Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 51 lyfjaflokkum og undirflokkum þeirra. Upplýsingar um notkun á einstökum lyfjum er hins vegar trúnaðarmál framleiðenda og heild- sala, enda er túlkun á þeim oft mjög vandmeðfarin. í tímariti Tryggingastofnunar ríkisins, Félagsmál, eru árlega birt- ar skýrslur um lyfjakostnað sjúkra- samlaganna og er þar m.a. reiknað út hver lyfjakostnaður er fyrir hvert samlag á landinu og þá líka á hvern íbúa. Þannig fæst samanburður á samlögum og þar með landshlutum. Lyfjanotkun mæld í dagskömmtum Norræna lyfjanefndin tekur sam- an tölur um lyfjanotkunina á Norðurlöndum og gefur út á nokk- urra ára fresti í bók sem nefnist Nordisk lakemedelsstatistik. Síðast kom þessi bók út í apríl 1985 og var um lyfjanotkunina 1981—1983. Þessi bók er aðgengileg fyrir alla, t.d. á bókasöfnum. Meðaltöl af lyfanotkun Meðaltalstölur hafa verið túlkað- ar mjög fijálslega í lyfjaumræðum undanfarið, t.d. að ef eitthvert land eða landshluti er eitthvað yfir með- altali í einhveijum lyfjaflokki þá hljóti læknar í því landi eða lands- hluta að ávísa alltof miklu af þeim lyfjum. Menn mega ekki gleyma að það er margt sem hefur áhrif á notkun- ina, t.d. tíðni sjúkdóma, aldursdreif- ing sjúklinga, viðhorf lækna og sjúklinga gagnvart lyfjanotkun, menntun lækna, starfsreynsla lækna, störf sjúklinganna, vinnnu- álag lækna og sjúklinga, veðurfar o.fl. Fyrst þegar öll þessi atriði sem hafa áhrif á lyfanotkunina hafa verið krufin til mergjar er hægt að leggja mat á hvort of lítið eða of mikið sé notað af einhveijum flokki lyfja í einhveiju landi eða á land- svæði. Magalyf Histamín-2 blokkarar, þ.e. lyf við maga- og skeifugamarsárum, hafa verið mikið til umræðu að undan- fömu því þau eru meira notuð hér á landi en í nágrannalöndunum. Á siðasta ári nam notkun þessara lyQa 8% af heildarlyfjanotkuninni í pen- ingum, en um 1% af þjóðinni notar þessi lyf að meðaltali. í Banda- ríkjunum heijar sjúkdómurinn á um 1,7% af fólki á hveiju ári og um 10% fólks fær hann einhvem tíma á ævinni. Ekki hafa verið gerðar nógu ítarlegar rannsóknir um tíðni hans hér á landi. Áður fyrr vora sjúklingamir oft- ast skomir upp til að lækna þá, en þetta hefur svo til lagst af, því hægt er að halda sjúkdómnum niðri með lyfjameðferð. Flestum nægir að fara í lyfjakúr nokkram sinnum á ári, en sumir þurfa þó að vera stöðugt í lyfjameð- ferð. Mánaðar lyQakúr kostar 2—5 þúsund krónur, en stöðug lyfjameð- ferð kostar 12—29 þúsund krónur á ári. Mjög mismunandi er hve iengi sjúkdómurinn er virkur. Sumum nægir að fara í lyfjameðferð nokkr- um sinnum, en aðrir þurfa að vera á lyfjum í mörg ár. Að meðaltali kostar lyflameðferðin því nokkra tugi þúsunda króna á sjúkling. Sé sjúklingurinn skorinn upp lítur dæmið þannig út: Uppskurðurinn sjálfur kostar tugi þúsunda króna, dagur á sjúkrahúsi u.þ.b. tíu þúsund krónur, sjúklingurinn liggur á sjúkrahúsi 2—3 vikur og er sfðan nokkrar vikur að jafna sig með til- heyrandi vinnutapi. Alls kostar skurðaðgerðarmeðferðin því nokkur hundrað þúsund krónur á sjúkling. Ef menn ætla að dæma um hvort of mikið sé notað af þessum lyflum hér á landi miðað við önnur lönd þá verður fyrst að gera heildarút- tekt á tíðni og meðferð sjúkdómsins í löndunum. Sýklalyf Sýklalyf hafa einnig verið mikið tii umræðu því þau era meira notuð hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum. í fyrra var notkunin um 12% af heildarlyfjanotkuninni í pening- um, en um 2,5% af þjóðinni era í sýklalyfjameðferð að meðaltali. Ekki era til samanburðartölur um tíðni algengustu bakteríusýkinga á Norðurlöndunum, en bent hefur verið á að hið rysjótta veðurfar hér á landi gæti aukið tíðnina. Sýkingar í efri hlutum öndunarfæra era al- gengar. Erfitt er að greina á milli veira- og bakteríusýkinga á fyrstu dögum sýkingarinnar og því er stundum sent sýni í ræktun til að skera úr um það. Ræktun tekur nokkra daga og kostar um sex hundrað krónur. Sumum finnst þetta tímafrekt og óhagkvæmt og því er eitthvað um að fólk sem fær kvef er sett í sýklalyfjameðferð. Tíu daga sýklalyfjameðferð kostar um eitt þúsund krónur og sparar sjúkl- ingnum um viku rúmlegu ef um bakteríusýkingu er að ræða. Ef veirasýking er á ferðinni þá hindrar meðferðin mögulega bakteríusýk- ingu í kjölfar veirasýkingarinnar. Ef menn ætla að dæma um hvort of mikið sé notað af sýklalyfjum hér á landi miðað við önnur lönd þá verður fyrst að gera heildarút- tekt á tíðni og meðferð sýkinga í löndunum. Peningar og siðferði Svo mikill einhæfur áróður gegn lyfjanotkun hefur verið hafður í frammi að undanfömu að hætta er á að hagur sjúklinganna verði fyrir borð borinn. Sjúklingar eiga rétt á bestu með- höndlun semm kostur er á og þar er lyfjameðferð oft besta og ódýr- asta meðferðin sem til er. Ef mönnum finnst miklar fjár- hæðir fara í lyf má geta þess að íslendingar keyptu tóbaksvörar fyr- ir um 2.200 milljónir króna á síðasta ári, sem er um 30% hærri upphæð en lyfjakostnaðinum nemur. Kostnaður við heil- brigðisþjónustu Miðað við þá umfjöllun sem lyfja- kostnaður hefur fengið í fjölmiðlum mætti halda að lyfjakostnaður sé helsti útgjaldaliðurinn í heilbrigðis- þjónustunni. Lyfjakostnaður er um 7% af út- gjöldum til heilbrigðis- og trygg- ingamála eins og sést í töflum 1, 2 og 3. Lyíjakostnaður er um 10% af útgjöidum til heilbrigðismáia eins og sést í töflum 1, 2 og 3. Lyfjakostnaður er um 4% af út- gjöldum ríkisspítalanna eins og sést í töflu 4. Lyfjakostnaður er því einungis lítið brot af þeim miklu fjárhæðum sem fara til heilbrigðismála, en ef jafngott skipulag og eftirlit væri með öðram útgjöldum væri eflaust hægt að spara stórar fjárhæðir. Tafla 1 Heimild: Ríkisreikningar 1985 miiy. kr. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið 11.289 Þar af: Tryggingast. ríkisins 7.850 Ríkisspítalar 1.898 St. Jósefssp., Landakoti 373 Fjórðungssjúkrahúsið á. Ak. 324 Héraðsl. og heilsugst. 163 Sjúkrahús og læknabúst. 190 Heilbrigðism., ýmis verkefni 38 Landlæknir 9 Hollustuvemd ríkisins 21 Annað 475 Tafla 2 Heimild: Félagsmál, tímarit Tryggingastofnunar rikisins nr. 55. Reikningar 1985: Sjúkratryggingar. millj. kr. Tekjuralls 4.415 Þar af: Framlag ríkissjóðs 3.855 Framlag sveitarfélaga 560 Gjöldalls: 4.428 Þar af: Sjúkratryggingad. 1.383 Þar af: Vistgjöld, ianglegust. 1.028 Dagvistun, sjúkrast. 111 Sjúkrakostn. erlendis 55 Hjálpartæki 102 Annað 87 Sjúkrasamlög 3.045 Þar af: Lækniskostn. 337 Tannlæknakostnaður 176 Sjúkrahússkostn., innl. 1.484 Sjúkrahússkostn., erln. 23 Lyfjakostnaður 797 Sjúkradagpeningar 94 Heimaþjónusta aldraðra 36 Annað 98 Slysatryggingar: Tekjur 133 Þar af: Iðgjöld 131 Endurkröfur 2 Gjöld 119 Þar af: Bætur 105 Annað 14 Tafla 3 Heimild: Árbók sveitarfélaga 1986 Gjöld sveitarfélaga 1984 Heilbrigðismál millj. kr. 114 Tafla 4 Heimild: Ríkisspítalar, ársskýrsla 1985 Gjöld, samtals millj. kr. 2.050 Launakostnaður 1.228 Viðhald, meiriháttar 24 Stofnkostnaður 67 Önnur rekstrargjöld 731 Þar af: Orkugjafar 42 Matvæli 111 Rannsóknarefni 50 Lyf.blóð 97 (Þar af lyf 81 mil(jón) Spítalavörar 70 Ferðir, uppihald 26 Akstur 28 Sérfræðiþj., verkkaup 43 Annað 264 Hvaða kostur er bestur? margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver ^BiC. rakvél dugar jaJbi- lengi og eitt rakvélarblað. Höfundur er lyfjafræðingur. FararheiUj ÍÐATRYGGMAFELAGANNA STOP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.