Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
41
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
hið dæmigerða fyrir Nauts-
merkið (20. apríl—20. maí) í
bernsku. Alftaf verðum við
að hafa í huga þegar við
spáum í vini okkar að hver
maður á sér nokkur stjömu-
merki sem öll hafa sín áhrif.
Rólegt barn
Lítið dæmigert Naut er rólegt
og friðsamt bam. Það er
hægt og almennt má segja
að lítið fari fyrir því. Það
dundar gjarnan útaf fyrir sig
og er heldur lokað og var-
kárt. Foreldrar ættu því ekki
að þurfa að hafa alltof mikið
fyrir því. Á hinn bóginn er
vissara að varast að gleyma
því og gæta þess að það fari
ekki of langt inn í sig. Því
er ekki úr vegi að gæta þess
að ræða reglulega við Nautið
og fá það til að tjá sig. Vinna
gegn feimni þess og hlé-
drægni í rólegheitum.
Hœglát
Eitt er það sem foreldrar
Nauta verða að gera sér
grein fyrir. Það er það að
Nautið er hálfgerður jeppi,
þ.e. hraði þess er jafn, róleg-
ur og hægur. Ef foreldrar
Nautsins eru í Hrút, Tvíbura,
. Bogmanni eða era óþolinmóð
vegna annarra aðstæðna
þurfa þeir að gæta þess að
gera bamið ekki taugaveikl-
að með því að reka stöðugt
á eftir því. Allir foreldrar
þurfa að viðurkenna og virða
að hraði Nautsins er annar
en gengur og gerist. Naut
þarf tíma til að átta sig á
nýjum staðreyndum og að-
stæðum, á því að Naut er
duglegt þrátt fyrir rólyndið.
Það fer sér kannski hægt en
vinnur jafnt, gefst ekki uþp,
og afkastar jafnmiklu eða
meira en aðrir þegar upp er
staðið.
Þrjóska
Áberandi eiginleiki í fari allra
sannra Nauta er þijóskan.
Þegar litli bolinn hefur bitið
eitthvað í sig kýlir hann herð-
arnar saman, dregur hálsinn
niður, kreppir hnefana og
borar fótunum niður í gólfið.
Ef foreldrið ætlar að skamma
það til hlýðni eða skipa því
að skipta um skoðun, verður
litla Nautið enn þrjóskara og
fastara fyrir. Foreldri sem
ekki gefur sig og þvingar
Nautið til að ganga þvert. á
vilja sinn, er komið út á hál-
an ís. Það að bijóta vilja lítils
Nauts getur haft eyðileggj-
andi áhrif á persónuleika
þess og jafnframt leitt til
innibyrgðrar og langvarandi
reiði. Nautið er friðsamt, en
það er langrækið þegar ein-
hver hefur gert á hlut þess.
Blíöa
Hin rétta aðferð til að ná til
Nauts er sú að höfða til skyn-
semi þess og tilfinninga.
„Elsku litla stelpan mín, viltu
hjálpa mömmu og gera þetta
fyrir mig.“ Fá Naut standast
blíðu og það ef höfðað er til
hjálpsemi þeirra. Því bak við
allt er Nautið verndandi og
blítt merki.
Skynsemi
Onnur aðferð er sú, eins og
framar var getið, að höfða
til skynsemi Nautsins. Einn
helsti styrkur merkisins er
heilbrigð skynsemi, raunsæi
og hæfileiki til að sjá stað-
reyndir. Ef þú sest niður í
rólegheitum og útskýrir fyrir
Nautinu af hveiju best sé að
gera þetta eða hitt lætur það
undan, þ.e. ef þú hefur skyn-
samleg rök þín megin. Það
sem hafa verður í huga, bæði
þegar blíða og skynsemi er
notuð á Nautið er að tími
skiptir máli. Ekki reka á eft-
ir Nautinu, það þarf að melta
ástina og rökin, fá að jórtra
svolítið í friði.
GARPUR
8TINI FyuGisr fjkdl) lost/nn með
p/í þECiAR Gí-'A WR, TUM(UJLAN<UUR 'Xb
<K/Ztit,T/ GKAFA JPP FAlM//V /NNuANd .
HA >K JR.'
pA...hK p.Sry^AvAN
t-ANúT iMNi I tSXASpAt..UtkAúTAíA HFlTlaPcjj
M HAJm.fR vn.cc> i ? i F :f)f X iN acw
Ai>A 1 c'j JiNjH HAM.S /»r . lT/*(a uFF-TCKJ
HéZ/Z PEKui- —----—---1-----------
' , :Naught Synd. LIL
GRETTIR
HA.HA, HAJ f>0 KREI^TIK
öANQSAöRE-yiÐ HEi-DUR FA5Tr* .*
LITTO BARA 'A HANN !
‘ 'P
DYRAGLENS
LJOSKA
% tó.at<KA^Ek
HV/ERNie GET- All/ KL nn:
UM VIO LOC3IO ) ER HAlF 5
SVOUA AÐ HvoRW pAÐ LEVFIST
ÖÞRU?^J( AL.LT1
FERDINAND
SMAFOLK
PIP VOU E\/ER 60 TO
PRE - 5CM00L, M ARCIE ?
5URE..WE PIPNT 90 MUOH
TH0U6H.JU5T PLAVEP
ANP ATE 5NACK5... ®
IF I KNOU) WU, IT WA5
A LOW CHOLE5TEROL
PRE-5CH00L!
Fórstu nokkurn tíma
leikskóla, Magga?
Auðvitað ... við gerðum
nú ekki margt... bara
lékum okkur og átum
snarl. ..
Ef ég þekki þig rétt þá
liefur þetta verið leik-
skóli ineð litla blóðfitu!
HA HA HA HA! Þú ert
rugluð, herra.
Norður ♦ K108- ¥ K10742 ♦ DGhO ♦ D9
Vestur Austur
♦ 954 ♦ ÁD7
♦ Á63 11 *D9
♦ K862 ♦ 953
♦ G105 ♦ 87632 Suður ♦ G632 ¥ G85 ♦ Á74 ♦ ÁK4
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf
Pass 1 hjaita Pass 1 grand
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Samgangsvandræði hindraðu
sagnhafa í að taka svíningu í
líflit, svo hann varð að grípa til
annarra ráða.
Suður gefur; enginn á hættu.
Tveggja tigia sögn norðurs
var gervisögn — „hinn láglitur-
inn“ — sem margir nota í slíkum
stöðum til að fá frekari upplýs-
ingar um spil opnarans.
Vestur kom út í sínum lengsta
lit, tígli. Sagnhafi drap slaginn
í blindum og átti nú enga þægi-
lega leið heim til að svína í
hjartanu. Ákvað þess vegna að
spila því bara úr borðinu. Austur
lét níuna og gosi suðurs kostaði
vestur ásinn.
Eftir þessa byijun var spilið
léttunnið. Næst þegar sagnhafi
komst að lagði hann niður
hjartakónginn, og þegar drottn-
ingin datt vora þar fjórir slagir
mættir. Fimm láglitaslagir til
viðbótar fylltu hina eftirsóttu
tölu, níu.
Spilið kom upp í sveitakeppni
og á hinu borðinu létu NS sér
nægja að spila eitt grand. Þar
kom út laufgosi og spilið fór
einn niður, án þess að sagnhafi
hefði svo sem gert mikið af sér.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Brassel, sem
nú er nýlokið, kom þessi staða
upp í skák þeirra Ljubojevic,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Korchnoi.
Svartur er skiptamun undir,
en virðist þó mega vel við una,
því hann hefur tvö peð í bætur
og kóngsstaða hvíts virðist
ótraust. 39. De6!! — Dxdl, 40.
Bc4 (Svartur á nú ekki annarra
kosta völ en að fórna drottning-
unni til að hindra mát á g8 og
þá er eftirleikurinn auðveldur)
Dc2+, 41. Kh3 - Dxc, 42.
Dxc4 — Bc5, 43. Kg4 og hvítur
vann auðveldlega.