Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 35 breið, þar gerðu systur tvær að austan garðinn frægan, þær Stein- unn og Margrét Valdimarsdætur, báðar fæddar á Eskifírði í byrjun aldarinnar, Steinunn 1901 og Margrét lítið eitt yngri. Þaðan flutt- ust þær með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur á milli- stríðsárunum. Steinunn lærði matreiðslu í hússtjóm Kvennaskól- ans og síðan í Kaupmannahöfn. Var því vel að sér í þeirri grein og hóf veitingarekstur í KR-húsinu við Tjamargötu árið 1929 með aðstoð systur sinnar, Margrétar, sem fyrr er nefnd. Árið 1932 steig hún svo sporið til fulls. Þá kaupir hún Hótel Skjaldbreið af Elínu Egilsdóttur. Hjá henni hafði Steinunn áður verið ráðskona. En nú var Elín flutt aust- ur að Þrastalundi, hinu nýja gisti- húsi sem hún var búin að koma þar á fót. Þess má geta að Elín rak lengi vel matstofu í Ingólfshvoli og hélt þar einnig námskeið í matreiðslu ámm saman. Svo sem fyrr segir keypti Stein- unn Skjaldbreið árið 1932. Þetta stóra hótel rak hún síðan ásamt Margréti systur sinni með rausn og myndarskap og við almennar vin- sældir til 1942. Má óhætt að segja að á þeim dögum var Hótel Skjald- breið vel þekktur og virtur staður hjá höfuðborgarbúum. Árið 1942 breyta þær systur nokkuð um starfshætti. Þá kaupir Steinunn hús við Guðrúnargötu og tekur sér fyrir hendur að matreiða og undirbúa veisluhöld fyrir fólk, ýmist inni á þeirra eigin heimilum eða heima hjá sér á Guðrúnargötu, og koma síðan öllu tilbúnu þaðan heim til viðskiptavinanna. Að þessu vann hún meðan heilsa og kraftar entust. En hún lést árið 1973. Hafði þá unnið við sjálfstæðan atvinnu- rekstur í 40 ár. Af Margréti systur hennar er það að segja að 1942 tekur hún að sér veitingarekstur við Alþingishúsið. Sér þar um kaffístofu þingmanna, einnig veitingar við kvöldfundi og annað þar, þegar þurfa þótti, og bakaði sjálf allt kaffi- brauðið. Starfaði hún við þetta í 30 ár, eða frá 1942 til 1972. Þannig ráku þær systur báðar saman eða sitt í hvoru lagi sjálfstætt hótel- og gestgjafastarf í 40 ár, og mega því óefað teljast meðal brautryðjenda í hópi kvena í sjálfstæðum atvinnu- rekstri. Á hemámsárunum ríkti lægð í hótelrekstri Reykjavíkur og mörg næstu árin mátti segja að Hótel Borg væri að mestu einráðandi á þessu sviði. Seinna komu Saga og Loftleiðir til sögunnar, en eiginlega var það ekki fyrr en við upphaf yfír- standandi áratugs, þ.e. þegar ísland var loks uppgötvað og viðurkennt sem líklegt og lífvænlegt ferða- mannaland, að þörfín fyrir hótel fer fyrir alvöru að gera vart við sig, jafnhliða því sem þama virtust vera að uppljúkast fyrir fólki dyr að nýj- um, mikilvægum atvinnuvegi. Fjöldi starfa þar á einmitt rætur í hefð- bundinni kvennavinnu og má því ætla þau konum að ýmsu leyti eins og í blóð borin, þótt þau birtist nú með nýju yfírbragði og aðferð — og nýjum tækifærum handa þeim til framtaks og stjómunar. Já, eftir á að hyggja, er ekki einmitt líklegt að þama, í tengslum við hótelrekst- ur, gestgjafastarf og þjónustu, bíði mörg aðkallandi — jafnvel lífsað- kallandi tækifæri og störf eftir framtaki og hugkvæmni kvenna, kalli á þær til aukinnar skyldu og ábyrgðar. Á tímum örra breytinga, ógna og áhættu eins og nú er margt í siðum og háttum, sem knýr á um endurskoðun og endurmat, knýr á um breyttan lífsmáta, nýjan lífsstíl. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur nýverið sent út ákallið: Heilbrigði öllum til handa áríð 2000. Stórt er orðið og hátt er merkið — en óendanlega fjarlægt finnst líklega mörgum í okkar fár- sjúka og hörmum slegna heimi. En sterkt er kallið og skerandi eins og neyðaróp frá brennandi skipi. Og einhverstaðar innst inni í eyrum okkar og vitund æpa orðin nú eða aldrei. En jafnsnemma ris spum- ingin hvað er til bjargar? eins og §all fyrir framan okkur. Auðvitað verður margt reynt til bjargar, en fátt eða ekkert gagnar í raun nema stefnt sé um leið að hollri hugarfars- breytingu, að jákvæðum lífsbata, Stykkishólmur: Starfsári Aftanskins lauk með kaffisamsæti og tískusýningn nýjum, heilbrigðari lífsstíl. Og til þess gætu konur lagt stærsta skerf- inn. Nú á tímum þegar segja má að jafnt sé á komið hjá báðum kynj- um um menntun og réttindi lagalega séð, em þær eins og sjálfkjörnar til að eiga fmmkvæði að ýmsum menningarlegum umbótum. Væm þær einhuga, sameinaðar og fullkomlega meðvitaðar um vald sitt og áhrif, gætu þær vafalítið víða „velt björgum og flutt fjölT' svo sem á sviði uppeldis- og félagsmála, og þá ekki síst í því sem viðkemur hollustuháttum og neysluvenjum. Allir vita hve ofneysla áfengis og annarra vímugjafa veldur miklu og margþættu þjóðarböli og líklega þó aldrei verið jafn lífshættulegt og nú með svartan skugga eyðninnar í baksýn. Og ungu konur, þið mætt- uð líka vita af aldrei hefur ykkar skylda og ábyrgð verið meiri og stærri en nú, — en qinnig ýmsir möguleikar og tækifæri, m.a. í sam- bandi við hinn uppvaxandi atvinnu- veg þjóðarinnar, ferða- og gistihúsa- þjónustuna. Þar gæti efalaust margt komið til greina, sem mikilvægt gæti reynst í nýrri menningarsókn og hér skal aðeins vikið að einu atriði. Utan úr hinum stóra heimi hafa borist fregnir um að þar sé upp komin ný hreyfíng meðal fólks, já, hjá stórveldunum bæði í austri og vestri og víðar, sem með eigin frumkvæði og fordæmi vinnur að því að víkja burt úr daglegri neyslu og félagslífi hinni aldagömlu, áhættusömu hefð sterku drykkj- anna, en bera í þeirra stað vinum sínum og gestum aðrar veigar hin- um fyrri jafnkosta og í engu frá- brugðnar öðru en því að vera hreinar og ómengaðar allri göróttri gervigleði. Því miður hef ég enn ekki heyrt getið um hreyfíngu í þessa átt í „litlu höfuðborginni við sundin blá“. En fagna myndi ég, ef einhveijar af okkar ágætu, vel menntuðu ungu konum sýndu stórhug sinn og fram- tak með því að sameinast til átaks um eitthvert þvílík verkefni. Mér kemur ósjálfrátt í hug hótelrekstur og gestgjafastarf ásamt allri þeirri fjölþættu þjónustu sem inna verður af hendi á hveiju góðu gistihúsi nú á tímum. Blasir ekki einmitt þar við eitt mjög svo verðugt verkefni handa velmenntuðum, ungum kon- um að takast á við? Þegar í anda þykist ég sjá eitt slíkt hótelhús risið á einhveijum fögrum stað hér í höfuðborginni, jafn glæsilegt hið innra sem ytra, Og þar, á þessu stórheimili nútímans, sé ég konur ráða ríkjum og ganga að störfum glaðar og reifar, fijálsar og einhuga og skipa þar öllu svo sem best hent- ar og fellur að lögum hollustu og smekkvísi, hvort heldur fram er reiddur einfaldur málsverður hins daglega brauðs eða fjölbreyttir rétt- ir á skreyttu veisluborði, og hvort sem drykkurinn er okkar dökki þjóð- ardrykkur, skenktur á gamalkunn, traust bollapör eða léttar hollveig- ar, glitrandi í spengilegum kristals- glösum, svalandi og bragðljúfur, frískandi og hressandi eins og ný- brennt Braga-kaffí. Og ekki vantar gestina. Hvert sæti er skipað glöðu og hressu fólki, sem hvorttveggja nýtur ánægjulegrar samverustund- ar og hollrar næringar. Auðvitað getur þvílík draumsýn aldrei orðið að veruleika fyrirhafnarlítið og átakalaust. Keppnin við peningavald og þröngsýna eiginhyggju getur orðið erfíð og löng baráttan við úr- elta siði og foman, hefðgróinn fjanda ströng. En sameinaðar og öruggar í vilja og hugsjón, fijálsar og óháðar öllum fláráðum „óminnis- hegrum" er íslenskum konum sigurinn vís. Höfundur er 88ja ára, kennari að mennt, ogdvelstnú ÍHátúni 10A. Stykkishólmi. FELAG eldri borgara, Aftanskin, sem nær yfir Stykkishólm og Helgafellssveit, hefir nú starfað í nokkur ár. Starfsári þess nú lauk með kaffisamsæti i félags- heimilinu hér 10. maí sl. Var þar rifjað upp og rætt um sumar- ferðalag en ferðalag hefir verið liður i þessari starfsemi. Félögin i Stykkishólmi hafa yfirleitt séð um efni og veitingar á mótum félagsins og svo var einnig nú þar sem JC og Lions voru skráð fyrir seinustu vökunni. Kirkjukórinn kom í heimsókn og söng undir stjóm og við undirleik Jóhönnu Guðmundsdóttur kirkju- organleikara og síðan var mikil tískusýning þar setn eldri konur sýndu gamla og nýja tísku í fatn- aði. Aldursforsetinn, Kristjana Hannesdóttir, sýndi þama tískuna fyrir 1920 og fórst það sem annað vel úr hendi þó hún hafí nú 92 ár að baki. Þá voru sýndir kjólar og kápur til vor- og sumamota og bmgðu eldri konur sér í hlutverk sýningardamanna og tóku sig ljóm- andi vel út í þessum nýju og fallegu búningum. Sýndar vom kápur og kjólar frá Verðlistanum í Reykjavík en á vegum verslunarinnar Þórs- hamars í Stykkishólmi, sem þau hjónin Katrín Oddsteinsdóttir og Hinrik Finnsson stýra, og sá Katrín um búningana og útvegun þeirra. Að sýningunni lokinni lék Hrafn- kell Álexandersson á harmonikku. Og svo streymdi fólkið út í vorið og heilsaði sól og sumri. Með því lauk góðu starfi félagsins Aftan- skins á þessum starfsvetri. Kvenréttindafélag íslands: Fundur með kon- um á Alþingi Kvenréttindafélag íslands efn- ir til félagsfundar laugardaginn 16. maí nk. og býður til hans þeim konum er hlutu kosningu til Alþingis og sem voru framar- lega á listum flokkanna. Umræðuefni fundarins verður spurningin: „Hvernig ætla konur á þingi að vinna að jafnrétti kvenna og karla?“ Framsöguerindi á fundinum flytja fulltrúar hvers flokks á þingi. Fundurinn verður haldinn í kjallara Hallveigarstaða (gengið inn frá Túngötu) og hefst kl. 11.00 og stendur fram til kl. 14.00. Á fundin- um verða veitingar af morgun- verðar- og hádegisborði. Fundurinn er öllum opinn. INN? Bílasalinn er nýtt vikublað sem kemur út á fimmtudögum og er dreift í söluturna og bensínstöðvar OLÍS. í Bílasalanum auglýsir þú bílinn þinn til sölu og hann mun birtast augum þúsunda áhugasamra kaupenda. HVERJIR ERU KOSTIRNIR? — ENGIN ÓÞÆGINDI - ENGIN SÖLULAUN — SKJÓT SALA Við komum á staðinn og tökum mynd af bílnum og þú afhendir okkur textann. Þú hringir í simanúmer okkar 689990 eða 687053 eða kemur á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 22 Ath. símaþjónusta. mmmm - BLAÐIÐ SEM SELUR BÍLINN ÞINN Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík simar 689990 og 687053 V/SA sicim SöQuSi/ MEÐ (J MYNDUM Fást í öllum bókaverslunum. flskriftarsímar: 621720 og 622133 TfiKN s.f. Út er komin sagan Lísa í Undralandi Næstu blöh: Dauy Crockett Ferbin til tunglsins Uppreisnin á Bounty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.