Morgunblaðið - 17.06.1987, Page 41

Morgunblaðið - 17.06.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 41 ímur 0 Eslandí umræðum, er þjóna þeim eina til- gangi, að gera samskipti íslands við Atlantshafsbandaiagið og Bandaríkin tortryggileg. Hér birtist sá hluti samtals þeirra Steingríms Hermannssonar og Ög- mundar Jónassonar, sem var sendur út í fréttatíma laugardaginn 13. júní. Eru þeir að ræða, hvort álykt- un Alþingis frá 1985 nái til kjam- orkuvopna bæði á friðar- og ófriðartímum: „Steingrímur: Aðrar þjóðir eins og Norðurlandaþjóðimar hafa sagt að það væm ekki kjamorkuvopn á friðartímum. Við höfum skilið það eftir, það má segja að það er opið og ég vil reyndar líta svo á að sam- þykktin nái bæði til friðartíma og ófriðartíma, hér verði ekki kjam- orkuvopn. Ogmundur: Hér verði ekki kjamorkuvopn, hvorki á friðartím- um né ófriðartímum því samkvæmt herfræðikenningum NATO og sam- komulagi NATO-ríkja þá er gert ráð fyrir því að aðildarríkin haldi opnum þeim möguleika að þangað verði flutt kjamorkuvopn á ófriðartímum, en með öðrum orðum, samkvæmt þínum skilningi, hefur ísland verið lýst kjamorkuvopnalaust. Steingrímur: Það er samkvæmt mínum skilningi, já, og ég vek at- hygli á því þegar upplýstist fyrir fáum árum að hugmynd væri að flytja hingað kjamorkuvopn á ófrið- artíma þá var því mótmælt, hitt verðum við náttúrulega að skilja að ef til ófriðar kæmi þá getur ríkis- stjóm sem að þá situr eða Alþingi breytt þessari ákvörðun, ég held að öllum hljóti að vera það ljóst. Þetta er minn skilningur bæði með liti á þessa sögulegu þróun hér, vilja okkar til hlutleysis, að þó sterka stöðu með vestrænum þjóð- um að sjálfsögðu að yfirlýsingin eins og Alþingi samþykkir hana nær til bæði friðar- og ófriðartíma. Ögmundur: Og það sé afdráttar- laust. Morgunblaðið/Kristján Einarsson Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ræðir við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Carrington lávarð, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, i upphafi ráðherrafundar NATO í Reykjavík. Steingrímur: Það sé afdráttar- laust.“ Leiðandi spurningar og einhæf túlkun Erfítt er að ráða í orð Steingríms Hermannssonar á köflum. Leiðandi spumingar fréttamannsins fara þó ekki fram hjá neinum. Steingrímur Hermannsson fer í dálítinn hring í svörum sínum. Samtalið einkennist af hálfkveðnum vísum. Þegar frá því var skýrt, að til væru vara- eða neyðaráætlanir í Bandaríkjunum um að hingað kynnu að verða flutt- ar 48 kjamorku-djúpsprengjur á ófriðartímum var jafnframt áréttað, að það yrði ekki gert nema með samþykki íslensku ríkisstjómarinn- ar. Ef litið er á orð Steingríms Hermannssonar í sjónvarpssal í ljósi yfírlýsingar hans frá 23. maí 1985, má skilja þau á þann veg, að hann telji ísland kjamorkuvopnalaust, þar til íslensk stjómvöld ákveða annað. Þessi skilningur samræmist vamarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins. Hann samræmist hins vegar ekki uppsláttarfréttum Ög- mundar Jónassonar og sjónvarps- ins. Með því að endurtaka ummæli Steingríms i tveimur fréttatímum er verið að ala á því, að hann hafí sagt stefnu íslands í andstöðu við stefnu Atlantshafsbandalagsins og í fréttum sjónvarps hefur ekkert komið fram um, að Steingrími sé þessi túlkun fréttastofunnar á móti skapi. A sunnudagskvöldið hafði frétta- stofa sjónvarps samband við Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, eins og áður er sagt og hafði þetta eftir honum um afstöðu íslenskra stjómvalda til kjamorku- vopna: „Eins og fram kom í umræðum á Alþingi 1985 um af- vopnunarmál hefur það verið ákveðin stefna stjómvalda á íslandi frá því kjamorkuvopn komu til sög- unnar, að hér yrðu ekki staðsett kjamorkuvopn án samþykkis íslenskra stjómvalda. Frá þessari stefnu hefur núverandi ríkisstjóm ekki vikið.“ _ Er þessi yfírlýsing Matthíasar Á. Mathiesen í fullu samræmi við orð Steingríms Her- mannssonar á Alþingi í maí 1985, þótt á þau sé kallað af fréttastofu sjónvarps til andmæla við orð Steingríms Hermannssonar í sjón- varpssal í júní 1987. Nákvæmt orðalag Enn er ástæða fyrir íslenska stjómmálamenn til að huga vel að orðum sínum um kjamorkuvopn. Vakið hefur verið máls á því, að Steingrímur Hermannsson kynni að verða utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjóm. Til að forða honum frá því að verða tví- eða margsaga um jafn viðkvæm mál og þau, sem hér hafa verið reifuð, er nauðsynlegt að orða stjómarsáttmála um örygg- is- og vamarmál með þeim hætti, að enginn þurfí að vera í vafa um, hvað þar stendur. Eina gagnið af samtali þeirra Ögmundar Jónasson- ar og Steingríms Hermannssonar er að minna okkur á, hve físléttar skoðanir framsóknarmenn hafa í utanríkis- og öryggismálum. Hefði þó mátt ætla, að þeir héldu fast við stefnuna, sem mótuð var með bréfi Hermanns Jónassonar til Bulganins á árínu 1958 og hefur reynst okkur íslendingum og öðmm aðildarþjóð- um Atlantshafsbandalagsins jafn vel og raun ber vitni. Morgunblaðið/Emilía Kurt Schier prófessor. við íslenskar fombókmenntir svo | glögglega fram í sögunni." í útg- | áfu sinni tekur Schier ekki beinlín- is afstöðu til hinna ólíku skóla um eðli og uppruna íslendingasagna, en í ritdómi í Skími telur Óskar Halldórsson að greina megi að hann aðhyllist hvorki sagnfestu af gamla skólanum né bókfestu af þeim islenska. Hann telji að Egils saga sé hvorki hreinn skáld- skapur né ómengað sagnfræðirit. Sagan sýni atburði frá 9. og 10. öld í ljósbroti 12. og 13. aldar. Það sem tengi landnámsmennina og afkomendur þeirra í níunda lið eða svo séu munnmælasögur, goð- sagnir og skáldskapur. Þó að bókleg menntun ritunartímans hafí haft mikil áhrif á gerð sög- unnar og höfundur hennar hafí notfært sér ýmsar ritheimildir muni söguefnið sjálft að megin- hluta úr munnmælum. Pjölbreytni og umfang bókmenntanna Schier segir að íslenskar fom- bókmenntir séu lesnar við norrænu deildimar í háskólunum í Kiel, þar sem er íslenskur sendikennari, og Bonn auk háskólans í Miinchen. íslenskt nútímamál sé að auki kennt við háskólann í Freiburg. Alltaf sé nokkur áhugi á þessum fræðum og stúdentamir í Miinc- hen séu um 30-40. „Þjóðveijar hafa löngum haft mikinn áhuga á fomnorrænum bókmenntum," segir Schier. „Á sínum tíma naut sú kenning vin- sælda í Þýskalandi að þama væri um germanskar sögur að ræða. En það er ekki lengur. Nú spyija menn í Þýskalandi sömu spum- inga og á íslandi um þessar bókmenntir. Menn velta því fyrir sér hvað í þeim er sögulegt og hvað ekki. Og menn spyija: hvem- ig í ósköpunum var mögulegt að skapa á íslandi svo umfangsmiklar og fjölbreyttar bókmenntir, sem raun ber vitni? “Svar Schiers við síðari spumingunni er einkum tvíþætt. Annars vegar bendir hann á aðstæður í landinu sem hann telur að hafí leitt til þess að sagn- ir varðveittust lengi í munnlegri geymd. Hann hefur þá í huga náin tengsl fólks og hinar sterku ættir. Hann bendir á að kristnita- kan hafí farið friðsamlega fram og það kunni að hafa haft úrslita- áhrif. Kristnin leiddi ekki til þess að íslendingar segðu skilið við hin- ar fomu goðasögur; trúskiptin vom með öðram orðum ekki látin bitna á skáldskapnum. ,Sagði ekki Sigurður Nordal að Islendingar hefðu hvorki verið góðir í heiðni sinni né kristni," segir Schier. Hins vegar telur Schier að áhrif frá reglu Benediktsmunka hafí skipt sköpum fyrir íslenskar bók- menntir. „Ég á þá ekki við að munkamir hafi ritað allar sögum- ar, heldur að lærdómsandinn frá reglu þeirra hafí haft áhrif," segir hann. Hér á landi vora aðeins tvær munkareglur, Benediktfnar og Ágústínar, og var hin fyrmefnda ráðandi. Benediktsmunkar era þekktir fyrir lærdómsáhuga sinn og áhuga á ritun og varðveislu sagna. Schier bendir á að í Svíþjóð sé ýmis fomnorræn skáldskapur, s.s. efni úr Eddukvæðum, varð- veittur í myndformi, þ.á m. á hellaristum. Hvers vegna er þetta efni ekki skráð á bókfell eins og á íslandi? Kannski er ein ástæðan sú að í Svíþjóð gætti ekki áhrifa frá reglu Benediktsmunka, heldur Dóminikana, sem vora heimspeki- lega sinnaðir en ekki sögulega; og önnur ástæða sú hvemig kristni- takan fór fram þar. Kristniboð hófst mun fyrr en á íslandi en margir Svíar vora enn heiðnir á 11. og 12. öld. Og viðhorf til goða- sagna var annað meðal kristinna í Svíþjóð en á íslandi, en þar var beinlínis gerð atlaga að þessum skáldskap í nafni hinnar nýju trú- ar. Tengsl við ísland Kurt Schier hefur um árabil verið í nánu sambandi við þá fræðimenn íslenska er stunda rannsóknir á fombókmenntunum. Hann hefur einnig verið í sam- bandi við starfsbræður sína í Þýskalandi, í Oxford á Englandi og í Kaupmannahöfn. Hann segir að samskiptin hafí mest verið við starfsmenn Ámastofnunar í Reykjavík. „Þar er ekki aðeins um fræðilegt samstarf að ræða, við ræðum ekki aðeins um vísindin, heldur höfum við bundist vináttu- böndum, sem hafa verið mér mjög dýrmæt," segir hann. Hann segir að við norrænu deildina í háskólan- um í Muiichen reyni menn að fylgjast með því sem gerist á ís- landi í samtímanum og Morgun- blaðið sé t.d. keypt í áskrift á laugardögum og sunnudögum. Og það er Island og íslensk menning, sem er þessum þýska fræðimanni, sem íslenska ríkið launar á engan hátt, alltaf efst i huga. Hann er nú að skrifa bókar- kafla um Eddukvæði í rit um Snorra-Eddu og Eddukvæði, sem kemur út innan skamms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.