Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 27 Morgunblaðið/Júlíus sjálfu sér ekki ákvarða neitt um hugsanlega stjómarþátttöku Al- þýðubandalagsins. Þeir sem standa ' Svavari nálægt í Alþýðubandalag- inu segjast ekki í nokkmm vafa um það að Svavar muni styrkja stöðu sína á þessum fundi, þó ekki sé fyrir neitt annað en þá höfðunauð- sjm að hafa styrka, en ekki klofna forystu í flokknum. Það eigi ekkert endilega neitt skylt við það hvort menn telji að hann eigi að verða formaður áfram, eftir næsta lands- fund. Þeir segja einungis að það sé vaxandi skilningur fyrir því að staða hans verði að styrkjast. Þá heyrist það sjónarmið að ekki veiti Alþýðubandalaginu af tíma til þess að fara út í ýtarlega sjálfskoð- un. Það þurfi að undirbúa lands- fundinn mjög vel. Menn þurfi að átta sig á því hvaða línur eigi að leggja pólitískt séð og hveijar eigi að verða höfuðáherslumar. Síðan verði forysta flokksins valin í sam- ræmi við þá undirbúningsvinnu. Því væri óskysamlegt að hlaupa strax til og halda landsfund í júní eða júlíbyijun. Búist við hörðum árás- um á verkalýðsarminn Reiknað er með miklum umræð- um og deilum um tengsl verkalýðs- hreyfingar og Alþýðubandalags og telja menn að þá verði einkum ráð- ist að Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ. Kristín Á. Ólafsdóttir, vara- formaður Alþýðubandalagsins gaf tóninn í því efni í viðtali við Þjóð- viljann föstudaginn 8. mai sl. þar sem hún sagði m.a. að ASÍ-línan væri ein helsta ástæða ósigurs AI- þýðubandalagsins í alþingiskosn- ingunum. Hún segir að tengsl Alþýðubandalagsins og ASÍ hafí svo enn frekar verið undirstrikuð með því að velja forseta ASÍ í þriðja sæti Reykjavíkurlistans. Orðrétt segir Kristín í áðumefndu viðtali: „Þetta tel ég vera veigamestu ástæðumar fyrir kosningaósigri flokksins, en vissulega ekki þær einu.“ Það er ljóst að viðtal þetta í Þjóð- viljanum vakti mikla reiði meðal margra alþýðubandalagsmanna. Einn sagði að þama væri Kristín að blása á mjög árásargjaman hátt í herlúðurinn. En þeir sem tilheyra svonefndri „lýðræðiskynslóð" Al- þýðubandalagsins segja aftur á móti að Kristín hafí sagt það sem segja þurfti í þessu viðtali, silkium- búðalaust. Annar alþýðbandalags- maður sagði: „Ég sé ekki hvemig svona tiltölulega lítill flokkur, sem byggir á ekki mjög víðsýnni ídeó- lógíu, á að geta rúmað jafn gífur- lega mismunandi viðhorf og em við lýði í þessum flokki." Þjóðviljinn reynir markvisst að gera menn tortryggilega Sami maður segir um Þjóðviljann og hans málflutning: „Þjóðviljinn hefur verið mjög neikvæður í af- stöðu sinni til alls. Það eina sem hann hefur kannski getað skrifað jákvætt um, er laxeldi og kynlíf laxa! Meðferð Þjóðviljans á málum er svo neikvæð, að það er eins og allt sem hér gerist sé fyrir neðan frostmark." Annar alþýðubandalagsmaður bendir á markvissan „fréttaflutn- ing“ Þjóðviljans að undanfömu, þar sem reynt er að gera hvers konar viðræður alþýðubandalagsmanna við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk tortryggilegar. „Það er auðvitað verið að reyna að gera þetta að engu, og það með markvissum hætti,“ segir hann, og er þá að vísa til umræðna um sameiningu A- flokkanna og þátttöku Alþýðu- bandalags í viðraaðum um nýsköpunarstjóm. Alþýðubandalagsmaður úr verkalýðsarmi flokksins sagði um þau átök sem framundan eru, á miðstjómarfundi og í flokksstarfí fram á haust: „Það er ljóst að það verður hart barist, en ég held að enginn þeirra sem var í fremstu sætunum nú í kosningunum, í þeim kjördæmum sem töpuðu hvað mest, sé sterkur í flokknum í dag. En þó held ég að ólafur Ragnar sé sterk- ari en margir aðrir, án þess þó að hann hafí neina yfirburðastöðu, eins og málum er nú komið." Þá er ljóst af máli þeirra sem einkum hafa tengst verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins, að þeir munu ekki koma fram sem ein fylking á þessum fundi, heldur munu þeir sem tilheyra Dagsbrún telja sig hafa nokkra sérstöðu, þar sem þeir hafí skorið sig úr í kjarabaráttunni á liðnum árum og verið róttækari í baráttu sinni en ASÍ-armurinn. Því sé viðbúið að menn muni einkum beina spjótum sínum að Ásmundi Stefánssyni. Telja að Alþýðubanda- lagið eigi engan til þess að taka við af Svavari Ásmundur mun vera einn helsti talsmaður þess að Svavar gegni áfram formennsku í Alþýðubanda- laginu. Hann og fleiri munu vera þeirrar skoðunar, að í þessari stöðu eigi Alþýðubandalagið engra kosta völ. Það sé í raun enginn fær um að taka að sér formennskuna nú. „Það er enginn annar í stakk búinn að fara í fötin hans Svavars, og gera það sem gera þarf. Það er til- tekin uppdráttarsýki sem hijáir flokkinn um þessar mundir," sagði einn forystumaður flokksins. Sumir benda á að verði niður- staðan sú að Svavar sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður, þá sé eini maðurinn sem komi til greina að setjast í formannsstólinn, a.m.k. um stundarsakir, Ragnar Amalds. Hann er þó ekki talinn hafa mikinn áhuga á því starfí og auk þess hvorki talinn hafa getu né nennu til þess að reisa þennan flokk úr þeirri öskustó sem hann nú er í. „Það segir kannski sína sögu um Ragnar, að hann fór til útlanda, fjórum dögum eftir kosningar, og nú er hann að kynna sér leikhúslíf í London, á meðan allt logar í innan- hússátökum hjá okkur," sagði alþýðubandalagsmaður. Aðrir sem hugleiða af alvöru möguleikann á nýsköpunarstjóm em ekki ýkja hrifnir af því að Ragnar setjist í formannsstólinn. Hann sé slíku stjómarmynstri algjörlega andvíg- ur, „enda er hann einn af framsókn- armönnunum í þingflokki okkar," sagði framámaður úr Alþýðubanda- laginu. Skiptar skoðanir um sameiningu A-flokk- anna og ríkisstjórnar- þátttöku Miðsijómarmenn gera sér vonir um að fundurinn í Borgarfírði verði opinskár og skoðanaskipti verði hreinskiptin. Vonast þeir til þess að skýringar á fylgishmni Alþýðu- bandalagsins kristallist á þessum fúndi, þannig að flokksmenn fái gott veganesti til þess að vinna úr, fram að landsfúndi. Viðmælendur úr mismunandi fylkingum Alþýðubandalagsins em ekki sannfærðir um að niðurstaða miðstjómarfundarins verði með svo afgerandi hætti, að ljóst verði hvort flokkurinn hefur hug á að reyna stjómarmjmdun með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki. Vissulega er búist við umræðum um það mál, en menn eiga ekki von á neinni afgerandi niðurstöðu. Þá er einnig búist við umræðum um þann mögu- leika sem reifaður hefur verið í fjölmiðium upp á síðkastið, þ.e. sammna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Em mjög skiptar skoðanir um þetta hvom tveggja, en þó mun meirihluti miðstjómar vera því andvígur að sammni A- fíokkanna verði að raunvemleika í bráð. Það sé miklu fremur verkefni næstu ára að kanna hvort þar sé um raunhæfan möguleika að ræða. Er þá rætt um að ná saman í einn flokk því fólki sem kallar sig vinstri sinna, félagshyggjufólk og jafnað- armenn. Er þá jafnframt bent á, að ef slíkar vangaveltur verði alvar- legar og miklar, þá hljóti Kvenna- listinn að koma inn í þá mynd. Þeir sem em hvað andvígastir stjómarþátttöku í Alþýðubandalag- inu telja að Sjálfstseðisflokkur og Alþýðuflokkur hafi ekki sýnt áhuga á samstarfi við Alþýðubandalagið, með neinum málefnalegum tilboð- um, sem séu bitastæð og því sé ekkert sem mæli með samstarfí Alþýðubandalags við þessa flokka í ríkisstjóm. Svavar gerir sig ólík- legan, en heldur mögoileikanum opnum Afstaða Svavars til stjómar- mjmdunarviðræðna með Sjálfstæð- isflokki og Alþýðuflokki er nokkuð tvíræð, eftir þvi sem nánir sam- starfsmenn hans segja. Þeir benda réttiiega á að Svavar hafí lýst sig andvígan því að Alþýðubandalagið gerist aðili að stjóm. Á hinn bóginn hafí hann haldið þessum möguleika opnum, með því að árétta að á þessu stigi eigi Alþýðubandalagið að vera utan stjómarmyndunarviðræðna, en sú staða geti breyst. Þetta segi hann m.a. vegna þess að staða hans sjálfs sé enn óljós innan Alþýðu- bandalagsins og vegna þess að Alþýðubandalagið þurfí fyrst og fremst að huga að innri uppbygg- ingu, áður en það geti talist sijórn- hæfur flokkur. Þeir úr flokksforystunni sem gætu hugsað sér að rejma stjómar- myndun með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki segja aftur á móti, að ef vilji sé fyrir hendi, þá ættu þess- ir þrír flokkar að geta komið saman viðunandi málefnasamningi. Það sem hái Alþýðubandalaginu í því sambandi sé hversu tvístígandi for- ystumenn flokksins séu og hversu skiptar skoðanir séu varðandi stjómarþátttöku Aiþýðubandalags- ins. Það geri stjómarþátttöku flokksins mjög erfiða, alveg burtséð frá því með hvaða flokkum starfa ætti. „Steingrímur hefur fengið að stela senunni umof“ Einn viðmælandi sagði: „Ég hygg að Sjálfstæðisflokkur sé að fjar- lægjast Steigrím. Mér fínnst Steingrímur hafa gengið helst til langt í því að stela senunni varð- andi það sem gert hefur verið. Svo hefur hann leyft samstarfsflokki sinum og öðrum aðilum, eins og aðilum vinnumarkaðarins að engj- ast sundur og saman í hjólfarinu. Steingrímur hefur passað sig á því að vera ekki inni í umræðunni um það sem miður hefur farið, og hann hefur komist upp með það. Sjálf- stæðisflokkurinn getur því ekki farið í ríkisstjóm undir forsæti Steingríms, með eitthvert þriðja hjól undir vagninum. Þar með væri búið að æviráða Steingrím sem landsföður. Ég tel aftur á móti að Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag geti komið sér saman með því að sameinast um það sem kjamapunkt í verkefnum næstu ijögurra ára, að snúa við þeirri þró- un sem orðið hefur á landsbyggð- inni, oggera byggðamál að aðalmáli næstu ríkisstjómar. Ég held að Steingrím langi mjög í þetta verk- efni og hann vilji með því kvitta fyrir gamlar syndir. Allir sjá hins vegar að það er höfuðnauðsyn að taka til hendinni í byggðamálum og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að lejrfa Steingrími að stela senunni í þessu máli líka. Sjálfstæðisflokkurinn með okkur og krötum gæti á hinn bóginn tek- ist á við þetta verkefni og snúið við þeirri þróun sem orðið hefur í at- vinnu- og þjónustuþróun víða um land.“ Þessi viðmælandi og fleiri, virð- ast telja að það sé lífsspursmál fyrir Alþýðubandalagið að komast í ríkis- stjóm og fá að sýna að í því búi eitthvað. Þeir segjast á hinn bóginn gera sér fulla grein fyrir því, að þetta sé ekki meirihlutasjónarmið f flokknum, þessa dagana. Verður óviðræðuhæf- ur, ósamstarfshæfur, óstjórnhæfur, vegna rjúkandi innri rústa Með hliðsjón af ofangreindu, er afskaplega ólíklegt að Alþýðu- bandalagið verði í stakk búið til þess að koma inn í sijómarmjmdun- arviðræður á næstu vikum eða mánuðum. Svavar er í raun fallinn á tíma, og allur flokkurinn með honum, þar sem slík óeining hijáir innviði flokksins, að hann hlýtur að teljast óviðræðuhæfur, ósam- starfshæfur og enn fremur óstjóm- hæfur, vegna innra ástands. Það er því fátt sem bendir til annars, en að þrautalendingin verði sam- stjóm Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, verði á annað borð mynduð þriggja flokka ríkissljóm hér. Það fæst að öllum líkindum ekki úr því skorið fyrr en eftir margra vikna viðræður og makk, sem er ekki einu sinni hafíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.