Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 54
54 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Travolta varð stór- hiifinn á Broadway Bandaríski kvikmyndaleikarinn og söngvarinn John Travolta lét sig ekki muna um að bregða sér út á lífíð er hann kom við í Reykjavík á leið sinni vestur um haf um síðustu helgi. Hann og fylgdarlið hans þáðu boð veitinga- hússins Broadway um að sjá sýninguna „Allt vitlaust" og er skemmst frá að segja að Travolta varð stórhrifínn af sýningunni. „Hvílík sýning" (What a show) sagði hann að sýningu lokinni þeg- ar hann kom að tjaldabaki til að þakka flytjendum fyrir skemmtun- ina. Það var Björgvin Halldórsson, framkvæmdastjóri í Broadway, sem kveikti á perunni þegar hann frétti að Travolta væri væntanlegur til landsins. Hann lét þegar útbúa boðsmiða fyrir leikarann og fylgd- arlið hans og lét fyrlgja með vandaða sýningarskrá frá skemmt- uninni og fékk Travolta þessi gögn 5 hendur um leið og hann lenti. Björgvin hringdi síðan á Hótel Esju til að ítreka boðið og eftir að hafa rætt við aðstandendur Travolta náði hann sambandi við hann sjálf- an. Travolta hafði þá ákveðið að þiggja boðið, þrátt fyrir þreytu eft- ir erfítt flug. Það sem reið bagga- muninn var að Travolta er mikill aðdáandi ósvikinnar rokktónlistar frá gullaldartímabilinu svonefnda og sá af sýningarskránni að í sýn- ingunni á Broadway yrði flutt tónlist við sitt hæfi. Kappinn varð enda ekki fyrir vonbrigðum. Eftir sýninguna sagði hann að það hefði komið sér mjög á óvart að verða vitni að svo vel útfærðri rokksýningu á Islandi og hrósaði hann mjög aðstandendum sýningarinnar. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að á eyju úti í miðju Atlantshafi væri að finna skemmt- un í svo háum gæðaflokki. Ég skemmti mér konunglega, enda stendur gamla rokkið alltaf fyrir sínu. Það er alls staðar að koma upp aftur, út um allan heim. Ég gleymi þessu ekki í bráð“, sagði Travolta. Björgvin Halldórsson sótti Travolta á Hótel Esju. -ví Reuter Kach og fílynjumar Judy og Mary. Stund milli stríða Líf og störf fólks eru með mis- jöfnum hætti og streyta og þreyta dreifast víst í svipuðum mæli á mannfólkið. Á myndinni má sjá breska fílahirðinn John Kach taka sér stutt hlé í skugga „skjól- stæðinga" sinna. Myndin var tekin í Kuala Lumpur í Malasíu, en þar eru Kach og fílarn- ir á ferð með „Evrópusirkusnum mikla“, sem er í Asíuferð mikilli. Ætla mætti að starf Kachs væri einfalt — fóðra fílana og moka frá þeim (ekki lítið verk!) — en þqað er nú meira; a.m.k. undir brennandi sólinni þar við miðbaug. Fílana þarf nefnilega að baða reglúlega svo að þeir þoli við og það er víst n.eira en að segja það. Hér er Sigríður Beinteinsdóttir í aðalhlutverkinu. Á bak við em félagar úr dansflokknum „Rokk í viðlögum“. Björgvin Halldórsson, sem jafn- framt syngur í sýningunni, sagði að henni lokinni að það hefði verið sérstök tilfínning að vita af Tra- volta frammi í sal. Það hefði verið spennandi og skemmtilegt enda hefðu allir lagt sig fram um að gera sitt besta. Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn á Broadway, þjónaði Travolta og hans fólki til borðs. Hér er hann að bera þeim forréttinn. Reuter Sigri fagnað 9maí síðastliðinn var því fagnað í Sovétríkjunum að 42 ár voru ■ liðin frá því að sigur vannst á fjandvinunum nazistum. Á mynd- inni sýnir uppgjafasjóliði úr Svartahafsflotanum heiðursmerki þau er honum áskotnuðust, en að baki er sonur hans — kapteinn í Rauða flotanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.