Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 19 Þórður Friðjónsson til skamms tíma getur þó byggst á gildum sjónarmiðum við slíkar aðstæður, ef með þeim hætti er unnt að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, eins og stefnt hefur verið að hér á landi að undanfömu með svonefndri kjarasátt - síðast í desember sl. Sérstaklega á þetta við, ef hallinn er ekki meiri en svo að hala megi þann slaka inn sem þannig er gefínn eftir í ríkisíjár- málum með viðráðanlegum hætti með aðhaldssamri peningastefnu. I þessu efni er aðalatriðið það aðhald að eftirspum í efnahagslíf- inu sem ríkisfjármála- og peninga- stefnan veita sameiginlega. Þegar hins vegar forsendur slíkrar kjarasáttar breytast, t.d. á þann veg að neysla og þjóðarút- gjöld verða meiri en að var stefnt, er rökrétt að endurskoða ríkis- fjármálastefnuna eins og aðra þætti efnahagsmála. ekki má láta afkomu ríkissjóðs verða einhvers konar afgangsstærð og fóma þannig tækifæmm til að ná með sem skilvirkustum hætti þeim efnahagslegu markmiðum sem höfð em að leiðarljósi. Þess vegna tel ég aðalspuminguna ekki vera, hvort fjármagna megi hallarekstur ríkissjóðs með útgáfu skuldabréfa án þess að vextir „þurfí“ að hækka umtalsvert (mín skoðun kom fram hár í byijun), heldur hvort sú leið geti talist skynsamleg og hag- kvæm fyrir þjóðarbúið við ríkjandi aðstæður“. þeim sem em þar sérfræðingar. Menn hafa þó bent á, að í Banda- ríkjunum sjáist þess ekki merki, að almenningur sé að spara upp í ríkishallann, því viðskiptahallinn er þar af sömu stærðargráðu og ríkissjóðshallinn. Hvað Belgíu og Ítalíu varðar (sem Tór nefnir einn- ig), þá era þetta lítil lönd miðað við þann alþjóðlega fjármagns- markað sem þarlend fyrirtæki hafa aðgang að; vaxtastig er þar þess vegna að mestu ákveðið á heimsmarkaði. Auk þess er ríkis- sjóðshalli þar líkast til stórlega ýktur, vegna þess að skuldin rým- ar á hveiju ári vegna verðbólgu. Þessi rýrnun er t.d. mjög mikil á Ítalíu nema allra síðustu misserin. Belgía og Italía leiða raunar hugann að ömggri leið til að koma í veg fyrir að ríkissjóðhallinn hækki vexti, og það er að opna fyrir erlendar lántökur. Fyrirtæki sem geta fengið lán með 3-5% raunvöxtum erlendis taka varla lán á 10% vöxtum hér, og eins er ríkissjóður að taka að láni afar dýrt fé nú þegar hjá kaupendum sjpariskírteina og lífeyrissjóðum. Eg efast þó um að menn leggi í að opna á þennan hátt, vegna ótta um að missa algérlega stjórn á innflutningi, og vegna þess að mönnum er ekki svo mjög á móti skapi að nota háa vexti til að draga úr ljárfestingargleði í augnablik- inu“. Ráðstefna um hjúkrunarmál- efni á Hótel Loftleiðum VÆNTANLEG er hingað til lands dr. Hildegard Peplau prófessor í hjúkrunarfræðum og heldur hún fyrirlestra á ráðstefnu um hjúk- runarmálefni sem haldin verður á Hótel Loftleiðum dagana 1.-3. júní nk. á vegum hjúkrunarsviðs geð- dcildar Landspítalans. Dr. Hildegard Peplau er kanadísk. Hún var prófessor við Rutgers Uni- versity í Kalifomíu en er nú komin á eftirlaun. Hún er þekktur fyrirles- ari og eftir hana hafa birst greinar um hjúkmn. Þekktust er hún fyrir bók sína „Interpersonal Relations in Nursing" (Samskiptatengsl í hjúkr- un), sem kom út árið 1952, en þar setur hún fram samskiptakenning- una og flallar um notkun hennar í tengslum hjúkrunarfræðings-skjól- stæðings. Þá er hún og þekkt fyrir skilgreiningu sína á kvíðakenning- unni. Dr. Peplau heldur þijá fyrirlestra á ráðstefnunni sem nefnast: „Að tala við sjúklinga", „Hugtök í hjúkmn" og „Stefnur í hjúkmn og hjúkmna- rmáíefni". í fylgd með dr. Peplau er Nancy Reppert öndunarþjálfí og heldur hún fyrirlestur um öndunarerfiðleika hjá sjúklingum. Fyrirlestramir verða fluttir á ensku. (Fréttatilkynning.) Samskráum erlendtíma- rit endur- útgefin KOMIN er út á vegum Lands- bókasafns íslands ný og endur- skoðuð útgáfa Samskrár um erlend timarit í íslenskum bóka- söfnum og stofnunum. Skráin er með svipuðu sniði og fyrsta út- gáfan (1978) og viðaukinn (1980). Alls 54 söfn leggja nú til efni i skrána og er samanlagður fjöldi tímarita þeirra 11.549. Af þeim eru 7.812 opin sem kallað er, þ.e. berast enn söfnunum. Fjöldi titla er hins vegar minni eða alls 8.461 þar sem sama ritið berst alloft í tvö eða fleiri söfn. Aðalum- sjónarmaður skrárinnar er dr. Þorleifur Jónsson bókavörður. Skráin er tölvuunnin og verður því framvegis hægara um vik að færa hana reglulega í nýrra horf. Þeir sem eignast vilja skrána geta keypt hana í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu eða pantað hana með því að skrifa eða hringja til Lands- bókasafns. Vorhappdrætti SÁÁ DREGIÐ ÍO. JÚNÍ Upplagmiða 100.000 VORBOÐEVN LJÚFISÁÁ Með einu handtaki er hægt að skipta skipta um spólu, en hún er rennd úr áli sem tryggir styrk og léttleika. Ambassadeur 800 létt og sterk en samt gædd einstökum eiginleikum. Tæknileg hönnun Abu Garcia kasthjólanna eykur þœgindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást Abu Garcia veiðihjól við allra hæfi. HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.