Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 1
80 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 134. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gleðilega þjóðhátíð Þjóðhátíðardegi verður fagnað með margvíslegum hætti um land allt í dag. Á síðum 76 og 77 er rækilegt yfirlit yfir viðburði dagsins og hátíðarhöld. Á myndinni sést Amarstapi á Snæfellsnesi. Ekkert óhreint í pokahominu - sagði Reagan um greiðslur til skæruliða Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sagði í gær að engar sannanir væru um að hann hefði átt þátt í að láta greiðsl- ur Irana fyrir vopn renna í vasa skæruliða í Nicaragua og yrði því ekki hægt að ákæra hann vegna vopna- sölumálsins. „Ég hef ekkert óhreint í poka- hominu," hrópaði Reagan til blaðamanna áður en hann gekk til málsverðar með öldungadeildar- þingmönnum repúblikana. Blaðamaður hafði spurt forset- ann um ummæli þingmannsins Lees Hamilton, formanns nefndarinnar, sem rannsakar vopnasölumálið, þess efnis að lögð yrði fram krafa um að ákæra forsetann ef í ljós kæmi að hann hefði lagt blessun sína yfir að láta greiðslur renna til kontra-skæruliða. Er þetta afdrátt- arlausasta neitun forsetans um aðild að málinu. Kviðdómur sýknarGoetz New York, Reuter. BERNHARD Goetz, sem sakað- ur var um að hafa reynt að myrða fjóra svarta táninga i neðanjarðarlest i New York, var í gær sýknaður. Goetz sagði að unglingamir hefðu reynt að ræna sig. Kviðdómur sagði að Goetz, sem er hvítur, væri aðeins sekur um að hafa átt byssu án leyfis þegar hann skaut á mennina flóra í des- ember 1984. Látið hefur verið á mál Goetz sem prófmál. Annars vegar hefur því verið haldið fram að Goetz hafi einfaldlega svarað fyrir sig þegar ráðast átti á hann, en hins vegar hefur hann verið kallaður byssuglaður kynþáttahatari. Itölsku kosningarnar: Kjósendur vfldu óbreytta sljórn Róm, Reuter. ÁRANGUR ítalska sósíalista- flokksins í kosningunum um helgina er sá besti í fjörutíu ár og styrkur kristilegra demókrata jókst. Kommúnistaflokkurinn gait aftur á móti mikið afhroð, þótt hann hafi haldið velli sem næststærsti flokkur Ítalíu og hefst nú mikil leit innan hans að orsök kosningatapsins. Ný afvopnunartillaga á samningaborðinu í Genf: Bandarísk stjómvöld vilja g-era eftirlit auðveldara Gcnf, Washington, Reuter. SAMNINGAMENN Bandaríkja- stjómar f Genf kynntu í gær tillögu Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta um útrýmingu skammdrægra kjaraorkuflauga um heim allan. Var þetta gert á sérstökum fundi í sendiráði * Bandarfkjanna f Genf og vöktu bandarfsku embættismennimir á því athygli að tillaga þessi þjónaði öryggishagsmunum stórveldanna beggja og gervallrar heimsbyggð- arinnar. Líkt og búist var við eftir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsríkja í Reylqavík gaf Reagan forseti bandarískum samningamönn- um í Genf fyrirskipun um að ná samningum við hina sovésku starfs- bræður sína um upprætingu Evrópu- eldflauganna svonefndu. Pyrstu drög að þess háttar samningi hafa þegar verið kynnt í Genf. í sjónvarpsræðu sinni á mánudagskvöld kvaðst Reag- an hins vegar stefna að algerri útrýmingu skammdrægra flauga, en hingað til hafa samningamennimir einungis rætt upprætingu þess hátt- ar flauga í Evrópu. Á fundinum í Reykjavík lögðu ut- anríkisráðherramir blessun sína yfir samkomulagsdrögin varðandi Evr- ópuflaugamar. Reagan forseti kvaðst hins vegar hafa falið sendi- mönnum stjómarinnar að ná fram samkomulagi um útrýmingu skamm- drægra kjamorkuflauga á landi um heim allan. Mikhail Gorbachev Sovét- leiðtogi hefur lýst því yfir að Sovét- menn séu reiðubúnir að semja um útrýmingu skammdrægra flauga í Evrópu samhliða því að meðaldrægar flaugar, sem draga um 1.000 til 5.000 kílómetra, verði upprættar. Samkvæmt tillögu Reagans er fallist á þetta sjónarmið Gorbachevs jafn- framt því sem tillaga forsetans gengur einu skrefi lengra. Utanríkis- ráðherrar NATO hvöttu einnig til „allsheijar útrýmingar" þeirra kjam- orkufiauga sem draga 500 til 1.000 kílómetra i lokaályktun Reykjavík- urfundarins. Reagan lét þess getið að hann vonaðist til að á endanum mjmdu stórveldin jafnframt semja um upprætingu meðaldrægra flauga utan Evrópu. Samkvæmt áðumefndu uppkasti sem gert var í Genf er gert ráð fyr- ir að bæði stórveldin haldi eftir 100 kjamaoddum í meðaldrægum flaug- um utan álfunnar. Utanríkisráðherr- amir hvöttu til þess í lokaályktun Reykjavíkurfundarins að flaugar þessar yrðu jafnframt upprættar. Hið sama gildir um hinar skamm- drægu. V amarmálaráðherrar NATO-ríkja komust að sömu niður- stöðu um meðaldrægar flaugar á fundi sinum í Stavanger á dögunum. Úrslit kosninganna þykja benda til þess að kjósendur vilji halda í þá stjórn, sem reynst hefur langlíf- ust á Ítalíu eftir heimsstyrjöldina síðari. Bettino Craxi, leiðtogi sósíal- ista, var forsætisráðherra í þijú og hálft ár. í mars slitnaði upp úr stjómarsamstarfí fímm flokka er kristilegir demókratar tilkynntu að þeir vildu að maður úr þeirra röðum sæti í forsætisráðherrastóli í krafti þess að flokkur þeirra væri stærst- ur. Fylgi sósíalista jókst um rúm þrjú prósent úr 11,3 í 14,4 prósent, en kristilegir bættu við sig tæpu einu og hálfu prósenti og fór fylgi þeirra upp í 34,3. í kosningunum 1983 fengu þeir minnsta fylgi í sögu flokksins, 32,9 prósent. Sósíal- istar verða ugglaust tregir til að láta kristilegum demókrötum for- sætisráðherrastólinn eftir og er því ólíklegt að stjóm verði mynduð á næstunni. Skoðanakannanir spáðu því fyrir kosningamar að Kommúnistaflokk- urinn myndi jafnvel fá meira fylgi en kristilegir demókratar. Svo fór að fylgi kommúnista minnkaði um þijú prósent og fengu þeir 26,6 prósent atkvæða. Sjá síðu 37.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.