Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Hjúkrunarfélag Islands: Ráðstefna um starfs- mannaheilsuvernd „Hjúkrunarfræðingar um allan heim munu fjalla um starfs- mannaheilsuvernd á alþjóðdegi hjúkrunarfræðinga. Þessi mál eru í miklum ólestri hérlendis og við erum langt á eftir öðr- um þjóðum hvað varðar heilsuvernd starfsmanna og fyrir- byggingu slysa,“ sagði Pálína Siguijónsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, í samtali við Morgunblaðið, en í dag þriðjudag á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga, gengst félagið fyrir ráðstefnu um starfsmannaheilsuvernd. Morgunblaðið/Þorkell Frá fundi Borgaraflokksins í Glæsibæ á laugardaginn. Hreggviður Jónsson alþingismaður wer í ræðustól. Landsfundur Borgaraflokks- ins væntanlega haldinn í júní Drög að lögum flokksins tilbúin Alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga er haldinn hátíðlegur áriega á fæðingardegi Florence Nigh- tingale, frumkvöðuls hjúkrunar. Pálína sagði að á ráðstefnunni myndu flestir þeir hjúkrunarfræð- ingar, sem fengist hafa við þessi mál og aðbúnað á vinnustöðum, flytja erindi. Pálína setur ráðstefn- una, sem hefst klukkan 13.30, í húsnæði Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við Grettisgötu. Að því búnu verða flutt fimm erindi. Guðmunda Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur, flytur erindi, sem ber heitið Hvað er starfsmanna- heilsuvemd. Þá flytur Sigurhelga Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, erindi um álag og streitu og Soffíg. G. Jóhannesdóttir og Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ar, flytja erindi um starfsmanna- heilsuvemd og starfsumhverfi á sjúkrahúsum. Að loknu kaffihléi skýrir Ingibjörg Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, frá könnun á heilsufari og aðbúnaði hjá verslun- ar- og skrifstofufólki og Kristín Pálsdóttir, hjúkmnarfræðingur, skýrir frá rannsókn á heilsufari starfsmanna Álversins. Það er Alþjóðasamband hjúk- runarfræðinga, (Intemational Council of Nurses), sem gengst fyrir alþjóðadeginum. Það var stofnað árið 1899 og er fyrsta alþjóða stéttasamband kvenna. Flest hjúkmnarfélög í heiminum í dag era innan vébanda þess, en Hjúkmnarfélag íslands gerðist aðili að sambandinu árið 1933. í stefnuskrá sambandsins segir meðal annars: „Að hjúkmnarfræð- ingar séu mikilsverðir þáttakendur í mótun heilbrigðisþjónustu hvers lands; að öllum hjúkmnarfélögum beri skylda til að stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu, í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir; að félags- leg og fjárhagsleg staða hjúkmna- rfræðinga verði að vera í samræmi við nám þeirra, ábyrgð og vinnuá- lag; að það sé til almenningsheilla að laða sem flesta hjúkmnarfræð- inga til starfa“. BORGARAFLOKKURINN stefnir að þvi að halda landsfund flokks- ins í júní í sumar þar sem verði gengið frá lögum og skipuriti fyr- ir flokkinn og kosnir formaður og varaformaður. Undirbúnings- fundur að landsfundinum var haldinn síðastliðinn laugardag í Reykjavík þar sem drög að lögum flokksins voru lögð fram og kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins í Reykjavík sóttu fundinn um 300 manns af öllu landinu. Nefnd undir stjóm Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns hefur unnið að lagagerðinni og em drögin í 5 liðum þar sem fyrst er gert ráð fyrir að haldnir verði sérstakir borgarafundir þar sem almenningi verði gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri beint til áhrifamanna flokksins. Fyrsti landsfundur flokks- ins verði síðan haldinn í beinu framhaldi af borgarafundi. í öðm lagi er gert ráð fyrir að almennir flokksmenn kjósi kjör- dæmastjómir, formann og varaform- ann flokksins. í þriðja lagi er miðað við að félög flokksmanna í hveiju kjördæmi starfi að vemlegu leyti sjálfstætt hvað varðar skipulag á flokksstarfi, innri uppbyggingu og málefnaumræðu. Flokksmenn í hveiju kjördæmi kjósi 5 manna kjör- dæmisstjóm til eins árs í senn og em formaður og varaformaður kosn- ir sérstaklega. Þingmenn kjördæmis- ins eigi seturétt á fundum kjördæmisstjómar og formenn kjör- dæmisstjóma eigi sjálfkrafa sæti í aðalstjóm flokksins. í fjórða lagi er gert ráð fyrir að formenn kjördæmisstjóma auk form- anns og varaformanns flokksins skipi aðalstjóm flokksins en til hliðar sé 3-5 manna framkvæmdastjóm sem sjái um daglegan rekstur flokksins. Þingmenn flokksins sitji fundi aðal- stjóma. Hlutverk stjómarinnar á að vera að stýra flokknum milli lands- funda og sjá um að samþykktir hans sé framfylgt. Að lokum er miðað við að landsfundur sé æðsta vald í mál- um flokksins þar sem fram fari stefnumörkun á breiðum gmndvelli. Gert er ráð fyrir að allir flokks- bundnir félagsmenn eigi seturétt á landsfundinum og kjósi þar form- aðnn og varaformann til tveggja ára í senn. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður að aðrir flokkar hefðu oft verið gagn- rýndir fyrir hvað þeir séu þröngir, og miðstýring og flokksræði sé of mikið. Þessar tillögur nefndarinnar um skipulag Borgaraflokksins gerðu hinsvegar ráð fyrir að flokkurinn sé opinn gmndvallarskipulag hans sé sem lýðræðislegast. Á fundinum héldu Albert Guð- mundsson, Óli Þ. Guðbjarsson og Hreggviður Jónsson, Ragnheiður Ól- afsdóttir og Baldvin Hafsteinsson framöguræður. Að þeim loknum var fundargestum skipt í umræðuhópa sem síðan skiluðu áliti í lok fundar- ins. Undarlegtákn á tímans bárum Ljóð og fagnrfræði Benedikts Gröndals eftir Þóri Oskarsson. ÚT er komin bókin „Undarleg tákn á tímans bárum“. Ljóð og fagurfræði Benedikts Gröndals. Höfundur er Þórir Óskarsson magister i íslenzkum fræðum Bókin skiptist í þtjá meiginhluta. Fyrsti hlutinn er almenn umfjöllun um rómantísku stefnuna í bók- menntum, sögulegt baksvið hennar, heimsmynd og skáldskap. Annar hlutinn tekur til helztu þátta í ljóða- gerð Benedikts Gröndals (1825 til 1907), sem var eitt höfðuskáld íslenzkrar rómantíkur, og þriðji hlutinn til hugmynda Gröndals um list og fagurfræði. „Undarleg tákn á tímans bámm“ er 45. bindið í ritröðinni Studia Is- landica, sem gefin er út í samvinnu Bókmenntafræðistofnunar Háskóla íslands og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Bókin er 167 blaðsíður að stærð og er prentuð í prentsmiðj- unni Leiftri hf. Ríkisskuldabréf þurfa ekki að leiða til vaxtahækkunar - segir Tór Einarsson hagfræðingnr - Innlendar „skuldir“ íslenska ríkis- ins eru -5,6% af þjóðarframleiðslu. Inneignin nemur 7 milljörðum króna. TÓR Einarsson, hagfræðingur, telur, að útgáfa ríkisskulda- bréfa sé fýsilegri leið til að fjármagna hallarekstur ríkis- sjóðs en aðrar þær leiðir sem helst eru taldar koma til greina - að óbreyttum útgjöldum. Hann segist bera brigður á ríkjandi skoðanir um, að sam- keppni ríkisins við aðra aðila á skuldabréfamarkaði leiði til þess að vextir hækki og bendir á, að engar hagtölur sýni slíkt samhengi. Hallinn á fjárlögum ríkisins hefur mjög verið til umræðu upp á síðkastið og menn ekki verið á eitt sáttir um áhrif hans. Tór Ein- arsson, sem er lektor við við- skiptadeild Háskóla íslands, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að áhrif fjárlagahallans fæm eftir því, hvemig hann væri kostaður. I því efni væri einkum um þijár leiðir að ræða: seðla- prentun við fast eða fljótandi gengi, erlend lán og skuldabré- faútgáfu á inlendum markaði. Seðlaprentun, þ.e. lántaka ríkisins hjá Seðlabankanum, við fljótandi gengi væri óumdeilanlega ávísun á verðbólgu. Seðlaprentun við fast gengi þrýsti upp verðlagi um stundarsakir, en hefði ekki í för með sér varanleg verðbólguáhrif. Aftur á móti leiddi það til við- skiptahalla. Lántaka erlendis orsakaði einnig viðskiptahalla. „Ef fjárlagahalli er á hinn bóg- inn kostaður með skuldabréfasölu á innlendum markaði, þá hefur það hvorki í för með sér verðbólgu né viðskiptahalla við útlönd. Þessi leið gerir því minnstan usla af þeim leiðum, sem einkum hafa verið ræddar," sagði Tór. „Það virðist viðtekin skoðun jafnt hagfræðinga sem almenn- ings, að þátttaka ríkisins á skuldabréfamarkaðnum, sam- keppni þess við aðra aðila sem em að selja skuldabréf, leiði til þess að vextir hækki," sagði Tór. „Þessi skoðun hefur einnig verið vinsæl hér á landi, en ég held að hún hafi ekki við rök að styðjast. Ég er raunar ekki einn um það sjónarmið meðal hagfræðing og okkur virðist önnur kenning álit- legri. Samkvæmt henni er fjár- lagahalli á hveijum tíma ávísun á skattheimtu síðar meir. Kenningin segir, að þetta taki almenningur með í reikninginni þá hann áætlar útgjöld sín í framtíðinni. Með öðr- um orðum, að það myndist ein- faldlega spamaður á móti hallanum." „Ég geri mér vel grein fyrir því,“ sagði Tór, „að við fyrstu sýn virðist mörgum þetta ólíkleg kenning. En ég bendi á, að svo vinsæl sem hin viðtekna kenning er, þá hefur reynst mjög erfitt að renna stoðum undir hana tölfræði- lega. Svo virðist að gagnstæða kenningin falli betur að hagtölum. Ég hef þá í huga rannsóknir í Bandaríkjunum, þar sem fjár- magnsmarkaður er mjög þróaður. Hér á landi hefur lítið reynt á þessa leið og því engum reynslu- rökum til að dreifa. “ „Á það hefur verið bent, og það með réttu, að ríkisskuldabréf hér á landi sem bera 6,5% vexti selj- ist ekki. Það þarf að hækka vextina, hafa þá t.d. 7 til 7,5%, svo bréfin seljist. Þetta segir okk- ur aðeins, að ríkið verður að laga sig að þeim kröfum sem markað- urinn setur. Um það er ekki heldur deilt í hinum gagnstæðu kenning- um. Þetta þýðir hins vegar ekki, að vextir þurfi almennt að hækka fyrir vikið. Ríkið þarf ekki að Morgunblaðið/Þorkell Tór Einarsson hagfræðingur hafa hærri vexti á sínum skulda- bréfum en aðrir aðilar, heldur aðeins sambærilega vexti. Þeir geta jafnvel verið ögn lægri, þar sem ríkið er mjög ömggur skuld- ari. Menn geta treyst því að fá peningana sína endurgreidda með vöxtum." Tór bendir á, að þar sem fjár- magnsmarkaður á íslandi sé ekki ein heild heldur hlutaður í marga parta sé sjálfsagt að ríkið notfæri sér það. Það geti t.d. selt skulda- bréf í „pökkum“ til ákveðinna aðila, s.s. banka og lífeyrissjóða, og haft þau á lægri vöxtum en á spariskírteinum. Þannig fái rikið ijármagn til framkvæmda, s.s. í húsnæðismálum, og lánadrottnar- amir ömgga og umfangsmikla ávöxtun . „Gagnstætt lánaslætti erlendis þá eykur skuldabréfasala innan- lands ekki viðskiptahalla og spamður verður meiri fyrir vikið,“ sagði Tór. „Ég veit að ýmsir telja, að með útgáfu ríkisskuldabréfa hér á landi hafi boginn verið spenntur of hátt. En í því sam- bandi bendi ég mönnum á, að líta á hagtölur, sem em órækasti vott- urinn í þessu máli. Á Ítalíu og Belgíu em ríkisskuldir yfir 100% af þjóðarframleiðslu. Þar er eink- um um að ræða innlendar skuldir í formi skuldabréfasölu. { mörgum öðmm Evrópulöndum em ríkis- skuldir um eða yfir 50% af þjóðarframleiðslu. Hér á landi vora hreinar ríkisskuldir í heild 27% af þjóðarframleiðslu árið 1985. Þetta segir þó ekki nema hluta af sögunni. Erlendar skuldir ríkisins, og þá hef ég í huga ríkis- sjóð, ríkisfyrirtæki, sveitarfélögin og orkuveitur þeirra og fjárfest- ingarlánasjóði í B-hluta fjárlaga, vora 33% af þjóðarframleiðslu. Innlendir skuldir ríkisins vom aft- ur á móti -5,6% af þjóðarfram- leiðslu eða sem nemur rúmum 7 milljörðum króna. Hér er einkum um að ræða innistæður hjá fjár- festingarlánasjóðum, byggðasjóði og húsnæðislánasjóðunum." T ór segir að þótt ekki liggi fyr- ir tölur ársins 1986 megi stað- hæfa að í grundvallaratriðum sé hlutfallið svipað. „Ég vil þó taka skýrt fram,“ sagði Tór Einarsson að lokum, „að þótt ég bendi á miklar innlendar skuldir ítala og Belga þá er ég alls ekki að segja, að þar sé um að ræða eftirsóknarvert ástand. Ég tel að við verðum að reyna að vinna bug á fjárlagahallanum, en það ætti þó að vera óhætt að búa við hann um eitthvert árabil án þess að það hafí í för með sér mikinn skaða." GM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.