Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 23 Verkfall leiðsögumanna hefur staðið nokkuð á annan mánuð: Trúi ekki öðru en menn vitkist - segir formaður Félags leiðsögumanna „Ég trúi ekki öðru en menn vitkist og ljúki þessu sem fyrst. Deilan er orðin alvarlegt mál, því það er ekki hægt að veita þá þjónustu, sem búið er að selja og landið okkar fær ekki þá kynningu, sem það á skilið að fá. Náttúruverndin líður fyrir þetta einnig, því jafnframt því að sinna starfi okkar höfum við opin augu fyrir því að passa aðalsöluvöru okkar,“ sagði Friðrik Haraldsson, formaður Félags leiðsögumanna, í samtali við Morgun- blaðið, en verkfall félagsins hefur nú staðið nokkuð á annan mánuð, án þess að samningar hafi tekist. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður hjá ríkissátta- semjara í deilunni, en sá síðasti var 28. apríl síðastliðinn. Friðrik sagði að fundurinn þá hefði staðið fram á nótt og tals- vert miðað í samkomulagsátt, en slitnað upp úr á tveimur atrið- um. Samkomulag hefði verið um 35 þúsund króna lágmarkslaun, en það hefði verið háð því að eftir- og næturvinna yrði lögð niður og í staðinn yrði yfirvinna 1% af mánaðarlaunum. Leið- sögumenn gætu ekki sætt sig við það, þar sem það þýddi 4-4,5% kjararýrnun frá núver- andi kerfi. Hins vegar vildu leiðsögumenn fá inn í samning- inn endurskoðunarákvæði verði breytingar á samningi ASÍ og VSI frá því í desember, en það hefðu vinnuveitendur ekki geta fallist á. „Því hefur verið haldið fram að við séum ekki að semja um þau laun sem við vinnum á. Það er rangt og má bæta því við að yfirborganir til okkar hafa verið mjög fátíðar. Einkum hafa utan- félagsmenn notið þeirra, sem hafa verið teknir upp í ferðir vegna einhverra vandræða, og fengið yfirborganir. Þetta eru beinharðar tölur, sem við erum að tala um og raunveruleikinn fyrir okkur,“ sagði Friðrik að lokum. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Hákon í höfninni á Ólafsfirði Ólafsfjörður: Unnið að dýpkun og lagfæringu í höfninni Ólafsfirði DÝPKUNARSKIPIÐ Hákon er nú að dæla sandi upp úr höfn- inni í Ólafsfirði, þar sem togararnir voru farnir að sitja fastir er þeir sigldu um höfn- ina. Er fyrirhugað að dæla um 30.000 rúmmetrum af sandi upp á þessu vori. . I vetur hefur verið unnið að viðgerð á bryggjum þar sem þær voru orðnar stórskemmdar eftir brim og ásiglingu. Því verki hefur miðað vel áfram undir stjóm Aðal- steins Aðalsteinssonar. Jakob CON ANIMA Vestmannaeyjar: Þórunn Sveinsdótt- ir komin með 1.425 tonn á vertíðinni Tónlist Jón Ásgeirsson Sérkennilegur samleikshópur, er nefnir sig Con Anima, hélt tón- leika í Norræna húsinu sunnudag- inn hinn síðasta. Fyrir það fyrsta voru flytjendur eingöngu konur og verkin sem flutt voru einnig kvennaverk. Ekki ber það vott um áhuga kvenna að þær voru heldur fáar mættar á tónleikana, en einn- ig gæti ástæðan verið að tónleikar þessir voru lítið auglýstir, eða að þær venjur, sem gilt hafa á þessu sviði hingað til, þarfnast endur- skoðunar vegna breyttra að- Jón Ásgeirsson Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir héldu tón- leika í Gerðubergi sl. laugardag og fluttu söngva eftir Gluck, Per- golesi, Strauss, Britten og Wolf. Tónleikarnir hófust á lögum eftir tvo „bel canto“-snillinga, þá Gluck og Pergolesi, sem Sigrún flutti ágætlega. Það sem helst var sér- stakt við þessa tónleika var að nú voru flest viðfangsefnin „Lied- er“-söngvar eftir Strauss og Wolf. Margt var fallega gert í þessum vandmeðförnu lögum og það sem á vantaði fæst aðeins með áfram- haldandi iðkun slíkrar tónlistar og segir það nokkuð til um hæfi- leika Sigrúnar, að þar á hún góðar. garð að eija. Auk Lieder-laganna söng Sigrún lagaflokkinn „On this Island", sem er fimm lög, og er þar margt fallega gert hjá Britten, einkum fjórða lagið, Næturljóð, sem Sigrún söng mjög stæðna í fjölmiðlun. Flytjendur voru danskir tónlist- armenn; Ingrid Holck á flautu, Helle Hanskov á fiðlu, Ulla Knudsen á lágfiðlu, Nille Hovman á selló, Maria Topperzer á hörpu og Annemarie Buhl Pedersen á píanó, allt ágætir tónlistarmenn er skiluðu sínum hlut vel í vönduð- um og hressilegum leik. Eins og fýrr segir eru tón- verkin kvennaverk og ekki nóg með það heldur er hér um að ræða sýnishorn af tónsmíðum norrænna kvenna; tvö norsk, tvö dönsk, og sitt hvert verkið frá Finnlandi, Svíþjóð og íslandi. Tón- vel. Sigrún er ágæt söngkona, hef- ur röddina vel á valdi sínu og er auk þess opinská í túlkun. Hér reynir hún sig sérstaklega við ljóðasöng og þó þar sé á brattan að sækja er ljóst að hún á margt með sér að leggja, sem aðeins þarf að mótast og þroskast á lengri tíma. Trúlega ætti Sigrún létt með að leika gamanhlutverk í óperu og í raun slæmt hve fá tækifæri bjóðast hér á landi til að nýta þessa sérstæðu og opin- skáu leikhæfileika hennar á- óperusviðinu. Samleikari Sigrúnar var Anna Guðný Guðmundsdóttir og er hún góður píanóleikari. Þrátt fyrir að allt færi henni vel úr hendi vant- aði í þau skáldlegu tilþrif í blæmótun, sem eru mjög þýðing- armikil í ljóðasöng, því oft er þar ekki um eiginlegan undirleik að ræða, heldur allt eins píanóverk með tónlesi fyrir söngrödd, sérs- taklega þó í lögunum eftir Wolf. leikarnir hófust með dönsku verki eftir Gudrun Lund er ber nafnið Con anima (1983). Þokkafullt en ekki stórt í gerð. Annað danskt verk, er nefnist „Dögun" (1986), eftir Christina Wagner Smitt, var nokkru átakameira, þar sem einn- ig var leikið með svonefnda „sjokk-effekta“, útfærða með há- tóna skrækjum flytjenda. Frá Noregi voru einnig tvö verk og það fyrra er byggt á norrænni goðafræði og heitir „Dóttir Angr- boða“, sem er Hel, „blá hálf, en hálf með hörundarlit. Því er hon auðkennd ok heldr gnúpleit ok grimmlig". Þessu sérkennilega tónverki lauk með því að tónleika- salurinn var myrkvaður til að tákna ragnarök. Seinna norska verkið ber nafnið „Grata“ og er eftir Áse Hedström. Bæði norsku verkin eru samin 1986. Grata er grundvallað á skýrum tónhug- myndum sem eru upphaflega settar fram á mjög einfaldan máta en síðar unninn úr þeim nokkuð áhrifamikill tónbálkur. Sænska verkið heitir „Tendenze" (1986) og er eftir Kerstin Jepps- son. Áheyrilegt og vel unnið verk. Finnska verkið „Im traume“ byggir á tónmyndunaraðferðum, er voru ofarlega á baugi fyrir þrjátíu ámm, þar sem lögð var meiri áhersla á hljóðmyndun en að leikið væri á hljóðfærin ein- göngu með hefðbundnum hætti. Þetta var haglega gert fyrir selló og píanó og ágætlega flutt. ís- lenska verkið er eftir Karólínu Eiríksdóttur og heitir Four pieces. Þetta var elsta verkið á tónleikun- um, samið 1977. Verkið er Qórir stuttir þættir fyrir flautu, fiðlu og selló, áheyrilegt en ekki stórt í gerð. í heild vom þetta skemmtilegir tónleikar, flutningurinn góður og einkar líflegur, auk þess sem fróð- legt var að heyra nýja tónlist frá Norðurlöndunum, þó áheyrendur hefðu mátt vera fleiri. „VIÐ ERUM nú komnir með 1.425 tonn á land á vertíðinni og þar af er þorskur um 650 tonn. Eg er um það bil að klára þorsk- kvótann, á eftir þessi 100 tonn sem ég má fara fram yfir. Ætli það og svo það sem við eigum eftir af ýsunni dugi okkur ekki út vertíðina,“ sagði Siguijón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, aflahæsta ver- tíðarbátnum, í samtali við Morgunblaðið. Þeir á Þórunni lönduðu 35 tonnum á mánudag- inn og voru þar með komnir með 1.425 tonn frá áramótum. Suður- ey VE er með næst mestan afla á vertíðinni, 1.165 tonn. Frá því bytjað var að verðlauna aflakónga í Vestmannaeyjum árið 1953 hefur Sigutjón Óskarsson níu sinnum hlotið þennan sæmdartitil, oftar en nokkur annar. Árið 1981 fékk Siguijón 1.539 tonn sem er hans besta vertíð fram til þessa. Hann var lítillátur og sagðist ekk- ert of bjartsýnn á að honum tækist að bæta metið sitt nú á þeim tíu dögum sem eftir lifa af vertíðinni. Þess má geta að aflametið á vertíð í Eyjum á Hilmar Rósmundsson sem árið 1969 færði 1.654 tonn á land á gömlu Sæbjörginni sem aðeins var 67 rúmlestir að stærð. Siguijón sagði að lítil þorskgengd á grunnslóð í vetur væri mikið áhyggjuefni. „Ég held að það sé búið að drepa alltof mikið af smá- fiski á undanförnum árum og að ekki hafi verið nógu vel staðið að friðun yfir hrygningartímann. Ég verð áð segja að~ ég~ 'hef stórar áhyggjur al asuandinu, við sjáum ekki stóran þorsk að neinu ráði eins og áður var algengt. Við erum að klára þorskkvótann okkar en það kemur víst ekki að sök því lítið hefur verið að fá af honum uppá síðkastið. Við munum saxa á ýsu- kvótann þessa síðustu dagana og síðan ætla ég að fara á dragnót,“ sagði Siguijón Óskarsson. Siguijón sagði ennfremur að stöðugt væri verið að bjóða honum viðbótarkvóta með þeim skilyrðum þó að hann landaði aflanum annars staðar. Ekki sagðist hann ætla að taka þátt í því og sagði það sitt álit að afnema ætti alla kvótasölu. „Það er enginn kvótalaus á öllu svæðinu frá Eyjum að Snæfells- nesi, það er sama hvað menn reyna, menn ná ekki kvótanum." Siguijón reyndi fyrir sér á drag- nót í byijun ársins með góðum árangri. „Uppistaða aflans í drag- nótina er langlúra. Hugsanlega eru fleiri tegundir ónýttar og við verð- um að snúa okkur meira að öðru en hinu hefðbundna meðan verið er að byggja aftur upp þorksstofn- inn. Þá finnst mér ánægjulegt að fleiri aðilar skuli vera komnir í sölu- kerfið á fiski. Það er hægt að selja allt, bara ef menn eru nógu dugleg- ir að afla markaða." Sjómenn í Eyjum hafa vaxandi áhyggjur af ágangi útsels á hefð- bundnum fiskimiðum Eyjaflotans. Sagði Siguijón að þeir á Þómnni Sveinsdóttur hefðu í vetur fengið þijá útseli í net sín og þar af tvo út undir Kanti, 20 sjómílur suður af landinu. _________________________-_JikL„ Söngtónleikar í Gerðubergi Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.