Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 51 ÓL smáþjóða í Monakó: Keppendur settir í óupphitaða kofa -en glæsihótel fyrir aðalfararstjóra MIKIL óánœgja var með aðbúnað keppnisfólks og þjálfara á svo- kölluðum Ólympfuleikum smá- þjóða, sem hófust f Monakó f gœr. Keppendur voru settir í óupphitaða kofa, þjálfarar og far- arstjórar fengu upphitað hótel, en aðalfararstjórar búa á glæsi- hótelum. Tvær þjóðir gengu þegar út af svæðinu, þegar ijóst var hvað upp á var boðið, aðrar mótmæltu og fslenski hópurinn fékk leiðréttingu sinna mála á viðunandi hátt. Ingvar Pálsson hjá Ólympíu- nefnd íslands skoðaði aðstæður í vetur og gerði þegar athugasemd- ir við aðbúnaö og hreinlætisaö- stöðu. „Ég lýsti því yfir að þetta væri ekki boðlegt og mælti með hóteli, sem reyndar var helmingi dýrara. Við stóðum í þeirri trú að fólkið yrði ekki sett í þessar búðir, en annað kom á daginn," sagði Ingvar við Morgunblaðið í gær. Léleg aðstaða Gísli Halldórsson og Bragi Kristjánsson eru aðalfararstjórar íslenska hópsins. „Aðstaðan var vægast sagt léleg og því ákváðum við strax að fá hótel fyrir keppnis- fólkið. Það var í búðunum fyrstu nóttina, en síðan fengum við inni fyrir það á tveimur hótelum. Það er erfitt að fá hótelpláss og því eru flokksstjórar og þjálfarar áfram, þar sem þeim var upphaflega ætl- að að vera. Hópurinn er þannig að vísu tvístraður, en sameinaður við æfingar, allir borða saman og allir eru sáttir núna," sagði Gísli í gærkvöldi. „Þetta var hræðilegt," sagði Guðni Sigurjónsson, frjálsíþrótta- maður. „Eg hugsa að aöstaða sé mun betri í verstu fangaklefum. Við vorum t. d. fjórir í herbergi og tíu sentimetrar á milli rúma, en núna erum við í sæmilegu her- bergi og okkur líður vel, andinn er góður og maturinn sömuleiðis. En hópurinn er dreifður og það er langt á milli staða. Svo viröist vera skipulagsleysi í sambandi við æfingar hjá sumum. Körfuboltalið- ið þurfti að eyða gærdeginum að mestu í bið eftir bílum, bið eftir sal og bið eftir boltum og ekki leið þessum stóru mönnum vel í hundakofunum," sagði Guðni. 100 m baksund kvenna: Islandsmetið tvíbætt HUGRÚN Ólafsdóttir setti ís- landsmet í 100 m baksundi kvenna f undanrásum leikanna f Monakó f gær, en Ragnheiður Runólfsdóttir synti skömmu sfðar og endurheimti metið. Hugrún synti á 1.11,35 mínútu, en Ragnheiöur á 1.10,99. Eldra met Ragnheiðar var 1.13,60. íslenska sundfólkið stóð sig mjög vel í undanrásum. Allir kepp- endurnir komust áfram í úrslit í sínum greinum nema Ingólfur Arn- arson í 200 m skriðsundi. Úrslitin í sundgreinunum verða á sunnu- daginn. Þátttökuþjóðir á leikunum auk íslands eru Lúxemborg, Liech- tenstein, Andorra, San Marino, Monakó, Malta og Kýpur. íslend- ingar keppa í sundi, körfuknattleik, judó, frjálsum íþróttum, skotfimi og lyftingum og hefja flestir keppni í dag. Golf: Mót á Hellu BJARKARMÓTIÐ f golfi fer fram á Strandarvelllnum á vegum golf- klúbbs Hellu á laugardaglnn. Mótiö er opið öllum. Leiknar verða 18 holur með og án forgjaf- ar í einum flokki. Ræst verður út kl. 09.00 og fer skráning fram á staðnum. Söluskálinn Björk gefur öll verðfaun. Golvöllurinn er 18 holur og hefur komið mjög vel undan vetri. Um síðustu helgi var haldið mót og voru þátttakendur þá 90. Búist er við að ekki verða færri í þessu móti. Arneson- skjöldurinn HIÐ árlega golfmót um Ameson- skjöldinn fer fram hjá GR f Grafarholti á morgun og verður ræst út frá klukkan 9. Leiknar verða 18 holum með fullri f orgjöf. S Ragnheiður Runólfsdóttir endurheimti metið f 100 m baksundi Jóhann Oli Gudmunds- son formaður Víkings Á aðalfundi Knattspyrnufé- ' lagsins Vfkings fyrir nokkru var Jóhann Óli Guðmundsson kjör- inn formaður félagsins. Framundan eru margvísleg verkefni á vegum aðalstjórnar Víkings og þá einkum á hinu nýja svæði félagsins í Fossvogi. Þar voru tennisvellir teknir í notkun á síðasta ári, knattspyrnumenn byrja að æfa þar á grasvelli í sumar og á teikniborðinu eru íþróttahús og keppnisvöllur auk fleiri mannvirkja á svæðinu. Á svæðinu við Hæðargarð, þar sem þetta gamla miðbæjarfélag hefur haft bækistöðvar sínar í lið- lega 30 ár, hefur verið unnið að lagfæringum að undanförnu. Fyrirhugað er að gera átak í innri uppbyggingu félagsins og málefnum er tengjast íbúum hverfisins, svo dæmi sóu tekin. Auk nýrra manna í aðalstjórn hefur stór hópur foreldra úr Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfum nú komið til liðs við Víkinga. Sérstakar nefndir hafa verið settar á laggirnar til að annast samskipti deilda innan félagsins og skipuleggja þjálfun- ar- og dómaramál. Víkingar eru íslandsmeistarar í handknattleik og í þeirri grein íþrótta náðist mjög athyglisverð- O Jóhann Óli Guðmundsson ur árangur í yngri flokkunum á liðnum vetri. í knattspyrnu leikur fólagið í 2. deild, en Víkingar binda vonir við að undir stjórn Youris Sedov takist félaginu að endurheimta sæti í 1. deildinni. Á knattspyrnusviðinu sem og í skíða-, badminton-, blak og borö- tennisdeildum er gróska í ungl- ingastarfseminni, segir i frótt frá Víkingi. Auk íþróttadeilda starfa kvennadeild og fulltrúaráð innan Víkings. Með Jóhanni Óla í aðalstjórn eru Jón Kr. Valdimarsson, vara- formaður, Ólafur Þortsteinsson, gjaldkeri, Brúnó Hjaltested, rit- ari, Þórður Bergmann, Ágúst Ingi Jónsson, Þór Símon Ragnarsson og Eiríkur Þorkelsson. O Flestir gera ráð fyrir að Lakers og Boston leiki til úrslita í NBA- deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit áf ram Frá Gunnari Valgeirssyni ( Bandarikjunum. LOS Angeles Lakers vann Golden State Warriors f fyrrakvöld og leikur til úrslita f vesturdeild NBA-deildarinnar við Houston eða Seattle. Lakers vann Warriors 118:106 í fimmtu viðureign liðanna og sigr- aði samanlagt 4-1. Sigur Lakers í síðasta leiknum var mun auðveld- ari en tölurnar gefa til kynna, liðið var með góða forystu allan tímann, 20 stig eða meira. Keppni Houston og Seattle er æsispennandi, en þar er staðan 3-2 fyrir Houston eftir 112:107 sig- ur í fimmta leiknum. Detroit sigraði Atlanta 4-1 í austurdeildinni, vann síðasta leik- inn 104:96. Atlanta var yfir lengst af, en Detroit lék geysisterkan varnarleik síðustu mínúturnar og sigraði í mjög góðum leik. Skemmtilegustu úrslitaleikirnir hafa verið á milli Boston og Mil- waukee. Fyrir síðasta leik hafði Boston sigrað í 88 af síðustu 90 heimaleikjum, en liðið tapaði óvænt 129:124 fyrir Milwaukee og ' þar er staðan 3-2 fyrir Boston. Skotland: Brian McClair f rá Celtic BRIAN McClair, markakóngur Celtic, hafnaðt nýjum samningi f Bæjarkeppnin: Undanúrslit íkvöld UNDANÚRSLIT f bæjarkeppni HSÍ og RÚV verða í kvöld. í Seljaskóla hefst leikur Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en hálftfma síðar byrjar viður- eign Akureyrar og Garðabæjar á Akureyri. gær og sagðist vera hættur hjá félaginu. Celtic bauð McClair besta samning, sem fólagið hefur boðiö, en hann hafnaði góðu tiiboöi. McClair hefur verið hjó Celtic síðan 1983 og skorað 106 mörk á fjórum árum. ( síðasta mónuði lýsti hann yfir óánægju sinni, þegar Mo Johnston fékk tilboð upp á tvö þúsund pund á viku og sagðist ekki sætta sig við minna en Mo. Tilboöiö kom, en McClair sagði nei og bendir því allt til þess að Celtic verði án beggja ofannefndra framherja á næsta tímabiii, því Mo er á sölu- lista. Meistarakeppnin: Leikið á Akranesi LEIKUR íslandsmeistara Fram og bikarmeistara ÍA f meistara- keppni KSÍ verður á Akranesi á sunnudaginn og hefst klukkan 18. Erfiðlega gekk að fá völl, en mál- ið leystist í gærkvöldi. Golfkúbburinn Keilir Sunnudaginn 17. maíverðuropna Kays- mótið haldið á Hvaleyrarvelli. Ræst verður útfrá kl. 08.30. Glæsileg verðlaun að vanda. Skráning í síma 53360 föstudag og laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.