Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
3
Fulltrúar Rio
Tinto vænt-
anlegir í dag
FULLTRÚAK Rio Tinto Zink eru
væntanlegri hingað til lands i
dag til þess að eiga viðræður við
stóriðjunefnd um fyrirhugaða
kisilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði. Ekki er að vænta neinna
ákvarðana á þeim fundi að sögn
Birgis ísleifs Gunnarssonar,
formanns stóriðjunefndar.
„Það er verið að skoða hönnunar-
forsendur og þess háttar nánar en
ég á ekki von á því að niðurstaða
fáist á þessum fundi," sagði Birgir
ísleifur í samtali við Morgunblaðið.
Birgir ísleifur sagði að farið yrði
yfir stöðu málsins á fundi á fimmtu-
dag, svo sem markaðshorfur og það
hvemig gengisbreytingar hefðu
haft áhrif á áætlaðan kostnað.
Ákvörðunar er að vænta fyrir mitt
þetta ár hvort að samningum verð-
ur eða ekki.
Sjö presta-
köll auglýst
BISKUP íslands hefur auglýst
sjö prestaköll laus til umsóknar
og er umsóknarfrestur til 3. júní
nk. Prestaköllin sjö eru: Sauð-
lauksdalur i Barðastrandarpróf-
astsdæmi, Bíldudalur í Barða-
strandarprófastsdæmi,
Prestsbakki í Húnavatnspróf-
astsdæmi, Bólstaðarhlið i
Húnavatnsprófastsdæmi, Höfða-
kaupstaður í Húnavatnsprófasts-
dæmi, Hrisey í Eyjafjarðarpróf-
astsdæmi og Raufarhöfn i
Þingeyjarprófastsdæmi.
Þessi prestsembætti verða þau
fyrstu sem veitt verða samkvæmt
nýjum lögum um veitingu presta-
kalla sem samþykkt voru á Álþingi
nú í vetur og munu sóknarnefndar-
menn og varamenn þeirra mynda
þann hóp sem velur nýjan prest úr
hópi umsækjenda.
Almennar prestskosningar verða
því aðeins að 25% safnaðarmanna
óski þess.
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Ragnar Arnason lögregluþjónn við nýjustu bifreið
lögreglunnar í Reykjavík.
Lögreglan blikkarmeð bláu
BLÁ ljós tróna nú á toppi lögreglubíla hér á landi og verða slík ljós einnig sett á sjúkrabOa og
slökkviliðsbíla.
í byijun apríl gekk í gildi reglugerð um ljósabúnað þessara bifreiða og skarta þær allar bláum ljósum
næsta haust. Að sögn Baldvins Ottóssonar, lögregluvarðstjóra, hafa nýir bflar verið fluttir inn með bláum
ljósum frá því á síðasta ári og gengið vel að skipta um búnað á eldri bifreiðum. Hann kvaðst vongóður um
að vegfarendur áttuðu sig á breytingunni og sagði að bláu ljósin skæru sig mun betur úr í umferðinni en
þau rauðu.
FACIT9401
n i
Já, það komast fáir í fótspor Facit.
Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit
hafa hannað þessa afburöa ritvél sem byggð er á langri hefð og
nýjustu tækni.
Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði
koma svo sannarlega á óvart.
Okkar þekking í þína þágu.
GISLI J. JOHNSEN SF.
Nýbýlavegi 16. Sími 641222