Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 41 Jónína Egils- dóttir — Minning Fædd 10. ágúst 1928 Dáin 11. maí 1987 Kær vinkona er fallin í valinn. Æskuvinkona mín, Jónína Egils- dóttir, var fædd á ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Hrafnhildur Benediktsdóttir og Egill Jónsson símamaður. Jónína ólst upp í stór- um og glaðlyndum systkinahópi. Með Jónínu er annað skarðið höggv- ið í þann hóp, en Böðvar, bróðir hennar, lést fyrir mörgum árum. Á ísafirði var gott að eiga heima og alast upp hjá góðu og grandvöru fólki og í fögru og fjölbreyttu um- hverfi. Þar hnýttum við Jónína hnúta vináttu okkar í milli, sem ekki röknuðu meðan báðar lifðu, enda var hún með fádæmum trygg og hlý manneskja. Vinátta okkar nær raunar lengra aftur en minni mitt nær, en á hana bar aldrei skugga, þótt vík væri milli vina um árabil. Sautján ára fór Jónína til Siglu- fjarðar til Diddu og Böðvars heitins, bróður síns, sem þar bjuggu, en þau áttu eftir að reynast henni frábær- lega vel, ekki síst síðar á ævi Jónínu, þegar erfiðleikar steðjuðu að. A Siglufirði kynntist Jónína sinni stóru ást. Þar urðu kynni þeirra Guðna Gestssonar, sem fæddur var og uppalinn norður þar og þar hófu þau búskap ung að árum. Þau voru átján ára er kynni þeirra hófust. Síðan eru fjörutíu ár. Á Siglufirði lifði Jónína sín beztu ár. Þar mætti hún einnig þung- bærum erfiðleikum, sem reyndu á og sönnuðu kosti hennar marg- þætta. Aðeins 28 ára — árið 1956 — fær hún lömunarveiki sem setti mark á ævi hennar æ síðan. í fyrstu gat hún aðeins hreyft annan hand- legginn. En hún tókst á við lömun sína, hélt til Reykjavíkur í stranga endurhæfingu, sem stóð í hálft ann- að ár. Það var erfiður tími fyrir eiginmann og börn, elcki síður en sjúklinginn sjálfan. En Jónína vann þessa orustu og hélt heimleiðis á ný, þó aldrei gengi hún heil til skóg- ar eftir þetta áfall. Síðan ber sorgin að dyrum. Jónína og Guðni misstu elstu dóttur sína, Rakel, sem veiktist skyndi- lega. Hún var borin til grafar á afmælisdegi sínum, þegar hún hefði annars orðið tíu ára. Árið 1972 flytjast Jónína og Guðni til Reykjavíkur og hér hefur heimili þeirra staðið síðan. Jónína veiktist á síðasta ári. Sjúkdómur hennar var vágestur sem fáum hlífir. Hún háði sitt sjúkdómsstríð af því æðruleysi sem henni var eig- Safnaðarfólk Selfosskirkju heimsækir Hafnfirðinga NÆSTA sunnudag, 17. maí, er von á góðri heimsókn til Hafnar- fjarðarkirkju. Safnaðarfólk frá Selfossi mun þá koma og taka þátt í messu sem hefst kl. 14.00. Séra Sigurður Sigurðarson sókn- arprestur þeirra mun prédika og annast altarisþjónustu ásamt sóknarpresti Hafnarfjarðar- kirkju og kirkjukór beggja kirkjanna leiða söng. Að messu lokinni býður Kvenfé- Iag Hafnarfjarðarkirkju kirkjugest- um í kirkjukaffi í Fjarðarseli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Á liðnu hausti var farið í safnað- arferð á vegum Hafnarfjarðarkirkju til Selfoss og verið þar við guðs- þjónustu. Er sú ferð þátttakendum enn í fersku minni. Samskipti af þessu tagi milli safnaða eru þýðing- armikil, þau stuðla að samstöðu, kynnum og vináttu. Gunnþór Ingason inlegt. Hún beið að lokum lægri hlut. En hún féll með sæmd með hlýhug og væntumþykju til sinna nánustu. Og hún átti svo sannar- lega góðan og traustan eiginmann og vin sér við hlið þar sem Guðni var, þegar mest á reyndi. Jónína og Guðni eignuðust fjögur börn: Rakel sem látin er; Gest sem á tvær dætur, Rakel og Völu; Hrafnhildi, gifta Sturlu Bragasyni, þau eiga tvo drengi, Snorra og Guðna; og yngstur er Egill, kvænt- ur Carol King frá Bandaríkjunum og eiga þau einn son, Jered Daní- el, fæddan í janúar síðastliðnum. Við Stefán sendum Guðna og öðrum vandamönnum Jónínu heit- innar innilegar samúðarkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Kcerar þakkir til barna og tengdabarna fyrir gjafir og veislu í tilefni af áttatiu ogfimm ára afinœli mínu 4. mai sl. Ennfremur þakka ég innilega œttingjum og vinum sem sendu mér skeyti og töluöu við mig í síma og heiÖruÖu mig á margan hátt. LifiÖ öll heil. Þorbergur Bjarnason, Hraunbæ. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN H. JÚLÍUSSON, hafnarstjóri, Hlfðargötu 23, Sandgerði, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík fimmtudaginn 14. maí. Rósa Jónsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, JÓN Á. ÞORSTEINSSON, Mánagötu 22, Reykjavfk, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 13. maí. Guðrún Guðmannsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, ÞÓRORMUR JÚLÍUSSON, Fannborg 9, Kópavogi, lést i Borgarspítalanum 12. maí. Júlíus Júlíusson, Karólína Þórormsdóttir og systkini hins látna. t Hjartkær bróðir okkar, fósturfaðir, afi og langafi, GUÐNIÓLAFSSON bóndi, Flekkudal, Kjós, sem andaðist 8. maí sl., verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju, laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Guðný Ólafsdóttir, Einar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ragna Lindberg, börn og barnabörn. t Faðir okka'r, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR KRISTJÁNSSON frá Einholti, verður jarðsunginn frá Brunnhólskirkju, Mýrum, Hornafirði, laugar- daginn 16. maí kl. 14.00. Díana Sjöfn Garðarsdóttir, Sigurður Grétar Jónsson, Jóhann S. Garðarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. t HALLDÓR JÓNSSON, fyrrum bóndi og oddviti á Jarðbrú í Svarfaðardal, síðartil heimil- is í Birkilundi 11, Akureyri. Verður jarösunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 19. maí. At- höfnin hefst kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Helgadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR JÓSEFSSON, Faxabraut 10, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Ólafía Guðmundsdóttir, Sólveig Óskarsdóttír, Júlíus Guðmundsson, Sigríður Óskarsdóttir, Bragi Finnsson, Trausti Óskarsson, Jónas Óskarsson Jóhanna Long og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÚNÍA JÚNÍUSDÓTTIR, Skólavegi 36, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Jóhann Eysteinsson, Selma Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson, Elín Bjarney Jóhannsdóttir, Svavar Sigmundsson, Ástráður Magnússon og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúö, vinar- og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR í. AUÐUNSDÓTTUR, Donnu frá Dalsseli undir Vestur-Eyjafjöllum, sfðast húsfreyju Öldutúni 18, Hafnarfirði. Konráð Bjarnason, Guðlaug Konráðsdóttir, Sverrir Hans Konráðsson, Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Ingi Torfi Sverrisson. t Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Stigahlíð 36 Ingibjörg Magnúsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdafööur og afa, VIGBERGS EINARSSONAR, Melbæ 12, Reykjavfk. Ásta Vigbergsdóttir, Axel Björnsson, Björn Axelsson, Egill Axelsson. LOKAÐ Skrifstofa og vörugeymsla okkar verða lokaðar vegna jarðarfarar OLA S. HALLGRÍMSSONAR, kaupmanns, frá kl. 13.00-15.00 í dag, föstudaginn 15. maí. Matkaup hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.