Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 20

Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Sýningarsalurinn er opinn mánudaga — föstudaga kl. 9-6 og laugardaga kl. 1-5. Burðarþolsmálið: Hver er ábyrgiir? „ Auðvitað er það svo langstærstur hluti byggingarverktaka (meistara) og hönnuða, verkf ræðinga og tækni- fræðinga sem vinnur verk sín af stakri prýði og unir því væntanlega illa að sitja undir grun- semdum um vinnu- brögð eins og þeim sem lýst er við nokkur þeirra húsa sem fjallað er um í skýrslunni.“ sofið á verðinum hvað varðar eftir- lit með byggingariðnaðinum, en menn skulu ekki gleyma því að allt byggingareftirlit í landinu starfar eftir gildandi byggingarlögum (lög nr. 54, 16. maí 1978) og almennri byggingarreglugerð frá 1979 sem félagsmálaráðuneytið setti, þannig að ef úthluta á pólitískri ábyrgð, fá ýmsir fleiri bita en borgarstjóm Reykjavíkur. Það hefur alltof lítið farið fyrir því í umræðunni að aðalábyrgðin á þeim ósköpum sem lýst er í skýrsl- unni liggur hjá þeim aðilum sem hafa staðið þannig að verki að fjöldi stórhýsa í Reykjavík, og sjálfsagt víðar á landinu, virðast verða stór- lega gölluð. Hér hljóta að sjálfsögðu hönnuðir og viðkomandi byggingar- aðilar að bera fulla ábyrgð á mistökum sínum, eða vísvitandi svikum. Það verður vafalítið verk dómstóla að úrskurða um sekt eða sakleysi, en búast má við því að í kjölfar skýrslunnar verði höfðuð skaðabótamál og hugsanlega ein- hver opinber mál vegna brota á byggingarlögum en í þeim eru ákvæði um viðurlög, m.a. réttinda- missi og sektir. Auðvitað er það svo langstærstur hluti byggingarverktaka (meistara) og hönnuða, verkfræðinga og tæknifræðinga sem vinnur verk sín af stakri prýði og unir því væntan- lega illa að sitja undir grunsemdum um vinnubrögð eins og þeim sem lýst er við nokkur þeirra húsa sem fjallað er um í skýrslunni. Það er því vel að borgarstjóri hefur nú tekið af skarið og birt opinberlega hvaða hús það eru sem fjallað er um í skýrslunni. Nú er freistandi að íhuga hvers vegna mál hafa þróast á þann veg sem raun ber vitni. Undanfarin ár hefur fjölgað í stéttum verkfræð- inga og tæknifræðinga og það er ekki erfitt að ímynda sér að slegið hafi verið _ af kröfum um náms- árangur. Á sama tíma hefur sú breyting orðið að atvinnuhúsnæði, sem byggt er í dag, er oft súluhús sem fáum veggjum til stífingar . SHk hús krreíjast oft fiókinna burð- arþolsútreikninga, sem einungis eru á færi sérfræðinga, þ.e.a.s. manna sem vinna að staðaldri við hönnun burðarvirkja. Þessir menn eru ein- göngu til á verkfræðistofum. Þar eð ákvæðum byggingar- reglugerðar um rétt manna til að gera séruppdrætti (m.a. burðar- þolsuppdrætti) hefur ekki verið breytt til að mæta þessum breyttu tímum hafa alltof margir tækni- menn f dag heimild til að gera burðarþolsuppdrætti af hvers kyns mannvirkjum. Hið mikla framboð þessarar þjónustu hefur síðan orðið til þess að byggingaraðilar hafa valið sér ráðgjafa með því að horfa einungis á verð þjónustunnar án þess að athuga hvaða þjónusta er látin í té. Einnig eru til dæmi um að menn líti á heildarkostnað við verkfræðiþjónustuna og áætlað magn bendistáls og steypu og Táði síðan til sín þann ráðgjafa sem „lof- eftirRúnarG. Sigmarsson Frá því að skýrsla Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins (Rb) um burðarþol tíu bygginga í Reykjavík var birt, hafa fjölmiðlar keppst við að fjalla um málið í frétt- um og viðtölum. Því miður virðist sem umfjöllun um þetta alvarlega og viðkvæma mál hafi oft verið meira af kappi en forsjá. Sá sem þessar línur ritar hefur starfað sem ráðgjafarverkfræðing- ur frá því hann lauk námi fyrir hartnær tuttugu árum og þykist þess vegna geta Ij'allað af nokkurri þekkingu og reynslu um þessi mál. Það hefur mjög einkennt alla umflöllun um málið að mönnum sýnist það aðallega snúast um ábyrgð embættis byggingarfulltrú- ans í Reykjavík og byggingarfull- trúa sjálfs. Hafa sum skrif og jafnvel umræður í borgarstjóm Reykjavíkur einkennst af harðri gagnrýni á byggingarfulltrúa sem hann á engan veginn skilið. Sú gagnrýni í skýrslunni sem beinist að embætti byggingarfulltrúa er aðallega vegna skorts á gögnum. Það er því hægt að fullyrða að fyr- ir höfundum skýrslunnar hafi ekki vakað að gera byggingarfulltrúa að blóraböggli í málinu. Síðan hafa eins og við mátti bú- ast einhveijir reynt að gera sér pólitískan mat úr skýrslunni og draga þetta alvarlega mál niður á það plan að gera borgarverkfræð- ing tortryggilegan með því að ljóstra upp því voðalega leyndar- máli að einn starfsmaður bygging- arfulltrúa var einu sinni skólabróðir borgarverkfræðings. Það má kannski bæta því við hér að einn höfundur skýrslunnar margum- töluðu var líka einu sinni skólabróð- ir borgarverkfræðings. Það er að vísu ekkert vafamál að stjómendur borgarinnar hafa ■ ■ -- V, ,' *. < ■ . ' 'v í - —JSpMifti Sffcl Gaeði og öryggi í akstri eru forsenda góðra bílakaupa. Þess vegna kaupir þú BMW Sýningarbílar í sýningarsal "Miðað við júní gengi DEM 21,3996. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633. Er með beina innspýtingu. Er 105 hestöfl. Er 5 gíra „Overdrive". Er með vökvastýri. Er vestur*þýskur. Tölvu-sunmrbúðir fyrir unglinga á aldrinum 9-14 ára Staðun Varmaland í Borgarfirði. Boðið er uppá eftirfarandi: Tölvukennslu, íþróttakennslu og kvöldvökur Foreldrar, fylgist með tímanum — tryggið framtíðbama ykkar á tölvuöld. AÐ GEFNU TILEFNI SKAL TEKIÐ FRAM: BARNAVERNDARRÁÐ HEFUR GEFIÐ LEYFI FYRIR ÞESSUM SUMARBÚÐUM. Innrítun og nánarí upplýsingar í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.