Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Morgunblaðið/Porkeli Sæbjörg, skip Slysavarnafélags íslands, leggur úr höfn í Reykjavík í gær. Við brottför Sæbjargar frá Reykjavík afhenti Jóhannes Sævar forsljóri Prófunar hf. Slysavamafélaginu að gjöf reykköfunartæki og líflínu. Þorvaldur Axelsson deildar- stjóri hjá SVFÍ tók við gjöfinni og á milli þeirra stendur Hann- es Þ Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins. Slysavarnafélag Islands: Sæbjörgu siglt til Vestmamiaeyja SÆBJORG, skólaskip Slysa- vamafélags íslands, lagði úr höfn í Reykjavík í gær áleiðis til Vestmannaeyja og þaðan er ferðinni heitið til Akureyrar þar sem skipið verður á meðan aðalfundi SVFÍ stendur. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri SVFÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að Sæbjörgin færi til Vestmannaeyja i tengslum við slit Stýrimannaskólans þar á laug- ardag. Þar verða einnig haldin tvö námskeið í öryggisfræðslu fyrir sjómenn og verður annað þeirra haldið um borð í Sæbjörginni. Sæbjörg leggur úr höfn í Vest- mannaeyjum 20. maí og heldur þá til Akureyrar en aðalfundur Slysavamafélags íslands verður þar 22. maí. Þar verða einnig haldin öryggisfræðslunámskeið fyrir sjómenn í tengslum við aðal- fundinn. Þetta er fyrsta ferðin sem Sæ- björg fer í, eftir að skipið komst í eigu Slysavamafélags Islands en þetta skip var áður varðskipið Þór. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Engin ástæða til ann- ars en að vera bjartsýnn - segir Hannes Hlífar Stefánsson sem er efstur með fullt hús vinninga „Dómar fyrir manndráp til- tölulega strang- ir hér á landi“ - segir Jónatan Þórmunds- son lagaprófessor „ÞETTA hefur ekki verið neitt sérstaklega erfitt hingað til og ég á sennilega eftir að tefla við þá bestu hér. En það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn með 4 vinninga," sagði Hannes Hlifar Stefánsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en Hannes er nú einn efstur á Heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri í skák sem haldið er í Austurríki. Að loknum fjórum umferðum hefur Hannes fullt hús eða 4 vinn- inga en þrír skákmenn em með 3,5 vinninga. „Taflmennskan hjá mér hefur batnað," sagði Hannes. Hannes Hlífar Stefánsson. „Fyrsta skákin var ekki nógu góð hjá mér þótt ég ynni hana en síðan hefur þetta gengið vel. Andstæð- ingar mínir hafa ekki teflt sérstak- Félag fasteignasala beitti sér tvívegis á tveimur síðustu ámm fyrir tilraunum til að lækka útborgunar- hlutfallið. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórólfur Halldórsson formaður félagsins að markaðurinn svaraði slíku greinilega ekki og ef eftirspum- in væri það mikil að seljendum væri stætt á að fara fram á háa útborgun breyttist ástandið ekki. En ef núver- andi lánakerfí gengi upp, þegar til lengri tíma væri litið, sagði Þórólfur iega vel og vom ekki sterkir nema Adams frá Bretlandi sem ég vann í 4. umferð." Hannes sagðist telja sína helstu keppinauta á mótinu vera Sovét- manninn Kamski og Bandaríkja- manninn Gureovic. Annars sagðist hann lítið sem ekkert þekkja til annara keppenda á mótinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tek- ur einnig þátt í Heimsmeistaramóti unglinga í skák og teflir í kvenna- flokki. Henni hefur ekki gengið sem best og hafði fengið 1,5 vinninga eftir 4 umferðir. Fimmta umferð mótsins verður tefld í dag en alls verðatefldar 11 umferðir á mótinu. fyrirsjáanlegt að á endanum myndi það leiða til lægra útborgunarhlut- falls því eftir áratug eða svo myndu menn almennt kaupa fasteignir og greiða 30-40% af kaupverði en eftir- stöðvamar væru yfirtekið lán frá Byggingasjóði ríkisins. Þórólfur sagði að aukin lán Bygg- ingarsjóðs hefðu haft þau áhrif að eftirspumarmyn8trið hefði breyst og nýir kaupendur keyptu nú stærri íbúðir en áður. Því væri eftirspumin „DÓMAR fyrir manndráp og al- varleg ofbeldisverk eru tiltölu- lega strangir hér á landi miðað við nágrannalönd okkar, þótt í öðrum málaflokkum séum við fremur mildir,“ sagði Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsi- rétti og forseti lagadeildar Háskóla íslands, er hann var spurður álits á þeim ummælum Guðrúnar Önnu Thorlacius í grein í Morgunblaðinu í gær, að í íslensku dómskerfi gætti mikill- ar samúðar í garð nauðgara og morðingja. í greininni segir Guð- rún Anna meðal annars: „Ég veit ekki eftir hveiju farið er þegar dæmt er„ en einhvern veginn finnst mér gæta mikillar samúð- ar bæði með nauðgurumn og morðingjum í dómskerfinu hér á landi, það sína dómarnir í gegn- um tíðina. I flestum tilfellum er náðun eftir nokkur ár og þá er ekkert til fyrirstöðu að þessir menn geti haldið áfram iðju sinni og lagt fleiri heimili í rúst.“ Jónatan sagði, að ef bomir væru saman dómar hér og í öðrum lönd- um mætti segja að almennt væru dómar hér á landi fremur mildir. Refsimat íslenskra dómsstóla, mið- að við þau refsimörk sem lögin setja, væru yfirleitt lág í flestum málaflokkum, nema helst í mann- drápsmálum. Jónatan benti ennfremur á að meðal almennings hér á landi gætti ákveðins tvískinnungs í viðhorfum til refsinga. Stundum væm uppi mjög háværar kröfur um þyngri refsingar, einkum þegar alvarleg mál kæmu upp á yfírborðið, en þess á milli væri talað um skaðleg áhrif þungra fangelsisdóma. „Að sjálfsögðu á ég hér ekki við vanda- menn fómarlambanna því maður getur ekki einu sinni sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli", sagði Jónatan. „Hins vegar þegar litið er á mál af þessu tagi, þegar ekki er talið sannað um ásetning, mest nú eftir 3-4 herbergja íbúðum og verð á þeim hefði hækkað tölu- vert, þó ekki umfram eðlilegt mark og raunar væri nær að tala um leið- réttingar í því sambandi því fa- steingaverð hefði verið orðið óeðlilega lágt. Þá væri greiðsluform- ið orðið öðmvísi því nú væri miðað við útborgun í tveimur stómm greiðslum á sama tíma og bygginga- sjóðslánin em greidd út í stað jafnra greiðslna yfir tímabilið. Þórólfur sagði hinsvegar að aðai- gallinn á íslenska húsnæðiskerfinu væri sá að ekki skuli vera gerð krafa um að eigið fé kaupenda væri ákveð- ið hlutfall af kaupverði íbúða, en fyrir kæmi að fólk fjármagnaði út- borgun í íbúðum eingöngu með lánum. þá gildir mjög mikilvæg regla um sönnunarbyrði ákæmvaldsins og hvað svo sem líður tilfínningum aðstandenda fómarlambsins, þá vita þeir auðvitað ekkert um hug- læga afstöðu brotamannsins. Dómstólamir verða hins vegar að láta sakbominginn njóta skynsam- legs vafa. Það er réttarregla sem gildir í öllum siðuðum löndum og er staðfest í öllum mannréttinda- sáttmálum. I þessu tiltekna máli geri ég ráð fyrir að vafi hafi verið talinn um ásetning og þar af leið- andi er sakbomingur ekki dæmdur fyrir manndráp af ásetningi heldur fýrir líkamsárás með manndráp af gáleysi sem afleiðingu. Miðað við þá niðurstöðu er þetta ekki óeðlileg refsing," sagði Jónatan. Hvað varðar framkvæmd dóma sagði Jónatan að síðan 1978 hefði verið meiri regla á allri refsifulln- ustu en áður var. Menn væru nú látnir taka út sína dóma, nema ef veikindi væm fyrir hendi eða aðra sérstakar ástæður. „Almennt er það svo varðandi líkamsársir og ofbeldisbrot, að menn sitja inni Vshluta refsitímans og fá reynslulausn á ’/a hluta nema að þeir eigi ódæmd mál. En menn sem fá langa dóma, sem er yfirleitt fyrir manndráp, fá yfirleitt reynslu- lausn eftir að hafa afþlánað helming dómsins. í þeim efnum hafa læknar og sálfræðingar haft áhrif, en þeir telja að þegar menn hafa setið í fangelsi lengur en 5 til 6 ár þá séu þeir búnir að vera og verði ekki annað en stofnanamatur eftir það. Þess vegna er það nú orðið talið ómannúðlegt að hafa menn lengur í fangelsi, en sem því nemur," sagði Jónatan. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri ekki sammála þeirri skoðun, sem fram kemur í grein Guðrúnar Önnu, að í íslensku dómskerfí gætti samúðar með brotamönnum í manndráps- málum og alvarlegum líkamsmeið- ingum. „Viðbrögð þessarar konu eru vissulega eðlileg og ég hef fulla samúð með henni. En löggjafinn verður að taka tillit til fleiri sjónar- miða og hvað varðar náðanir þá gilda þar ákveðnar reglur um reynslulausnir. í þessum efnum verða embættismenn að fara eftir þeim lögum sem þjóðfélagið setur, burtséð frá þeim skoðunum sem þeir annars kunna að hafa á rétt- mæti þeirra laga,“ sagði Hildigunn- ur. Flugmiði til Akureyrar í 6.056 kr. FLUG til Akureyrar fór úr 5.508 kr. í 6.056 krónur, við hækkunina sem heimiluð var i verðlagsráði í fyrradag, og er þá miðað við flugið báðar leiðir með flugvall- arskatti inniföldum. Flugfar á milli Reykjavíkur og Egilsstaða hækkar úr 7.342 krón- um í 8.074, til ísaijarðar úr 5.146 í 5.656 krónur og til Vestmanna- eyja úr 3.590 kr. í 3.944 kr. Flugvallarskatturinn er 18 krónur hvora leið. Fasteignamarkaðurinn: Hærri útborgfun með hærri lánum Nýja lánakerfið leiðir til lægri útborgunar með tímauum segir formaður Félags fasteignasala Útborgunarhlutfall á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur frekar hækkað undanfarið og ef um eftirsótLar 3-4 herbergja íbúðir er að ræða eru dæmi um að 80-90% kaupverðs og jafnvel allt verðið sé greitt út á kaupárinu. Venjulega hefur verið miðað við 70-75% útfoorgun á ár- inu. Byggingasjóður ríkisins lánar nú allt að 70% kaupverðs íbúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.