Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 46
46 T86I ÍMÚL .VI flUOAauaiVglM .OlgAJgMUOHOM MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVnCUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 !.4j ■I „Phuket — perlan í suðrí eftír Elías J. Sveinsson Það færist í vöxt að við íslend- ingar fetum í fótspor annarra þjóða og gerum meiri kröfur til þeirra staða, sem við heimsækjum í fnum okkar. Það hefur sýnt sig víða í Evr- ópu, að fólk sækir æ lengra suður á bóginn í sumarfríum sínum. Samskonar þróun virðist ætla að verða upp á teningnum hér á landi, þótt hægfara sé. Þar má nefna síauknar ferðir til Suðaustur-Asíu. Það er því ekki úr vegi að kynna íslendingum nýja ferðamanna- paradís, „Phuket". Phuket er eyja við Suður-Thailand, sem er lítið þekkt hjá íslenskum ferðamönnum, enn sem komið er. Hún er ný ferða- mannaparadís í mikilli uppbygg- ingu, og er nú þegar orðin nokkuð þekkt meðal ástralskra, ítalskra og franskra ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Phuket er stærsta eyja Thai- lands, um 550 ferkílómetrar að stærð. Hún er 860 km suður af höfuðborginni Bangkok og er í Amman-hafínu, sem liggur að Thailandi í suðvestri. Áttundi breiddarbaugur gengur í gegnum eyjuna og er hún því aðeins 850 km frá miðbaug, en sú staða ein- kennir veðurfarið á Phuket. Frá nóvember til maí er þurrka- tímabil þar, en frá miðjum maí til október er rigningartímabil. Á þurrkatímabilinu leggja flestir ferðamennimir land undir fót á Phuket. Þá er hitastigið að meðal tali um 32°C með glampandi sól á daginn, en 24°C á nætuma, með rómantísku logni sem skapar sér- staka kyrrð. Regntíminn eða „monsún-tíma- bilið“ er ekki eins slæmur tími og orðið gefur tilefni til. Það rignir ekki alla daga, þó að það komi fyrir að rigni, og þegar slíkt er upp á teningnum þá venjulegast helli- rignir, en slíkt ástand varir ekki lengur en um hálftíma, en þá brýst sólin fram á ný. Sumir velja þenn- an tíma til að heimsækja Phuket. Vegna hvassviðririns sem stundum geysar og myndar himinháar öldur við vesturströnd eyjarinnar, sem er ómótstæðilegt fyrir áhugamenn um brimbrettasiglingar. Á Phuket búa um 45 þúsund manns. Þar ríkir eyjasamfélag með nokkuð sérstöku fólki. Orð og orða- sambönd íbúanna gera tungumálið „tai“ sem talað er í Thailandi mjög sérstakt á Phuket. íbúar Phuket eru mjög rólegir og yfírvegaðir í framkomu. Góð lífskjör fólksins á mælikvarða Asíubúa, endurspegl- ast í lífsgleði íbúanna. Þar er engin Kristaltær sjórinn við hvftar, hreinar strendur Phuket er 24°C heitur. ástæða til að flýta sér um of, aílt- af nógur tími til að stansa og spjalla við vinina, sem verða á vegi manns. Vinsælasta farartækið er mótor- hjólið. Janfnt menn sem konur, ungir sem aldnir, aka um götur eyjarinnar á mótorhjólum. Þar þykja hjálmar til hlífðar óþarfír, enda engin skylda að nota þá. Þrír á sama hjólinu er ekki óalgeng sjón, oftast hjón með bam. íbúar Phuket hugsa mikið um allt hreinlæti, líka gagnvart sinni eigin persónu og er ekki óalgengt að íbúamir fari að jafnaði í bað fjórum sinnum ádag. Hvílíkt hrein- læti. Hvítt púður er síðan borið á líkam’ann og þ.m. andlitið. Valda hvít andlit oft undrun meðal ferða- manna, en púðrið fer fljótt af, og skilur húðina eftir mjúka og þurra, sem þykir afar gott í röku loftslag- inu. Að missa stjóm á skapi sínu er í augum innfæddra hið sama og að missa andlitið, en það gera þeir mjög sjaldan, hversu mikið sem á gengur. Þess í stað brosa þeir og víkja sér vingjamlega frá þeim, sem em að ergja þá. Fólkið á Phu- ket er margra alda gamalt sam- bland af Thailendingum, Kínveij- um, Múslimum ur suðri og sjávarsígaunum. Múslimamir komu frá Malaysíu fyrir um 200 árum, tóku upp thailenskt þjóðemi og mynduðu fískimannaþorp með- fram ströndum Phuket. Kínverj- amir komu frá Malaysíu, Singapoor og Kína fyrir 170 áram, þegar verðmætar tinnámur fund- ust á Phuket. Frambyggjamir era sjávarsígaunamir eða „menn sjáv- arins", eins og þeir era nefndir, en þar sem þeir hafa aðsetur á eyjunni mynda þeir saman þétt net fískimannasamfélaga á nokkram stöðum við strönd Phuket. Sígaun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.