunum. Vakti sú þénusta athygli allstaðar og þótti Israelsmönnum mikið um að hafa hýst svo VIP („Very important per- sons“ eða mikið ágætisfólk) að heilli flugvél væri seinkað til þess eins að hún mætti bera það milli landa! Fyrir vopnlausa og þokkalega friðelskandi þjóð er allt þetta byssu- stand og sprengjuleit eins og barnaskapur þegar maður sér það samhengislaust. Hins vegar held ég að sá hálfi mánuður sem við eyddum saman í púðurtunnunni fyrir botni Miðjarðarhafs hafi breytt viðhorfum okkar talsvert. Ekki þannig að við höfum orðið sátt við þann heim þar sem nauðsynlegt er talið að gera ráð fyrir að hver einasti maður sé hugsanlegur óvinur heldur á þann J veg að við höfum skilið betur að enn um sinn verður ekki hjá þessu kom- ist. Kvöld í Tel Aviv Flugvél E1 A1 ber okkur frá kóngsins Kaupmannahöfn yfir meg- inland Evrópu og síðla kvölds tilkynnir flugmaðurinn að nú blasi við ljósin í Tel Aviv. Nafnið hefur suðrænan bjarma í vitund okkar því það er ekki fyrr en síðar sem við fáum að vita að „tel“ merkir „mann- vistarhaugur", hóll sem skapast hefur við það að einu mannvistar- laginu hefur verið hlaðið ofan á annað og þannig má afhjúpa veru- leikann að baki goðsagnakenndum nöfnum. Fyrir einstöku manni rifj- ast kannski upp hlymrek vinar okkar og (sam)kennara Jóhanns S. Hannessonar: Það tíðkast ei lengur í Tel Aviv bak við töfrandi slæður að fela víf, svo nú kaupa þeir ekki neinn kettling í sekki sem stunda þá íþrótt að véla víf. Ferðalangar eru orðnir uppgefnir, ferðin hefur þegar tekið einar 20 klukkustundir og enn eftir að snú- ast margt á flugvellinum í Tel Aviv og svo er ófarið heim á hótelið sem á að hýsa okkur fyrstu nóttina. Myrkrið er suðrænt. Hitinn líka. Hann stendur nálægt tuttugu gráð- um á Celcius og okkur hefur þegar verið sagt að nú sé óvenjuhlýtt í Israel. Vetrinum — regntímanum — er að ljúka. Þetta hefur verið góður vetur með mikilli bleytu en nú er hann skollinn á með hita sem er meiri en menn eiga að venjast. Snúningarnir á flugvellinum verða tafsamir en loksins er hægt að setjast upp í rútu sem bíður okk- ar og eiga fyrstu kynni við bílstjó- rann Avi Mor sem á eftir að verða góður vinur okkar á næstu fjórtán dögum. Löngum stundum verður hann eini túlkur okkar, aðstoðar- maður við skipulag og skipulags- breytingar, sífellt reiðubúinn að lengja vinnudag sinn ef „börnin hans“ vilja, maður sem leggur metn- að sinn í starfið og á jafnvel erfitt á kveðjustund. Það verður mikill fögnuður í rút- unni þegar Avi stoppar allt í einu og hleypur út til að sækja farangur í lítinn fólksvagn Alex Flashenberg, aðalskipuleggjanda ferðarinnar og starfsmanns hjá The Cameran Sing- ers. Þetta reynist vera kassi með nýtíndum appelsínum, velkomenda- kveðjan í Landinu helga. Ekki minnkar fögnuðurinn þegar í ljós kemur að hótel okkar er niðri á ströndinni. Herbergin eru að vísu ekki af þeirri stærð sem við höfðum beðið um. Hjón í hópnum þurfa að hýsa óvænta næturgesti en allt leys- ist þetta einhvem veginn og menn komast til hvílu, ráðnir að vakna snemma, flestir hveijir, til þess að kanna ströndina og líta í búðir, því héðan þurfum við ekki að halda áfram fyrr en um miðjan næsta dag — og þá fyrst hefst alvara lífsins. Forystan átti þetta ekki skilið eftirJakobF. * Asgeirsson Bjarni Benediktsson sagði ein- hveiju sinni í samtali við Matthías: „Kosningar skipta ekki öllu máli. Það, sem skiptir máli, er hvað við eigum skilið. Það er ekki aðalatrið- ið, hvað við fáum mörg atkvæði, heldur hitt, hvað við eigum mörg atkvæði skilið." Þetta ber Sjálfstæðismönnum að hafa hugfast nú þegar þeir sleikja sár sín eftir hin hroðalegu kosn- ingaúrslit. Þeir áttu þetta ekki skilið. Allir Sjálfstæðismenn vita að flokkurinn tapaði ekki af því að hann hafi stað- ið sig illa í ríkisstjórn. En af hveiju tapar hann þá? Það er einkum tvennt sem hafa ber í huga áður en áfellisdómar eru felldir. Síðasta aldarfjórðung hafa verið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur allan þann tíma verið mun ótrygg- ara en á árunum 1929—1963 þegar flokkurinn var með traust 40% fylgi. Árið 1967 fékk flokkurinn hins vegar 37,5% og 36,2% 1971, rýkur síðan upp í 42,7% 1974, en fellur niður í 32,7% 1978 eftir ljög- urra ára stjórn með Framsókn. Árið 1983 nær flokkurinn aftur að rífa sig upp og fékk 38,7% at- kvæða. Það má segja að normal sveifla núna niður á við eftir fjög- urra ára stjórnarsetu með Fram- sókn hefði verið niður í ca. 33% — og það er bilið þaðan niður í 27,2% sem skrifast á klofningsbrölt Al- berts. Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður við samruna tveggja flokka og síðan hafa alla tíð verið tvær höfuðfylkingar innan flokksins, þótt sambúðin hafi lengst af verið góð. Það sem skildi þessar fylkingar að voru menn en ekki málefni, þannig að alla tíð hefur verið nokkur valda- barátta innan flokksins. Ábyrgðar- kennd leiðtoganna hefur hins vegar verið svo mikil að þessi „klofning- ur“ kom í raun ekki upp á yfirborðið fyrr en eftir fimmtíu ára starf, við lát Bjarna Benediktssonar og end- urkomu Gunnars Thoroddsens í íslensk stjórnmál. Það var svo hlut- verk Geirs Hallgrímssonar að halda flokknum saman á hans örðugasta skeiði og skila honum heilum í hend- ur nýrrar kynslóðar. Mér segir svo hugur að sá verði dómur sögunnar að það hafi verið gæfa Sjálfstæðis- flokksins að það skyldi ekki vera Jakob F. Ásgeirsson „Hvað svo sem um Al- bertsmál má segja, aðdraganda og máls- meðferð alla, þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn stendur nú á tímamótum. Klofning- urinn er staðreynd og það verður ekki aftur snúið. Nú verður að hugsa um framtíðina og standa fast á réttri stefnu.“ meiri bógur en Albert Guðmunds- son sem á endanum klauf flokkinn. Enda þótt Albert kunni þá list sem dugar vel í svipinn, að safna at- kvæðum með því að barma sér og tárfella framan í alþjóð, þá fylgja honum engir veigameiri menn úr flokknum og hann er ekki liðaður til að mynda lífvænlegt stjórn- málaafl. Hvað svo sem um Albertsmál má segja, aðdraganda og málsmeð- ferð alla, þá er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn stendur nú á tímamót- um. Klofningurinn er staðreynd og það verður ekki aftur snúið. Nú verður að hugsa um framtíðina og standa fast á réttri stefnu. „Góður skipstjóri siglir skipi sínu í höfn,“ sagði Bjarni Benediktsson ennfremur í samtali við Matthías. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lent í sviptivindi og mennirnir til að sigla honum út úr læðginni eru Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Birg- ir ísleifur Gunnarsson. Þessir þrír menn stóðu sig með ágætum í kosn- ingabaráttunni og aðeins einhugur um þeirra forystu getur nú rétt skipið af. Og nú eiga mennimir í brúnni að velja sjálfir í áhöfnina svo sem gert var í gamla daga. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 var ljóst að þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins myndi ijölga og það þurfti því að huga að nýjum fram- bærilegum fulltrúum fyrir sjálf- stæðsstefnuna á Alþingi. Dag einn var flaggskip þjóðar- innar, Gullfoss, á siglingu norður dönsku Sundin. 2. stýrimaður var að leysa 1. stýrimann, Hannes Haf- stein, af í kvöldmat þegar loft- skeytamaðurinn kom upp í brú og rétti 2. stýrimanni skeyti. Það reyndist vera frá Baldvini Tryggva- syni, þáverandi framkvæmdastjóra fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hljóðaði á þessa leið: Vilt þú taka sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu Al- þingiskosningar? 2. stýrimaður fór að hlæja þegar hann hafði lesið skeytið. Þótt hann hefði starfað talsvert fyrir flokkinn þá hafði þetta aldrei hvarflað að honum. Hann rétti Hannesi skeytið og gaf sig síðan allan að stjórn skipsins því að þeir voru á þröngri siglingaleið. En hann vissi ekki fyrr, til, þar sem hann lá út í brúar- glugganum, en það er tekið þétt- ingsfast í öxlina á honum og það var þá Hannes og hann sagði: Auð- vitað gerirðu þetta, maður, auðvitað gerirðu þetta. Og þannig eignaðist Sjálfstæðis- flokkurinn sinn sterkasta verka- lýðsleiðtoga á síðari árum, Pétur Sigurðsson. Það er þessi aðferð sem skilar Sjálfstæðisflokknum besta fólkinu á þing, ekki prófkjörsglamrið. Og þannig á nú að velja mennina á dekkið úr öllum stéttum, svo að flokkurinn standi undir nafni. í þessum kosningum var kosið um festu eða lausung. Festunni var hafnað, það er ekki hægt að mis- skilja. Þess vegna verður Sjálfstæð- isflokkurinn að hugsa sitt ráð vandlega áður en hann tekur þátt í myndun stjórnar þriggja flokka og kynni þá að vera gerður ábyrgur fyrir því stefnuleysi sem slíkri stjórn fylgir. Kjörorð sjálfstæðismanna í kosn- ingunum var festa í stjórn landsins — kjörorð þeirra nú á að vera festa í stjórn og stefnu flokksins. Höfundur er rithöfundur. Við|f opnum eina glæsilegustu heimilistækj averslun landsins 1 maí n.k. Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTUN 28 SIMI 16995 125 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.