Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 33 Þingkosningar í Bretlandi 11. júní: Búist við snarpri kosningabaráttu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, gekk í gær á fund Elisabetar II Englands- drottningar og leitaði samþykkis við að ijúfa þingið og halda kosn- ingar 11. júni næstkomandi. Búist er við snarpri kosningabar- áttu, en allt bendir nú til sigurs íhaldsflokksins. Flokkarnir munu birta stefnuskrár sínar í næstu viku. Eftir að íhaldsflokkurinn hafði staðið sig mun betur en reiknað var með í sveitarstjómarkosningunum sfðastliðinn fimmtudag, hefur verið lítill vafi á því, að forsætisráðherr- ann mundi boða til kosninga í júní. Hefði hún ekki gert það, hefði það verið óvæntasti atburður í breskum stjómmálum í mannsaldur. í sveitarstjómakosningunum vann íhaldsflokkurinn á, en fyrir- fram hafði verið búist við, að hann tapaði sætum. Eftir þær kosningar er Verkamannaflokkurinn í erfið- ustu aðstöðunni, því að hann tapaði ’ yfir 200 sætum, en flestir áttu von á, að flokkurinn héldi sínu eða ynni á. Bandalagið jók fylgi sitt og er nú í sterkari aðstöðu en fyrir fjórum ámm til að verða næststærsti flokk- ur lansins. ERLENT Thatcher hélt til sveitaseturs for- sætisráðherrans, Thequers, um helgina og ráðgaðist við nánustu samstarfsmenn sína. Formaður flokksins, Norman Tebbit, fór I smáatriðum yfir niðurstöður sveita- stjómarkosninganna með aðstoð tölvugreiningar á þeim. A sunnu- dagskvöld hélt Thatcher aftur í Downingstræti 10, og í gærmorgun tilkjmnti hún stjóminni ákvörðun sína og gekk á fund drottningar. Þingið situr fram á mánudag í næstu viku og lýkur hinum veiga- mestu málum. Nýtt þing verður kallað saman 17. júní. Framkvæmdastjóm Verka- mannaflokksins heldur fund í dag til að ákveða stefnuskrána. Banda- lagið byijaði að þinga um stefnu- skrá sína í gær. Forsætisráðherra mun he§a kosningabaráttu sína á fimmtudag, er hún heldur ræðu á þingi skoskra íhaldsmanna í Perth, eins og hún gerði 1983. í skoðanakönnun, sem birtist um helgina, hefur íhaldsflokkurinn gott forskot á Verkamannaflokkinn. I Sunday Express segjast 39% að- spurðra munu kjósa Ihaldsflokkinn, 32% Verkamannaflokkinn og 25% Bandalagið. En þegar skoðað er nánar, hvemig íhaldsflokkurinn stendur í þeim kjördæmum, þar sem mjóst er á mununum, kemur í ljós, að hann er lengra á undan Verka- mannflokknum en heildartölumar gefa til kynna. Hins vegar á þriðj- ungur kjósenda eftir að gera upp hug sinn, og kjósendur em hvikulli en áður. Það er því alls ekki sjálf- gefið, að íhaldsflokkurinn vinni kosningamar. Bretland: Lífandi ljóð London. AP. „LIFANDI ljóð“ er nafn herferð- ar sem nú er rekin á Bretlandi fyrir því að almenningur sýni nútímaljóðum meiri áhuga. í síðustu viku var þrisvar efnt til ljóðalesturs í Waterloo jám- brautarstöðinni í London og urðu skáldin aðreyna að yfirgnæfa umferðarysinn. Rétt fyrir mesta umferðartí- mann, þegar von var á um 140.000 Emmanuel Vitria varð langlif- astur allra hjartaþega í heimin- um. heillegan blett fyrir nálina," sagði hann nýlega. Eitt sinn bauð tóbaksfyrirtæki Vitria stóran auglýsingasamning fyrir að kveikja sér í sígarettu fyrir framan sjónvarpsmyndavél. Enda þótt hann reykti, hafnaði hann boðinu og sagðist ekki geta hugsað sér að græða á dauða tvítugs hjartagjafa. Vitria var lagður inn á spítal- ann tíu dögum fyrir andlát sitt. jámbrautarfarþegum hófu skáldin lesturinn. Mikill fyöldi ljóðaunnenda og útgefenda mættu á staðinn og var því þröng á þingi. Skáldin þurftu að brýna raustina, því alls kyns tilkynningar glumdu í hátölur- um stöðvarinnar og bættust við hávaða þann er vélar og fólk olli. Flestir þeir er áttu leið um stöðina vom ánægðir með tiltækið, en einn farþeginn sagði við blaðamann að þetta væri bara til óþæginda og gæti orðið til þess að einhver gleymdi sér og missti af lest! A átta dögum lásu 250 skáld úr ljóðum sínum á 300 stöðum vítt og breitt um landið, í bókabúðum, bókasöfnum, listamiðstöðvum og skólum svo nokkrir staðir séu nefndir. Herferðinni lýkur í dag með ljóðalestri í Albert Hall, þar sem ljóðskáld frá mörgum löndum munu lesa úr eigin ljóðum. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. Gengi Bandaríkjadollara var stöðugt í gær og kostaði sterl- ingspundið 1,6670 dollara á hádegi. Kaupgengi annarra helstu gjald- miðla á gjaldeyrismarkaði í London var á þann veg háttað að dollarinn kostaði: 1,3333 kanadíska dollara, 1,7960 vestur-þýsk mörk, 2,0250 hollensk gyllini, 1,4780 svissneska franka, 37,27 belgíska franka, 6,0000 franska franka, 1.299 ítalskar lírur, 140,05 japönsk jen, 6,2575 sænskar krónur, 6,6750 norskar krónur og 6,7450 danskar krónur. Reuter Gífurlegur reykjarmökkur steig til himins aðeins nokkrum sekúndum eftir að pólska þotan brot- lenti við útjaðar Varsjár. „Þessu er lokið“ -sagði flugstjóri pólsku þotunnar er hann sveigði frá borginni og brotlenti 1 skógarjaðri Varsjá, Reuter. FARÞEGAR og áhöfn pólsku þotunnar, sem fórst við Varsjá á laugardag, engdust og vissu ekki hver örlög þeirra yrðu síðustu hálfu klukkustund ferð- arinnar örlagaríku. Flugstjór- inn hefur fengið hrósyrði fyrir að steypa flugvélinni niður í skóg í útjaðri Varsjár í stað þess að eiga á hættu að brot- lenda inni í borginni. Hins vegar þykir óskiljanlegt hvers vegna hann valdi ekki annan flugvöll til lendingar eftir að eldur kom upp í tveimur hreyfl- um þotunnar af fjórum. Eldur kom upp í tveimur hreyfl- um á hægri hjið þotunnar 54 mínútum eftir flugtak frá Varsjá. Var hún þá stödd yfir borginni Grudziadz, sem er 200 km norð- vestur af Varsjá. Jerzy Slowinski, forstjóri pólska ríkisflugfélagsins, LOT, sagðist enga skýringu hafa á því hvers vegna Zygmunt Paw- laczyk, flugstjóri, hefði ákveðið að snúa til Varsjár í stað þess að lenda á flugvöllum sem styttra hefði verið til. Hann sagði það vera í verkahring flugstjórans að ákveða um lendingarstað og gæti enginn tekið fram fyrir hendumar á honum um flug flugvélar. Flugstjórinn átti m.a. um það að velja að lenda á herflugvelli í Grudziadz eða flugvellinum í Gdansk, sem einnig var miklu styttra til. Óljóst er hvers vegna hann sneri til Varsjár, en þar voru aðstæður til nauðlendingar bezt- ar. Talið er að veðurfarslegar aðstæður hafi verið mun betri þar en annars staðar, þar sem flug- stjórinn gat lent þotu sinni. Rannsókn stendur yfir á hljóð- og flugritum vélarinnar en á þeim kunna að vera upplýsingar, sem leitt geta í ljós hvað leiddi til brot- lendingarinnar. Flug þotunnar til baka gekk eins og í sögu þar til augnabliki fyrir brotlendinguna en þá fór eitthvað úrskeiðis og er talið að flugvélin hafí skyndi- lega orðið vélarvana. Talið er að flugstjórinn hafi þá einbeitt sér Reuter Pólsk þota af gerðinni Uyushin 62 á flugvellinum í Varsjá. að því að forðast brotlendingu inni í íbúðahverfí. Þotan var í aðflugi á svokall- aðri lokastefnu að flugvellinum í Varsjá þegar hún sveigði skyndi- lega af leið og brotlenti í skóglendi í aðeins 300 metra fjarlægð frá 3.000 manna þorpi, Dabrowka, og tveggja kílómetra fjarlægð frá Ursynow, 200.000 manna út- hverfi Varsjár. Um leið og flug- stjórinn sveigði þotunni og steypti henni niður í skóginn kallaði hann í talstöðina og sagði við flugum- ferðarstjóra, sem hann var í sambandi við: „Þessu er lokið, vertu sæll“. Slowinski sagði útilokað að geta sér til um líðan farþeganna síðustu auganblik flugsins eða um ástandið um borð. Hins vegar er talið að þeir hafi lifað í mikilli angist. I brakinu fannst m.a. miði sem á stóð „elskulega mamma“ og virtist þar vera um rithönd bams að ræða. Sviðið trúmálarit fannst einnig í brakinu og það litla læsilega, sem stóð á síðunni, sem við blasti hljóðaði svo: „Guðs náð gagnvart hinum látnu opin- berast þegar þeir fá að iðrast synda sinna í hreinsunareldi hafði þeir ekki skriftað meðan þeir voru í tölu lifenda." Gífurleg sprenging kvað við er þotan brotlenti og mun enginn hafa lifað lendinguna af. Talið er útilokað að hægt verði að bera kennsl á hina látnu og hefur ekk- ert heillegt lík fundizt, aðeins útlimir eða líkamshlutar. Af þess- um sökum hefur verið ákveðið að ættingjar hinna látnu verði ekki beðnir um að reyna að bera kennsl á þá. Með þotunni fórust 172 far- þegar og 11 manna áhöfn. Meðal farþeganna voru 17 bandarískir borgarar. Slysið _er hið versta í sögu Póllands. Árið 1980 fórst flugvél sömu tegundar við Varsjá og með henni 87. Var hún að koma frá New York en þotan, sem fórst á laugardag, var á leið þang- að. Pólska stjómin fyrirskipaði tveggja daga opinbera sorg og var öllum samkomum aflýst á Var- sjársvæðinu. Skemmtiefni var tekið af dagskrá útvarps- og sjón- varpsstöðva. Zygmunt Pawlaczyk flugstjóri var 59 ára og með 20.000 flug- stundir að baki. Þotan var af gerðinni Ilyushin 62 og smíðuð árið 1984 í Sovétríkjunum. Flug- virkjar, sem skoðuðu hana fyrir ferðina hafa verið yfírheyrðir. Rétt eftir brottför þotunnar fór önnur eins þota frá LOT til Chicago í Bandaríkjunum og kom ekkert óeðlilegt fram í ferð henn- ar. Af þeim sökum hefur félagið ekki kyrrsett flugvélar sínar af þessari gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.