Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 29 „ Allt vitlaust“ á Broadway: Uppselt á 24 sýningar frá miðjum mars SÝNINGIN „Allt vitlaust“ sem sett var á svið í veitingahús- inu Broadway um miðjan mars hefur notið mjög mikiila vinsælda og ekkert lát er á aðsókninni að sögn Björgvins Halldórssonar, framkvæmdastjóra í Broadway, en hann er jafnframt einn af aðalsöngvurum sýningarinnar ásamt Sigríði Beinteinsdóttur, Eiríki Haukssyni og Eyjólfi Krisljánssyni. Sagði Björgvin að uppselt hefði verið á 24 sýningar frá því að skemmtunin hóf göngu sína í marsmánuði síðastliðnum. „Viðtökurnar hafa verið ótrú- um, hljómsveit, dönsurum og lega góðar og má segja með sanni tækniliði. Þarna eru flutt 60 lög að sýningin beri nafn með rentu," sagði Björgvin. „Þetta er um- fangsmesta sýning sem sett hefur verið á svið í Broadway og í henni taka þátt 35 manns, með söngvur- og lagabrot frá gullárum rokks- ins, frá 1955 til 1962. Þetta er eins konar söngleikur með að- gengilegum söguþræði og villtri músík og er söguþráðurinn að Söngsveitin BEES: Eiríkur, Björgvin, Eyjólfur og Sigga. miklu leyti túlkaður með dönsum. Það er 17 manna dansflokkur sem ber heitið „Rokk í viðlögum“ er annast þann þáttinn og flutningur laganna er svo í höndum söngva- ranna „BEES“, þ.e. Björgvins, Eiríks, Eyjólfs og Siggu, og hljóm- sveitarinnar Birds.“ Björgvin sagði að sýningin yrði í Broadway út maímánuð að minnsta kosti og ef til vill lengur ef aðstæður leyfðu. „Við viljum gefa sem flestum kost á að sjá þessa sýningu, en nú þegar hafa um 12 þúsund manns séð hana þótt við höfum ekki byrjað fyrr en um miðjan mars. Hins vegar breytist skemmtanamunstrið oft yfir sumartímann og við verðum því að sjá til“. Björgvin sagði að ákveðið hefði verið að setja upp nýja sýningu á Broadway í haust þar sem KK-sextettinn yrði tekinn fyrir. Morgunblaðið/Einar Falur Laddi bregður upp ýmsum þekktum svipum í sýningunni á Sögu og hér ræðir Halli við góðkunningja okkar, Magnús Laufdal. Þórscafé: Grínveislan fær góðar undirtektir „GRÍNVEISLA ársins“ er nafn nýs Þórskabaretts í veitingahúsinu Þórscafé, sem hóf göngu sína i byrjun maí, en þar koma við sögu háðfuglarnir Sigurður Sigurjónsson, Orn Arnason og Karl Ágúst Úlfsson, auk Ómars Ragnarssonar, sem verið hefur fastur skemmtikraftur í Þórkabarett í vetur. Að sögn Rúnars S. Birgis- sonar, markaðsstjóra í Þórscafé, hefur „Grínveislan“ hlotið mjög góðar undirtektir, og verður hi Þórskabarett hóf göngu sína í janúar síðastliðnum og sagði Rúnar að viðtökur hefðu verið mjög góðar. „Til að tryggja fjöl- breytni í kabarettnum var sú stefna tekin strax í upphafi að breyta til varðandi skemmtikrafta með vissu millibili", sagði Rúnar. „Fyrstu mánuðina vorum við með erlenda gestakemmtikrafta og þá byggðist skemmtunin aðallega upp á söng og hljóðfæraslætti með léttu ívafi. Við ákváðum því í þriðja og síðasta hlutanum að slá á lauflétta strengi og efna til „grínveislu ársins" og fengum til liðs við okkur „Spaugstofuliðið". sýnd út maímánuð. þá Sigga Siguijóns, Örn Árna og Karl Agúst. Fullyrða má að þeir félagar fara á kostum, að ógleymdum Ómari Ragnarssyni og undirleikara hans, Hauki Heið- ari, sem eru með alhressasta móti þessa dagana", sagði Rúnar. „Ekki má heldur gleyma fram- lagi hljómsveitarinnar Santos, sem leikur undir í kabarettinum, og svo fyrir dansi á eftir ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnars- dóttur. Hljómsveitin hefur verið hjá okkur síðan í september og hefur notið mikilla vinsælda, hald- ið uppi góðri stemmningu og náð vel til fólksins," sagði Rúnar enn- Hátt í 20 þúsund manns hafa séð Ladda á Sögu „ÞETTA hefur gengið mjög vel hjá okkur og lauslega áætlað hafa á milli 18 til 20 þúsund manns séð sýninguna frá því við frumsýndum í janúar síðastliðnum,“ sagði Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri á Hótel Sögu, er hann var spurður um sýn- ingu Ladda og félaga, sem sýnd hefur verið i Súlnasalnum í vetur. Wilhelm sagði ennfremur að upppantað væri á sýninguna á föstudags- og laugardagskvöldum út maímánuð. Auk Ladda koma fram í sýning- unni leikararnir Edda Björgvins- dóttir og Eggert Þorleifsson, að ógleymdum Halla, dönsurum og hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar. Að sögn Wilhelm Wessman hafa undirtektir gesta verið mjög góðar og verður sýningin allar helgar í maímánuði, enda uppant- að, og ef til vill eitthvað áfram. „Reynslan hefur hins vegar sýnt, að þegar komið er fram yfir 17. júní dettur botninn úr skemmtanahaldi af þessu tagi enda landsmenn þá komir í sum- arskap og því verður sýningum á Ladda og félögum væntanlega hætt þegar komið er fram í júní“, sagði Wilhelm ennfremur. „Þó er hugsanleg að við skjótum inn aukasýningum fyrstu tvær hel- gamar í júní. Að öðru leyti verður sumarið hjá okkur með hefð- bundnu sniði. Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar fer í sumarfrí eftir 20. júní og þá kemur inn hljómsveitin Klassík frá Keflavík. Síðan verðum við með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar um mitt sumar og því næst hljómsveit Grétars Örvarssonar fram á haust, þangað til Maggi kemur aftur. í haust verðum við væntan- lega með einhveija skemmtidag- skrá í einn til tvo mánuði, eða þangað til við setjum upp nýja stórsýningu fýrir næsta vetur“, sagði Wilhelm Wessman, fram- kvæmdastjóri á Hótel Sögu. Háðfuglarnir Sigurður Sigutjónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson komu til liðs við Þórskabarett í byijun mai og bjóða þar til „Grínveislu ársins“ ásamt Ómari Ragnarssyni, Hauki Heiðari og hljómsveitinni Santos. fremur. Hann sagði að samkvæmt viðtekinni hefð væri ekki boðið upp á sérstök skemmtiatriði fyrir matargesti yfir sumarmánuðina. „Við munum því væntanlega hætta sýningum á Þórskabarett um mánaðamótin auk þess sem ráðningartími hljómsveitarinnar Santos rennur út 1. júní. Hljóm- sveitin Pónik hefur verið ráðin í Þórscafé í júní og verður það síðasti mánuðurinn, sem hljóm- sveitin leikur saman í núverandi mynd, en þeir félagar hafa starfað saman um árabil og notið mikilla vinsælda svo sem kunnugt er,“ sagði Rúnar S. Birgisson, mark- aðsstjóri í Þórscafé. Félag opin berra starfs manna á Austurlandi stofnað Egilsstöðum FÉLAG opinberra starfsmanna á Austurlandi var stofnað á Egils- stöðum 10. maí sl. Félagið er hagsmunafélag opinberra starfs- manna á Austurlandi og er starfssvæði þess allt Austurland að Neskaupstað og Höfn í Homa- firði undanskildum, en þar era hliðstæð félög starfandi. Til-- gangur félagsins er að vera í forsvari við gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn og gæta hags- muna þeirra í hvívetna. I fyrstu stjórn félagsins voru kjörin Hreinn Halldórsson, Egils- stöðum, formaður, Jóhann Svein- bjömsson, Seyðisfirði, gjaldkeri og Ingibjörg Halldórsdóttir, Eskifírði, ritari. Að sögn Hreins Halldórsson- ar vom stofnfélagar 80 manns og fleiri munu bætast við á næstu dögum. Stjóm félagsins ásamt samninganefnd hefur þegar hafið undirbúning að gerð kjarasamnings fýrir starfsmenn sveitarfélaga á Áusturlandi og að samræma kjör þeirra. > — Björn Morgunblaðið/Björn Sveinsson Hreinn Halldórsson, formaður Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi. Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá nýjum umferðarljós- um í Reykjavík var sagt að kveikt yrði á tveimur þeirra á laugardag- inn næstkomandi. Hið rétta er að kveikt verður á þremur umferðar- ljósum þennan dag, þ.e. umferðar- ljós á Elliðavogi á móts við DAS, á Lönguhlíð við Háteigsveg og á gatnamótum Ármúla, Síðumúla og Vegmúla. GENGIS- SKRANING Nr. 89 - 14. maí 1987 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi Dollari 38,570 38,690 38,960 St.pund 64,366 64,566 62,743 Kan.dollari 28,808 28,898 29,883 Dönskkr. 5,7122 5,7299 5,71370 Norskkr. 5,7709 5,7889 5,7214 Sænskkr. 6,14% 6,1687 6,1631 Fi. mark 8,8413 8,8688 8,7847 6,47777 Fr.franki 6,4364 6,4564 Bolg. franki 1,0360 1,0392 1,0416 Sv. franki 26,1226 26,2039 25,8647 Holl. gvllini 19,0624 19,1218 19,1074 V-Þ. mark 21,4809 21,5477 21,5725 ft. lira 0,02968 0,02977 0,03026 Austurr. sch. 3,0557 3,0652 3,0669 Port. escudo 0,2772 0,2780 0,2791 0,3064 Sp.pesetí 0,3066 0,3075 Jap.yen 0,27528 0,27614 0,26580 írsktpund 57,444 57,623 57,571 SDR (Séret.) 50,2449 50,4012 49,9815 ECU, Evrópum. 44,6332 44,7721 44,7339 Belg. fr.Fin. 1,0303 1,0335

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.