Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Við hraðamælingar með lögreglunni: Of hraður akstur kostar ökuskírteinið Unga konan, sem var stöðvuð á 104 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni, brást hin versta við og sagð- ist bara ekki geta keyrt svo hratt í þriðja gír upp brekku. Radarinn var þessu ósammála. LÖGREGLAN hefur í mörgu að snúast um helgar og telur til dæmis mikla ástæðu til að halda hraðanum í höfuðborginni niðri með radarmælingum. Fylgst var með umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík að störfum eina föstudagsnótt fyrir skömmu og fer frásögn af atburðum hér á eftir. . Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari stormuðu inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu á miðnætti var fremur rólegt yfír, enda flestir lög- reglumenn á þönum um alla borg. Svanur Elísson og Kristján Kristj- ánsson voru þó inni við, enda ætluðu þeir að fara með blaðasnápunum í leiðangur um borgina. Þeir ákváðu að fá sér kaffísopa til að vera betur undir átökin búnir, en síðan var haldið út í einn af þessum hvítu Volvo-bílum, sem lögreglan hefur svo miklar mætur á. Getur þú ekki skrifað 80? Svanur ók bílnum sem leið lá inn á Kleppsveg svo hægt væri að kanna hraðann þar. Fyrst af öllu reyndu þeir félagamir radarinn með því að slá tónkvísl í mælaborðið og bera hana að radamum. Hann sýndi töluna 80 og reyndist því vera með réttu ráði. Umferð um Kleppsveg- inn var ekki mikil fyrstu mínútumar og meðan beðið var suðaði stans- laust í talstöð lögreglunnar. Til- kynnt var um rúðubrot, slagsmál á Austurvelli, hross á leið í bæinn eftir Vesturlandsvegi, skemmdir á bíl, ólæti í strætisvagni og að ungl- ingar væru að sprauta málningu á bíla. Ekki reyndist þó vera um málningu að ræða, heldur einhvem ónafngreindan líkamsáburð, svo bílaeigendur sluppu með skrekkinn. Þegar hé; var komið sögu kom rauðbrún Toyota æðandi eftir Kleppsveginum og sýndi radar lög- reglunnar 100 kílómetra hraða. Kristján vippaði sér út úr bílnum, gaf ökumanninum merki um að stöðva og tók hann tali. Ökumaður- inn kvaðst þess fullviss að hann hefði aðeins ekið á 80 kílómetra hraða, en að vísu hefði hann ekki verið að fylgjast með mælinum. Þessi ökumaður var ungur að ámm og tæpt ár síðan hann fékk ökuskír- teinið. Synd að glata því svo snemma. Ekki leið á löngu þar til annar bíll kom þjótandi og var það rauður BMW-bíll með G-númeri. Hraðinn mældist 110 kílómetrar. Ökumað- urinn var 17 ára gamall og fékk ökuréttindi í lok febrúar í ár. Ekki hefur hann lært fræðin sín alveg, því hann spurði hvort það væri ekki örugglega rétt hjá sér að hámarks- hraði á Kleppsveginum væri 80 kílómetrar! Hann hélt því fram, líkt og fyrri ökumaðurinn, að hann hefði ekið á þeim hraða, en bíllinn lykt- aði eins og hann hefði tekið þátt í kvartmílukeppni, þ.e. „spyrnt“ og þanið vélina. Þegar ökumaðurinn áttaði sig á að hann hefði gert mikil mistök með því að aka á þess- um ofsahraða, þá spurði hann lögregluna hvort ekki væri bara hægt að gleyma þessu, eða skrifa bara 80 í syndaregistur lögreglunn- ar. Kristján og Svanur voru aideilis ekki á því að hann fengi neina sér- meðferð og þar við sat. Annað ökuskírteini í vaskinn. Þegar þessi ökumaður hafði ver- ið afgreiddur kom þriðji bíllinn sem lögreglan sá ástæðu til að stöðva. Honum var ekið nokkuð rólega miðað við fyrri tvo, eða á „aðeins" 88 kílómetra hraða. Ökumaðurinn sagðist hafa haldið sig aka á 80, en kvaðst ekki hafa fylgst með mælinum frekar en aðrir. Merkilegt hvað ökumenn voru vissir í sinni sök án þess að hafa hraðamælinn til hliðsjónar. Rólegt var yfír Kleppsveginum næstu mínútur, en á talstöð lögregl- unnar var auðheyrilegt að ekki var alls staðar eins rólegt. Nú var til- kynnt um innbrot, gluggagægi, rúðubrot í Lækjargötu og fleira miður skemmtilegt. Þeir Svanur og Kristján ákváðu að færa sig um set og kanna ástandið víðar í bænum. Ljóslaus og úttroðinn Fiat Á Hringbrautinni kom lögreglan sér fyrir og beið átekta. Ekki leið á löngu þar til ljör færðist í leik- inn, en ekki var það vegna hrað- aksturs. Lítill, blár Fiat kom austur Hringbrautina, ljóslaus og engu líkara en þama væri blá síldartunna á ferð, svo þétt sátu farþegamir í bílnum. Svanur beið ekki boðanna, heldur ók af stað á eftir tunnunni og stöðvaði hana. Kristján snaraði sér út og tók fólkið tali. Ökumaðurinn var ung stúlka og við hlið hennar sat vinkona hennar. Það var því sæmilega rúmt um þær stöllur, en sama var ekki hægt að segj- um piltana íjóra sem sátu í aftursætinu. Ökumaðurinn sagðist „bara ekkert hafa pælt í að það væm of margir í bílnum", en vísaði nú tveimur piltanna í aftursætinu út. Þeir kipptu sér ekki upp við það og röltu af stað í átt að Umferðar- miðstöðinni. Stúlkan ók af stað aftur, eftir að hafa kveikt ökuljósin, eða öllu heldur ökuljósið, því bíllinn var eineygður. Fátt í lagi á því heimilinu, nema auðvitað hraðinn, sem er stór kostur. Nú tók aftur við rólegur kafli hjá þeim Svani og Kristjáni og óku þeir vítt og breitt um borgina. Þeir stöðvuðu bílinn skamma stund á Kringlumýrarbraut, en ökumenn þar voru sérlega rólegir. Þá var enn ekið af stað og í Ártúnsbrekkunni mældist hraði grárrar Saab-bifreið- ar 104 kílometrar. Ökumaðurinn, ung kona, var aldeilis ekki á því að hún hefði ekið á svo miklum hraða. „Ég var í þriðja gír upp brekkuna og kemst bara ekki svona hratt,“ sagði hún og var vægast sagt óhress. Hún klykkti út með því að vísa til kunningsskapar síns við háttsettan lögreglumann og kvaðst ætla að ræða þessi mál við hann. Svanur og Kristján virtust alls ekki vera miður sín vegna þeirr- ar yfírlýsingar. Áuk þeirra ökumanna sem óku um eða yfír 100 kílómetra hraða stöðvaði lögreglan Qölda annarra, sem voru yfír löglegum hraða. Oft- ast bar fólk því við að það hefði bara sýnt óvarkámi í þetta eina skipti, en það kæmi alis ekki fyrir aftur. Það er þó heldur erfítt að trúa slíkum yfirlýsingum, því svo virðist sem kæruleysið hristist fyrst af fólki ef það lendir í óhöppum. Þá er því miður oft of seint að iðr- ast. Nú var klukkan farin að nálgast þriðja tímann og blaðamenn, sem verið höfðu á dagvakt, töldu tíma til að koma sér í bólið. Á leiðinni niður í miðbæ suðaði stanslaust í talstöðinni og var það ekki allt jafn fagurt, fremur en fyrri daginn. Ein tilkynning var þó nokkuð skondin. Fólk, sem var í samkvæmi, óskaði eftir aðstoð lögreglunnar við að losna þaðan! Hurðin á íbúðinni var nefnilega með þeim ósköpum gerð að hana var aðeins hægt að opna með lykli utan frá. Erfitt reynist kannski að skilja hvemig slíkt getur gengið til lengdar, en vonandi hefur lögreglan náð fólkinu út. Eftir að lögreglumennirnir tveir höfðu skilað gestum sínum af sér héldu þeir enn af stað, enda í mörg hom að líta föstudagsnótt í Reykjavík. MYNDIR: JÚLÍUS SIGURJÓNS- SON TEXTI: RAGNHILDUR SVERR- ISDÓTTIR HÚSI&, Innritun hafin! Simar 15103 og 17860. ERTU TILBÚIN(N) í ROSAÚTRÁS? ... EF SVO ER, KOMDU ÞÁ Á ÞETTA FRÁ- BÆRA DANS- OG SKEMMTINÁMSKEIÐ OKKAR. EF ÞÚ KEMST EKKI SJÁLF(UR) ÞÁ GEFÐU EINHVERJUM, SEM ÞÉR ER ANNT UM, GÓÐA SUMARGJÖF OG BJÓDDU HONUM/HENNIÁ NÁMSKEIÐIÐ HJÁ MARK HEADLEY. MARK HEADLEY, gestakennarí frá Barbados hefur starfað við dansleikhús í Barbados, Trinidad, Kúbu, Bandarikjunum og Þýskalandi. Hann hefur s.l. 10 ár starfað í Berlín sem dans- ari og danshöfundur og m.a. samið dansverk fyrir leikhús, sjónvarp og listasöfn. Sérgrein hans er Jassdans og Afró-karabískir dansar. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Breið- f irðingaf élagsins Sl. fímmtudag komu Hafnfírð- ingar í heimsókn með 9 sveitir. Keppnin var jöfn og spennandi og segja má að bæði lið hafi sigrað. Hafnfírðingar unnu á þremur borð- um, á einu borði varð jafntefli og Breiðfirðingar unnu á fimm borð- um. Hafnfírðingar höfðu svo vinn- inginn í heildartölunum 146 gegn 119. Á fímmtudaginn kemur verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Þá verða veitt verðlaun fyrir keppn- ir vetrarins og kaffiveitingar. Ekkert keppnisgjald verður inn- heimt að þessu sinni. Bridsdeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 28. apríl var sveita- keppni milli Bridsdeilda Húnvetn- inga og Skagfirðinga hér í Reykjavík. Lauk þeim bardaga á þann veg að Húnvetningar unnu á 4 borðum en Skagfirðingar á 7. Lokatölur urðu þær að Skagfirð- ingar hlutu 193 stig en Húnvetning- ar 127 stig. Skagfírðingar þakka Húnvetningum heimsóknina. í dag Hagkaup Skeifunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.