Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 52
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuðjónÚLhf. I 91-27233 I ÉllBRUnPBðf -AföRYGGISÁSTÆÐUM Nýjungar í 70 ár FOSTUDAGUR 15. MAI 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins um helgina: Morgunblaðið/Ól.K.M. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur af fundi forseta íslands eftir að hún fól honum umboð til stjórnar- myndunar síðdegis i gær. Sigldu í veg fyrir Sæbjörgu Grindavík. HIÐ nýja skólaskip Slysavarnafé- lags íslands, Sæbjörg, sigldi fyrir Reykjanes um kvöldmatarleytið í gær á leið til Vestmannaeyja í fyrstu ferð sinni út á land til kennslu. í því tilefni sigldu nokkr- ir félagar úr slysavarnasveitinni Þorbirni í Grindavík á björgunar- bátnum Oddi V. Gíslasyni i veg fyrir skipið með gjafir til áhafnar- innar og skipsins. Slysavamamönnunum Sigmari Eðvarðssyni, Gunnari Tómassyni og Ólafi Guðbjartssyni ásamt skigstjór- um björgunarbátsins, þeim Óskari Sævarssyni og Gunnari Jóhannes- syni, var boðið um borð þó lítið væri slegið af. Uppi í brú hittu þeir skip- stjóra Sæbjargar, Þorvald Axelsson, og afhenti Gunnar Tómasson honum blómvönd og 30 þúsund króna ávís- un, en Sigmar færði honum fána sveitarinnar. Gunnar sagði að með þessum gjöf- um vildu slysavamamenn í Grindavík sýna hug sinn til þess verkefnis sem þessu skólaskipi væri ætlað að sinna og vonaðist til að gæfa fylgdi því og störfum áhafnarinnar við kennsl- una. Þorvaldur Axelsson skipstjóri þakkaði gjafimar og sagði að pening- amir yrðu notaðir til tækjakaupa sem minntu á slysavamasveitina í Grindavík frekar en að þeir hyrfu í rekstrarhítina. Skoðuðu Grindvíkingamir síðan skipið og þáðu kaffi áður en þeir kvöddu og héldu í land. Kr. Ben. Sjá frásögn á bls. 20. Morgunblaðið/Kr. Ben. Landspítalinn; Fyrsta útvíkkun á kransæð hér á landi FYRSTA útvíkkun á kransæð hér á landi var gerð á Landspítalan- um í gærmorgun. Læknamir Kristján Eyjólfsson, sérfræðingur á hjartadeild, og Einar Jónmundsson, sérfræðingur á röntgendeild, gerðu aðgerðina á rúmlega fimmtugum karlmanni og heppnaðist hún vel, að því er Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Kristjáns hefur staðið til að gera slíka aðgerð á Landspít- alanum síðan í haust og um síðustu áramót vom öll tæki og aðstaða sem til þarf við slíka aðgerð til reiðu. „Það sem einkum þarf þegar þetta er gert er aðstaða til skurðað- Klumbu- þunnildi seld til Portúgal SÖLUSAMBAND íslenzkra fiskframleiðenda hefur nú sa- mið við Portúgali um að þeir kaupi héðan nýjar gerðir salt- aðra afurða. Þar er um að ræða hringskornar kinnar, hnakka- stykki og klumbuþunnildi. Þá hefur einnig náðst samkomulag um sölu á 300 lestum af þurrk- uðum saltfiski til Portúgal, en þannig hefur saltfiskur ekki verið seldur þangað í nokkur ár. Fyrmefndu afurðirnar em unnar úr fiskhlutum, sem til þessa hefur að mestu verið hent eða hafa farið í bræðslu. Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rammasamningur þessa árs við Portúgali kvæði á um sölu á 25.000 lestum af saltfiski. Helm- ingur þess er skyldubundinn og hefur þegar verið afhentur. Akvörðun um hinn hlutann er í höndum SÍF, sem hefur nú samið við Portúgali um áframhaldandi afskipanir eins og framleiðsla leyf- ir, eða um 7.000 lestir fyrst í stað. Útflutningsverðmæti þess er rúm- lega einn milljarður króna. gerðar, ef svo færi að æðin lokaðist, sem alltaf er möguleiki á þegar hreyft er við svona þröngum æðum. Það er viss áhætta sem fylgir svona aðgerð og þess vegna verður að vera aðstaða til að fram- kvæma skurðaðgerð strax, ef eitthvað fer úrskeiðis," sagði Krist- ján. „Þessi aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi þar til nú. Verkföll hjá heilbrigðisstéttunum gerðu það einnig að verkum að það hefur dregist að byija á svona aðgerð- um.“ Kristján sagði að aðgerðin hefði heppnast vel og ástand sjúklings- ins verið eðlilegt í gær. Hann sagði ennfremur að með þessari aðgerð væri séð fram á að draga mætti verulega úr utanferðum lands- manna til slíkra aðgerða, en á síðasta ári hefðu 42 íslendingar farið utan í samskonar aðgerð, aðallega til London. Kvaðst Kristj- án gera sér vonir um að strax á þessu ári mætti að mestu sinna þörfinni fyrir slíkar aðgerðir hér heima, en gert væri ráð fyrir að allt að 50 íslendingar þyrftu að gangast undir kransæðaaðgerðir á ári. Þorsteinn Pálsson fékk umboðið í gær; Fæðir fyrst við full- trúa Alþýðuflokks VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands kvaddi sídegis í gær Þor- stein Pálsson formann Sjálfstæð- isflokksins á fund sinn og fól honum umboð til stjórnarmynd- unar. Þorsteinn mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins úr röðum sjálfstæðismanna ætla að hefja stjórnarmyndunarviðræð- ur sínar á ítarlegum viðræðum við Jón Baldvin Hannibalsson formann AJþýðuflokksins og munu þær viðræður hefjast þeg- ar í dag. „Forsetinn bað mig að hafa for- ystu fyrir tilraunum til þess að mynda ríkisstjóm, og ég féllst á þá beiðni," sagði Þorsteinn þegar fundi hans og forseta var lokið á skrifstofu forseta í gær. Þorsteinn sagðist ekki hafa gert upp hug sinn til þess við hverja eða hvem hann ræddi fyrst, en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því úr röðum forystu- manna Sjálfstæðisflokksins að Þorsteinn hafí ekki í hyggju að fara sömu leið og Steingrímur Her- mannsson gerði, þ.e. að ræða við formenn allra flokka. Heldur hygg- ist hann hefja ítarlegar viðræður Búist við miklum átökum en að uppgjöri verði frestað Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins verður haldinn á Varmalandi í Borgarfirði á morgun og sunnudag og er búist við miklum átökum á þeim fundi, án þess að nein afger- andi niðurstaða muni liggja fyrir, eða að uppgjör við form- ann og verkalýðsforystu muni fara fram. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins úr röðum miðstjómar- manna er þess ekki vænst að nein afstaða verði tekin á fundinum til hugsanlegrar þátttöku Alþýðu- bandalagsins í stjórnarmyndunar- viðræðum um nýsköpunarstjóm. Þá er búist við tillögu þess efn- is að landsfundi verði flýtt og hann haldinn í september, en ekki nóvember, eins og venjan er. Ekki eru allir á einu máli um að slík tillaga hljóti samþykki. Jafnframt er talið að þeir sem gagnrýnt hafa flokksforystuna og tengsl Alþýðubandalagsins við verkalýðshreyfinguna hvað mest frá því að niðurstöður kosning- anna lágu fyrir muni hafa sig í frammi á þessum fundi og er tal- ið að spjótunum verði einkum beint að þeim Ásmundi Stefáns- syni og Svavari Gestssyni. Sjá í miðopnu: Af innlendum vettvangi: Fellur Svavar á tíma? við Jón Baldvin Hannibalsson for- mann Alþýðuflokksins þegar í dag. og reyna að finna út hvers konar samstarfsgrundvöllur geti verið á milli þessara tveggja flokka áður en leitað verður eftir viðræðum við þriðja aðila. Samkvæmt sömu heimildum mun Þorsteinn kveðja með sér í þessar viðræður varaformann flokksins, Friðrik Sophusson. Þorsteinn kvaðst hafa fengið þann tíma sem hann þyrfti til þess að vinna að þessu verki, en hann kvað útilokað að geta sér til um það á þessu stigi hversu langan tíma hann þyrfti. Þorsteinn sagðist einungis mundu reyna myndun þriggja flokka ríkisstjómar og útilokaði þátttöku Sjálfstæðisflokksins í fjög- urra flokka ríkisstjóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.