Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Króna með gati Og nú verð ég að fá að nöldra svolítið yfir sjónvarpsdag- skránni og nem þá fyrst staðar við endursýningar Stöðvar 2. OfhlœÖi? í bréfi sem birtist í Velvakanda síðastliðinn þriðjudag segir svo um endursýningar Stöðvar 2: „Nú finnst mér nóg komið. Ég er búinn að vera áskrifandi að Stöð 2 í fjóra mánuði og finnst nú tími til kominn að kvarta. í byijun lofuðu Stöðvarmenn að ætíð skyldu sýndar góðar og nýjar mynd- ir. Nýlega byijuðu þeir að endursýna myndir klukkan fímm. Var þetta mjög gott í fyrstu en þessar endur- sýningar eru komnar út í öfgar núna. Þið eruð famir að sýna allflestar myndir 4-5 sinnum. Má þar nefna Grease, Mask, Silent Reach, Top Secret og fleiri." Já, svo sannarlega er bréfritara mikið niðri fyrir og vissulega er ég sammála áskrifandan- um um að endursýningum verður að stilla í hóf. Ég tel hins vegar að end- ursýningar eigi fullan rétt á sér svo fremi þær eru á skikkanlegum út- sendingartíma, til dæmis á síðkveldi eða að degi til einsog reyndar hefir tíðkast á Stöð 2, en kollegamir á ríkissjónvarpinu hafa aftur á móti oftastnær hrúgað endursýnda efninu á besta sýningartíma einsog frægt er orðið, eða hvað finnst ykkur um það tiltæki að endursýna þáttinn um Sjötta skilningarvitið klukkan 22:15 síðastliðið miðvikudagskveld? En þótt ég sé þannig að mörgu leyti sáttari við endursýningar Stöðv- ar 2 en Ríkissjónvarpsins og þá einkum sýningartímann þá er ég býsna ósáttur við hvemig þeir Stöðv- armenn kynna endursýningamar á skjánum og í dagblöðunum. Lítum að gamni á þriðjudagsblaðið er birti Velvakandabréfíð. Þar auglýsir Stöð 2 rækilega með myndum og hvaðeina síðkveldssýningu bandarísku mynd- arinnar Hjartaknúsarinn er nefnist á frummálinu American Gigolo, en það gleymist alveg að geta þess að Gig- olóinn var hér endursýndur. Persónu- lega hefði ég vel getað hugsað mér að horfa aftur á þessa frábæru mynd og endursýningamar þjóna einmitt þeim tilgangi að gefa fólki kost á að sjá góðar kvikmyndir oftar en einu sinni, svo missa menn nú oft af bíó þá flóðbylgjan rís hæst. En er ekki rétt að láta líða svolítið lengur á milli endursýninga og taka svo skýrt og greinilega fram í dagskrár- kynningu að um endursýningu sé að ræða en ekki frumsýningu ein- sog ætla mátti af kynningu Gigo- lósins. Hér kunna ríkissjónvarps- menn vel til verka, þannig var fyrrgreindum þætti um Sjötta skiln- ingarvitið lýst svo í dagskrárkynn- ingu: 22.15 Sjötta skilningarvitið s/h. 2. (Búið er að endursýna þátt númer 1.) Spáspil. Endursýndur þáttur frá árinu 1975.“ Þannig á að kynna end- ursýnt efni af varfæmi svo að áskrifendur sjái að ekki er um frum- sýningu að ræða. Endursýnda efnið á þannig að falla svolftið í skuggann í dagskrárkynningu ekki síður en í sjálfri dagskránni. 23.10 Tókuði eftir þvf að fyrrgreindri endursýningu Ríkissjónvarpsins á öðmm þætti Sjötta skilningarvitsins lauk klukkan 23.10 og þá var bara eftir að sjónvarpa fréttum í dagskrár- lok. Mér skilst að Ríkisútvarpið fái í sinn hlut ríflega þúsund milljónir króna í ár og samt lýkur gjaman sjón- varpsdagskránni klukkan rúmlega ellefu. Hvert fer eiginlega milljarður- inn eða er hægt að ætlast til þess að menn dásami dagskrá er lýkur löngu fyrir miðnætti á endursýndu efni? Við skulum vona að pennastrik- ið hans Sverris lengi dagskrá ríkis- sjónvarpsins og þá væri svo sem allt í lagi þótt endursýnt efni á borð við Sjötta skilningarvitið hæfíst klukkan 23.10 en ekki mínútu fyrr. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Ríkissj ónvarpið: Salamandran ■I Salamandran, 25 bandarísk- “ bresk-ítölsk bíómynd frá árinu 1981 gerð eftir spennusögu Morris West, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndin gerist á Ítalíu nú á dögum. Dularfullur dauði hers- höfðingja, sem er hliðhollur nýfasistum, verður til þess að lögreglan fær veður af samsæri þeirra gegn lýð- veldinu. Leikstjóri er Peter Zinner en með aðalhlutverk fara Franco Nero, Anthony Quinn, Sybil Danning og Martin Balsan. © FÖSTUDAGUR 15. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Veröldin er alltaf ný" eftir Jóhönnu Á. Steingríms- dóttur. Höfundur lýkur lestrinum (10). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (17). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.10 Landpósturinn. Lesið úr forystugreinum landsmálablaða, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar a. „Vert Vert", forleikur og „Bátsöngur” úr „Ævintýrum SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 15. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. Sextándi þáttur. Sögumaö- ur: Örn Árnason. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. Þriðji þáttur. Teiknimynda- flokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýöandi: Guðni Kolbeinsson. 19.15 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjónarmenn: Guðmund- ur Bjarni Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Safnsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Derrick. Fyrsti þáttur í nýrri syrpu. Þýskur sakamálamynda- flokkur í fimmtán þáttum með gömlum kunningja, Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýöandi: Veturliði Guðna- son. 21.46 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Helgi E. Helgason. 22.15 Seinni fréttir. 22.25 Salamandran (The Salamander). Banda- rísk/bresk/ítölsk biómynd frá árinu 1981, gerð eftir spennusögu Morris West. Leikstjóri: Peter Zinner. Að- alhlutverk: Franco Nero, Anthony Quinn, Sybil Dann- ing og Martin Balsan. Myndin gerist á Ítalíu nú á dögum. Dularfullur dauði hershöfðingja, sem er hlið- hollur nýfasistum, verður til þess að lögreglan fær veður af samsæri þeirra gegn lýð- veldinu. Atriöi í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. Þýðandi: Dóra Hafsteins- dóttir. 00.10 Dagskrárlok. § 17.00 Hættustörf í lögregl- unni (Muggable Mary). Bandarísk sjónvarpsmynd með Karen Valentine, John Getz og Anne DeSalvo. Ein- stæð móðir fær starf í sérsveitum lögreglunnar til að sjá sér og sínum far- borða. Henni reynist erfitt að samræma spennandi starf og uppeldi sonar síns. § 18.30 Myndrokk. 19.05 Myrkviða Maja. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Helgin Hvernig verja Islendingar helgum sínum? Nota menn tímann til íþróttaiökana? Fara menn I bíó? Gefa menn sér tíma til að fylgjast með menningaratburöum stór- borgarinnar eða lands- byggðarinnar? Bíður stórhreingerning heima fyrir eða hvila menn sig bara eftir langa vinnuviku og horfa á Stöð 2? Fréttamenn ÚTVARP Spennumyndin Salamandran er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Hoffmanns" eftir Jacques Offenbach. Fílharmoníu- sveitin i Berlín leikur; Herbert von Karajan stjórn- ar. b. Austurrísk þjóðlög. Mar- got Lemke, Werner Hohmann, Rudolf Trott og fl. syngja með hljómsveitar- undirleik; Ludwig Mauels- hagen stjórnar. 17.40 Torgiö — Viðburðir helgarinnar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erl- ingur Sigurðarson flytur. 19.40 Náttúruskoöun. 20.00 Pianókvartett í A-dúr op. 26 eftir Johannes Brahms. Rudolf Serkin og Busch- kvartettinn leika. 20.40 Kvöldvaka a. Af Gísla sterka á Skata- stöðum. Gunnar Stefáns- mam Stöðvar 2 taka menn tali á götum úti og forvitnast um þetta atriði. 20.20 Spéspegill (Spitting Image). § 20.55 Hasarleikur (Moonlighting). Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Fyrirsætan Maddi Hayes og leynilög- reglumaðurinn David Addison elta uppi hættu- lega glæpamenn og leysa óráðnar gátur. Aðalhlutverk: Cybill Sheperd og Bruce Willis. Leikstjóri: Robert Butler. §21.45 Sumarið langa (The Long Hot Summer). Bandarisk mynd frá 1958, gerð eftir sögu William Faulkner. Stjórnsamur bóndi i suöurríkjum Banda- rikjanna veröur fyrir von- brigðum með veikgeöja son sinn. Hann býður ungum og hressum manni að búa á býli sínu og gengur hon- um i fööurstaö. Þetta fellur að vonum ekki i góðan jarð- veg hjá fjölskyldunni. Aðalhlutverk: Paul New- man, Joanne Woodward, Orson Welles, Lee Remick og Angela Lansbury. Leik- stjorn: Martin Ritt. § 23.40 Amerísku mynd- bandaverðlaunin (American Video Awards). Framleiðsla tónlistarmynd- banda stendur I miklum blóma og hafa þau viðtæk áhrif á kvikmyndagerö, tisku, auglýsingar og allan skemmtanaiðnaðinn. I þessum þætti er sýnd fimmta verölaunaafhending fyrir bestu myndbönd í Bandarikjunum. § 2.10 Myndrokk. 3.00 Dagskrárlok. son les úr Söguþáttum Stefáns Jónssonar á Hös- kuldsstööum. b. Hagyrðingur í Hafnarfirði. Auöunn Bragi Sveinsson fer með stökur eftir Konráð Júlí- usson. c. Póstferöir fyrir einni öld. Rósa Gisladóttir les þátt um Stefán Jóhannesson póst úr Söguþáttum landpóst- anna. 21.35 Sígild dægurlög 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Vísnakvöld. Gísli Helga- son sér um þáttinn. 23.00 Andvaka. Pálmi Matt-1 híasson sér um þáttinn. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. 1.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. 00.100 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 i bitið. Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggðinni og getraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 21.00 Merkisberar. Skúli Helgason kynnir tónlistar- menn sem fara ekki troönar sloðir. 22.05 Fjörkippir. Erna Arnar- dóttir kynnir dans og skemmtitónlist frá ýmsum tímum. 23.00 Hin hliðin. Rósa Ingólfs- dóttir sér um þáttinn að þessu sinni. 00.10 Næturútvarp. Gunnar Svanbergsson stendur vakt- ina til morguns. 2.30 Ungæði. Hreinn Valdi- marsson og Sigurður Gröndal senda hlustendum tóninn og láta flest flakka. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Stöð 2: Merkis- berar ■■i^H í þættinum Q1 00 Merkisberar & A — kynnir Skúli Helgason að vanda tónlist- armenn sem ekki fara troðnar slóðir. I þessum þætti verður leikið rokk og nýbylgjutónlist sem ekki heyrist oft í öðrum tónlist- arþáttum. M.a. verður leikið af plötum hljómsveit- anna The the, That petrol imotion, Proclaimers og Replacements en nýasta plata þeirra hefur fengið þá dóma að hún sé ein besta rokkplata sem út hefur komið á síðustu 15 árum. SYÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 07.00 —09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður Ktur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppiö allsráðandi, bein lina til hlustenda, af- mæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk i bland við tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00 —17.00 Þorsteinn Ás- geirsson á reftri bylgju- lengd. Þorsteinn spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistar- menn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavik síðdeg- is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 22.00—03.00 Haraldur Gisla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður Árnason leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA FM lt2,» FÖSTUDAGUR 15. maí 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 21.00 Blandaö efni. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.