Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
51
VELVAKANDI ^
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
ir
Þessir hringdu . . .
Frábær
skemmtun
Ánæg’ður áheyrandi hringdi:
„Tveir listamenn, Sigriður Hann-
esdóttir leikkona og Sigurður
Jónsson undirleikari skemmtu
laugardaginn 2. maí í Húsi aldr-
aðra á Akureyri. Þakklátir áhorf-
endur og áheyrendur vilja koma
á framfæri þakklæti fyrir þessa
góðu skemmtun. Við erum óskap-
lega ánægð með þetta framtak
og vonumst til að heyra í þeim
aftvir."
Hver er höfund-
urinn?
Hallfíðurhringdi:
„Eg lærði þessa vísu fyrir löngu
en hef ekki getað komist eftir
hver höfundur hennar er.
Góð rithönd er ekki aðkeypt gæði
en unnin með langri þolinmæði.
Hún sýnir stálsleginn sterkan vilja
staðfestu þrek og vit til að skilja.
Ávalt er færirðu eitthvað í letur
áttu að skrifa sem best þú getur.
Frábær kór
Tónlistaraðdáandi hringdi: „Ég
hlýddi á flutning Langholtskórs-
ins á Jóhannesarpassíuni í
Langholtskirkju hinn 17. apríl og
fannst mér framístaða kórsins
stórkostleg. Stjórnandinn, Jón
Stefánsson, á mikinn heiður ski-
lið. Hins vegar kemur mér á óvart
hversu lítið hefur verið skrifað um
þennan tónlistarviðburð — hann
var sannarlega þess virði að meira
væri um hann fjallað.“
Meira um hesta-
mennsku
Sindri og Björn höfðu samband:
„Okkur langar til að koma því á
frafæri við Bjarna Felixson að
hann sýni meira frá hesta-
mennsku í sjór.varpinu. Hjá
honum kemst lítið að annað en
bolti og aftur bolti. Sýna mætti
frá hestaíþróttum erlendis og
endilega meira af íslenskri helsta-
mennsku."
Tíndar fundar-
gerðabækur
Geir Þormar hringdi: „Mig |ang-
ar til spyijast fyrir um hvort
éinhver hefur fundargerðarbækur
Félags íslenskara einkaflug-
manna undir höndum. Félagið
starfaði þar til fyrir nokkrum
árum. Sá sem veit hvar fundar-
gerðarbækurnar eru niður
komnar er beðinn að hringja í
síma 1 98 96.
Rauða fjöðrin
HÞS hringdi: „Mig vantar sárlega
sjónvarpsþáttinn Rauða fjöðrin
sem sýndur var í sjónvarpinu fyr-
ir nokkrum árum. Ef einhver á
þáttinn á myndbandi bið ég hann
að hringja í mig í síma síma 68
62 45.“
Laun ráðamanna
Sólveig hringdi: „Mig langar að
fá upplýsingar um eftitfarandi:
1. Hve lengi hefur þingmaður laun
eftir að hann fellur í kosningum?
2. Hve há eru þingmannslaun?
3. Hve há eru ráðherralaun?
4. Hve há laun hefur forseti Ís-
lands?
5. Hvernig er þessir aðilar skatt-
lagðir?“
Kvennalistinn óhæfur í stjórn
Til Velvakanda.
Kjósandi skrifar:
Það fór eins og margir voru bún-
ir að spá, að Kvennalistinn svokall-
aði, sem nú er talinn góður og gildur
að biðla til vegna stjórnarmyndunar,
hefur ekki enn gert upp hug sinn
til þeirra mála, sem allir aðrir flokk-
ar eru krafðir útskýringar á áður
en gengið er til stjórnarmyndunar.
I síðustu viku sögðu fulltrúar
Kvennalista, að þeir myndu ræða
málin urn helgina, jafnvel gefa út
yfirlýsingu á laugardeginum (2.
maí). Sá dagur leið og ekkert heyrð-
ist. Síðan var sagt að Kvcnnalista-
konur myndu halda áfram viðræðum
á sunnudag og þá myndu málin skýr-
ast.
Á sunnudagskvöldið var enn ekk-
eit að frétta og fór ríkisútvarpið
varfærnislega í sakirnar í fréttum
kl. 19 og lét frétt um brotthlaup
fóstranna ganga fyrir! Ekkeit kom
frá Kvennalista annað en það að
Kvennalistakonur myndu bara ræða
við forseta landsins um sín mál!
í ríkissjónvarpinu var heldur ekk-
ert að frétta. Stöð 2 gerði þessu þó
betri skil á sína vísu, minntist bara
• ekkert á Kvennalistann yfirleitt enda
allar fréttir frá fundi Kvennalistans
einskis nýtar, án frétta um málefna-
gi-undvöl).
Já, það hefur ekki verið sótt eins
hart að Kvennalistakonum og reynt
að hafa upp úr þeim þau skilyrði sem
þær ætla að setja til þátttöku í ríkis-
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
stjórn eins og gert var meðan stóð
á brotthvarfi Alberts úr Sjálfstæðis-
flokknum. Þá voru fréttamenn alls
staðar nálægir og reyndu að toga
hveija yfirlýsinguna á fætur annarri
út úr formanni flokksins og svo að-
standendum þessa Borgaraflokks.
Það virðist svo sem fréttamenn
séu allir komnir með silkihanska
gagnvart þessum fulltrúm Kvenna-
listans, varast er að setjast að þeim
og fá þær til að segja meiningu sína,
ef þær þá hafa einhveija.
Þær, hins vegar, vísa að því er
manni virðist til einhverrar ímynd-
aðrar friðhelgi og taka sér í munn
nafn forseta Islands, sem þær segj-
ast vera sérstaklega skuldbundnar
að gefa fyrstum allra aðila þær upi>-
lýsingar sem þær hafa. Hvað með
kjósendur Kvennalistans, eiga þeir
enga kröfu á upplýsingum eða flokk-
ar þeir sem kynnu að hafa hug á
samstarfi?
Auðvitað er sannleikurinn sá að
Kvennalistinn er þverpólitískt afl,
með kjósendur úr flestum flokkum,
mest þó úr vinstri flokkum, og deilur
innan þessa flokks eru því að koma
upp á yfirborðið, t.d. deilur um hver
ætti að verða ráðherra, hvort ráð-
herradómi eigi að skipta milli þeirra
k venna! og þar fram eftir götunum.
Flokkur eins og Kvennalistinn er
að mínu viti óhæfur í ríkisstjórn fyr-
ir allra hluta sakir og mun aldrei
endast í samstarfi nema stuttan
tíma. Kvennalistinn vill fá aðgang
að peningum til að dreifa á báða
bóga og það lofar ekki góðu. Hann
mun ekki reynast öðrum flokkum
heill í samstarfi.
v'
o
<íflN°S
HEILRÆÐI
Foreldrar: Daglega höfum við í notkun ýmiss konar hreinsiefni sem
geta reynst hin hættulegustu í höndum ungra barna. Því miður hafa
orðið alvarleg slys á börnum vegna inntöku slíkra efna. Geymum því
öll hreinsiefni á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
VÖRUKYNNING í ÖRTÖLVUTÆKNI
DAGANA 7.-8. MAÍ
10% KYNNINGARAFSLÁTTUR.
minnkum vid hávadann
um 60-80%
Söluadili:.
ÖRTÖLVUTÆKNI
Árnuila 38 108 Reykjavik Sími: 687220
Um leið og
við minnuin
á síðustu
leikviku
viljum við
)akka öllum
)átttakendum
yrir veturinn
og þann stuðning
sem þeir hafa
þar með veitt
íþróttahreyfingunni
á Islandi.
IU
ÍSLENSKAR GETRAUNIR