Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Óbreytt rækjuverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á þriðjudag óbreytt verð á rækju fyrir tíma- bilið 1. maí til 30. september. Samkvæmt því er verð á rækju upp úr sjó 63 krónur á kUó fyrir 1. flokk, 52,50 fyrir 2. flokk, 45 fyrir 3. flokk og 20 krónur fyrir undirmálsrækju. Verðið var ákveðið með atkvæðum odda- manns og fulltrúa seljenda. Fulltrúar rækjukaupenda bókuðu ekki mótmæli, en annar þeirra, Jón Guðlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Marbakka hf, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir teldu þetta verð of hátt, þar sem markaðsverð fyrir bæði pillaða rækju og rækju í skel hefði farið lækkandi. Verð á pillaðri rækju væri nú um 2,80 til 3,40 pund, 180 til 218 krónur. Þá væri greiðslan í verðjöfnunarsjóð mönnum mikill þymir í auga og vildu allir framleið- endur leggja hann niður. Þessi greiðsla væri nú um 32 til 33 krón- ur á kíló að meðaltali. Menn teldu þessa engan veginn eiga rétt á sér, meðal annars vegna þess, að hún hefti menn í samkeppninni við aðr- ar þjóðir, sem ekki byggju við slíkt óréttlæti. Oddamaður yfímefndar að þessu sinni var Benedikt Valsson frá Þjóð- hagsstofnun. Fulltrúar kaupenda voru Ámi Benediktsson og Jón Guðlaugur Magnússon og fulltrúar seljenda Sveinn Hjörtur Hjartarson og Guðjón A. Krisijánsson. Morgunblaðið/Einar Falur Einar Hákonarson listmálari á milli tveggja verka sinna á sýningunni. Til vinstri er „Dávaldurinn" máluð 1987 og til hægri er „Lesið í hvitu bókinni" frá 1986. „Tilfinningar skipta meg- inmáli í allri listsköpun“ - segir Einar Hákonarson listmálari sem opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum á morgun íslensk menningararfleifð. „Það hefur oft verið sagt að lista- menn spegli sinn samtíma, hver á sinn hátt. Að mínum dómi eru það tilfinningamar sem skipta megin máli í allri listsköpun, þótt auðvitað komi þar einnig til kunnátta listamannsins og hugmyndaflug. Ég vona að með þessari sýningu takist mér að gefa sýningargestum hlutdeild í myndheimi mínum og tilfínn- ingum“, sagði Einar að lokum. „MANNESKJAN hefur verið mitt aðal- yrkisefni frá því ég lauk myndlistarnámi fyrir tuttugu árum og svo er einnig á þessari sýningu. Ég hef því nefnt sýning- una „Manneskjan í öndvegi“ enda fjalla Á sýningunni eru 77 olíumál- verk sem listamaðurinn hefur unnið við síðastliðin þrjú ár. „Ef hægt er að tala um einhverja sérstakar stílbreytingar í þess- um myndum frá fyrri verkum mínum er það einna helst að ég fæst meira við táknmál en oft áður,“ sagði Einar. „Þá hafa einnig orðið áherslubreytingar ég í þessum myndum mínum aðallega um fólk og daglegt líf þess,“ sagði Einar Hákonarson listmálari í samtali við Morgunblaðið, en hann opnar myndlist- arsýningu á Kjarvalsstöðum á morgun. ég um íslenskar aðstæður og fólkið í landinu eins og ég upp- lifí það, um íslenskan veruleika, þar sem ýmsir þættir mannlegs lífs leika gjaman stærsta hlut- verkið." Einar sagði að frásagnar- löngunin hefði alltaf verið ríkur þáttur í verkum sínum svo og á yrkisefninu í gegnum árin. Framan af málaði ég myndir, sem sýndu hlutskipti manneskj- unnar í vélrænum og oft fjandsamlegum heimi. Þær myndir voru oft með ádeilu- broddi og ekki sérlega alúðlegar sumar. Nú fjalla ég meira um manneskjur í daglegu umhverfí sínu. í þessum myndum fjalla Fimm íslenskir aðilar styrktir af Norræna menningarsjóðnum Bankamenn samþykkja FÉLAGSMENN Sambands íslenskra bankamanna hafa sam- þykkt nýgerðan kjarasamning sambandsins með tæpum 80% atkvæða, en atkvæðagreiðslan fór fram dagana 7. og 8. maí. Atkvæði féllu þannig að 2.520 samþykktu samninginn eða 78,65%, 621 greiddi atkvæði á móti eða 19,38%. Auðir og ógildir seðlar voru 63 eða 1,97%. A kjörskrá voru 3.490 og 3.204 greiddu atkvæði eða 91,81%. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burtfararprófstónleika föstudaginn 15. maí kl. 18.00 í sal skólans, Skipholti 33. Eydís Franzdóttir óbóleikari flyt- ur verk eftir Philidor, Poulenc, Seiber, Mozart og Britten. Flytjend- ur með Eydísi eru Anna Guðný Eydís Franzdóttir óbóleikari. Guðmundsdóttir, píanó, Kristín Stefánsdóttir, sembal, Kristín M. Jakobsdóttir, fagott, Hildigunnur Halldórsdóttir, fíðla, Margrét Hjaltested, víóla og Lovísa Fjeldsted, selló. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. NORRÆNI menningarsjóður- inn hefur veitt fimm íslenskum aðUum styrki til ýmissa verk- efna á sviði menningar og lista. Sjóðurinn, sem hefur það mark- mið að efla norrænt samstarf á sviði þróunar, kennslu og menningarmála, úthlutaði að þessu sinni rúmum fjórum millj- ónum danskra króna til 57 aðila á Norðurlöndum. Framlag Norræna menningar- sjóðsins samsvarar um tuttugu og flórum milljónum íslenskra króna og komu þar af í hlut íslendinga rúmlega 2 milljónir og 200 þúsund krónur. Stærsta framlag Norræna menningarsjóðsins að þessu sinni er vegna menningarviku á Grænl- andi og nemur tæpum 3 milljónum íslenskra króna. Menningarvikan er í tengslum við opnun Norrænnar stofnunar á Grænlandi. Þeir sem styrki hlutu hér á landi eru Námsgagnastofnun, sem veitt var um 320.000 krónur, vegna íslenskrar þýðingar á kennsluefni, íslandsdeild Félags norrænna for- varða, rúmlega 100.000 krónur, vegna ráðstefnuhalds, íslensk grafík, tæplega 750.000 krónur, vegna ráðstefnunnar Graphica Atl- antica sem haldin verður hér á landi í sumar, Norræna húsið, rúmlega 750.000 krónur, vegna bókmennta- Á sýningunni eru liðlega 200 ljósmyndir sem hlutu verðlaun í 9 efnisflokkum í alþjóðlegri sam- keppni blaðaljósmyndara. Sýning- in er nú haldin í þrítugasta sinn, en hefur verið þrisvar áður hér á íslandi. hátíðar í Reykjavík, og Höfundar- réttarfélag íslands sem úthlutað var rúmum 280.000 krónum vegna norrænnar höfundarréttarráð- stefnu sem haldin verður hér á landi í sumar. Á sýningunni er mynd eftir Ragnar Áxelsson, Ijósmyndara Morgunblajðsins, og var sú mynd meðal þeirra sem birtar voru í árbók „World Press Photo". Burtfararpróf s- tónleikar í dag Listasafn ASÍ: Síðasta sýningarhelgi á „World Press Photo ’87“ NÚ stendur yfir í Listasafni ASÍ fréttayósmyndasýningin „World Press Photo ’87“. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. maí nk. og er opin í dag kl. 16.00-20.00 og um helgina kl. 14.00-22.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.