Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 42
 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 fclk í fréttum Tvö ung smástírni á uppleið umlukin filmu. Nýjasta tíska Nýjasta tískan í Cannes er nú fram komin. Felst hún í sundfötum úr filmubútúm, sem er að sjálfsögðu einstak- lega vel við á 40. kvikmyndahátíðinni, sem nú stenduryfír. „Mæli ógeðslega með einu ári í lýð- háskóla" - Rætt við íslenskar stúlkur í norskumlýð- háskóla Erla Sigurðardóttir dvaldi síðastliðinn vetur í lýðháskóla í Noregi og lagði þar m.a. stund á fjölmiðlun. Aður en hún hélt heim tók hún viðtal við tvær íslenskar stúlkur, sem einnig hafa stundað nám í lýðhskóla, en búa nú í Ósló. Það voru þær Oddrún Halldóra Magnúsdóttir og Gerður Helga Helgadóttir og fer viðtalið hér á eftir: Hvers vegna fóruð þið í lýð- háskóla í Noregi? Halldóra: „Það var alltaf draumur minn að fara í svona skóla. Að geta eytt heilum vetri í það sem ég hef áhuga á var mjög heillandi. Sjálf forin til Nor- egs var hins vegar ekki stórt skref fyrir mig, því að móðir mín er norsk og ég hef alla tíð verið með annan fótinn hér.“ Gerður Helga: „Ég þekkti stelpu, sem var í lýðháskóla í Danvík og mér fannst skólinn áhugaverður og fór bara af stað. Ég sé að vísu eftir því nú að hafa ekki spurst betur fyrir um lýð- háskóla hér, því þeir eru til í tugatali með fjölmörgum náms- brautum og geta allir fundið sér skóla við sitt hæfí.“ En er ekki dýrt að stunda nám í lýðháskóla? Hver hlýtur hnossið? Að sjálfsögðu er sniðugast að fullyrða sem minnst um hver sé líklegust til þess að bera sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur í Singapore. Margir telja þó mjög líklegt að sig- urvegarinn í ár verði frá Austurl- öndum. Segja þeir að röðin sé komin að austurlenskum sigurvegara, en síðast vann stúlka frá Austurlönd- um fyrir 13 árum. Sú sem sigurstranglegust þykir er hin 23 ára gamla Geraldine Vill- aruz Asis, fulltrúi Filippseyja. „Ungfrú Filippseyjar er hæst aust- urlensku keppendanna og hefur mjög heppilega blöndu austur- lenskrar og evrópskrar fegurðar", segir Chutima Naiyana, fulltrúi Thailands. Sumir telja sigur Asis svo vissan að þeir segja hana þurfa að detta á sviðinu til þess að glata tækifærinu. Aðrar stúlkur, sem líklegar þykja til sigurs eru Ungfrú Venezuela, raM*gnúsd6tth Gerður Helga: „Jú, það var dýrt, en alveg ógleymanlegt. Skólaárið í Danvík er besta skólaárið, sem ég hef átt og þrosk- aði mig mjög mikið. Ég mæli ógeðslega með einu ári í lýð- háskóla fyrir þá sem eru þreyttir á hefðbundnum skóla. Menn þurfa ekki að taka próf og losna þar af leiðandi við prófstreytu. Mann- leg samskipti eru númer eitt.“ Oddrún: „Ég er sammála Helgu um að skólaárið var dýrt, en ég fékk t.d. styrk frá Norræna félaginu, svo það hjálpaði til.“ Nú voruð þið í kristiiegum lýð- háskóla. Hvaða þýðingu hafði það fyrir ykkur? Oddrún: „Þegar ég ákvað að fara í lýðháskóla valdi ég mér skóla sem bauð þau fög,. sem ég hafði mestan áhuga á að glíma við. Það að Hurdal Verk folkehog- skole var kristilegur skóli skipti mig engu máli. Það var áhuga- vert að kynnast kristnu fólki og viðhorfum þess.“ Og hvernig líkaði? Gerður Helga: „Það var gam- an. Lýðháskólar eru heimavistar- skólar og því kynnist maður nemendum og kennurum mjög vel. Fólk á sínar góðu og slæmu stundir, en þarna fer maður ekki bara heim og lokar á eftir sér. °gG^„,.lr Fólk lærir að tala um vandamál sín og hlusta á aðra.“ Oddrún: „Mér fannst líka gam- an. Ég var á listabraut svo maður hafði alltaf nóg að gera og það stjómar enginn vinnutíma manns. Ég átti að mæta í ákveðnar kennslustundir, en allt annað gat ég gert eftir eigin höfði.“ Hvernig var að vera eitt ár að heiman? Gerður Helga: „Það var lær- dómsríkt. Maður lærir að þekkja sjálfan sig. En það gat líka verið hræðilegt þegar maður kvaldist af heimþrá. Það er erfitt að vera útlendingur og þekkja engan, sem þú getur heimsótt í skólaleyfum.“ ' Oddrún: „Mér fannst ekki svo erfítt að vera að heiman. En mér fannst hins vegar ekki auðvelt að umgangast alltaf sama fólkið í skólanum. Stundum, þá fann maður fyrir knýjandi þörft til þess að komast í burtu.“ Eitthvað að lokum? „Við getum óhætt mælt með námi í lýðháskólum. Þeir eru lær- dómsríkir og þroskandi, og maður kynnist ótal ólíku fólki víðsvegar úr heimsbyggðinni með ólíkar skoðanir og trúarbrögð. Það er menntun." Robert Redford hampar húfunni og viðurkenningarskjalinu. Robert Redford gerður að heiðursdoktor IBandarúikjunum er það til siðs á útskrift háskóla að fá einhvem merkilegan mann (helst fyrrverandi nemandi) til þess að halda útskrift- arræðu og er tækifærið þá gjarnan notað — sé á annað borð um fram- bærilegan mann að ræða — til þess að gera viðkomandi að heiðurs- doktor. Þetta gerðist á miðvikudag, en þá var leikarinn Robert Redford gerður að heiðursdoktor Colorado- háskóla. Redford gekk í skólann á miðjum sjötta áratugnum, en vænt- anlega hefur hann ekki grunað að akademískur frami hans yrði sem raun bar vitni. °ddníu lldó Reuter Nokkrar hinna austurlensku fegurðardísa. Frá vinstri eru ungfrúr frá Thailandi, Singapore, Filippseyjum, Hong Kong og Malasíu. Sjáland. Það sem þó stríðir helst gegn Venezuela er sú staðreynd að Venezuela sigraði í fyrra, en enn hefur það ekki gerts að sama landið vinni tvö ár í röð. Áætlað er að keppnishaldið kosti Singapore um 3,5 milljón Banda- ríkjadala og renna þar af um 300.000 dalir til sigurvegarans. Ferðamálaráð eyríkisins lítur þó á þau útgjöld sem langtímafjárfest- ingu. Bendir það á að aldrei hafí neinn einn atburður í Singapore vakið jafnmikla athygli og áætlaði það að auglýsingin væri um 10 milljóna dala virði. Urslit keppninnar ráðast hinn 27. þessa mánaðar. COSPER ©PIB C«rt»u«ia COSPER. |oAfe9 — íbúðin er ekki stór, en við erum með himneskt útsýni. Singapore:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.