Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
• Halldór Matthíasson og Guðný Hansen sigruðu í tvíkeppni SR sem
fram fór í Bláfjöllum á sunnudaginn.
Skíði:
Gudný og Halldór
unnu í tvíkeppni
GUÐNÝ Hansen og Halldór Matt-
hiasson urðu hlutskörpust í
tvíkeppni SR sem fram fór í Blá-
fjöllum á sunnudaginn.
Alls tóku 18 keppendur þátt í
Ttvíkeppninni, sem er svig og
ganga, og réði samanlagður
árangur úrslitum. Þetta var í þriðja
sinn sem þetta nýstárlega mót er
haldið til minningar um Harald
Pálsson skíðakappa.
Fyrst var keppt í svigi sem var
22 hlið og síðan í 5 km göngu með
frjálsri aðferð. Keppt var í fimm
flokkum. Allir höfðu möguleika á
að keppa um bikarinn í karla og
kvennaflokki. Halldór Matthíasson
stóð uppi sem sigurvegari í karla-
flokki og Guðný Hansen í kvenna-
flokki og fengu veglega bikara að
launum.
Úrslit voru sem hér segir:
Flokkur 12 ára og yngri
Davíð Jonsson Ármanni
Benedikt Viggósson Víkingi
Hjörtur Waltersson Ármanni
Konur
Guðný Hansen Ármanni
Ásta María Reynisdóttir SR
Stúlkur 13—16 ára
Hildur Ýr Guðmundsdóttir Ármanni
Auður Hansen Ármanni
Karlar 17—34 ára
Sveinn Ásgeirsson Norðfirði
Örn Jónsson SR
Árni Sæmundsson Ármanni
Karlar 35—49 ára
Halldór Matthiasson SR
Viggó Benediktsson KR
Jón Kaldal Víkingi
Drengir 13—16 ára
Hjalti Egilsson KR
Steingrímur Waltersson Ármanni
Borðtennis:
Forgjafamót KR
FORGJAFAMÓT KR í borðtennis
var haldið um síðustu helgi og
opið öllum, vönum sem óvönum,
en fyrirkomulag mótsins var
þannig að keppendur voru metnir
eftir hæfileikum með +20 til +10
í forgjöf. „Þarna kepptu allir sam-
an, menn, konur og unglingar og
allir áttu kost á að vinna,“ sagði
Tómas Guðjónsson hjá KR.
Úrslit urðu þau að Hjálmar Aðal-
steinsson, KR sigraði í úrslitaleik
Golf:
Sól-mótið
hjá GS
SÓL-mótið í golfi verður haldið á
Hólmsvelli i Leiru um næstu helgi
og hefst kl. 09. á laugardaginn.
Leiknar verða 36 holur og er
keppnisfyrirkomulag, punkta-
keppni með 7/8 forgjöf. Veitt verða
verðlaun fyrir sex efstu sætin. Auk
þess verða aukaverðlaun fyrir að
vera næstur holu á öllum par 3
holum vallarins.
Skráning fer fram í golfskálanum
í Leiru í síma 92-4100 föstudaginn
8. maí frá kl. 14.30 til 22.
við Ástu Urbancic, Erninum með
21:17 og 22:20. Ásta varð þvi í
öðru sæti, en þriðji varð Tómas
Guðjónsson, KR, en hann tapaði í
úrslitaleik gegn Hjálmari með
21:16 og 21:17. Um 60 manns
tóku þátt í mótinu.
Getraunir:
Ein tólfa
í næstsíðustu leikviku
íslenskra getrauna kom aðeins
fram ein röð með 12 réttum leikj-
um. Það var kona úr Reykjavík
sem hafði fyllt út opinn kerfisseð-
il fyrir kr. 405. en fékk í staðinn
kr. 455.000. því þessum seðli
fylgdu 8 raðir með 11 réttum leikj-
um.
Alls komu fram 15 raðir með
ellefu réttum og vinningur fyrir
hverja röð kr. 10.579.
Næsta laugardag er lokapotturinn
hjá íslenskum getraunum á þessu
starfstímabili. Það er jafnframt
síðasta leikvika í fjölmiðlagetraun-
inni og stefnir allt í Bylgjan fari
með sigur að hólmi. Tveir starfs-
menn hennar fara því á bikar-
úrslitaleikinn á Wembley 16. mai
næstkomandi.
Ragnheiður
heiðruð á Akranesi
- veittur styrkur til undirbúnings fyrir Seoúl 1988
Akranes.
Sunddrottningin Ragnheiður
Runólfsdóttir frá Akranesi var nú
fyrir skemmstu heiðruð sérstak-
lega af bæjarstjórn Akraness og
íþróttabandalagi Akraness vegna
frábærrar frammistöðu hennar á
undanförnum vikum og mánuð-
um, en eins og kunnugt er hefur
Ragnheiður sett hvert íslands-
metið á fætur öðru og hefur með
frammistöðu sinni skipað sér
nafn sem einn fremmsti íþrótta-
maður Akraness og jafnframt
besta sundkona landsins til
þessa dags.
í tilefni af þessum frábæra
árangri og í Ijósi þess að nú er að
hefjast fyrir alvöru undirbúningur
fyrir Olympíuleikana í Seoul í Suð-
ur-Kóreu 1988 afhenti bæjarsjóður
Akraness Ragnheiði fimmtíu þús-
und krónur og íþróttabandalag
Akraness sömu upphæð og er
þessi viðurkenning hugsuð til að
létta undir með henni í ströngum
undirbúningi sem framundan er.
Hér er um mjög lofsvert framtak
að ræða hjá þeim aðilum sem að
því standa, enda skilja þeir vel
hverju öflugt íþróttastarf getur
áorkað og hvað íþróttafólk bæjar-
ins er bæjarfélagi sínu mikil og góð
kynning.
—JG
0 Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona frá Akranesi var sérstaklega
heiðruð og veittur fjárstuðningur frá bæjarsjóði Akraness og íþrótta-
bandalagi Akraness vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Seoul.
Morgunblaðið/Þorkell
Skíðamaraþon Fram
SKÍÐAMARAÞON Fram var haldið í Eldbr ‘gargili í Bláfjöllum og hófst það miðvikudaginn fyrir páska
kl. 19.C0 en lauk kl. 10.00 á Föstudaginn langa. Maraþonið var haldið vegna kaupa á tímatökutaeki og
fóru áheit langt fram út vonum björtustu manna, að sögn Jóns Ólafsson, formanns skíðadeildar Fram.
Kr. 370.000 söfnuðust. Um 60-70 manns tóku þátt í maraþoninnu og skíðaði hver og einn að meðaltali
í klukkutíma, um 10-15 ferðir, alls 1000 kílómetra. Þá buðu Framarar upp á ókeypis aðstöðu og lyftur
um nóttina og urðu margir til að notfæra sér það.
1X2 1 Morgunblaðið > Q Tíminn c ‘> ■0 'O 5* Dagur Ríkisútvarpið Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 2 4
Arsenal — Norwich 1 1 X X 1 1 1 — — — — — 5 2 0
Charlton — Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0
Chelsea — Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 — — 0 0 7
Coventry — Southampton 1 1 1 1 1 1 1 7 0 0
Everton — Luton 1 1 1 1 1 1 1 __ 7 0 0
Nott. Forest — Newcastle 1 1 X 2 1 1 1 — — — — — 5 1 1
Oxford — Leicester 1 X 1 2 1 1 X — — — — — 5 2 0
Sheff. Wed. - Wimbledon 1 1 X 1 1 1 1 — _ — — 6 1 0
Watford — Tottenham 2 X 1 2 2 1 2 - - - - - 2 1 4
Derby — Plymouth 1 2 1 1 1 1 1 — — — — — 6 0 1
Oldham — Blackburn 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0
Portsmouth — Sheff. Utd. 1 X 1 1 1 1 1 - - - - - 6 1 0