Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Þvottakonurnar syngja við iðju sína Frá karnivalhátíð í Yermu Þjóðleikhúsið: YERMA- harmaKóð -síðasta frumsýning leikársins Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Yermu Morgunbiaðið/Ámi Sæbcrg ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld leikritið „Yermu,“ eitt af meistaraverkum spánska leik- skáldsins Federico García Lorca. Yerma er síðasta frumsýning yfirstandandi leikárs á stóra sviði Þjóðleikhússins og er þetta í fyrsta skipti sem þetta verk er leikið á íslensku Ieiksviði. Karl Guðmundsson, leikari, hefur þýtt leikinn, leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og öll tónlist er eftir Hjálmar H Ragnarsson. Leikmynd og búninga hefur Siguijón Jóhanns- son gert og lýsingin er í höndum Páls Ragnarssonar. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur hið stóra hlutverk Yermu og Signý Sæmundsdóttir, söngkona, fer með mjög veigamikið hlutverk sem aðal- söngvari sýningarinnar, en þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur fram í Þjóðleikhúsinu. Amar Jóns- son leikur eiginmann Yermu, Pálmi Gestsson leikur fjárhirðinn Viktor sem laðast að Yermu. Guðný Ragn- arsdóttir leikur Maríu vinkonu hennar og er þetta hlutverk frum- raun Guðnýjar á íslensku leiksviði. Guðrún Þ Stephensen leikur Þá gömlu guðlausu, Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk Dolores grasa- konu, Anna S Einarsdóttir og Anna Kristín Amgrímsdóttir em hinar óhugnanlegu mágkonur Yermu og Guðlaug María Bjamadóttir og Vil- borg halldórsdóttir leika Ungu konumar. Mikill fjöldi annarra leikara söngvara og dansara kemur einnig fram í sýningunni, enda er hið spænska sveitasamfélag í heild sinni mikilvægur þáttur í framvindu leiksins og nánast eins og hreyf- iafl, rétt eins og í fom—grísku harmleikjunum. Lorca kallar þetta leikrit „harm- ljóð“ og benti margoft á skyldleika þess við hina fom—grísku harm- leiki, þar sem örlög samfélagsins ráðast af örlögum einnar söguhetju. Verkið er samið skömmu áður en borgarastyijöldin á Spáni skall á og var í huga Lorca annað verkið í svonefndum alþýðuþrfleik. Hin verkin tvö í þessum þríleik em Blóð- bmllaup og Hús Bemörðu Alba. Selfoss: Rekstur Kaupfelags Arnesinga batn- aði um 40 Hagnaður mestur af Vöruhúsi KÁ, 17,9 milljónir Selfossi. AFKOMA Kaupfélags Árnesinga batnaði um rúmar 40 milljónir á siðastliðnu ári frá árinu á undan. Fjármunamyndun frá rekstri var um 22,3 milljónir og heildarvelta með söluskatti nam rúmum millj- arði. Hagnaður Vöruhúss KÁ var 17.9 milljónir en þá á eftir að draga frá sameiginlegan kostnað allra deilda og vexti. Heildar- launagreiðslur námu um 125,6 milljónum króna. Afskriftir kaupfélagsins námu 24 milljónum og Qárfest var fyrir 36.9 milljónir. Um 75% fjárfestinga voru fjármagnaðar með langtímal- ánum. Aðalfjárfestingin var kaup á verslun í Þorlákshöfn í stað eldri verslunar kaupfélagsins þar. Á fundinum var samþykkt að ráða félagsmálafulltrúa fyrir kaup- félögin á Suðurlandi og ef samstaða næðist ekki við hin kaupfélögin réði Kaupfélag Ámesinga sjálft félags- málafulltrúa í hálft starf. Stjóm kaupfélagsins hefur und- anfama mánuði unnið að því að milljomr selja gamla kaupfélagshúsið við Austurveg. í fréttabréfi kaupfé- lagsins fyrir aprfl segir Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri að sala gamla kaupfélagshússins sé gmndvöllur frekari stórra fjárfest- inga. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga frá Guðna Ágústssyni, ný- kjömum alþingismanni, og fleirum um að kannað væri hvort nauðsyn- lega þyrfti á því að halda að selja gamla húsið og hvort ekki þyrfti fljótlega á því að halda undir starf- semi kaupfélagsins. Þessi tillaga mun þó ekki hafa áhrif á tilraunir stjómar kaupfélagsins að selja gamla kaupfélagshúsið. Nýlega gerði stjóm kaupfélagins bæjarstjóm Selfoss gagntilboð um kaup bæjarsjóðs á húsinu, en bæjar- stjóm hafnaði því tilboði, sem var 49 milljónir í sjálft húsið og 6 millj- ónir í svonefnda Sigtúnslóð. Bæjarstjómin hefur sýnt áhuga á því að kaupa húsið undir skrifstofur bæjarins. En með því að hafna til- boðinu er öllum þreifingum hætt af hálfu bæjaryfirvalda um kaup á húsinu. Meðal verkefna sem framundan eru í uppbyggingu starfsemi kaup- félagsins eru bygging nýs verslun- arhúss á Stokkseyri og flutningur á skrifstofum yfir í nýja vömhúsið. í áðumefndu fréttabréfi kaupfé- lagsins nefnir Sigurður kaupfélags- stjóri að þróa þurfi og efla þann iðnað sem KÁ hefur þegar lagt undirstöðu að. Stjóm Kaupfélags Ámesinga er þannig skipuð að formaður er Þór- arinn Siguijónsson, aðrir í stjóm em Gísli Hjörleifsson, Gunnar Kristmundsson, Þorleifúr Björg- vinsson og Ardís Erlingsdóttir. yaramaður í stjóm var kosin Ágústa Ólafsdóttir. Fulltrúi starfs- manna er Hákon Halldórsson og varamaður hans Jón Ó. Vilhjálms- son. Þeir em fyrstu starfsmanna- fulltrúar í stjóm kaupfélagsins en samþykktir um það tóku gildi á aðalfundi 1986 Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gamla kaupfélagshúsið, sem unnið er að þvi að selja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.