Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 • • Okukennsla og mennt- un ökukennara eftirBirki Skarphéðinsson Umferðamál hafa mikið verið til umræðu á liðnum mánuðum. Um- ræður um þessi mál koma í bylgjum, þ.e. þegar aukning verður á um- ferðaróhöppum og slysum í um- ferðinni. Fjölmiðlar hafa mikið fjallað um umferðina, fundir verið haldnir og ráðstefnur um umferðar- mál haldnar og er það vel. Öll umræða um þessi mál er til góðs. Þegar slys og umferðaróhöpp ríða yfir þjóðfélagið beinist umræð- an oftast að ökukennurum, öku- kennslunni og unga ökumanninn. Ökukennsluna má vissulega bæta, á því er enginn vafi. Þó held ég að ökukennarar leysi verk sitt sam- viskusamlega af hendi, og fari flestir eftir gildandi lögum og reglu- gerðum. Persónulega er ég ekki sammála öilu því, sem komið hefur fram í umræðum um 17 ára ökumenn. Mín skoðun er sú, að 17 ára öku- mennimir séu bestu ökumennimir í umferðinni í dag. En þetta fólk vantar meiri þjálfun og reynslu. Þetta unga fólk hefur flest fengið mikla fræðslu um umferðarmál. Auðvitað er í þessum hópi fólk, sem ekki virðir lög og reglur, það er hægt að finna slíka einstaklinga í öllum stéttum og starfshópum. En skyldu nú ökukennarar eða samtök þeirra, Ökukennarafélag íslands, ekkert hafa lagt til mála um úrbætur í umferðarmálum, eins og t.d. lágmarkstímafjölda í þjálfun fyrir ökumenn, eða um menntun ökukennara? Ökurkennarar hafa nánast alla tíð frá stofnun samtaka sinna, Öí, barist fyrir því að fá samtök sín vðurkennd af því opinbera, til þess að geta sjáifír haft stjóm á þessum málum, hvað félagsmenn varðar. En í dag, og allt frá stofnun félags ökukennara hefur ekki verið skylda að vera í samtökunum þó að flestir ökukennarar séu félagsmenn og virði lög og samþykktir félagsins. í nýútkominni skýrslu Jóns Bald- urs Þorbjömssonar, sem mikið hefur verið vitnað í nú á síðustu vikum, bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, leggur hann einmitt til að til þess að ná betur til starfandi ökukennara og auðvelda fram- kvæmd ökunámsins væri æskilegt að öllum ökukennurum væri gert skylt að vera meðlimir í Öí. Þá segir einnig í skýrslunni: „til þess að bæta úr brýnni þörf fyrir aukna æfíngu ökunema þarf að ákveða lágmarks kennslustundafjölda með lögum, ekki færri en 20 tírna." Fljótlega eftir 1968 eða eftir að hægri umferð var tekin upp á Is- landi, sáu ökukennarar að nauðsyn- legt var að endurskoða reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. Margar fundarsamþykktir voni gerðar um þau mál. Landsþing Öí sem haldið var 1974 samþykkti m.a. ályktun, þar sem segir m.a.: 1. Æfingasvæði verði sett upp í Reykjavík, og öllum sýslum landsins. 2. Við útgáfu ökuskírteina verði það fyrirkomulag að bráða- birgðaskírteini sé gefíð út tvisv- ar, eitt ár í senn. Áður en fullnaðarskírteini væri gefið út þurfi skírteinishafí að framvísa vottorði frá ökukennara um að hann hafí hlotið æfingu í vetrar- akstri og þjóðvegaakstri. 3. Stofnaður verði sérstakur öku- kennaraskóli. 4. Stefna ber að því að allir þeir sem öðlast vilja ökuskírteini stundi nám í ökuskóla. 5. Dómsmálaráðherra löggildi öku- skóla og geri lágmarkskröfu um tækjabúnað þeirra. 6. Sá er ætlar að stunda öku- kennslu og hefur tekið til þess próf, öðlast ekki löggildingu fyrr en eftir að hafa starfað hjá öku- kennara tilskilinn tíma. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá atriði sem samþykkt voru á lands- þingi Öí 1974. Á þessari upptaln- ingu má sjá, að ökukennarar voru þá þegar tilbúnir til að gera stóra hluti. Endurskoðun á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. tók langan tíma eftir að ákveðið var að endurskoðun skyldi fara fram, mig minnir 4 eða 5 ár. Það er ekki fyrr en 1983 sem ný reglu- gerð lítur dagsins ljós. Þar var að vísu gerð breyting á ökuprófunum og reglur settar um menntun öku- kennara, þ.e. nú skyldu ökukenn- araefni sækja námskeið þar sem kennslustundir væru ekki færri en 80. En áður tóku menn ökukenn- arapróf algjörlega óundirbúnir. En hveijar skyldu nú hafa verið tillögur Öí um menntun ökukennara þegar endurskoðun á reglugerðinni fór fram á árunum 1978—1983. Þar segir m.a.: Rétt til þess að hafa á hendi kennslu undir almennt próf í akstri og meðferð bifreiða, hafa þeir ein- ir, sem til þess hafa fengið löggild- ingu dómsmálaráðherra og séu meðlimir í Ökukennarafélagi ís- lands. Engum má veita ökukennararétt- indi nema hann: 1. Sé orðinn 23 ára gamall. 2. Hafí óflekkað mannorð. 3. Hafí lokið sérstöku ökukennara- prófí að loknu námskeiði fyrir ökukennaraefni. Kennsla á námskeiði fyrir ökukenn- araefni skal einkum fjalla um: a) Umferðarlög og reglugerðir sett- ar samkvæmt þeim. b) Um vél og vagn. c) Rétta aksturshætti. d) Náms- og kennslufræði. e) Slysahjálp. f) Námstækni. Þegar ökukennaraefni, að nám- skeiði loknu, hefur staðist próf í hinum fræðilegu greinum, skal hann fara í verklega kennslu hjá löggiltum ökukennara, sem svarar 60 kennslustundum og að því loknu gangast undir verklegt próf. Engum má veita löggildingu, nema hann: 1. Sé orðinn 25 ára gamall. 2. Hafí lokið þeim prófum sem að framan greinir. 3. Hafí kennt hjá löggiltum öku- kennara 540 kennslustundir. Eins og sjá má er ökukennara- náminu skipt í tvo þætti, bóklegt og verklegt, en áður en löggilding fari fram fái viðkomandi starfs- þjálfun hjá starfandi ökukennara. Engin ákvæði eru í reglugerð um lágmarkstíma í þjálfun ökunema, eða um að hann þurfí að sækja námskeið í ökuskóla í umferðar- fræðslu áður en ökupróf er tekið. I tillögum Öí um breytingu á reglugerðinni var lagt til að öku- kennari skyldi kenna eigi skemur en þann kennslustundafl'ölda sem samþykktur er af Öí hveijum tíma. Til þess að hægt væri að fram- fylgja þessu ákvæði þyrfti að fá Öí viðurkennt sem hagsmunafélag ökukennara. Nú hafa verið samþykkt á Al- þingi ný umferðarlög og því ber vissulega að fagna. Þar er að finna mörg ný ákvæði, sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að lögfesta. En margt í þessum nýju lögum virðist orka tvímælis og alltof marg- ar breytingar virðast bara vera gerðar breytinganna vegna. Það sem einkennir þessi nýju umferðarlög helst er að í alltof mörgum greinum laganna eða alls á 64 stöðum í 118 greinum lag- anna, er talað um að dómsmálaráð- herra setji reglur um þetta og hitt. Það hlýtur að orka mjög tvímælis svo ekki sé meira sagt, að leggja svo mikið vald í hendur eins ráð- herra. Ekkert nýtt er að finna í þessum nýju umferðarlögum um öku- kennslu, þjálfun ökunema eða fræðslu þeirra eða menntun öku- kennara. Hvílík vonbrigði þeirra sem að þessum málum vinna, þetta ber vissulega að harma. í nefndaráliti allshetjamefndar n.d. alþingis segir m.a. um öku- kennsluna: „Nefndin telur nauðsyn á að setja nýjar reglur um ökukennslu og ökunám, annaðhvort í sérstökum lögum eða reglugerð þar sem ítar- legar verði fjallað um þessa tvo mikilvægu málaflokka en nú er um að ræða. Verði þar m.a. fjall- að um menntun ökukennara og námsefni og lágmarksfjölda kennslustunda til ökuprófs, en mun strangari ákvæði gilda ann- ars staðar á Norðurlöndum í þessum efnum en hér á landi.“ Þrátt fyrir að alþingismenn séu búnir að hafa lögin til umfjöllunar á tveimur þingum er ekki hægt að taka á þessum mikilvæga mála- flokki af alvöru, heldur er málinu ýtt enn einu sinni til kerfískarl- anna, þeirra sömu og það tók 4 eða 5 ár að semja frumvarp til nýrra umferðarlaga. Þegar maður les 56. gr. hinna nýju laga, rekur mann í rogastans. Þar segir m.a.: „Rétt til að hafa á hendi kennslu í akstri og meðferð bifreiða og bifhjóla hefur sá, sem hlotið hefur löggildingu dómsmála- ráðherra." Veita má slíka löggildingu þeim, sem a. Eru 21 árs eða eldri (er nú 25 ár). b. Hafí ekið bifreið, eftir atvikum bifhjóli, að staðaldri í 3 ár. c. Hafi staðist sérstakt próf fyrir ökukennara. Samkvæmt hinum nýju lögum þarf viðkomandi nú ekki að hafa réttindi til aksturs leigubifreiða, vörubifreiða stærri en 5 tonn eða fólksbifreiða fyrir fleiri en 10 far- þega, eða m.ö.o. það þarf ekki lengur að hafa hið meira bifreiða- stjórapróf til að öðlast ökukennara- réttindi. Stjórn Öí fékk þetta frumvarp til umsagnar og gerði margar tillög- ur um breytingar, og sátu stjómar- menn félagsins m.a. fund með allshetjamefnd e.d. og n.d. Alþing- is, og skýrðu sjónarmið félagsins. •/ afedgf Birkir Skarphéðinsson „Þrátt fyrir að alþingis- menn séu búnir að hafa lögin til umfjöllunar á tveimur þingum er ekki hægt að taka á þessum mikilvæga málaf lokki af alvöru, heldur er málinu ýtt enn einu sinni til kerf iskarlanna, þeirra sömu og það tók 4 eða 5 ár að semja frumvarp til nýrra um- ferðarlaga.“ En hveijar vom þá tillögur Öí til Alþingis um löggildingu öku- kennara og menntun? •• Okuskólar og ökukennarar Rétt til að taka nemendur til náms og færa til prófs í akstri og meðferð vélknúinna ökutækja hafa aðeins ökuskólar, sem hlotið hafa löggildingu dómsmálaráðherra og að fenginni umsögn Öí. Veita má löggildingu ökuskólum, sem upp- fylla eftirfarandi: a. Forstöðumaður ökuskóla skal hafa ökukennarapróf og vera 25 ára eða eldri. b. Forstöðumaður skal hafa starfað við ökukennslu a.m.k. í 2 ár og hafa óflekkað mannorð. c. Að ökuskólinn hafí yfír að ráða, eða aðgang að, aðstöðu til fræði- legrar kennslu. d. Að ökuskólinn og/eða forstöðu- maður hans sé aðili að Ökukenn- arafélagi íslands (eða félaga innan þess). e. Að ökuskólinn hafí yfír að ráða nauðsynlegum tækjabúnaði eða æfíngaaðstöðu samkv. reglu- gerð. Löggilding gildir í 5 ár. End- umýja má löggildingu, enda full- nægi ökuskólinn framangreindum skilyrðum. Rétt til að starfa við kennslu í akstri og meðferð vélknúinna öku- tækja hefur sá, sem hlotið hefur til þess löggildingu dómsmálaráð- herra. Veita má slíka löggildingu þeim sem: a. Eru 23ja ára eða eldri. b. Hefur ekið bifreið, eftir atvikum bifhjóli, að staðaldri síðustu þijú árin. c. Hefur lokið hinu meira bifreiða- stjóraprófí. d. Hefur staðist sérstakt próf fyrir ökukennara að afloknu öku- kennaranámi. Löggilding gildir í 5 ár, þó eigi lengur en viðkomandi hefur öku- réttindi. Endurnýja má löggildingu, enda fullnægi ökukennari ennþá framan- greindum skilyrðum. í reglugerð má kveða á um end- urmenntun ökukennara. Dóms- málaráðherra setur nánari reglur um tilhögun ökukennaranáms og prófs um löggildingu, endumýjun hennar, gjald fyrir ökukennaranám ARDVA.ARH KJARNHOLTUM BISKUPSTUNGUM INNRITUN ER HAFIN á eftirfarandi tímabil: 1. námskeið 24. maí— 5. júní 2. námskeið 6. júní—20. júní 3. námskeið 21. júní—3. júlí 4. námskeið 5. julf—17. jCj.lí 5. námskeiö 19. júlí—31. júlí 6. námskeið 3. ágúst—15. ágúst Reiðnámskeið, sveitarstörf. íþrótta- og leikjanámskeið, skoðunarferðir um Biskupstungur sund og kvöldvökur eru dæmi um pað sem er á dagskrá hjá okkur. Innritun fer fram í Skeifunni 3f á skrifstofu S. H. verktaka. upplysingar í síma 687787. Þar sem aðsókn er mikil er áhuqasömu fólki bent á að skrá sig strax, til að verða ekki af plássi í sumar. Sjáumst í sveitinni í sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.