Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 3 Fulltrúar Rio Tinto vænt- anlegir í dag FULLTRÚAK Rio Tinto Zink eru væntanlegri hingað til lands i dag til þess að eiga viðræður við stóriðjunefnd um fyrirhugaða kisilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Ekki er að vænta neinna ákvarðana á þeim fundi að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar, formanns stóriðjunefndar. „Það er verið að skoða hönnunar- forsendur og þess háttar nánar en ég á ekki von á því að niðurstaða fáist á þessum fundi," sagði Birgir ísleifur í samtali við Morgunblaðið. Birgir ísleifur sagði að farið yrði yfir stöðu málsins á fundi á fimmtu- dag, svo sem markaðshorfur og það hvemig gengisbreytingar hefðu haft áhrif á áætlaðan kostnað. Ákvörðunar er að vænta fyrir mitt þetta ár hvort að samningum verð- ur eða ekki. Sjö presta- köll auglýst BISKUP íslands hefur auglýst sjö prestaköll laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 3. júní nk. Prestaköllin sjö eru: Sauð- lauksdalur i Barðastrandarpróf- astsdæmi, Bíldudalur í Barða- strandarprófastsdæmi, Prestsbakki í Húnavatnspróf- astsdæmi, Bólstaðarhlið i Húnavatnsprófastsdæmi, Höfða- kaupstaður í Húnavatnsprófasts- dæmi, Hrisey í Eyjafjarðarpróf- astsdæmi og Raufarhöfn i Þingeyjarprófastsdæmi. Þessi prestsembætti verða þau fyrstu sem veitt verða samkvæmt nýjum lögum um veitingu presta- kalla sem samþykkt voru á Álþingi nú í vetur og munu sóknarnefndar- menn og varamenn þeirra mynda þann hóp sem velur nýjan prest úr hópi umsækjenda. Almennar prestskosningar verða því aðeins að 25% safnaðarmanna óski þess. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Ragnar Arnason lögregluþjónn við nýjustu bifreið lögreglunnar í Reykjavík. Lögreglan blikkarmeð bláu BLÁ ljós tróna nú á toppi lögreglubíla hér á landi og verða slík ljós einnig sett á sjúkrabOa og slökkviliðsbíla. í byijun apríl gekk í gildi reglugerð um ljósabúnað þessara bifreiða og skarta þær allar bláum ljósum næsta haust. Að sögn Baldvins Ottóssonar, lögregluvarðstjóra, hafa nýir bflar verið fluttir inn með bláum ljósum frá því á síðasta ári og gengið vel að skipta um búnað á eldri bifreiðum. Hann kvaðst vongóður um að vegfarendur áttuðu sig á breytingunni og sagði að bláu ljósin skæru sig mun betur úr í umferðinni en þau rauðu. FACIT9401 n i Já, það komast fáir í fótspor Facit. Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit hafa hannað þessa afburöa ritvél sem byggð er á langri hefð og nýjustu tækni. Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði koma svo sannarlega á óvart. Okkar þekking í þína þágu. GISLI J. JOHNSEN SF. Nýbýlavegi 16. Sími 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.