Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Karlakór- inn Þrestir Karlakórinn Þrestir ásamt undirleikara, stjórnanda og einsöngvara. ________Tónlist Jón Ásgeirsson Karlakórinn Þrestir er elsti starf- andi karlakórinn á íslandi og rekur sögu sína aftur til ársins 1912. Sjötíu og fimm ár eru langur tími, þegar þess er gætt, að samtímis hafa orðið svo miklar breytingar á sviði tónlistar, að margt það sem þá var talið mikilvægt er nú álitið ónothæft, sérstaklega vegna auk- innar kröfu um kunnáttu og hæfni. Þá hafa auknir valmöguleikar og mikilfengleg fjölmiðlun dreift þátt- tökuaðilum og eðlilega vekja nýjungar miklu frekar athygli og búa betur hvað snertir mannahald en gamaldags stofnanir eins og karlakórar. Þrátt fyrir tilraunir til að halda í við tískurna virðist það gefa besta raun, að karlakóramir haldi sig við þá hefð er þeir spruttu upp úr á sínum tíma og þegar nútíminn hefur ofmett sig á nýjung- um, fá „gömlu og góðu lögin“ nýtt gildi og ferskleika. Þetta hefur þrá- faldlega komið fram á tónleikum karlakóranna, að „gömlu lögin" syngjast best og vekja mesta gleði hjá áheyrendum. Það kom sérlega vel fram á tón- leikum Karlakórsins Þrasta að íslensku karlakórslögin voru best sungin, lög eins og Úr útsæ rísa íslandsfjöll og Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson. Þá voru lög eins og Hrím eftir Friðrik Bjamason og Sefur sól hjá ægi eftir Sigfús Ein- arsson mjög þokkalega sungin. Til liðs við kórinn var mættur Kristinn Sigmundsson er söng einsöng í ís- lands er það lag eftir Björgvin Guðmundsson, Álfafelli eftir Ama Thorsteinsson og í þremur erlend- um lögum, Stádchen eftir Schubert, Agnus Dei eftir Bizet og Landsýn eftir Grieg. Um söng Kristins er óþarfi að ræða frekar, en að hann var mjög góður, sérstaklega í þrem- ur síðustu lögunum. Frumflutt var nýtt lag eftir Þor- kel Sigurbjömsson er nefnist Afmælissöngur Þrasta. Lagið er á margan hátt ágætlega hljómandi og lagrænt í gerð en trúlega í erfíð- ara lagi fyrir kórinn, sem enn hefur ekki náð valdi á þvf. Undirleikarar voru Bjami Jónatansson er studdi vel við söng kórsins og einnig Grett- ir Bjömsson, harmonikkuleikari, er lék með í nokkmm rússneskum þjóðlögum, sem vom ekki óþokka- lega flutt en allt of hamin. í þessum lögum hefði kórinn mátt syngja meira út eða með öðmm orðum syngja með fullum raddstyrk. Myndlist Bragi Ásgeirsson Allir þeir, sem að staðaldri sóttu heim sýningar SÚM-hópsins hér á ámm áður, munu kannast við nafn hollenzka myndlistarmannsins Pi- eter Holstein. Listamaðurinn tók þátt í ýmsum samsýningum og myndir hans höfðu dtjúg áhrif á ýmsar ungar listspímr, sem nú em þekktir lista- menn bæði hér heima og erlendis. Holstein er kennari við listaskóla í Hollandi og hefur kennt miklum fjölda íslendinga, er þangað hafa leitað til framhaldsnáms. íslenzkir nemendur hans munu famir að losa hálfa hundraðið á einungis áratug, sem gefur glögga mynd af streym- inu til Hollands. Og ekki nóg með það, því að maðurinn hefur dvalið hér í rúman mánuð og kennt við MHÍ í grafík- og nýlistadeild. í til- efni dvalar sinnar hefur Holstein fyllt húsakynni Nýlistasafnsins af myndverkum sínum og stendur sýn- ingin aðeins til 18. þessa mánaðar, sem er alltof stuttur tími, og er því sérstaklega minnt á það hér. Það er að sjálfsögðu meiriháttar Svo virðist sem stjómandi kórs- ins, Kjartan Siguijónsson, hafi hitt á þá leið er trúlega mun duga kóm- um til að reisa sig við, þó enn þurfi viðburður á myndlistarsviði þegar jafn ágætur hollenzkur nýlistamað- ur og velunnari íslenzkra lista- manna heldur sýningu hérlendis. Pieter Holstein er þroskaður listamaður, sem spilar á marga strengi í listsköpun sinni, jafnt á tækni- sem tjáningarsviði. Á sýn- ingunni í Nýlistasafninu sjáum við sýnishom af hinum einföldu og græskulausu myndum af úlfum er elta litlar saklausar stúlkur og fleira í þeim dúr, sem minnir á bamabóka- styrkara lið í fyrsta tenór, sem því miður er ekki aðeins vandamál hjá Þröstum einum. í heild var þokki yfir söng kórsins og var auðheyrt myndir og einnig er heill salur lagður undir nýjar sáldþrykks- myndir. Ég hef svo oft ritað um fyrr- nefndu myndimar þegar Holstein hefur átt myndir á samsýningum hér heima, að ég sleppi því í þetta skipti en eyði frekar dálitlu púðri f sáldþrykksmyndimar. Sáldþrykksmyndimar eru dálítið óvenjulegar sé tekið mið af tækn- inni, sem minnir um margt meir á dúkskurðarmyndir, að því leyti að að söngstjórinn hafði náð góðu sam- bandi við söngmenn kórsins, auk þess sem efnisskráin var klóklega saman sett. sérkenni sáldþrykksins er illgrein- anlegt. Eiginlega átti ég mjög erfitt með að greina hvaða grafísk tækni þetta væri og hallaðist jafnvel að steinþrykki, en fékk svo réttar upp- lýsingar hjá gæslumanni sýningar- innar, er ég kom þar öðru sinni. Það er þó aðal góðs grafíkers að menn sjái það á augabragði með hvaða tækni hann hefur unnið, en Pieter Holstein fer ekki troðnar slóðir hér frekar en í öðru og hann er einnig þekktur fyrir að mála ofan í grafískar myndir sem sumum þyk- ir mikil og gróf synd, en sem jafiivel Munch og fleiri snillingar frömdu ef sá gállinn var á þeim. Syndirnar eru jú fyrir hendi til að falla fyrir þeim líkt og Oscar Wilde sagði! En að slepptum öllum tæknihug- leiðingum eru þetta formsterkar myndir, sem afhjúpa næma tilfinn- ingu fyrir formi og hrynjandi, innbyrðis samspili forma og mynd- byggingu. Er ég ekki frá því að þetta sé athyglisverðasti hluti sýn- ingarinnar. Pieter Holstein hefur verðlagt myndir sínar mjög hóflega og þá einkum grafíkmyndimar, sé tekið mið af upplaginu og frægð hans. Einn er sá ljóður alvondur á sýn- ingunni að skoðendur fá enga pappíra eða skrá í hendumar og allar myndimar em ónúmeraðar, sem gerir okkur listrýnum erfitt um vik ef við viljum vitna til einstakra myndverka. Hér em engar afsakan- ir frambærilegar því að ástæðan er einfaldlega vítavert framtaks- leysi framkvæmdaraðila en lista- manninum ber að þakka sýninguna. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS' inr.M ihh bnRfiARRnN Hni Pieter Holstein Vorum að fá til sölu: Ný úrvals eign við Neðstaleiti með frábæru útsýni. Raðhús á tveimur hæðum með bílskúr 234,3 fm nettó. Ennfremur geymsla í risi um 40 fm. Á efri hæð eru 4 rúmg. svefnherb., bað, fatabúr og stór sjónvarpsskáli. Á neðri hæð, forstofa, eldhús með þvottahúsi og búri, baö, tvær saml. stofur og bilskúr. Svalir á efri hæð, verönd á neðri hæð. Teikn. og nánari uppl. afteins á skrifst. Á morgun, laugardag, auglýsum við nokkrar ALMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Ártúnshöfði Verslunarhúsnæði Nýtt ca 222 fm húsnæði á götuhæð í verslunarhúsi. Til afh. nú þegar. Skrifstofuhúsnæði ca 444 fm á 2. hæð með öllu sér. Hægt að fá keypt eða leigt allt að 200 fm verslunarhúsn. á götuhæðinni. Húsnæðið er tilb. u. trév. til afh. nú þegar. 26600 A_C- l_I- atttf pUJTa pan yJn nulUOtO & Auutuntrmti 17, *. 3U00 Þorsteinn Steingrímsson löflg tssteignasall ✓ TÓBAK Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Vom Gliick des Rauchens. Der Tabak und seine Geniisse. Mit einem Nachwort von Ingo Groth. Harenberg 1983. Nachdruck der „Tabak-Anekdoten". James Wilkinson: Tobacco. The facts behind the smokescreen. Penguin Special 1986. í bókinni „Vom Gluck des Rauch- ens“ er að finna §ölda umsagna frægra og kunnra þjóðhöfðingja, fursta, stjómmálamanna og lista- manna um tóbaksnautnina, bæði reyktóbaks og neftóbaks. Þessum ágætu mönnum kemur flestum saman um nauðsyn tóbaksnotkunar og þeirrar ánægju sem fæst með tóbaksnotkun. Flestir þessir menn reyktu meira og minna og margir þeirra tóku í nefíð, sumir notuðu hvort tveggja af mikili nautn. Með- al þeirra eru: Bismarck, Talleyrand, Raleigh, Byron, Friðrik II og fleiri og fleiri og yrði allt of langt að telja þá alla upp. Þó vantar hér ýmsa menn sem hafa margt fallegt sagt eða ort um tóbakið. Meðal þeirra er Jóhann Sebastian Bach, sem setti saman ágætt kvæði með lagi og sem birtist í „Klavier- buchlein fur Anna Magdalena Bach“ 1725. Þetta góða kvæði hef- ur verið þýtt á íslensku af Jóni Helgasyni (Kvæðabók 1986, bls. 143—145): Guðrækilegar umþenk- ingar við tóbaksreykingar, sem byija svona: „Ef tóbakspípu tek ég mína/og treð í hana vænum skammt/ hún annt sér lætur um að sýna/ mér eftirdæmi heilsusamt...“ Margar ágætar myndir eru í þessari bók, mannamyndir og myndir af tóbaksmerkjum hinna ýmsu tóbakstegunda. Mikill munur er á tóbakstegundum. Mikið af því tóbaki sem nú er á markaðnum er fremur léleg vara,_ en svo eru til ágætar tegundir. Urvalið er mikið þar sem verslun með tóbak er mönnum fijáls, en annað verður upp á teningnum, þegar einokunarversl- un ræður versluninni, þá er ekki hirt um vöruþekkingu né kröfur viðskiptamanna, magnsala lélegrar vöru gengur fyrir öllu, og ruddi einn er fluttur inn, eins og gerist nú hérlendis. Það gefur augaleið að hreint og vel valið tóbak er allt annað en ein- hver tóbaksruddi, sem ætlaður er fólki, sem hefur engan tóbaks- smekk og auk þess er slík vara sannarlega heilsuspillandi, svipað og lélegar matvörur og lélegir drykkir. James Wilkinson skrifar um tóbaksnotkun bók, þar sem lýst er afleiðingum tóbaksnotkunar á held- ur hrollvekjandi hátt. Talað er um hjartveiki, krabbamein og ýmsar aðrar afleiðingar og tekin afdráttar- laus afstaða gegn tóbaksnotkun. Það má vel vera að ýmsir þoli illa tóbak, ekki síst þeir sem eru veikl- aðir fyrir og reykja þar á ofan lélegt tóbak. Það er eins og með vínnotk- un, þeir sem ekki „drekka með decorum“, verða illa úti, einkum þeir sem sulla í sig bruggi og öðrum óþverra og þrælavíni. Þetta lið allt ætti hvorki að reykja né drekka. Þótt tóbakið verði mörgum til baga, þá er það ekki tóbaksnotkunin sem er hættulegasti mengunarvaldur nú á dögum. Þessir tóbakshatarar ættu að snúa sér að mun brýnni verkefn- um, sem er t.d. eiturmengun lofts og lagar, sem stafar af verksmiðju- úrgangi, stybbu frá bifreiðum og ofnotkun skordýraeiturs, og nú síðast mengun frá kjarnorkuverum. Sömuleiðis gætu þeir snúið sér að því að beijast gegn eyðingu fjöl- margra dýrategunda, sem nú er stunduð af manntegundum, sem telja sig vera að eyða sumum teg- undum í vísindalegum tilgangi. Það hefur litla þýðingu að prédika reyk- laus aldamót, þegar allt virðist benda til þess að þá verði mengun- in komin á það stig að þá skipti engu hvort menn reyki eður ei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.