Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 35 Ptorgin Utgefandi niribifetíÞ Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjöri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Að lokinni söngvakeppni Evrópu Nýjabrumið einkennir enn þátttöku okkar í söngva- keppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu. íslenskir sjónvarpsmenn fara fagnandi um mannauðar götur höfuðborgarinnar á með- an verið er að sýna söngvarana í stöðinni þeirra og minna okkur á, að við sitjum öll framan við skjáinn og fylgjumst með her- legheitunum. I þetta sinn voru það Belgar, sem önnuðust keppnishaldið, og frá höfuðborg þeirra, Briissel, voru tónamir sendir til hundruða milljóna manna. Allt gekk það snurðu- laust fyrir sig, enda var ekkert til sparað, hvorki í mannafla, tækjum né fjármunum. í annað sinn sendum við fólk til þátttöku í keppninni, í annað sinn lentum við í sextánda sæti. Að vísu hefur okkur verið bent á það af forráðamönnum íslenska ríkisútvarpsins, að sextánda sæti núna sé betri árangur en sextánda sæti í fyrra, af því að fleiri þjóðir hafi verið með núna en á síðasta ári í Björgvin. Hér skal ekki tekin afstaða til þessara vísdómsorða, en áréttað, að íslensku fulltrú- amir stóðu sig með ágætum og vom landi og þjóð til sóma. Fyrir þá sem utan við allt þetta standa er líklega ógerlegt að öðlast réttan skilning á því, hvílíkt átak það er að búa sig undir að koma fram á sviði Eurovision þessa kvöldstund. Löngum hafa verið deilur um þessa söngvakeppni. Deilumar hafa að sjálfsögðu orðið mestar í þeim löndum, þar sem keppnin vekur mesta athygli. Svo virðist sem áhugi á henni sé almennast- ur eftir því sem norðar dregur í Evrópu. Þegar keppt var í Svíþjóð um árið var meira að segja efnt til and-keppni til að lýsa forakt á þessu öllu saman. Þau mótmæli máttu sín á hinn bóginn lítils og þóttu einna helst staðfesting á sérvisku einhverra Svía. Þegar leiðtogar stórveldanna ákváðu að hittast hér á landi fengum við meiri kynningu en í nokkurt annað skipti í sögu okkar. Söngvakeppnin er tæki- færi af sama tagi fyrir gestgjaf- ana hverju sinni. Áhugi íslendinga á því, sem er að ger- ast í Belgíu, er alla jafna næsta lítill. Raunar sýnum við því al- mennt skammarlega lítinn áhuga, sem er að gerast á meg- inlandi Evrópu. Við viljum teljast til álfunnar í menningar- legu tilliti, en gerum alltof lítið af því að snúa okkur til annarra en Breta og Norðurlandabúa. Fyrir tilstilli söngvakeppni Eurovision ætti okkur þó að vera orðið ljóst, að í þeirri tón- list, sem þar er flutt, koma greinilega fram ólíkir straumar eftir þjóðlöndum og menningar- svæðum. Sjónvarp er sameinandi miðill þegar honum er beitt með þeim hætti, sem gert er í söngva- keppninni. Er ótrúlegt annað en Eurovison eða samstarfsfélag evrópskra sjónvarpsstöðva hafi áhuga á að sameina aðildar- þjóðimar um fleira en þessa keppni. Á því er enginn vafi, að þátttaka í söngvakeppninni hef- ur orðið lyftistöng fyrir þær greinar hér á landi, sem þar koma við sögu, og einstaklinga innan þeirra. Við ættum að láta að okkur kveða á fleiri sam- evrópskum sviðum sé þess nokkur kostur. írar unnu keppnina nú og meira að segja sami söngvari og gerði það árið 1980. Á næsta ári beinist athyglin því að ír- landi. Það er ekki vansalaust, hve við vitum Iítið um þessa nágrannaþjóð okkar. Verði söngvakeppnin til þess að auka áhuga á henni hér á landi er það eitt nokkurs virði. írar eru ekki í hópi þeirra þjóða, sem mest hafa umleikis, þvert á móti eru þeir illa staddir fjár- hagslega. Vonandi verður þeim ekki um megn að standa undir óhjákvæmilegum kostnaði vegna keppninnar. Því hefur verið spáð, að það yrði okkur of dýrkeypt að vinna sigur í söngvakeppninni. Er óskandi að viðvaranir af því tagi verði tekn- ar til greina framvegis. Júgó- slavar voru hættulega nærri því að vinna núna miðað við fjár- hagslegt bolmagn þeirra og ástand heima fyrir. Þegar atkvæði eru vegin og metin að lokinni keppni er unnt að líta á niðurstöðuna með ann- að í huga en tónlistina eina, enda er ekki síður tekið tillit til þess í hvaða umgjörð hún er sett. Var það tilviljun, að Grikk- ir og Kýpurbúar skiptust á að veita hvor öðrum sem flest stig? Voru það samantekin ráð að Tyrkir komust ekki á blað? Hvers vegna voru Norðmenn eina Norðurlandaþjóðin, sem mundi eftir okkur? 0g eigum við að leggja einhverja sérstaka merkingu í það, að Þjóðveijar, þjóð Bachs og Beethovens, skyldu veita okkar lagi 10 stig? Evrópueldflaugarnar: Núlllausnin er til umræðu vegna viðbragða Vesturlanda — segir Richard Perle í samtali við þýska vikuritið Der Spiegel Pershing-2 eldflaug komið fyrir á skotpalli í Vestur Þýskalandi. Perle segir, að ákvörðunin um að flytja þessar bandarísku eldflaugar til Evrópu hafi leitt það af sér, að Sovétmenn séu nú fáanlegir til að flytja allar meðaldrægar eldflaugar á brott frá álfunni. Samningaviðræður stórveld- anna í Genf um brottflutning meðaldrægra kjarnorkuvopna frá Evrópu eru komnar á það stig að marga óar við útkomu þeirra. Ríkin í Vestur-Evrópu sjá fram á hernaðarlega yfirburði Austur-Evrópu í hefðbundnum vopnum ef „núll-núlllausnin“ verður samþykkt og allar meðal- drægar eldflaugar fjarlægðar. Nokkur ágreiningur ríkir innan Atlantshafsbandalagsins um ágæti hinnar svokölluðu núll- lausnar Ronalds Reagan, sem felur í sér brottflutning frá Evr- ópu á eldflaugum, sem draga 1.000 til 5.000 km, og hinnar nýju tillögu Mikhails Gorbachev um að fjarlægja einnig skamm- drægari eldflaugar, eða þær sem draga 500 til 1.000 km. NATO hefur þegar lýst yfir stuðningi við núlllausnina en hefur nú til- lögu Gorbachevs tíl umfjöllunar. Kjamorkuvopn Breta og Frakka eru ekki til umræðu í Genf. Samn- ingaviðræðumar þar snúast því einkum um eldflaugar Sovétríkj- anna annars vegar og bandarískar eldflaugar í 5 NATO-ríkjum; þar er Vestur-Þýskaland í fremstu línu. Ríkisstjómin þar er klofin í afstöðu sinni til samningaviðræðnanna. Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra, er hlynntur tillögum beggja leiðtoga stórveldanna en Manfred Wömer, vamarmálaráð- herra, og Alfred Dregger, þing- flokksformaður kristilegu bræðra- flokkanna CDU/CSU, óttast að Sovétríkin kunni að ná því tangar- haldi á Vestur-Þýskalandi að geta í krafti yfirburða í vígbúnaði kraf- ist pótískrar undirgefni. Þeir óttast um öiyggi Vestur-Evrópu ef bæði skamm- og meðaldræg kjamomk- vopn verða fiarlægð frá Evrópu án þess að ákvörðunin tengist samn- ingi um niðurskurð hefðbundins herafla í austri. Helmut Kohl, kansl- ari, hefur enn ekki látið skoðun sína - í ljós og ráðfærir sig við bandamenn Vestur-Þjóðveija um þessar mund- ir. \ “Það verður að telja öll vopnin í austri“ í löngu viðtali sem vestur-þýska vikutímaritið Der Spiegel birti við bandaríska öryggismálasérfræð- inginn ogfráfarandi aðastoðarvam- armálaráðherra Richard Perle fyrir skömmu kemur fram að hann telur að afstaða NATO-ríkjanna skýrist innan skamms og þau muni semja um brottflutning Evrópueldflaug- anna við Sovétmenn. Perle þykir harður í hom að taka í utanrflcis- málum og hefur verið kallaður „svarti prinsinn" innan bandaríska stjómkerfisins. Hann var löngum talsmaður aukins vígbúnaðar og andvígur afvopnunarsamningum við Sovétríkin. A hinn bóginn er hann sagður höfundur afvopnunar- tillagna Reagans á leiðtogafundin- um í Höfða. Hefur verið grein frá því hér blaðinu, að Perle hafi samið hinar byltingarkenndu tillögur um fækkun kjamorkuvopna á milli funda í Höfða. Fékk hann aðstöðu til að vinna í baðherbergi hússins. Richard Perle, fráfarandi að- stoðarráðherra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Hann hefur verið í hópi þeirra i Wshington, sem þótt hafa harð- astir í hom að taka í öryggis- og varnarmálum. Nú ætlar hann að setjast við og semja skáldsögu um samskipti austurs og vesturs, þegar hann kveður Pentagon. í samtalinu við Der Spiegelsegir Perle að í Genf verði einna erfiðast að komast að viðunandi samkomu- lagi um eftirlit með því að staðið s' við gerða samninga: „Það er um tvö mismunandi vandamál að ræða í þessu sambandi. Annað er eftirlit, eða spumingin um hvort að við vit- um hvað Sovétmenn hafast að. Hitt er hvemig það verður hægt að knýja þá til að standa við orð sín þegar í ljós kemur að þeir standa ekki við gerða samninga." Perle nefnir ratsjána í Krasnojarsk sem dæmi í þessu sambandi. Banda- ríkjamenn fullyrða að með því að setja hana upp og nota brjóti Sovét- menn samkomulag stórveldanna um bann við gagneldflaugum, ABM. Sovétmenn hafna þessu og reyna ekki að leyna ratsjánni. „Skammdrægari eldflaugar em nú til umfjöllunar hjá okkur (NATO-ríkjunum),“ segir Perle í viðtalinu við Spiegel. „Afstaða Bandaríkjamanna er sú að jafnvægi eigi að ríkja í þessum vopnakerfum. Það verður að telja öll vopnin í austri en ekki aðeins þau sem em staðsett í Evrópu. Þessi vopn em svo lítil að það er hægt að flytja þau á milli staða á mjög skömmum tíma. Eftirlit með þeim er allt að því óniögulegt og þess vegna verð- um við að ákveða í samráði við bandamenn okkar hversu mörg vopn á að leyfa. Það gæti verið núll, það gæti verið sá fiöldi, sem Sovétmenn nefna núna eða einhver tala þar á milli ... Ég býst við að talan verði núll, en Bandaríkin geta ekki ákveðið það ein. Okkur mun þó takast að svara tillögu Sovétríkj- anna í þessari umferð umræðnanna í Genf.“ Bandarísku flaugarnar drógu ekki úr yfir- burðum Sovétmanna Perle telur brottflutning Evrópu- eldflauganna engin áhrif hafa á hemaðarlegt jafnvægi austurs og vesturs. „Eg hef aldrei talið að Pershing 2-eldflaugamar og stýriflaugar Bandaríkjanna drægju úr hemaðarlegum yfírburðum Sov- étríkjanna í hefðbundnum vopnum. Meðaldrægu vopnin vom fælingar- tæki til viðbótar við önnur kjam- orkuvopn NATO ... Við þyrftum á kjamorkuvopnum að halda jafnvel þótt Vesturlönd hefðu yfirburði í hefðbundnum herafla í Evrópu — en svo er ekki og verður væntan- lega aldrei — af eftirtöldum ástæðum: Kjamorkuvopnin okkar þvinga Sovétríkin til að dreifa árás- arvopnum sínum, sérstaklega skriðdrekasveitum og stórskotalið- um. Þessi dreifing liðanna er skilyrði þess að vestrænar hersveit- ir geti barist á hefðbundinn hátt. Sovétmenn gætu brotist í gegnum vamir okkar ef þeir fengju að safna saman liði sínu ... Sovétmenn munu áfram eiga kjamorkuvopn sem þeir geta skotið á Evrópu. Við þörfnumst kjamorkuvopna í Evrópu eins lengi og Sovétmenn hafa þessi fjöldagjöreyðingartæki undir hönd- um ... Við getum ekki treyst því að Rússar myndu eyðileggja síðasta kjamorkuvopnið sitt þótt þeir hefðu samþykkt skriflega að gera það. Við verðum að vera viðbúnir því í styijöld að Sovétmenn dragi allt í einu fram nokkur kjamorkuvopn, jafnvel þótt allt fari á besta veg, en margir telja það vera upprætingu allra kjamorkuvopna." Perle lítur alvarlegum augum á yfirburði Sovétrflqanna í hefð- bundnum vopnum. „Maður kemst ekki hjá því að spyija sjálfan sig að því hvers vegna Sovétríkin fjár- festa 15% eða meira af þjóðarfram- leiðslunni í hermönnum og öðmm herbúnaði og koma þar með í veg fyrir að íbúar landsins geti búið við viðhlítandi lífskjör þegar maður hugsar til aðstæðna fólksins í land- inu og sér heraflann í Mið-Evrópu þar sem Sovétmenn hafa yfirburði á öllum sviðum: skriðdrekum, þyrl- um, árásarþotum, stórskotaliðs- tælqum og hver veit ekki hveiju." Hann telur að Sovétmönnum hafi farið mjög fram í vopnaframleiðslu á undanfömum árum og yfirburðir Bandaríkjamanna á tæknilega svið- inu séu nú sáralitlir. Hann hefur litla trú á tillögum Gorbachevs um afvopnun hefðbundinna vopna. „MBFR-viðræðumar um gagn- kvæman og jafnan samdrátt herja hafa staðið í 14 ár í Vínarborg! Eg tel það ekki við hæfi að vestrænir sendiráðunautar sitji og standi eftir geðþótta Gorbachevs. Við munum svara tillögum hans með þaulhugs- uðum móttillögum." Sterk staða gerir samningaviðræður árangursríkar „Maður verður að búa yfir ein- hveiju ákveðnu sem hægt er að leggja á samningaborðið til að eiga árangursríkar samningaviðræður við Sovétmenn," segir Perle í við- talinu. „Núlllausnin væri ekki til umræðu núna ef Vesturlönd hefðu ekki aukið vígbúnað sinn. Eina leið- in til að ná samkomulagi um langdræg kjamorkuvopn felst í því að við búum yfir hæfilegum hemað- arafla. Og eina leiðin til að komast að samkomulagi um vamarkerfi felst í þvi að við höldum áfram að byggja upp langdræg vamarkerfi okkar ... Eg tel að við höfum lagt fram mjög skynsamlegar tillögur varðandi langdrægu vopnin. Við viljum skera þau niður um 50%. Sovétmenn hafa samþykkt hug- myndina og ég býst við að við munum þokast áfram í þá átt. Hvað geimvamarkerfið, SDI, varðar þá höfum við gefið til kynna að við séum reiðubúnir að bíða með að selja það upp í ákveðinn tíma svo að Sovétmönnum gefist tóm til að meta ástandið. Mér finnst stefha okkar skynsamleg. Hún byggist á því að stórveldin ræðist frekar við ... Það em áhugaverðir hlutir að gerast í Sovétríkjunum og það á kannski eftir að koma í ljós að þeir em mikilvægir. En ég tel út í hött að halda því fram að framfarimar í Sovétríkjunum muni létta á vam- arbyrði Vesturlanda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vesturlönd fylgj- ast af nokkurri bjartsýni með breytingum í Sovétríkjunum." Perle hefur sagt starfi sínu í Pentagon lausu en verður áfram ráðgjafí vamarmálaráðuneytisins og jafnvel annarra ráðuneyta. Hann hyggst skrifa skáldsögu um sam- band austurs og vesturs þegar hann lætur af störfum. Kostir og gallar slökunarstefnu við Sovétríkin verða viðfangsefni hans í bókinni. Hann ætlar að finna leið til að fram- kvæma slíka stefnu ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi fleiri kosti en galla í för með sér fyrir Vesturlönd. Finnur Jónsson Þorvaldur Thoroddsen Jón Helgason Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn 75 ára Hið íslenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn var stofnað 11. maí 1912 af helstu frammámönnum Hafnardeildar Bókmenntafélagsins, eftir að deildin var lögð niður 1911. Upptökin að stofnun félagsins átti Bogi Melsteð, sem varð fyrsti for- seti þess, en helstu samstarfsmenn hans vom Finnur Jónsson, Sigfús Blöndal og Þorvaldur Thoroddsen. Allir höfðu þeir áhuga á að halda áfram íslenskri útgáfustarfsemi í Kaupmannahöfn, enda áttu þeir dijúgan hlut að útgáfum félagsins meðan þeirra naut við. Síðan bætt- ust fleiri í hópinn, en þeirra afkasta- mestur var Jón Helgason, sem starfaði allra manna lengst fyrir félagið og var forseti þess í meira en hálfaöld (1934—86). Samkvæmt lögum félagsins skal það ávallt hafa aðsetur í Kaupmannahöfn. Tilgangur félagsins hefur frá upphafi verið að gefa út gömul og ný rit, sem varða sögu félagsins og náttúru, íslenskar bókmenntir og þjóðfræði. Þessu hlutverki hefur félagið gegnt með býsna fjöl- brejrttri útgáfustarfsemi, þar sem bækur þess eru nú orðnar um sjötíu bindi. Hér skulu aðeins nefndar fyrirferðarmestu ritraðimar: Jarða- bók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns (11 bd.), sem nú er að koma út endurprentuð, Safn Fræðafélagsins (14 bd.), Ísíensk rit síðari alda (9bd.), og eru þá margar merkar bækur ótaldar. Fyrir nokkrum ámm tók Sögufé- Bogi Th. Melsted Sigfús Blöndal lagið að sér umboð Fræðafélagsins hér á landi og annast nú m.a. endur- prentun Jarðabókarinnar. Nemendaskrá Hagstofunnar: Mikill munur á náms- sókn eftir búsetu BÚSETA virðist ekki aðeins hafa mikil áhrif á námssókn, heldur virðist að þar skipti kynferði einnig miklu máli. Landsbyggð- arfólk stundar nám í miklu minna mæli en höfuðborgarbúar og greinilegur munur er á náms- sókn eftir landshlutum. Hlut- fallslega stunda fleiri stúlkur en piltar nám á aldrinum 16-19 ára, en eftir það fer konum í námi fækkandi. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Hagtíð- inda þar sem birtar eru tölur yfir nemendur á framhaldsskóla- stigi og ofar haustið 1985. Upplýsingar sem þessar, sem unnar eruupp úr nemendaskrám Hagstofu íslands, hafa ekki birst áður. „Þessar tölur endurspegla ákveðnar aðstæður og sýna ákveðið munstur í þjóðfélaginu. Ég held að þessi hlutföll breytist ekki stórvægi- lega frá ári til árs, þau ættu ekki að vera háð snöggum sveiflum þótt auðvitað eigi sér stað breytingar, þegar til lengri tíma er litið," sagði Hjalti Kristgeirsson hjá Hagstofu íslands í samtali við Morgunblaðið. Óneitanlega vekja niðurstöður þær er þama koma fram margar spumingar. Hjalti sagði að engar tilraunir hefðu verið gerðar af hálfu Hagstofunnar til að skýra það hvað þama væri á ferðinni. Út af fyrir sig töluðu tölumar sínu máli og væri það vel ef einhveijum þættu þær skoðunar virði. í ljós kemur að alls em við nám 22.521 Islendingur, þar af rúmlega tólf þúsund karlar og tæplega 10.500 konur. Fjölmennasti hópur- inn er á aldrinum 16-25 ára og er í skýrslunni greint frá skiptingu þess hóps eftir kyni og búsetu. Fjöldi nemenda sem eiga heima á tilteknu landssvæði er borinn sam- an við heildartölu sama árgangs á svæðinu. Umtalsverður munur reynist vera á hlutfallslegri skólasókn eftir svæðum. Til dæmis stunda nám aðeins 63.3% 16 ára unglinga á Austurlandi og 64,6% á Vestfjörð- um, á meðan 81,0% jafnaldra þeirra í Reykjavík em í námi. Þessi munur eykst eftir því sem lengra líður og aldur nemenda hækkar. Sem dæmi má nefna námssókn þeirra sem tvítugir em á þessum sömu svæð- um. Þá em í námi 46,9% þeirra sem lögheimili eiga í Reykjavík, 26,5% á Vestfjörðum og 25,3% á Áusturl- andi. Skipting hvað varðar önnur landssvæði kemur fram á meðfylgj- andi töflum. Athygli vekur hversu mikill mun- ur er á skólasókn á nágrannasvæð- unum Reykjavík og Reykjanesi, utan höfuðborgarsvæðis. Af 1269 16 ára ungmennum í Reylqavík stunda 1.028 nám, 81,0%, og á Reykjanesi, utan höfuðborgarsvæð- is, 176 af 273, 64,5%. Þessi hlutfóll breytast hins vegar vemlega ef litið er til þeirra sem em eldri. Um 20 ára aldur stunda hlutfallslega helm- ingi fleiri Reykvíkingar nám en jafnaldrar þeirra á Reylqanesi og við 23 ára aldur er munurinn orðinn enn meiri, eða 35,8% á móti 13,6%. Hlutfallslega fleiri stúlkur en piltar stunda nám fram að 19 ára aldri, en eftir það snýst dæmið aÞ veg við. Þá fækkar stúlkum í námi ört. Greinilegur munur er einnig á námsvali eftir kynjum. Hlutfall f ólks við nám eftir aldri og búsetu ■ Rcykjavfk GJ VcttfirOir □ Rcykjanes/hOluðbotgai- 123 Norðurland vcsua SVCÓI □ Rcykjancs uun B Norðurland cysua hðruðborgarsvxðis S Austurland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.