Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAl 1987 Ríkisskuldabréf þurfa ekki að leiða til vaxtahækkunar - segir Tór Einarsson hagfræðingur - Innlendar „skuldir" íslenska ríkis- ins eru -5,6% af þjóðarframleiðslu. Inneignin nemur 7 milljörðum króna. spamður verður meiri fyrir vikið," sagði Tór. „Ég veit að ýmsir telja, að með útgáfu rfkisskuldabréfa hér á landi hafi boginn verið spenntur of hátt. En í því sam- bandi bendi ég mönnum á, að líta á hagtölur, sem eru órækasti vott- urinn í þessu máli. Á Ítalíu óg Belgíu eru ríkisskuldir yfir 100% af þjóðarframleiðslu. Þar er eink- um um að ræða innlendar skuldir í formi skuldabréfasölu. í mörgum öðrum Evrópulöndum eru ríkis- skuldir um eða yfír 50% af þjóðarframleiðslu. Hér á landi voru hreinar ríkisskuldir í heild 27% af þjóðarframleiðslu árið 1985. Þetta segir þó ekki nema hluta af sögunni. Erlendar skuldir rfkisins, og þá hef ég í huga ríkis- sjóð, ríkisfyrirtæki, sveitarfélögin Ríkissjóðshalli með skuldasöfnun innanlands: Stuðlar ekki að verð- TÓR Einarsson, hagfræðingur, telur, að útgáfa ríkisskulda- bréfa sé fýsilegri leið til að fjármagna hallarekstur ríkis- sjóðs en aðrar þær leiðir sem helst eru taldar koma til greina - að óbreyttum útgjöldum. Hann segist bera brigður á ríkjandi skoðanir um, að sam- keppni rfkisins við aðra aðila á skuldabréfamarkaði leiði til þess að vextir hækki og bendir á, að engar hagtölur sýni slíkt samhengi. Hallinn á fjárlögum rfkisins hefur mjög verið til umræðu upp á síðkastið og menn ekki verið á eitt 8áttir um áhrif hans. Tór Ein- arsson, sem er lektor við við- skiptadeild Háskóla íslands, sagði f samtali við blaðamann Morgun- ings, að þátttaka ríkisins á skuldabréfamarkaðnum, sam- keppni þess við aðra aðila sem eru að selja skuldabréf, leiði til þess að vextir hækki,“ sagði Tór. „Þessi skoðun hefur einnig verið vinsæl hér á landi, en ég held að hún hafí ekki við rök að styðjast Ég er raunar ekki einn um það sjónarmið meðal hagfræðing og okkur virðist önnur kenning álit- legri. Samkvæmt henni er Qár- lagahalli á hverjum tíma ávísun á skattheimtu sfðar meir. Kenningin segir, að þetta taki almenningur með f reikninginni þá hami áætlar útgjöld sín í framtíðinni. Með öðr- um orðum, að það myndist ein- faldlega spamaður á móti hallanum.“ „Ég geri mér vel grein fyrir MorgunbUðið/Þorkell bólgu, viðskipta- halla eða vaxtahækkun - sagði Tór Einarsson hag’fræðingnr Tveir hagfræðingar, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, og Markús Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands, og Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, svara hér á síðunni fyrirspurn- um blaðamanns Morgunblaðsins um afstöðu þeirra til sjónar- miða Tórs Einarssonar, hag- fræðings, á áhrifum fjármögn- unar ríkissjóðshalla með skuldasöfnun innanlands á verðbólgu, viðskiptahalla og vaxtaþróun (Morgunblaðið 12. mai sl., bls. 28). Tór Einarsson, hagfræðingur, setur fram það sjónarmið í viðtali við Morgunblaðið að útgáfa ríkis- skuldabréfa sé fýsilegri kostur til að fjármagna hallarekstur ríkis- sjóðs en aðrar tiltækar leiðir. Slík fjármöguun ríkissjóðhalla „hafí hvorki í för með sér verðbólgu né viðskiptahalla við útlönd...“. Tór vísar til kenningar, þessefnis, að „fjárlagahalli á hveijum tíma sé ávísun á skattheimtu síðar meir". Þetta geri fólk og fyrirtæki sér ljóst og leggi fyrir fjármuni, það „myndist einfaldlega sparnaður á móti fjárlagahallanum". Tór heldur því og fram að þó ríkið styrkji samkeppnisstöðu sína um innlent lánsfjármagn með ein- hverri hækkun vaxta á ríkis- skuldabréfum (í 7 til 7,5%) þýði það ekki „að vextir þurfi almennt að hækka fyrir vikið“. Skuldir brúi útgjöld og tekjur ríkissjóðs: Leiðir fyrr eða síðar í ógöngur - segir Steingrímur Hermannsson Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Veik rök fyrir ríkissjóðshalla í góðæri og þenslu - þó hann sé fjármagnaður innanlands „Ahrif halla á ríkissjóði á efna- hagslífið eru flókin og skoðanir hagfræðinga í því efni mjög skiptar“, sagði Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, aðspurður um skoðanir Thórs Einarssonar, hagfræð- ings, á fármögnun ríkissjóðs- halla með innlendum lántökum. „Líklega er þó það sjónarmið algengast að halli, sem má rekja til skattalækkunar í einhveiju formi, leiði til aukinnar neyslu. Áhrifin geta þó orðið mis- munndi eftir aðstæðum í efnhagslifinu. Ef atvinnuleysi er (framleiðslu- þættir ekki fullnýttir) getur framleiðsla aukist, en ef atvinna er meira en næg gerist annað tveggja: annars vegar geta áhrifin verið þau miðað við hefta fjár- magnsflutninga milli landa, að vextir hækki og fjárfesting einka- aðila minnki. Séu hins vegar litlar takmarkanir á fjármagnsflutning- um milli landa verða vaxtaáhrif óveruleg vegna fjárinnstreymis frá öðrum löndum, en viðskiptajöfnuð- ur versnar. Þessi hefðubundnu sjónarmið hafa mætti nokkurri gagnrýni á síðari árin, eins og Tór Einarsson bendir á, ekki síst af Robert Barro, sem er þekktur bandarískur hag- fræðiprófessor. í sem stystu máli er kjami kenningar hans, að ein- staklingamir skilji, að skattalækk- un nú hljóti að leiða til skatta- hækkunar síðar. Þess vegna aukist neysla ekki, heldur spari neytend- ur meira til þess að þeir eigi auðveldara með að greiða skatta sína síðar. Þessi skoðun er angi af „rational expectations", kenn- ingum um „skynsamar væntir" eða “ræðar væntir“. En í þessu felst að einstaklingar og fyrirtæki em talin grundvalla hegðan sína á skynsömum spám fram í tímann. Mér fínnst þessi skoðun ósennileg og hefí ekki séð neinar glöggar athuganir sem styrkja hana. Hins vegar er fróðlegt að velta þessum sjónarmiðum fyrir sér, bæði með tilliti til íslenskra aðstæðana og eins bandarískra, en þar hefur ríkissjóður verið rekinn með mikl- um halla á undanfömum ámm eins og kunnugt er. Við ríkjandi aðstæður í efna- hagslífínu tel ég ólíklegt að fjármagna megi halla ríkissjóðs með skuldabréfasölu á innlendum markaði, þannig að hvorki verð- bólga né viðskiptahlli aukist, eins og Tór Einarsson heldur fram. Án þess að fara út í miklar vangavelt- ur um þetta efni, má þó vissulega gefa sér fræðilegar forsendur, sem gætu rökstutt að þessi markmið næðust, t.d. með því að ganga út frá föstu gengi og heftum fjár- magnsflutningum milli landa. Fjármögnun halla á ríkissjóði við slíkar aðstæður fæli þó líklega í sér a.m.k. tímabundinn samdrátt í útflutningsatvinnuvegunum, sem leitt gætu til galdþrots og atvinnu- leysis, þar sem vænta má hækk- andi raungengis og vaxta, þó að hún gæti ef til vill gengið upp þegar til lengri tíma væri litið. Þess vegna dreg ég mjög í efa að pólitískar og þjóðfélagslegar for- sendur séu fyrir hendi til að framfylgja slíkri efnahagsstefnu til enda. I almennum atriðum tel ég veik rök fyrir því að reka ríkissjóð með halla í góðæri og þenslu, eins og einkennir íslenst atvinnulíf núna, þó að hann sé fjármagnaður innan- lands. Takmarkaður hallarekstur Ég er sammála Tór Einars- syni, hagfræðingi, um það, að þegar halli er á ríkissjóði þá er tvímælalaust skárra að fjár- magna hann með innlendri lántöku - ekki sízt þegar þensla er í þjóðarbúskapnum - en er- lendri. Ef hinsvegar samdráttur og atvinnuleysi gera vart við sig þá finnst mér erlend lántaka koma til greina. Þannig svaraði Steingrimur Hermannsson, for- sætisráðherra, m.a. fyrirspurn blaðamanns um kenningar Tórs Einarssonar, hagfræðings, um fjármögnun ríkissjóðshaUans. Ég á hinsvegar erfítt með að sjá almenning, sjálfan mig og aðra, fyrir mér svo framsýnan, að menn spari upp í væntanlega skatta (til að mæta ríkissjóðshall- anum um síðir), sem er hluti af kenningu Tórs. Sömuleiðis held ég að það hljóti í langflestum tilfellum að leiða til vaxtahækkunar ef ríkissjóður fer með mikla ásókn inn á hinn almenna ijármagns- markað og hækkar vexti til að ná meiri árangri. Það hlýtur að hafa einhver áhrif til hækkunar vaxta almennt. Fer að vísu eftir því, hve mikið fjármagn er í boði. Framboð og eftirspum hafa sín áhrif. Mikil eftirspum ríkissjóðs eykur jú á heildareftirspum. Ég held að það hljóti að skap- Steingrímur Hermannsson ast viss vítahringur þegar skuldir ríkis, eins og Italíu, em orðnar hærri en þjóðartekjur. Eftir því sem skuldir ríkisins aukast þá hækka vaxtagjöld ríkissjóðs sem enn eykur á fjármagnsþörf hans og lánsfjáreftirspum. Þannig get- ur myndast vítahringur. Svona fjármögnum á halla ríkis- sjóðs kemur vissulega til greina einhvem tfma, en hún hlýtur fyrr eða síðar að leiða I ógöngur, sagði forsætisráðherra að lokum. Spara skattgreiðendur upp í ríkis- sjóðshallann?: Get ekki sporðrennt þessari tilgátu - segir Markús Möller hagfræðingur „Ég kannast lauslega við þessa tilgátu, sem Thór nefnir, að skattgreiðendur spari þvi meira sem rikið sýnir meiri halla, og að þess vegna hækki halli ríkissjóðs ekki vexti“, sagði Markús Möller, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka íslands, aðspurður um þetta efni. „Eg hefi þó aldrei getað sporðrennt þessari tilgátu“. „Auðvitað væri það skynsam- legt fyrir fólk að spara meira þegar ríkissjóður er rekinn með halla, t.d. vegna óvenju lágrar skattheimtu, því skuldasöfnun ríkisins hlýtur að koma í bakið á skattgreiðendum, þótt síðar verði, a.m.k. ef raunvextir haldast já- kvæðir. Ég hefi þó aldrei getað sproðrennt þessari tilgátu. Hún gengur út frá því að almennir skattgreiðendur séu fullkomlega framsýnir, eða hagi sér að minnsta kosti eins og þeir væru það. Nú er það nokkum veginn á hreinu, að hinn almenni skattgreiðandi reiknar ekki út líklega skattbyrði mörg ár fram í tímann. Ég held því að til að gera slíkar framsýnist- ilgátur trúverðugar, þurfí menn að geta lýst einhverri þumalputta- reglu sem skattgreiðendur beita, reglu sem þeir sjá að gefst öðrum vel, reglu sem leiðir til þess að spara upp í væntanlega skatt- byrði. Eg þekki enga slíka þumalputtareglu. Ég þekki ekki þær hagrann- sóknir, sem Tór vísar til, nógu vel til þess að mynda mér skoðun á þeim. Þar snýist þó sitt hveijum, og það er alveg til í dæminu að Markús Möller tölfræu. '*'nsóknir geti ekki skorið úr um, h> ' ríkissjóðshalli og háir raunvextir fari saman, með þeim upplýsingum, sem liggja fyr- ir. Öll löndin, sem Tór vísar til, eru með tiitölulega opinn fjármagns- markað, og alþjóðleg peningamál eru afar snúið færðisvið, jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.