Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Ranunasamningurinn var undirritaður í gær Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstig. Sitjandi frá vinstri eru: Ólafur Daviðsson, framkvæmdastjóri FÍI, Ingvar Nielsson, verkfræðingur, Sigurður Daníelsson, forstjóri Landsmiðjunnar, Ingi Þorsteinsson, aðalræðismaður í Kenýa, John Veijee, framkvæmdastjóri Samaki, Abdul Veijee og Kassamali Ebrahim. Standandi að baki þeim eru: Sigurpáll Jónsson, verk- fræðingur hjá Marel, Haukur Baldursson, verkfræðingur hjá Landsmiðjunni, Jón Geirsson, frá Marel, og Bjarni Elíasson, frá fyrirtækinu Kvikk. Rammasamningnr undir- ritaður um sölu á fisk- i i - ? mjölsverksmiðju til Kenýa Heildarverðmæti samningsins talið vera um 20 milljónir króna RAMMASAMNINGUR milli Landsmiðjunnar hf. og Kenýska fyrirtækisins Samaki Industries var undirritaður í gærdag í Iðn- aðarmannahúsinu við Hallveig- arstig. Samningurinn kveður á um sölu á sérhannaðri fisknyöls- og lýsisverksmiðju, og er gert ráð fyrir að heildarverðmæti hans sé um 20 miiyónir króna. Þá eru f gangi viðræður við fleiri fyrirtæki hér á landi, svo sem , Stálvík, Vélsmiðju Seyðisfjarðar og Marel hf. Samaki fyrirtækið er í hópi stærri fiskverkunarfyrirtækja í Kenýa; hefur fiakað og fryst fisk, en öllum úrgangi og beinum hefir verið fleygt þar sem fiskmjölsverksmiðja hefur ekki verið fyrir hendi. Það var svo fyrir tilstilli aðalræðismanns íslendinga í Kenýa, Inga Þorsteins- sonar, að tengsl komust á milli Landsmiðjunnar og Samaki. Sigurður Daníelsson, forstjóri Landsmiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður við þessa aðila frá Samaki hefðu staðið jrfír frá því í mars á þessu ári og í raun- inni væri þessi rammasamningur ekki annað en viljayfirlýsing af þeirra hálfu. „Þeir eiga eftir að afla sér innflutningsleyfis fyrir verksmiðjuna, auk þess sem þeir eiga eftir að samþykkja það verð sem við komum til með að setja upp. Það má því búast við að af- hending verksmiðjunnar fari ekki fram fyrr en í mars á næsta ári,“ sagði Sigurður. John Veijee, framkvæmdastjóri Samaki Industries, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með þann samning sem gerður hefði verið, og hann hefði séð það á þeim verksmiðjum sem hann hefði heimsótt að íslend- ingar kynnu greinilega sitt fag. „Við hjá Samaki erum sffellt að kanna markaðinn í Evrópu, en aldr- ei datt mér í hug að við ættum eftir að eiga viðskipti við íslend- inga, hvað þá að ég ætti eftir að koma til Islands," sagði John Verjee. „Þið íslendingar búið yfír mikilli tækni og þekkingu á vissum sviðum, en til þess að geta selt hana þarf að kynna hana betur. Það var fyrir tilstilli aðalræðis- manns ykkar, Inga Þorsteinssonar, sem þessi viðskiptatengsl milli fyrir- tækjanna komust á, og því um nokkra tilviljun að ræða. Kenýsk fyrirtæki vita ekki um alla þá tækni sem þið búið yfír. Það er því mjög mikilvægt að íslendingar auglýsi þá framleiðslu sem þeir hafa upp á að bjóða," sagði framkvædastjór- inn. Fleiri íslensk fyrirtæki eiga í við- ræðum við Samaki. Stalvík hf. í Garðabæ og Vélsmiðja Seyðis^arð- ar hf. eiga í viðræðum um sölu á tveimur stálbátum, 13 metra löng- um, niðurskomum til samsetningar í Kenýa. Einnig er í athugun að Stálvík smíði nokkra 8 metra langa fiskibáta úr stáli. Þá hafa verið í gangi samningaumleitanir við fyrir- tækið Marel hf. um kaup Kenýa- manna á tölvuvogum og ýmsum öðrum tæknibúnaði til fiskvinnslu. Samkeppni sjónvarps stöðva í Evrópu SJÓNVARPSSTÖÐVAR og menningarmálastofnanir, sem eru aðilar að skipulagsnefnd samkeppni Evrópustöðva um sjónvarpshandrit, hafa ákveðið að standa sameiginlega að sam- keppni í Evrópu í þvi skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum og eða leiknum sjónvarpsþáttum. Hér er um að ræða tvenns konar verðlaunasamkeppni, annarsveg- ar til starfsverðlauna og hins vegar til aðalverðlauna fyrir sjónvarpshandrit. Sjónvarps- stöðvar i viðkomandi landi ákveða hvenær samkeppnin hefst og skilafresti lýkur í sam- vinnu við skrifstofu skipulags- nefndar. Skipulagsnefndin hefur sam- þykkt þáttökureglur í 23 greinum þar sem eftirfarandi kemur meðal annars fram: Umsækjendur um starfsverðlaun skulu skila fímm síðna tillögu að sjónvarpsleikriti eða leikinni sjónvarpsþátttaröð. Tillag- an skal vera eigið verk höfundar. Hún má vera fyrsta leikritsgerð, sem unnin er fyrir sjónvarp, byggð á bókmenntaverki eða tónlistar- verki. Tillagan skal ekki byggð á leikhúsverki, kvikmynd eða sjón- varpsþætti. Umsækjendur um aðalverðlaun skulu skila fullgerðu handriti, um 30 síður, og skal handritið byggt á þeirri tillögu, sem færði höfundi starfsverðlaun. í handritinu skal miðað við fimmtíu mínúntna þátt. Ef handritið er að fyrsta þætti af fleirum, skal þar sagt frá sögu- þræði, fléttu og persónum næstu þátta. Í handriti skulu vera megin- samræður og þýðingarmestu leið- beiningar um myndatöku, og skal þetta sett fram á þann hátt, sem skipulagsnefnd óskar eftir. Starfs- og aðalverðlaun skal veita við opinbera athöfn, og ákveður skipulagsnefnd hvenær hún fer fram. Verðlaun þeirra, sem vinna starfsverðlaun, eru í formi nám- skeiðs, að jafnaði í dagskrárdeildum þeirra sjónvarpsstöðva, sem til- nefndu þá. Verðlaunahafar fá einnig peningaverðlaun. Upphæð- ina ákveður skipulagsnefnd og skal öllum verðlaunahöfum veitt sama upphæð. Stj órnarmyndunarviðræðurnar: Mótmæli frá sam- tökum fiskverkenda SAMTÖK fiskvinnslufyrirtækja sendu frá sér ályktun í gærdag þar sem mótmælt er öilum áformum sem kunni að vera uppi um að fella niður endurgreiðslur uppsafnaðs söluskatts á aðföng fiskiðnaðar. í fréttatilkyningu sem stjómir Sambands fisk- vinnslustöðvanna og Félags Sambandsfiskframleiðenda und- irrita segir að tilefni ályktunar- innar séu ítrekaðar fréttir um að þessar aðgerðir séu ræddar í stjórnarmyndunarviðræðum Al- þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. I ályktun stjómanna tveggja seg- ir að þær undrist slíkar vangaveltur og leyfi sér að efast um sannleiks- gildi þeirra. Eigi orðrómur þessi við rök að styðjast neyðist þau hinsveg- ar til að mótmæla. Minnt er á að endurgreiðsla söluskatts til þessara atvinnugreina hafi tíðkast um ára- bil. „Fráleitt væri að meðhöndla meginútflutningsgrein þjóðarinnar með öðrum hætti ... Við [núver- andi] aðstæður eru engin rök sem leiða til þess að íslenskur fiskiðnað- ur sitji við annað borð en aðrar útflutningsgreinar eða sæti sérs- takri skattheimtu meðan sjávarút- vegur annarra þjóða nýtur ríkisstyrkja," segir oriðrétt í fréttat- ilkynningunni. Nú fást þessar einstöku eldhúsrúllur á tilboðsverði. Hafðu ætíð það besta á borðum. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.