Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 43 i 4~ blöð fyrir hjúkrunamámið liggja frammi á Fjórðungssjúkrahúsinu og er skilafrestur til 10. júlí. Iðnrekstrarfræðin er hliðstæð sömu braut við Tækniskóla íslands. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða próf úr undirbúningsdeildum iðnrekstrarfræði við Tækniskóla Islands eða Verkmenntaskólann á Akureyri. Ennfremur geta þeir, sem orðnir eru 25 ára eða hafa starfs- reynslu í þjónustu- eða framleiðslu- iðnaði fengið inngöngu í deildina að mati skólans. Námstími er þijár annir og lýkur með prófi í iðnrekstr- arfræði. Verið er að vinna að framhaldsnámi fyrir iðnrekstrar- fræðinga, sem lýkur með prófí í tæknifræði. Viðskiptafræði og matvælafræði á döfinni Tvær nefndir starfa nú að undir- búningi nýrra námsgreina við Háskólann á Akureyri, að sögn Halldórs Blöndal. Önnur mun gera tillögur um kennslu í matvælafræði og er formaður hennar dr. Bjöm Dagbjartsson, en með honum eiga sæti í nefndinni Elín Hilmarsdóttir, Hjalti Einarsson og Þórarinn Sveinsson. Hin nefndin vinnur að tillögum um nám í viðskiptafræði. Formaður hennar er Brynjólfur I. Sigurðsson og með honum starfa Ingi Bjömsson og Páll Kr. Pálsson. Háskólanefnd Akureyrar hefur lagt til að tekið verði upp þriggja ára nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. í nefnd, sem skipuð var til að athuga þau mál, eiga sæti Tómas Ingi Olrich formað- ur, Aðalgeir Pálsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Sturla Kristjáns- son og Þórey Eyþórsdóttir. Námsbrautir við Háskólann á Akureyri eiga að veita nemendum haldgóða menntun á þeim vettvangi sem beinlínis varðar íslenskt þjóðlíf og fslenska atvinnuhætti. Auk þess verður lagt kapp á að í heild sinni verði námið traustur grunnur til framhaldsnáms á æðri stigum við Háskólann á Akureyri. Yrði það framhaldsnám að öllum líkindum bundið haffræði eða sjávarútvegs- fræði, sem er ekki einungis víðfeðm grein heldur nátengd höfuðatvinnu- vegum íslensku þjóðarinnar, að sögn menntamálaráðherra. Við uppbyggingu slíkrar deildar yrðu höfð samráð við bæði innlenda og erlenda vísindamenn. Ánægjulegasta verkefnið Sverri sagði á fundinum að upp- bygging háskólakennslu á Akureyri hefði verið ánægjulegasta verk, sem hann hefur unnið í tíð sinni sem menntamálaráðherra. Hann sagðist að vísu hafa verið farinn að spyij- ast fyrir um þennan möguleika áður en hann sjálfur settist í stól mennta- málaráðherra og því hefði hann lagt á það allt kapp að ýta skólanum af stað. Hann sagðist ekki búast við öðru en að eftirmenn hans vildu sýna skólanum velvilja og byggja hann upp eins og frekast yrði unnt. „Það er engin nýjung að andstaða myndist við slíkar hugmyndir, en ég held að allt sé nú að falla f ljúfa löð. Skólinn mun verða atvinnulffí staðarins sérstaklega til góða. Ég legg á það mikla áherslu að Háskól- inn á Akureyri verði sjálfstæður og haldi sér sem slíkur, en þó í nánu samstarfí við Háskóla íslands. Að mínu mati er það fátt sem treystir byggð landsins betur en að koma upp menntastofnunum úti á landi og hefur slfkt hið sama sýnt sig til dæmis í Svíþjóð. Ég fylgdist vel með deyfð Akureyrarbæjar f at- vinnumálum lengi vel, en það er eins og að hugmyndin hafí gefíð félagslega þættinum hér í bæ víta- mínssprautu þó hún hafí ekki notið velvildar allra. Þetta er stórt skref og örugglega ekki smærra en þegar gagnfræðaskólanum var hér komið á fót, menntaskólanum og jafnvel þegar Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað." Háskólí undir nafni Halldór Blöndal sagði að Háskóli á Akureyri væri örugglega ekki orðinn að veruleika hefði Sverrir Hermannsson ekki setið í stóli menntamálaráðherra og stæðu Norðlendingar í mikilli þakkarskuld við hann. „Við höfum verið heppin með mannaval sem ráðist hefur að háskólanum og hafa menn fengið traust á að háskólinn rísi undir nafni. Akureyringar hafa unnið sitt verk vel undir forystu Tómasar Inga Olrich og hefðu ýmsir aðrir lagt hönd á plóginn, svo sem Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þeir sem standa að hjúkrunar- kennslu syðra hefðu sýnt hjúkr- unarbrautinni á Akureyri mikinn áhuga auk þess sem brautin kæmi til með að efla mjög Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Þjónar öllu landinu Haraldur Bessason lýsti ánægju sinni með það að vera sestur að á Akureyri. „Ég hef verið fjarri Akur- eyri lengi og er ekki hingað kominn vegna heimþrár. Þá hefði ég sest að í Skagafírðinum og farið að búa. Ég er nýkominn til landsins og hef síðustu dagana verið að skoða háskólamálið. Ég er afar kátur með að vera nú í fyrsta skipti bendlaður við hjúkrunarfræðinám og er ég þess fullviss um að Háskól- inn á Akureyri verður að eiga sér hugsjón." Haraldur minntist á upp- byggingu haffræðináms og sagði að því fyrr sem það byijaði þvi betra. „Háskólinn mun þjóna íslending- um á öllu landinu, en að mínu mati ætti hann jafnframt að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og hafa reyndar samstarfsmenn mínir vest- ur í Bandaríkjunum minnt mig á að Akureyri sé kjörin staður til að bjóða upp á sjávarútvegsfræði. Sú deild kæmi til með að vera nátengd atvinnulífí þjóðarinnar og yrði mik- il þjóðþrifastofnun. Slík deild gæti orðið eitt mesta átak Akureyringa frá lýðveldisstofnun." Haraldur vildi þakka ráðherra það mikla traust sem hann bæri til sín og þakkaði honum jafnframt þann mikla áhuga sem hann hefði sýnt við að koma á fót háskóla á Akur- eyri. Menntamálaráðherra hefur ný- skipað nefnd til að semja ramma um frumvarp til laga um háskóla á Akureyri sem að öllum líkindum r'ði hægt að ná fram um áramót. nefndinni eru Haraldur Bessason, Halldór Blöndal, Bárður Halldórs- son og Bjöm Jósef Amviðarson. Bárður sagði að óvíst væri hver fjárþörf skólans yrði á næsta ári, en þá er stefnt að þremur brautum til viðbótar við þær tveir sem nú eiga að hefjast. Þær em viðskipta-, matvæla- og sjávarútvegsfræði. Halldór sagði að skólinn tæki líklega við á milli 20 og 30 nemend- um fyrsta árið, en gæti tekið við fleirum ef eftirspumin væri slík. Nú þegar hafa sjö sótt um á iðn- rekstrarbrautum, en engin formleg umsókn hefur komið á hjúkrunar- braut. Hinsvegar hefur fjöldi fyrir- spuma borist. Skólinn verður til húsa í gamla Iðnskólanum þar sem Verkmenntaskólinn hefur verið með sína starfsemi undanfaríð. Verið er að byggja nýtt húsnæði undir Verk- menntaskólann og standa vonir til að hægt verði að flytja hann endan- lega eftir tvö til þijú ár. Ráðherra sagði að ekki væri búið að tryggja háskólanum fasta tekju- stofna, en sagðist binda miklar vonir við hið nýja skyndihappdrætti HÍ, Happaþrennuna, sem virtist ætla að skila 90 milljónum króna í lok ársins. „Þrátt fyrir óánægju- raddir, kvíði ég ekki framhaldinu úr því við emm komnir þetta vel á veg. Ég trúi því ekki að ráðherrar menntamála í framtíðinni leggi þessum málafíokki ekki lið. Annars held ég að fljótt muni kynda und- ir,“ sagði Sverrir. Tilbúnar í pottinn - eða á grillið. Verðið hefur . aldrei verið betra og bragðið ... mmmm ... svíkur engan! Nú fara fjallaferðir senn að hefjast og sumar þeirra snúast um stangveiði, svo sem ferðir á Amarvatnsheiði. heiðarvegurinn verður opnaður á föstudaginn og hefst sala veiðileyfa í Húsafelli klukkan 16.00 þann dag. Að sögn Snorra Jóhannessonar á Auga- stöðum í Reykholtsdal, sem er veiðieftirlitsmaður Veiðifélags Amarvatnsheiðar, er þó rétt að benda mönnum á, að færð er enn langt frá því að vera góð, neðri hluti leiðarinnar er nokkuð góður þótt enn sé bleyta víða, en er ofar dregur fer færð versnandi og tals- verður snjór er enn m.a. á sjálfum veginum er nær dregur Amar- vatni stóra og því ekki útséð um hvort að veiðin getur hafist um- rædda helgi á þeim slóðum. Hvað varðar Amarvatnsheiði, sagði Snorri í samtali í gær, að blikur væru á lofti og sumarið nú gæti allt eins orðið síðasta sumar- ið sem seld væru veiðileyfí í vötnunum þar fram frá. „Það er umgengnin sem veldur þessu. Sveitamennimir em alveg að gef- ast upp á þessu, því með vaxandi umferð og áhuga á svona ferðum hefur umgengnin á heiðinni versn- að illilega og er nú svo komið að ekki verður lengur við unað. Er nú skammt i að meirihluti sé fylgj- andi því að loka vötnunum fyrir stangveiði. Ég get tekið sem dæmi, að ég gekk í fyrrahaust rétt rúmlega kflómetra langan spotta frá ósi Úlfsvatnsár og svona að miðbiki Úlfsvatns. Þræddi ströndina. Ég fyllti á ekki lengri leið stóran svartan plast- poka af sorpi af hvers kyns tagi og var þó eftir sem áður af nógu að taka," segir Snorri. Nú hefur vegagerð verið aukin á Amarvatnsheiði og fór umferð vaxandi við þær breytingar sem gerðar hafa verið, enda er leiðin áleiðis fram eftir mun greiðfær- ari. Snorri var spurður hvort samband væri hér á milli: „Um- ferðin jókst mikið, það er alveg rétt og umgengnin fór versnandi, en ég vil reyna að trúa því í lengstu lög að fólk virði það sem vel er gert. Það er alveg ljóst að það er minnihluti sem skemmir hér fyrir öllum §öldanum, þannig er það ævinlega. Því miður er stundum ekki hægt annað en láta aðgerðir bitna á saklausu fólki þótt það sé sárt. En eitthvað verð- ur að gera, því eitt mslasumar til viðbótar gæti riðið baggamun- inn,“ segir' Snorri. Og bætir við: „Ef að það gengur illa að skilja hvers vegna sumt fólk gengur svona um landið þá er rétt að það fylgi með, að verstu umgengninni á heiðinni fylgir undantekning- arlítið drykkjuskapur og hann allhrikalegur á köflum. Einhverra hluta vegna sækir hópur manns ( að drekka sig útúrfulla og sóða út í kring um sig við þær fmm- stæðu aðstæður sem fólk býr við þama á heiðinni. Þessi árátta þessara fáu manna er nú langt komin með að eyðileggja helsta sumargaman miklu stærri hóps. Ég er hræddur um að eina vonin sé að eitthvað verði úr hugmynd- um Rafns Hafnijörð um að þama verði nokkurs konar fólkvangur fyrir veiðimenn undir eftirliti. Þeirri hugmynd fylgir aukin að- staða fyrir fólk og betri samgöng- ur. Það kostar að vísu mikla peninga og nú þegar hefur miklu verið til kostað. Það tekur líka langan tíma, en að öðmm kosti er ég hræddur um að veiðiparadís- in á Amarvatnsheiði verði ekki í boði á næstu árum.“ Smáfrétt úr Langá Smáviðbótarfrétt frá Langá á Mýmm. Miðsvæðin vom opnuð eftir hádegi í fyrradag og fengust þá strax tveir laxar, 8 og 10 pund, auk þess sem veiðimenn misstu þijá. Alls urðu þeir laxa varir á sex veiðistöðum, sem er til marks um skilyrðin, en áin er í blíðu hásumarvatni og hlý. Þá gengur laxinn greiðar og dreifír sér strax í stað þess að halda til í hópum á fáum stöðum í biðstöðu uns skilyrði til að ganga lengra koma. Frestað var að opna efsta svæðið, en menn hafa séð lax alveg upp að Sveðjufossi sem er þama á svæði 2 (af 5). Wm Morgunblaðið/gg. Ekki óalgeng sjón á Arnarvatnsheiði: Væn bleikja skondrar eftir æti í vatnsskorpunni, en af þvi er nóg þarna á heiðum frammi. Á ÞREMUR HÆÐUM - MAGNAFSLÁTIUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.