Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Sakadómur Reykjavíkur: Kröfum verjenda Ragnars og Björgólfs öllum hafnað SAKADÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfum veijenda Ragnars Kjartanssonar og Björgólfs Guðmundssonar um að Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari og Albert Guðmundsson fyrrverandi fjármálaráðherra yrðu kvaddir fyrir dóminn sem vitni, að Þorsteini PáJssyni fjár- málaráðherra yrði gert að upplýsa um meinta lánveitingu til Hallvarðs og að óskað yrði upplýsinga frá lífeyrissjóði rikis- starfsmanna um lántökur ríkis- saksóknara. Veijendurnir kærðu úrskurð sakadóms til Hæstarétt- ar. Hafskipsmáiið var þingfest í Sakadómi Reykjavíkur hinn 5. maí síðastliðinn og lögðu veijendur ákærðu þá fram kröfu um að mál- inu yrði vísað frá á þeirri forsendu að ríkissaksóknari væri vanhæfur til að gefa út ákæru í málinu þar sem hann hefði stjórnað rannsókn þess sem rannsóknarlögreglustjóri. Frávísunarkröfuna átti að taka fyr- ir á mánudag, en því verður frestað þar til Hæstiréttur hefur úrskurðað í máli þessu. í gær óskaði Jón Magnússon, veijandi Ragnars Kjartanssonar, eftir því að sérstaklega yrði úr- skurðað um nokkur atriði. Fyrsta krafa Jóns var að ríkissaksóknari yrði kvaddur fyrir dóminn sem vitni og til að svara spurningum varð- andi frávísunarkröfuna. Þá krafðist veijandinn þess að Albert Guð- mundsson yrði kvaddur fyrir dóminn sem vitni og til að svara spumingum varðandi samskipti hans og ríkissaksóknara. Loks krafðist veijandinn þess að fjár- málaráðherra yrði gert að upplýsa um meinta lánveitingu til ríkissak- sóknara úr sérstökum sjóði, sem forveri hans í ráðherrastól hafði yfir að ráða. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, veijandi Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir að aflað yrði upplýsinga frá lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins um lánakjör á þeim tíma er ríkissaksóknari á að hafa fengið sín lán og hélt því fram að ríkissak- sóknari hafi notið betri kjara en aðrir, sem tóku lán hjá lífeyrissjóðn- um. Sækjendur málsins, Bragi Stein- arsson og Jónatan Sveinsson, mótmæltu kröfum veijanda Ragn- ars alfarið og sögðu enda hvorki lagarök né efnisrök til þeirra yfir- heyrslna og gagnaöflunar sem þar væri farið fram á, á þessu stigi VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gaer: Yfir landinu er 1018 millibara hæðar- hryggur sem þokast austur. Smá lægfi er að myndast á vestanveröu Grænlandshafi sem mun hreyfast í noröausturátt. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt á landinu, gola eða kaldi (3-5 vind- stig). Sunnan lands og vestan verða skúrir en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 5 til 7 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Suðlæg átt og vlða rigning þegar líður á daginn. Hiti á bilinu 7 til 11 stig. SUNNUDAGUR: Vindátt snýst smám saman til suðvesturs og létt- ir þá til um norðaustanvert landið. Skúraleiðingar verða sunnan lands og vestan. Veður fer dálítið kólnandi. y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■* * * * * * * Snjókoma * * * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur p? Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl hiti 5 veður súld Reykjavlk 7 skýjaft Bergen 11 lóttskýjað Helsinki 8 rignlng Jan Mayen 1 alskýjað Kaupmannah. 10 skúr Narssarssuaq 2 slydda Nuuk 1 snjókoma Osló 8 skúr Stokkhólmur 12 skýjaft Þórshöfn 5 skúr Algarve 20 skýjaft Amsterdam 8 rlgnlng Aþena 20 léttskýjað Barcelona 16 skýjaft Berlin 11 skúr Chicago 20 skúr Feneyjar 16 skýjaft Frankfurt 10 skúr Hamborg 10 skýjaft Las Palmas 22 léttskýjaft London 12 skúr LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg Madríd 19 vantar léttskýjaft Malaga 26 léttskýjafi Mallorca 18 alskýjað Miami 24 skúr Montreal 13 léttskýjað NewYork 9 hélfskýjað Parfs 8 rignlng Róm 18 léttskýjaft Vín 11 úrkomaigr. Washington 13 alskýjað Winnipeg 7 heiðskfrt málsins. Vísuðu sækjendur meðal annars til 92. greinar laga um meðferð opinberra mála, en þar segir: „Embættis- og sýslunar- mönnum er óskylt að koma fyrir dóm til að vitna um atvik, er gerst hafa í embætti þeirra eða sýslan og leiða má í ljós með vottorði úr embættisbók eða öðru opinberu skjali.“ Nokkrar deilur urðu milli vetj- enda ákærðu og sækjenda um þessar kröfur. Síðdegis í gær úr- skurðaði Haraldur Henrýsson, sakadómari, að kröfur þessar yrðu ekki teknar til greina. I úrskurðin- um segir að það samræmdist ekki lögum að ríkissaksóknari komi fyrir dóm sem vitni í máli sem hann höfðar. Þá þyki ekki efni til þess að taka til greina að hann eða Al- bert Guðmundsson verði kvaddir sem vitni. Varðandi kröfu Guð- mundar Ingva Sigurðssonar segir, að einkamálefni ríkissaksóknara hafi engin þau bein tengsl við mál þetta að efni þyki til að taka til greina kröfur um að afla upplýsinga um lántökur hans. Breytt skipulag innan lögreglunn- ar í Reykjavík NÝTT skipulag innan lögreglunn- ar i Reykjavík gengur i gildi í dag. Yfirlögregluþjónar verða tveir i stað þriggja áður, en að- stoðaryfirlögregluþjónar verða þrir. Yfirlögregluþjónamir verða þeir Guðmundur Hermannssori, sem stjómar rannsóknadeild, og Bjarki Elíasson, sem er yfír almennri deild. Almenna deildin skiptist síðan í þijú svið, stjóm fjarskipta, stjóm aðal- stöðvar ásamt hverfastöðvum og stjóm umferðarmála. Markmið þessa er að gera stjómun og yfírsýn mark- vissari og afmarka frekar en verið hefur verkefni og ábyrgð yfirmanna. Aðstoðaryfirlögregluþjónamir þrír eru þeir Páll Eiríksson, sem fer með stjórn fjarskipta, Magnús Einarsson, sem fer með stjóm aðalstöðvar og hverfastöðva og Arnþór Ingólfsson, sem fer með umferðarmál. Að sögn Böðvars Bragasonar, lög- reglustjóra, verður aðalvarðstjórum lögreglunnar á næstunni sent erind- isbréf þar sem verkefni þeirra verða skilgreind nánar en nú er og stöðum þeirra fjölgar fljótlega um þijár. Sér- stök áhersla verður lögð á að lögregl- an í heild sinni umferðareftirliti í borginni og er ætlunin að það verði með aukinni samvinnu starfsmanna allra deilda. Böðvar sagði að þessi tilhögun væri liður í því að færa skipulagið í það horf sem það er í víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Póstur og sími: Ný símaskrá um mánaðarmótin NÝ símaskrá er væntanleg um mánaðarmótin þegar fyrstu ein- tökin koma úr prentun að sögn Agústs Geirssonar ritsljóra. Skráin, sem prentuð er í um 137 þúsund eintökum, mun ekki taka gildi fyrr en dreifingu er lokið. Agúst sagði að nýja skráin væri þremur örkum stærri en við síðustu prentun eða 748 blaðsíður. Að þessu sinni verður tekið tillit til breiðra og grannra sérhljóða og allir stafír jafn réttháir þegar raðað er í staf- rófsröð en ekki tekið mið af næsta staf í orði. Sem fyrr verða sendar út tilkynningar um hvar símnotend- um ber að nálgast skránna og að þessu sinni verða þær afhentar á póstútibúum í Reykjavík en á símstöðvum úti á landi. Farsímum hefur fjölgað um 2.000 á árinu og verður sérstök skrá yfir þá. Þá verða götukort yfír þéttbýliskjama á landinu fleiri en í síðustu símaskrá. Sagði Ágúst það meðal annars vera vegna til- mæla frá sveitarfélögunum og eins hefðu kortin vakið almenna ánægju. Um svipað leyti og símaskráin er væntanleg, kemur út ný Nordex skrá sem er norræn viðskipatasíma- skrá gefin út í samvinnu símastjóm- anna fimm á Norðurlöndum. Borgarráð: Samningi um Unglingaheim- ilið sagt upp BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu félagsmálaráðs Reykjavíkur- borgar, að segja upp núgildandi samningi milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um rekstur Unjglingaheimilisins í Kópavogi. I bréfí Sveins H. Ragnarssonar félagsmálastjóra, sem lagt var fyrir borgarráð kemur fram að miklar breytingar hafi orðið á rekstri sólar- hringsheimilia á vegum Félagsmála- stofnunar og rýmum fækkað mikið frá því samningurinn var gerður árið 1970. Því væri ljóst að ekki væri unnt að standa við óbreyttan samn- ing af hálfu Reykjavíkurborgar og mælti félagsmálaráð með því að samningnum yrði sagt upp og að hann endurskoðaður. SIF: Áhyggjur vegua smáfiskadráps STJÓRN SÍF tók á fundi sínum á fimmtudag undir áhyggjur stjórnar LÍÚ vegna mikils smá- fiskadráps að undanförnu. SÍF styður aðgerðir til að sporna við þessari þróun. Stjóm SÍF stóð öll saman um ályktun þess efnis að styðja og taka undir áskorun stjómar LÍÚ um að Hafrannsóknastofnun leggi til við sjávarútvegsráðuneytið að stærri svæðum verði lokað til lengri tíma, þar sem þorskurinn elst upp og stækkuð verði friðuð svæði, þar sem þorskurinn hrygnir til að auðvelda hrygningu og hindra ofmikla sókn í hrygningarstofninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.