Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Flautu- leikur Síðustu árin hafa íslendingar sótt margan góðan tónlistar- manninn til Englands, er dugað hafa vel við uppbyggingu tón- menntar hér á landi. A laugar- daginn var stóðu tveir enskir tónlistarmenn fyrir tónleikahaldi í Norræna húsinu, flautuleikar- inn Jonathan Bager og píanó- leikarinn Catherine Williams. Jonathan Bager starfar við Sin- fóníuhljómsveitina en Catherine Williams við íslensku óperuna. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Hindemith, Faure, Cop- land og Francois Bome. Bager er mjög góður flautu- leikari og lék einkar vel í ágætri sónötu eftir Hindemith og fallega unnu verki eftir Copland, Duo fyrir flautu og píanó. E-dúr- sónatan eftir Bach var einig vel leikin og sömuleiðis lítil fantasía eftir Faure. í verki eftir Franco- isBorne, sem nefnist Fantasía „brilliante" og byggt er á stefjum úr Carmen, sýndi Bager leikni sína. Verk þetta er heldur þunn- ur samsetningur en var þó vel útfærður af flautuleikaranum. Francois Bome fínnst ekki á skrá en ef hér er átt við um Femand Bome, sem einnig gekk undir nafninu Le Bome, þá er um að ræða belgískan tónhöf- und, er lærði hjá Franck, Massenet og Saint-Saéns. Hann samdi óperur, balletta, sinfóníur og alls konar skemmtitónlist en endaði sem tónlistargagnrýn- andi. Samleikari Bagers á þessum skemmtilegu tónleikum, Cather- ine Williams, átti ekki lítinn þátt í ágæti tónleikanna, því leikur hennar var frábærlega fallega útfærður og samstilltur við ein- leikarann. Efnilegnr píanóleikari Gimse lék frábærlega vel og mátti heyra, að honum lætur einkar vel að leika sér með hin fínlegri blæbrigðin. Þetta kom vel fram í Estampes frá 1903 eftir Debussy og ekki síður í Holberg-svítunni eftir Grieg og sérstaklega í fjórða kaflanum, sem nefnist Air. Síðasta verkið á efnisskránni var h-moll sónatan eftir Liszt og þar mátti heyra ýmislegt vel gert, þó fúgan hefði ekki tekist vel. Hárvard Gimse er ekki nema rétt rúmlega tvítugur og þegar slyngur píanóleikari og verður fróðlegt að heyra hann leika þegar hann fer að endurleika þau verk sem hann hefur þegar á valdi sínu, heyra hvort honum endist sú sterka tilfinning sem hann hefur fyrir því ljóðræna, ,en á slíkri tilfínningasemi vill tíminn oft vinna og tilfínningin því tærast upp í reynslu von- brigðanna, hjá þeim sem allt leikur strax svo létt í hendi. Hvað sem þvílíkum vangavelt- um liður er Gimse sérlega efni- legur píanóleikari, sem þegar hefur margt fallegt fram að færa i leik sinum. Karlakórinn Fóstbræður Tönlist Jón Ásgeirsson Vortónleikar Fóstbræðra voru haldnir fyrir síðustu helgi í Lang- holtskirkju og var efnisskránni, eins og oft hefur verið, skipt á milli íslenskra laga fyrir hlé og erlendra eftir hlé. Tónleikamir hófust á Dýravísum Jóns Leifs sem kórinn söng ágætlega. Annað lagið var Bára blá í raddsetningu Sigfúsar Einarssonar og söng ungur söngnemi, Guðjón Öskars- son, einsöng í laginu. Guðjón er efnilegur söngvari með feikna góða rödd en á enn nokkuð eftir ólært og óþjálfað raddlega séð. Tveir klassískir söngvar, Stuttir eru morgnar og Kveði, kveði eftir Jón Nordal, voru ágætlega sungir af kómum og sömuleiðis radd- setning söngstjórans á íslenska þjóðlaginu Gimbillinn mælti. Flutningurinn á þessum lögum var fágaður og vel útfærður. Næstu lög voru í allt öðrum „klassa" en þar er fyrst að telja lag eftir Ingólf Möller í raddsetn- ingu söngstjórans og þijú lög eftir Sigurð Agústsson. Raddsetningin á Iagi Ingólfs, sem heitir Óveður, var á köflum utan við stíl þess. Lög Sigurðar, sem heita Þjóðvísa, Þjórsárdalur og Suðumesjamenn, em mjög gallaðar tónsmíðar, þó einstaka tónhendingar séu ágæt- lega hljómandi. Þessir gallar koma fram í hljómskipan og form- gerð laganna er verða mest áberandi í löngum tónbálki eins og við kvæðið Þjórsárdalur. Þá em millispil á píanó oft þannig, að þau tmfla og draga verulega úr spennu, sem stundum má merkja í þessum lögum. Gunnar Guðbjömsson söng einsöng í tveimur fyrri lögum Sigurðar. Gunnar hefur aldeilis fallega rödd, eins og einnig mátti heyra í lagi eftir Ole Bull. Vonandi nær hann að verða vel að sér í list sinni, því þama er á ferðinni mikið sön- gefni. Eftir hlé vom best sungin lögin eftir Hugo Alven, Gryning vid havet, Die Rose stand im Tau eftir Robert Schumann og Nætur- ljóð eftir Fougstedt. Fjögur lög eftir Bela Bartok vom ekki óþokkalega flutt en án þess að lifna í hryn og leikræ'nni túlkun textans. Kór prestanna úr Töfra- flautunni eftir Mozart var ágæt- lega fluttur og kom ágætur einsöngur Guðjóns Óskarssonar þægilega á óvart. Þama er einnig á ferðinni gott efni í söngvara. Helgisöngurinn Periti Autem eftir Mendelssohn og sömuleiðis Fangakórinn úr Fidelio eftir Beet- hoven vom ekki vel fluttir, sér- staklega miðhlutinn í Fangakóm- um sem var einkar linlega sunginn. Undirleikari með kóm- um var Vilhelmína Ólafsdóttir er lék aðeins í lögum Sigurðar og tveimur síðustu verkunum og stóð þar vel fyrir sínu. Raddlega er kórinn vel sam- stilltur og í bestu lögunum mátti heyra Fóstbræður eins og þeir syngja best, af fágaðri samstill- ingu er lengi hefur verið aðals- merki kórsins, sem stjómandinn, Ragnar Bjömsson, kann manna best að nýta á músíkalskan hátt. Ungur norskur píanóleikari, Hárvard Gimse að nafni, hélt tónleika í Norræna húsinu í tón- leikaröðinni Ungir norrænir einleikarar og flutti verk eftir Scarlatti, Debussy, Grieg og Liszt. Fyrst á efnisskránni vom fjórar sónötur eftir Scarlatti, er Kammersveit Reykjavíkur Síðustu tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur á þessu starfsári vom haldnir í Bústaða- kirkju sl. sunnudag, en á þessum tónleikum var það Reykjavíkur- kvartettinn sem flutti verk eftir Webem, Shostakovits og Ravel. Reykjavíkurkvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Elín Kjart- ansdóttir, Guðmundur Krist- mundsson og Amþór Jónsson, en auk fyrrgreindra lék Guðríður S. Sigurðardóttir með á píanó. Tónleikamir hófust á Sex baga- tellum eftir Anton Webem, en þessar bagatellur, sem em ör- stuttar, samdi hann um 1913 og þar má merkja þá afneitun dúr- og moll-kerfisins, sem síðar átti eftir að kristallast í tólftóna að- ferðum Schönbergs. Þrátt fyrir stuttleika verkanna em þau und- arlega stór í sér og mögnuð tónlist, sem Reykjavíkurkvartett- inn lék mjög vel. Annað verkið á efnisskránni var píanókvintett op. 57 eftir Schostakovits og lék Guðríður S. Sigurðardóttir á píanóið. Þetta er glæsilegt tónverk sem Reykjavík- urkvartettinn flutti ágæta vel. Hlutverk píanósins er erfítt og var leikur Guðríðar mjög vel útfærð- ur, af öryggi og músíkalskri næmni. Sérkennilegustu kaflamir em annar þátturinn, sem er að formi til fúga og óvenjuleg að því leyti, að hún er í hægferðugum rithætti, allt að því ljóðrænum. Á móti henni er svo dæmigert Scherso, þar sem snillingurinn leikur með hljóðfall á áhrifamik- inn máta og þar reis leikur flytj- andans hæst. Síðasta verkið var svo kvartett í F-dúr eftir Ravel. Þetta er fal- legt verk og mjög vandasamt í flutningi og í heild var flutningur þess mjög góður. Þriðji þátturinn, sem er mjög hægur, og sá síðasti, sem er andstæða hans í hraða, vom báðir mjög fallega fluttir og sá síðasti var sérstaklega Qömgur og lifandi. Þetta vom skemmtilegir tón- leikar og gott til þess að vita að Kammersveitin hefur haldið starfi sínu stöðugu og ávallt lagt metn- að sinn í að flytja góða tónlist. Ekki vom verkin af verri endanum að þessu sinni, auk þess sem flytj- endum eykst þolið og festan við hver ný viðfangsefni, svo að Kam- mersveitin stendur nú orðið fyrir það sem tryggt er í góðri og vel fluttri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.