Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 34
'tfóáéíÍNBÍÁÐÍÐ, Fö¥íÖÖAÖUR Í5.VMAf íé'87 34 Verðugt verkefni — oft var þörf en nú er nauðsyn eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur Areiðanlega hefur engin kynslóð „lifað tvenna tímana" í jafn ríkum mæli og sú er sleit sínum barnsskóm á fyrsta íjórðungi aldarinnar. Síðan þá virðist mannlífíð að flestu leyti gjörsamlega hafa skipt um stakk og ásýnd, einkum þó tvo síðustu áratugina gengið í gegnum byltingu sem ekki varð umflúin en má aðlaga og umbæta. Og hvergi hefur þessi bylting orðið augljósari og áhrifarík- ari en hjá dætrum þessa lands, kvenþjóðinni. Margt er þar enn ekki fullmótað og í deiglunni, en margt hefur þó vissulega breyst og áunn- ist til bóta, sérstaklega hefur mörgu nú á seinuðu árum skilað áfram til raunverulegas frelsis og jafnréttis, einkum á sviði hvers konar fræðslu og menntunar, svo og í starfsvali kvenna og þátttöku þeirra í ýmis- konar starfí sem enga konu hefði dreymt um að fá aðgang að fyrir 30 árum. Skýrasta dæmið um þessa breytingu er ef til vill sú staðreynd að síðastliðið ár sóttu fleiri konur háskólanám en karlar. Af skiljanlegum ástæðum hafa konur þó fram að þessu að miklum meirihluta sótt inn á þær mennta- brautir er helst skila þeim áfram til þeirra starfsgreina sem að einhveiju leyti eru tengdar eða skyldar hinum gömlu hefðbundnu kvennastörfum svo sem í fósturstörf, kennslu eða hjúkrun. Hins vegar hafa þær enn sem komið er miklu síður sótt fram á stjómunarpallana í atvinnugrein- unum eða hjá einkafyrirtækjum. Þó ætla ég að þar hafi þær einnig fyr- ir löngu sannað hæfni sína. Nærtækustu dæmin eru líf og störf margrar sjómannskonunnar og sumra einstæðu mæðranna nú á dögum. Og ef við horfum um öxl, hvarflar hugurinn gjaman til hús- freyjanna á gömlu sveitaheimilun- um sem áður vom mörg hver margfalt íjölmennari en nú er títt. Munu þar ekki sumar þeirra hafa stundum þurft á nokkurri stjóm- visku og hagspeki að halda í öllu sínu fjölþætta búsumstangi? í minni sveit og annars staðar þar sem ég þekkti til áður en byggðaröskunar- innar miklu um og eftir seinna stríðið fór vemlega að gæta, ætla ég að tala heimafólks almennt á bæjum hafí verið þetta 5—10 manns, og á sumum stórbýlum þar sem flest var, gat hún numið yfír bæinn (t.d. að meðtöldum húshjón- um) allt að þrem til fjórum tugum. Ofan á bættist svo dagleg gesta- koma á flestum bæjum. Og sums staðar urðu næturgestimir áreiðan- lega fleiri en dagamir á árinu, einkum á þeim býlum sem í þjóð- braut vom. Kjami fólksins á hverjum bæ var auðvitað bóndinn og húsfreyjan eða hjónin og bömin, sem vel gat hent að væm 10—12 talsins, oft einnig amma og afí, og víða að auki einn eða fleiri „vandalausra" einstakl- inga, mismunandi vinnufæra svo sem vistráðin hjú, unglingar, gamal- menni og sjúklingur. Gmnneining heimilisins var alltaf sú sama á kortinu sem á stórbýlinu, en fjöldi vinnuhjúa og annarra vandalausra var hins vegar oftast vemlega meiri og fjölskrúðugri á því síðamefnda og annir og umsvif öll þar meiri og stærri í sniðum. Vissulega byggðist velferð stórheimilanna mikið á „dyggum hjúum" en stjómun og umsj'n húsbænda mátti þar þó síður en svo vanta. Á stóm heimili hafði húsbóndinn oft ýmsum störfum að gegna „utan heimilis" fyrir bú sitt, og sumir einnig fyrir sveit sína. Þurfti hann því alloft að vera að heiman, jafnvel svo dögum skipti, og vitanlega kom þá forsjá og um- sjón til að hvíla meira á húsfreyj- unnL Hun var meginás og kjölfesta Ifeiprimslífeins sem ávallt var til stað- Frá Reykjalundi. ríi '« i !! < ^firrfn ar. Hún brá sér ekki að jafnaði á aðra bæi. Helst bar til tíðinda að hún fór í kaupstaðinn á sumarkaup- tíðinni og stöku sinnum til kirkju, ef kirkjan var þá ekki á hennar eig- in bæ, og þá var nú betra að vera heima til að taka á móti kirkjugest- unum. Nú heyra þessi gömlu heimili að mestu sögunni til. En áður en ég skil við þetta efni fínnst mér samt hlýða að minna á eitt „stór- heimili" sem enn er ferskt og lifandi í vitund og minni þjóðarinnar og bar hið tvöfalda nafn Vinnuheimilið að Reykjalundi. En svo sem ýmsum mun kunnugt átti það 40 ára af- mæli þann 1. febrúar 1985. Vissulega var starfsvettvangur Reykjalundar strax í upphafí nokkur annar og stærri en venjulegs heim- ils. Þar skyldi fyrst og fremst rísa heilsufarslegur endurhæfingarstað- ur handa berklasjúku fólki en sem jafnframt væri þvi raunverulegt heimili, velbúið, glæsilegt og sér- stætt „stórheimili", sniðið að nýjum verkefnum, þörfum og kröfum. Vegna sérstöðu sinnar þurfti það sinn eigin lækni. Til þessa mikil- væga starfs bauðst því ungur læknir, Oddur Ólafsson. Sjálfur hafði hann orðið fyrir áreitni berkl- anna, en nú vígði hann sig þessu nýja hlutverki fullur framkvæmda- dugs og bjartsýni. Settist hann þama fljótlega að með flölskyldu sinni og bjó þar síðan hátt á þriðja áratug virtur og vinsæll bæði sem læknir og aðalstjómandi og „hús- bóndi" staðarins. Líkt og önnur myndarheimili vildi nýja Reykjalundarheimilið standa sem mest á eigin fótum. Og í sam- ræmi við það var framlag ríkisins til þess takmarkað við embættislaun læknisins og nokkum árlegan fram- færslustyrk miðað við tölu þeirra vistmanna sem um lengri eða skemmri tíma voru lítt eða ekki vinnufærir. En því miður mátti bú- ast við að árlega lenti nokkur hluti af vistfólkinu í þeim hópi. Hins veg- ar greiddi heimilið kaup hjúkmnar- konu og allra annarra fastra starfsmanna. En sem að líkum læt- ur hafði þetta stóra, fjölþætta heimili ávallt þörf fyrir nokkuð af fullvinnandi fólki í erfíðustu störfín og til verkstjómar. Sumstaðar voru þó verkstjóramir úr hópi sjálfs vist- fólksins, svo sem á saumastofunum. Og staðreyndin var að aðalvinnu- kraftinn varð að sækja til vistmann- anna sjálfra, hinna mismunandi hraustu sjúklinga. Á þeirra herðum hvíldi að meginhluta rekstur og af- koma heimilisins. Með vinnu sinni, minnst 2 klst. á dag (það sem fram- yfír var, borgaðist út sem kaup), greiddu þeir sitt daglega framfæri og læknishjálp, hjúkrun og lyf. Vinnan var undirstaðan og óefað ýmsum einnig dýrmætasta heilsu- lyfíð. Og það var vinnan sem greindi Systumar Steinunn og Margrét Valdimarsdætur. Valgerður Helgadóttir Reykjalund frá venjulegum hælum og stofnunum. Á Vinnuheimilinu að Reykjalundi var það skylda og nauð- syn að ætla vistmanni nokkurt verk að vinna eftir getu og heilsufari. Við innskráningu var því hveijum vísað til staðar við eitthvert starf. Sumir látnir vinna innandyra í eld- húsi, borðstofu, á skrifstofunni o.s.frv.; aðrir utandyra á sumrin við ræktun og gróðursetningu. Margir piltar unnu á járn- og smíðaverk- stæðum staðarins og stúlkur á saumastofunum. Sumar við sauma- skap, til heimilisþarfa, en fleiri þó á saumaverkstæði sölufatnaðarins. Stærstur var þó hópurinn sem kom til að vinna við plastiðjuna eftir að hún tók til starfa á 6. áratugnum. Mun mörgum enn í fersku minni Reykjalundarleikföngin sem þeir léku sér með á bemskudögunum. Áratugina meðan Reykjalundur var í sínu upphaflega vinnuheimilis- formi, mun árlegur fjöldi vistfólks hafa verið um og yfír 90 manns, nokkru færri fýrstu árin. Þetta gef- Snjáfríður Jónsdóttir ur þó hvergi nnærri rétta hugmynd um allan þann mannfjölda sem oft og tíðum fylgdi þessum stað. Minna má á alla verkamennina sem þar störfuðu nær óslitið yfir árin við allskonar byggingarframkvæmdir. Húsakostur heimilisins var í byrjun aðeins stórt, grátt braggahverfí sem ameríski herinn lét eftir sig á mel- barði uppi í Mosfellssveit að við- bættum fáeinum smáhúsum sem komið var upp í skyndi og hýstu um 25 manns, m.a. fyrsta vist- mannahópinn, en öll aðalheimilis- verk, og önnur vinna, fór fram í bröggunum. Þar var eldhúsið, borð- stofan, þvottahús og hinar fyrstu vinnustofur, og þar sváfu bygginga- verkamennimir sem allir voru þar einnig í fæði. Hið mikla verkefni, ■ að húsa staðinn frá grunni, kallaði á mikinn mannafla og dug. Bragg- amir gátu aldrei orðið annað en bráðabirgðaskýli. Byggingafram- kvæmdimar voru fjármagnaðar af happdrætti SÍBS, gjafafé og lánum. Ekki leið á löngu þar til smáhúsin voru orðin 11 og árið 1950 var allt Stóra húsið (aðalhúsið) tekið í notk- un og þá í árslokin var tala vist- manna orðin 90. Hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta sem vísbendingu um hve þetta heimili var margþætt og stórt í sniðum. Ótal margt annarra mála verður hins vegar að liggja utangarðs, m.a. allt það sem nú gengur sameinað undir „hattinum" menningarlíf. Eins verður þó enn að geta: hinnar miklu gestanauðar sem fylgdi staðn- um, bæði vegna heimsókna til vina og vandamanna og sakir stöðugs streymis innlendra og erlendra til að sjá staðinn og skoða. Og ótaldir verða allir þeir sem settust þar við hlaðið matborð eða kaffíveitingar auk heimilismanna. Auðvitað fylgdi allri þessari risnu bæði kostnaður og margvísleg aukaönn, svo sem í eldhúsi og borðstofu, og á fleiri svið- um. Um árabil var líka þetta sér- stæða, glæsilega heimili ekki aðeins stolt sinnar eigin þjóðar, heldur einnig fyrirmynd sem grannþjóðim- ar, einkum á Norðurlöndum, litu gjaman til með nokkurri undran og aðdáun. Og fjölmargir hópar þaðan lögðu leið sína til að skoða það eig- in augum. Það gefur augaleið að margra hugir og hendur áttu hlut í því að byggja upp Vinnuheimilið að Reykjalundi og halda því í vexti og reisn áfram gegnum árin. Þar var auðvitað skerfur hinna föstu og lausu starfsmanna, lækna og ann- arra hvað mestur og mikilvægastur. Flestir þeirra bjuggu á staðnum og þeir og þeirra íjölskyldur því nálæg- ustu nágrannar og vinir heimilisins. En hlutur vistmannanna sjálfra var heldur ekki lítill. Margir þeirra komu til að dvelja þar áram saman og bára þá gjaman heill þess og hag fyrir bijósti ekki síður en dygg hjú áður fyrr fyrir sínum heimilum. En saga Reykjalundar er of stór til þess að verða hér nánar rakin eða sögð. Sem dæmi vil ég þó í lokin nefna tvær konur sem Reykjalundur var svo lánsamur að fá til stjómun- ar og starfa strax frá byijun, þær Valgerði Heigadóttur, hjúkranar- og forstöðukonu heimilisins (sem reyndar var gamall berklasjúkling- ur), og matráðskonuna Snjáfríði Jónsdóttur. Báðar þessar konur hel- guðu staðnum krafta sína tvo fyrstu áratugi hans. Hjá þeim hélst í hend- ur brennandi áhugi, dugnaður, fómfysi og skyldurækni, hagsýni, reglusemi og smekkvísi. Þennan stað, þetta „vígi“ fólksins í sameig- inlegu átaki þess gegn vágestinum mikla, berklaveikinni, mótuðu og skópu þessar konur öllum öðram fremur og gjörðu hann þegar frá upphafí að því fyrirmyndarheimili er raun varð á og þjóðin má heldur aldrei gleyma. En „nú er öldin önnur" og á þvílíkum breytingatímum sem okkar stendur fátt við í sama forminu til lengdar. Að slepptum endurhæfíng- arstöðum, sjúkradeildum og elli- heimilum, virðast þægilegir bitastaðir og notalegir skammtíma gististaðir, allt upp til fínna hótel af bestu gerð, vera nú það sem tíminn kallar á. Því er líklegast að á þeirri leið verði helst að leita stór- heimilanna í dag og í næstu framtíð. Hinn sívaxandi ferðamannafjöldi bendir einnig til þess að hér geti verið um nokkuð öraggan og vax- andi atvinnuveg að ræða með víðan starfsvettvang og ekki síður hentug- an konum en körlum. Allir vita að matseld á heimilum hefur verið hefðbundið 'kvennastarf um aldir. Og í kaupstöðum, ekki síst hér í Reykjavík, stóðu konur margoft fyr- ir matsölu áður fyrr eða höfðu „kostgangara" eins og sagt var og urðu margar þeirra þekktar og vin- sælar mjög. Fátt var þá um hótel móts við það sem nú gerist, en enginn þarf að ætla að Hótel Borg sé það fyrsta. Margt eldra fólk kannast vel við nöfn eins og Hótel Hekla, Hótel ísland, Hótel Vík, Hótel Skjaldbreið o.fl., þótt nú séu flest þessi gömlu hús ýmist rifín eða brannin. Og sjálfsagt hafa konur unnið þama við allskonar þjónustu, en, ef að líkum lætur, karlar oftast stjómað og ráðið fyrir. Á einum stað réðu þó konur fyrir alllengi svo að eftir var tekið, þ.e.a.s. á Hótel Skjald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.