Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Töfrahattur * Eg hef reynt eftir megni að fjalla hér í þætti um nýjar og nýlegar íslenskar heimildarmjmdir sjónvarps og í gær vék ég að tveimur slíkum er skreyttu imbakassann á sjó- mannadaginn en þessi varð útundan: 20.40 Athyglisverðar auglýsingar! Hið íslenska kvikmyndafélag og Saga film hafa gert fræðandi og skemmtilegan þátt um íslenskar sjónvarpsauglýsingar í tuttugu ár fyrir Stöð 2. Sýndar eru gamlar, nýjar, sungnar, leiknar og alls kyns sjónvarpsauglýsingar frá því að gerð þeirra hófst hérlendis. Einnig er rætt við auglýsingagerðarmenn, leikara, tónlistarmenn og hinn al- menna sjónvarpsáhorfanda. Sýndar eru fimm athyglisverðustu sjón- varpsauglýsingamar frá 1986 og sú óvenjulegasta að mati dómnefndar íslenska markaðsklúbbsins og Sam- taka íslenskra auglýsingastofa. Kynnir er Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Ég legg ekki í vana minn að end- urbirta svo stóran bút úr dagskrártil- kynningu en mér fannst þessi ögn sjálfbirgingslega kynning segja nokkuð um andrúmsloft fyrrgreinds auglýsingaþáttar en þar kepptust umsjónarmennimir við að lofa íslenska sjónvarpsauglýsingagerð. Að öðm leyti var myndin fagmann- leg í alla staði þótt ekki væri mjög skipulega rakin saga íslenskrar aug- lýsingamyndagerðar en áhorfendum gafst prýðilegt færi á að skoða nýj- ustu auglýsingamar í örlítið víðara samhengi innan sjónarhoms hins almenna borgara og frá bæjardyrum auglýsingameistaranna sjálfra. Það gleymdist hins vegar alveg að taka fram að auglýsingagerðarmennimir em náttúmlega ekkert annað en enn einn milliliðurinn og eiga sem slíkir þátt í því að halda uppi vömverði. Ekki semja heildsalamir lofgerðar- myndir um sjálfa sig og er þó í raun og vem sáralítill eðlismunur á hlut- verki þeirra og auglýsingagerðar- mannanna, þótt verksvið hina síðamefndu hafi á síðustu ámm þanist nokkuð út þannig að nú þora menn vart að taka þátt í viðskiptalíf- inu, nema fara fyrst í þann búning er auglýsingagerðarmennimir kjósa. Þeir em sum sé að verða einskonar hirðsiðameistarar viðskiptalífsins er segja mönnum til um hinn rétta klæðnað og jafnvel stafagerð árs- skýrslunnar svo andlit fyrirtækisins glansi þá hluthafamir mæta á aðal- fundinn. Og slík er fegmnarárátta auglýsingameistaranna að sumar ársskýrslumar minna við fyrstu sýn fremur á kræsilegan matseðil en alvömplagg þar sem skráðar em líflmur fyrirtækisins. Ég minnist á þetta atriði hér vegna þess að sem fjölmiðlarýnir sit ég daginn inn og út undir auglýs- ingahríðinni og glæsimyndin af auglýsingameistumnum hefir nokk- uð fölnað að undanfömu; þá á ég aðallega við að mér finnst að stöku auglýsingamenn hafi ekki axlað þá siðferðisábyrgð er fylgir nýfijálsu fjölmiðlunum að þessir einstaklingar geri ekki nægilega skýran greinar- mun á fagmannlegri auglýsingu unninni af auglýsingastofu og óbeinni auglýsingu sem er smeygt lymskulega inní ljósvakamiðlana. DÆMI: I fyrrgreinda auglýsinga- mynd Stöðvar 2 mætti ónefndur auglýsingagerðarmaður og ræddi um íslenska auglýsingagerð og þó einkum hinar fagmannlegu verð- launaauglýsingar ársins ’86 en maðurinn virtist sitja í verðlauna- nefndinni. Þessi sami maður situr síðan á ónefndri útvarpsstöð og stýr- ir meðal annars spumingaþáttum þar sem hann útdeilir verðlaunum frá ónefndum framleiðendum. Slíkur auglýsingameistari minnir ögn á flínkan sjónhverfingamann er kann að villa svo um fyrir áhorfandanum að honum finnst sem raunveruleik- inn sé í töfrahattinum þrátt fyrir að hann viti innst inni að kanínumar voru geymdar baksviðs. Sá er þó munurinn að töframaðurinn ætlast ekki til þess að áhorfendur éti kanín- umar, hann lætur klappið nægja. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Stöð 2: Allt í gamni í sparifötunum Gamanþáttur- OAOO inn Allt í gamni &\J~~ verður 60. mínútur í tilefni dagsins en honum stjóma að vanda spaugvitringamir Laddi og Júlíus Brjánsson. í þessum þætti koma galdrakarlamir Baldur Bijánsson og Bald- ur Georgs (Baldur og Konni) í heimsókn. Þá mun Eggert Þorleifsson líta inn og margt fleira verða til skemmtunar. Ríkissjónvarpið: Ringulreið Á dagskrá sjón- oo oo varps í kvöld er gamanópera frá 1976 eftir Flosa Olafsson og Magnús Ingimarsson. Þar segir frá frægðarför Marinós óðalsbónda á hestamannamótið á Villib- ala. Á óðalinu í Fákahlíð gera Magðalína kona hans og friðill hennar Kári Belló ýmislegt sér til skemmunar á meðan. Leikendur eru Ámi Tryggvason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson, Ingunn Jens- dóttir og Guðrún Stephens- ÚTVARP © MIÐVIKUDAGUR Þjóðhátíðardagur íslendinga 17. júní 8.00 Morgunbæn. Séra Hall- dór Reynisson flytur. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. 8.20 fslensk ættjarðarlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Spói" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Bessi Bjarnason les (3). (Áður út- varpað 1973.) 9.20 Morguntónleikar. a. „Minni íslands", forleikur op. 9 eftir Jón Leifs: Sin- fóníuhljómsveit (slands leikur; Jean-Pierre Jacquillat stjórnar. b. „Sjö lög við miöalda- kvæði" eftir Jón Nordal. Karlakórinn Fóstbræður syngur; Ragnar Björnsson stjórnar. c. „Fornir dansar" eftir Jón Ásgeirsson. Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 10.00 Fréttir. Tllkynningar. 10.10 Veðurfregnir. Lesiö úr forustugreinum dagblað- anna. 10.40 Frá þjóðhátíð í Reykjavík. a. Hátíöarathöfn á Austur- velli. b. Guösþjónusta í Dómkirkj- unni kl. 11.15. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tóníeikar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 „Þetta er landið þitt." Ættjörðin í Ijóðum og lausu máli frá lýðveldisstofnun. Gunnar Stefánsson tók saman. 14.30 Esja. Sinfónia í f-moll eftir Karl 0. Runólfsson. Sin- fóníuhljómsveit fslands leikur; Bohdan Wodiczko stjórnar. 16.10 Þjóðhátíöarrabb. Um- ræðuþáttur í umsjá Þóris Jökuls Þorsteinssonar. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Haldið upp á daginn. Léttsveit Ríkisútvarpsins leikur. Umsjón: Ólafur Þórð- arson. 17.40 „Sjórinn var svartur af logni." Þórey Böðvarsdóttir SJÓNVARP MiÐVIKUDAGUR 17. júní 18.30 Úr myndabókinni — Endursýndur þáttur frá 14. júní. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Hver á að ráða? (Who’s the Boss? 112) — 12. þáttur. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Ávarp forsætisráðherra. 20.40 Alþingishátíðin 1930. Loftur Guðmundsson kvik- myndaði. Kvikmyndin var týnd í fjörutíu ár en fannst aftur áriö 1983. Meginefni hennar er frá hátíöinni á Þingvöllum sem haldin var til að minnast 1000 ára afmælis Alþingis. Auk þess er brugöið upp svipmyndum frá hátíöahöldum í Reykjavík, dagskrá fyrir Vestur-fslendinga á Álafossi og móttöku þjóðhöfðingja. Stef og umsjón með tón- setningu: Jón Þórarinsson. Jónas Þórir leikur á bíóorg- el. Umsjón með endurgerð: Erlendur Sveinsson. Mynd- in er eign Alþingis sem hefur léð sjónvarpinu hana til sýningar. 21.20 Þjóðhátíöarsveifla. Söngur og djass í sjón- varpssal. Guðmundur Ing- ólfsson, Guðmundur Steingrímsson, Þórður Högnason, Björn Thorodd- sen og Stefán J. Stefánsson leika þekkt og frumsamin lög. Söngvarar: Bubbi Morthens, Megas, Oktavía Stefánsdóttir, Jóhanna Linn- et, Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson. Kynn- ir: Elísabet Þórisdóttir. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. 22.00 Ringulreið. Gamanópera frá 1976 eftir Flosa Ólafsson og Magnús Ingimarsson. Flosi fylgir þessum flutningi úr hlaði og flytur léttkryddaðar skýring- ar milli atriða. Leikendur: Árni Tryggvason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson, Ingunn Jens- dóttir og Guðrún Stephens- en. Verkiö er epísk skopstæling á ýmsum list- rænum stílbrögðum, sem þekkt eru úr leikhúsum og fjölmiðlum, en á sér um leið djúpar rætur f þjóðarsál ís- lendinga. Hér segir frá frægðarför Marinós, óðals- bónda I Fákahlíð, á hesta- mannamótiö á Villibala en einnig frá þvi hvernig Magð- alina, kona hans, og Kári Belló, friðill hennar, notfæra sér fjarveru bónda. 23.10 Hótelið við vatnið. (Hotel du Lac). Bresk sjón- varpsmynd eftir sögu Anitu Brookner. Leikstjóri: Giles Forster. Aðalhlutverk: Anna Massey og Denholm Elliot. Skáldkona ein, sem glatað hefur öllum vinum sínum, leitar athvarfs á hóteli í Sviss til að ná aftur áttum i lífinu. Hún hefur átt misheppnuö ástarævintýri en þarna í fá- sinninu stofnar hún til kynna sem rista dýpra. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 00.35 Dagskrárlok. & 0 STOD2 MIÐVIKUDAGUR 17. júní i 15.45 Rauðliðarnir (Reds). Margföld verðlaunamynd frá 1981 meö Warren Be- atty, Diane Keaton og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Warren Beatty en hann er jafnframt höf- undur handrits ásamt Trevor Griffiths. Þessi viö- amikla mynd gerist á timum rússnesku byltingarinnar og fjallar um hugsjónamanninn ög blaðamanninn John Re- ed (Warren Beatty) og rithöfindinn og kvenréttinda- konuna Louise Bryant, samband þeirra og þátttöku í byltingunni. Mesta leikrita- skáld Bandaríkjanna, Eugene O'Neill kemur einn- ig við sögu en Jack Nichol- son þykir sýna frábæran leik í því hlutverki. 19.00 Benji. Nýr leikinn myndaflokkur fyriryngri kynslóöina. Hund- urinn Benji hefur vingast við ungan prins frá annarri plá- netu og kemur honum til hjálpar á örlagastundu. 19.30 Fréttir. 20.00 Allt í gamni í spariför- unum. Skúli í þjóöhátiðarskapi mun sjá um veitingar og blöðru- sölu. Gestir þáttarins eru galdrakarlarnir Baldur Brjánsson og Baldur Ge- orgs (Baldur og Konni). Einnig mun Eggert Þorleifs- son kíkja í heimsókn og margt fleira verður til skemmtunar. Magnús Kjart- ansson sér um tónlistina að vanda og er þátturinn 60. min. í tilefni dagsins. I 21.25 Skvetta (Dash). í þessum skrautlega og íburðamikla dansleik er hug- arfluginu gefinn laus taumurinn enda hefur hann verið sýndur fyrir fullu húsi hvarvetna í Evrópu. Wayne Sleep, fyrrum sólóisti hjá Royal Ballet of Great Britain, dansar aðalhlutverk og hann og meðdansarar hans halda ekki aftur af sér í eld- fjörugri sýningu, þau steppa, syngja, herma eftir og taka klassískar syrpur allt í einni blönþu. S 22.00 Hedda Gabler. Rómuð sviðsetning The Royal Company á Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen, í leikgerö og stjórn Trevor Nunn (Vesalingarnir, Nic- holas Nickleby, Cats). Menn hafa velt því fyrir sér hvort Hedda Gabler sé krimmi, fjölskyldudrama eða dæmisaga um frelsi kon- unnar. Nú geta á horfendur dæmt sjálfir þegar Stöö 2 sýnir þetta méistaraverkk í frábærri breskri útgáfu. Að- alhlutverk: Glenda Jackson, Peter Eyre og Patrick Stew- art. § 23.45 Jass í Jacksonville. Á hinni árlegu jasshátfð í Jacksonville má heyra allt það besta með jassinn hef- ur upp á að bjóða. f þessum þætti er sjónvarpaö frá hátí- ðinni og fram kom m.a. Tito Puente og Latin Jazz En- sembla. Mercer Ellington og The Duke Ellington Orc- hestra og söngkonan Anita Moore sem setur hátíðina á annan endann með söng sínum. 00.45 Dagskrárlok segir frá hátíðahöldum á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Umsjón: Þórarinn Björnsson. (Þáttur- inn var hljóðritaður á vegum Safnahússins á Húsavík.) 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Staldrað við. Haraldur Ól- afsson spjallar um mannleg fræði og ný rit og viðhorf í þeim efnum. 20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút- varpsins. I. „Alþingishátíðarkantata" eftir Pál (sólfsson við hátíð- arljóö Davíðs Stefánssonar. Flytjendur: Guömundur Jónsson, Þorsteinn ö. Stephensen, Karlakórinn Fóstbræður, Söngsveitin Filharmónia og Sinfóníu- hljómsveit fslands. II. „In memoriam Jean- Pierre Jacquillat", hljóðritun frá minningartónleikum um Jean-Pierre Jacquillat í Bú- staðakirkju 30. april sl. a. „Fantasiestucke" fyrir klarinettu og píanó op. 73 eftir Robert Schumann. b. Sjö tilbrigði eftir Ludwig van Beethoven um dúettinn „Bei Mánnern welche Liebe fuhlen” úr óperu Mozarts „Töfraflautunni”. c. Svita fyrir píanó eftir Claude Debussy. d. „Ómælisdýpi fuglanna" úr kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messia- en. e. Sónata fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir César Franck. Flytjendur: Einar Jóhannes- son, Martin Berkovsky, Gunnar Kvaran, Guðný Guð- mundsdóttir og Anna Málfríður Sigurðardóttir. Kynnir: Sigurður Einarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Frá útlöndum fsland í augum umheimsins. Þáttur í umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiksen. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. ■il MIÐVIKUDAGUR 17. júní 00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 8.00 í bítið. — Siguröur Þór Salvarsson. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guörún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 fþróttarásin. Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samú- el Örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.05 Á miðvikudagskvöldi. Umsjón. Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 8.10, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Umsjón: Tómas Gunnars- son. MIÐVIKUDAGUR 17. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 8.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráðandi, af- mæliskveðjur og spjall til hádegis. Verður litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagöt- unni? Fréttir kl. 10.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00 og 16.00. 17.00—19.00 Síðdegis á 17 júní. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni — Haraldur Gísla son. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson. Tónlist og upp lýsingar um flugsamgöngur. ALFA Krtstlleg itnrfsttM. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 17. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok. Dagskrár útvarps- og sjónvarpsstöðva á fimmtudag er á bls. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.