Alþýðublaðið - 19.04.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1932, Blaðsíða 3
ALÞVÐUBLAÐIÐ 3 Síérewtkariisss KreMger ' i v '■ ' I ,/ heílip kgí Sé til þeirra flokka, er feerjast gegn verkalýðshreyfiiigiEniii. Stokkhólmá, 18. apríl. U. P. FB. Blaðið Social-Demökraten birtir þá fregn, að sannast hafi af skjöl- uim Kreugers, að hann hafi veitt Fascistum (svartliðum) í Þýzka- landi og áSpáni f’járhagslegan stuðnirag. M. a. hafi fundist kvitt- anir undirskrifaðar af Hitler og Alfons fyrverandi Spánarkon- umgi, frá Hitler fyrir fé að upp- hæð 100 000 ríkismörk og frá Al- fons fyrir fimm milljónir peseta. — Formaður rannisóknarnefndar- innar hefir svarað fyrirspurn frá United Press um þetta efni á þá leið, að sér væri ókunnugt um þetta. [Það rekur nú hver hneyksils- fregnin aðra um þennrfn fyrver- andi drottin aujfvaldsin.s. I gær kom fregn um, að hann hefði falsað ítölsk ríkisskuldabréf, sem námu að upphæð mn 440 millj- ónum króna, og þó að formaður rannsöknarnefndarinnar siegi í of- anrituðu síkeyti, að honurn sé eigi kunnugt um rökiin að þesstim uppljóstunum aðalblaðs sænskxa jafnaðarmanna, þá sýnir það ekk- ert annað en, að yfirstéttin sænska vill í lengstu lög reyna að dylja sem mest af afbrotum þessa blessaða ótakmarkaða ein- staklingsframtaks.] Auk þess sem að ofan getur barst skeyti _ hingao í gær umi, að franiskir borgarar hafi Lagt alt að 500 milljónir franka í jkiatip á hlutabréfuin Kreugerfélaganna. Hefir ríkið ábyrgst helming þess fjár, en hitt mun tapast eins og aðrir hlutabréfaeigendur munu tapa sínn. stjórnin þvi, en ekki félagsfund- ur, hverjir teknir skulu í félag- Ki, svo stjórnin þurfi ekld að óttast að inn í félagiö komi þeir, sem andmæli benni. Mun þetta atriði einsdlemi í hérlendum fé- lagslögum. En til þess að sjá um að enginn mögli af þeim, sem komnir eru í- félagið, er svo fyrir mælt í 17. grein, að stjórnin geti viikið þeim mönnum úr félaginu, sem hún vill. Er það orðað þannig í grein- inni, að stjórnin geti gert það ef þeir vinni gagnstætt félaginu eða á einhvern hátt geri þvi skaða með framkomu sinni, en það er síjórnarinnar einniar að ákveða, hvernig skilja beri þessi ákvæði. Það er því algerlega á hennar valdi, hverjir verða reknir. Eimn- ig þetta mun vera einsdæmi í ís- lenzkum félagslögmn, því að í sumum félögum er það jafnvel svo, að ekki getur félagsfundur gert mann félagsrækan á sama fundi og tillaga um það kemur fram. Félagsmenn hafa engan rétt til þess að heimta fund, heldur ger- ir stjórnin það þegar henni sýn- ist. Hún úrskurðar líka hvort fundur skuli vera lögmætur. Einnig þetta eru einsdæmi í ís- lenzkum félagslögum. Engin ákvæði eru um það í lögunum, hve oft skuli halda fundi. Stjórnm er ekki skyldug að halda aðra fundi en aðalfund og hcmn ekki nema nnadhvort ár, og er það ákvæði eins og hin sem nefnd hafa verið áður, óþekt á íslandi. Eins og sjá má á þessmn til- færðu dæmum, álítur Gísli að verzlunarmenn séu þeir sauðir, að þeir geti ekki ráðið málum sín- usm sjálfir, og megi því ekki hafa sömu réttindi eins og meðlimir annara félaga. Og til þess að vera viss um að drepa niður allan fé- lagsáhuga, þá á ekki að halda aðalfund nema á tveggja ára fresti, enda þá síðnr hætta á að ®kift verði um stjórn. ByggiBprsamönH' félðg. Steingrímur á Hólum og Jón- as Þorbergsson flytja frumvarp á alþingi um byggingarsamvinnu- félög. Tilgangur þeirra félaga á að vera sá, að reisa íbúðarhús fyrir félagsmenn sína, þeim til eigin afnota, með hagfeldum kjör- um, og að reka lánastarfsemi til bygginganna. Slíkt félag megi stofna með 15 mönnum eða fleirum. Hver félagsmaður leggi fé í stofnsjóð þess með frjáls- um framlögum, „unz fjárhæð hans í sjóðnum nemur minst 1/5 hluta andvirðis þess húsnæðis, sem hann ákveður, að félagið komi upp fyrir hann. Þegar þeirri fjárhæð er náð, situr félags- maður fyrir um byggingu húss, enda gangi stofnsjóðsinneign hans ;upþ í hyggingarkostnaðinn.“ Eftir það greiði hann árlega í stöfnsijóð 1 af þúsundi af kostnaðarverði þess húsnæðis, sem hann hefir eignast hjá félaginu. Þann hluta húsverðsins, sem félagsmaður ekki leggur fram í öndverðiu, er ætlast til að félagið láni honum,, — alt að 80% kostnaðarverðsins, gegn 1. og 2. veðrétti, en lán þau ,er félagið tekur til þessa, er ætlast til að ríkissjóður ábyrg- ist, með sameiginliegri áb'yrgð fé- lagsmanna að baktryggingu. ibúðir þessar megi aldrei selja dýrara en nemur kostnaðarverði þeirra, og hafi félagið forkaups- rétt. Eigi megi leigja nema nokk- urn hluta slíkrar íbúðar, nema um stundarsakir, ef sérstaklega stendur á, og þurfi jafnan siam- þykki félagsstjórnar til, svo að útleiga megi fara fram, og sé hún þá miðuð við raunverulegan kostnað eiganda samkvæmt mati, Húsin séu gerð úr varanlegu efni, með tv-eggja til fimm herbergja ■íbúðum, auk eldhúss og geymslu, með venjulegum nútímáþægind- um og eftir fastákveðnum fyrir- myndum, er stjórn félagsins befir ákveðið og atvinnumálaráðuneyt- ið samþykt, og láti ríkisstjórniin gera uppdrætti að slíkum bygg- ingum,. Húsin séu reist á þeiirn stöðum, sem félagsstjórnin á- kveður og atvinnumálaráðimeytið samþykkir, enda útvegi féliags- stjórnin leigulóðir. Félagið annist um byggingu húsanna að öllu leyti, og er svo til ætlast, að mörg hús séu reist samtímis.. Stjórn þess geti ákveðið að reist- ar skuli sambyggingar, ef at- vinnumálaráðuneytið leggur þar á samþykki sitt. Rekstrarkostnaðar félagsins, aninars en nýbygginga, sé aflað á þann hátt, að þeir, siem félagið hefir reist hús fyrir,.greiÖi árlega í rekstrarsjóð 1—2 af þúsundi af kostnaðarverði þess húsnæðis/ Frumvarpið gerir ráð fyrir, að áður en slíkt byggingarfélag er stofnað, skuli kvatt til almenns fundar um málið. Allir geti oxðiið félagsmenn, með þeim skilyrðum, sem nú h-efir verið skýrt frá. Engin ákvæði eru sett í frum- varpinu um eigna- né árstekna- upphæðir þeirra, sem gerast megi byggingarfélagsmenn samkvæmt ákvæðum þess. Skriftamál uppejafaprests heitir érindi, sem Gunnar Bene- diktsson ætlar að flytja á sunnu- daginn kemur í Nýja Bíó kl. 3. Síðasta erindið, sem hann flutti hér í bænum, endurtók hann þrisvar fyrir fullu húsi og er ekki síður ástæða tii að ætla að þetta erindi verði vel sótt. G. Karlakór K. F. U. M. hefir samsöng á fimtudaginn kl. V26 í GamJa Bíó. ListvIðiP. Fyrsta hefti „Listviða“, hins nýja mánað-arblaðis, er fyrir ■skömmu komið út. Ber það keim af nýtízku myndablöðum erlend- um, sem nú eru keypt hér í sí- vaxandi mæli, svo að það sýnist vissulega eiga erindi á íslexizkan blaðamarkað. Margir erfiðleikar eru auðvitað á því að gera silíkt myndablað hér sæmilega úr garði, en svo er að sjá sem út- gefendur hafi glögt auga fyrir smekklegxi og jafnframt alþýð- legu vali efnis og mynda. Ef pappírinn væri ögn betri, mundu myndirnar þó njóta sín enn bet- ur. Segjast útgefeúdur eiga von á betra pappír áður en næsta hefti kemur út, og lofa þá og jafnframt fjölbreyttara efni. Eftir fyrsta heftinu að dæma er verkefni blaðsins miklu víðtækara en nafn- ið kynni að gefa ástæðu til að ætía, svo að blaðið á ekki að eins erindi til hins tiltölulega fá- menna flokks, sem kallar sig list- vini, heldur til allra undantekn- ingarfaust. Því að blaðinu er ekki einungis ætlað að ræða um og efla skilning á því, sem alment eru kallaðar „fagrar listir", held- ur taka bókstaflega alt til með- ferðar, sem fegrar og prýðir dag- legt líf innan heimilanna og utan. — Sjá menn af þessu, að blaðið mundi hafa nóg verkefni þótt það væri vikublað. Enda færist það ef til vill bráðlega í það horf. Það er undir viðtökunum komið, ■— Þeir, sem leggja stund á að safna blöðum og ritum, ætíu að minnast þess, að þegar frá líður er nær undantekningarlaust skort- tur á fyrstu blöÖumim vegna þess, hvað mildð af þeim fer í súginn sem sýnishorn til að afla kaup- enda. Þetta ættu menn að athuga áður en upplag fyrsta heftisins er þrotið. Lector. MæftfsKlegir fimar® Sjaldan hafa verið jafn-örðugir og hættulegir tímar eins og nú hvað ýmsa óeðlilega fjárhags- örðugleika snertir, enda er at- vinnuskortur sums staðar svo að- þrengjandi hjá verkalýð að til vandræða horfir, ef ekki fæst nein viðrétting á því ástandi, sem nú þvi miður á sér víða stað, svo Jangvarandi, að atvinnuleysið smásýgur merg og blóð úr öll- um, og e,kld sízt að það komi hart niður á þeirn mönnum, sem hafa fyrir ómegð að sjá. Þó víða sé atvinnuskortur tim landið, þá hygg ég sem betur fer, að það sé hvergi eins hörmulegt ástand eins og nú er á Bíldudal og lítur út fyrir að muni verða á næstkomandi sumri. En aðalhættan, sem þessi gnein átti að benda á, er sú, að þegar um stutta og stopula vinnu er að ræða, þá eru sumir hverjir vinnu- kaupendur, sem vilja koma þeirri, hugsun sinni inn í hug og hjarta verkalýðsins, aÖ þeim sé betra áð lækka kaup sitt að minna eða meira leyti þrátt fyrir gerðan kaupsamning og hafa svo vinnu, heldur en að vera að hugsa um hátt kaup og hafa svo ekki neitt; Og þegar að sultur og önnur að- þrengjandi vandræði sverfa fast að þeim mönnum, sem ekki hafa neitt til neins, þá eni slíkar pre- dikanir freistandi silagorð, en ætli viljinn yrði meiri til atvinnuaukn- inga, þó kaupið yrði lækkað. Nei og aftur nei. Það yrðu létt- ir vasar verkamanna, þó svo að þeir létu blekkjast af þeirri fá- vizku, því í annan vasann yrði látin Joforð en í hinn svik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.