Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.06.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 55 Margaret Drabble Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Marg’aret Drabble: The Radiant Way. Weidenfeld and Nicolson 1987. Þetta er tíunda skáldsaga Marg- aret Drabble og eru sjö ár síðan síðasta skáldsaga hennar kom út. Á þessum árum hefur hún ritstýrt Oxford Companion to English Liter- ature 1985 og skrifað þessa skáld- sögu. Sagan hefst 31. desember 1979 og lýkur á árinu 1985. Aðalpersónumar eru þijár konur ættaðar frá Norður-Englandi, allar hafa þær stundað nám í Cambridge og búa, þegar sagan hefst, í Lon- don. Þær sinna allar störfum sem tengjast þjónustu og menningar- störfum, ein er geðlæknir, önnur kennari og sú þriðja listfræðingur. Sagan hefst í fjölmennu boði hjá Liz Headland á gamlárskveldi 1979. Þar eru staddar nánustu vinkonur hennar, Alix Bowen og Esther Breuer, eiginmaður annarrar og nánir vinir og fyrrverandi eigin- menn og vinir og fjöldi annarra gesta. Liz reynir að sinna sem flest- um gesta sinna, flögrar á milli hópana og skýtur inn orði og orði í samræðumar, sem fjalla um það sem helst þykir umræðuvert þessa stundina, „brokkoli er ekki lengur í tísku, það hefur myndast ný gerð af vinstri-mönnum og ný tegund hægri manna er orðin áberandi, hæstaréttardómari er í djúpum samræðum við einn sjúklinga henn- ar, úr skemmtanaiðnaðinum, sem hafði gert tilraun til þess að sálga komabami sínu í bijálæðiskasti. Liz varð andartak furðu lostin. íhaldsmaður var að útlista fyrir einni vinkonu hennar, marxísk áhrif í Ojina háskólanum. Iran og Afganistan, olíumengun í Norðursjó og Harrow-morðinginn fléttast inn í umræðumar um nýjar sjónvarpsstöðvar og monetarism- ann“. Fjölmiðlafólk er áberandi í þessu samkvæmi. Charles, sem var eigin- maður Liz fram undir morgun þennan nýjársdag, en þá tilkynnti hann henni að hann myndi skilja við hana, er §ölmiðlamaður, hann rekur fjölmiðlafyrirtæki og hafði gert nokkrar filmur fyrir rfkissjón- varpið. Þar á meðal filmu um nýju skólalöggjöfina, grunnskólann og nýja fræðslustefnu, sem átti að móta stéttlaust samfélag, þar sem jafnrétti og bræðralag átti að ríkja. Stétta- og sérréttindasamfélagið skyldi afmáð og „hin fagra nýja veröld" myndi rísa. Þetta var 1965 og nú var viðhorf hans annað. Kjarabaráttan hafði tekið á sig mynd harðrar samkeppni, var ein- hverskonar undanfari fijálshyggju stefnu Thatchers. Hver starfsgrein varð sjálfstæður hagsmunahópur, offjölgun starfsmanna, samanburð- ur við aðrar starfsstéttir, aukavinna og aukavinnubónus, skæruverkföll, deilur og hagsmunatogstreita. Starfsreglur og réttindi hvers hóps ollu smáskítlegustu réttindabar- meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 áttu, þessi mátti ekki aka þessum bíl tíu metra þegar maður úr öðru stéttarfélagi átti að vinna verkið, verkfallsbrot og þung viðurlög fyrir viðkomandi fyrirtæki. Drabble segir sögu persónanna beint og þær lýsa ferli sínum í samtölum og umræðum hvert um aðra. Minningatengslin rekja upp löngu liðna atburði. Sögusviðið er London og smá- borg á Norður-Englandi, þar sem ástandið er þannig að 70% atvinnu- leysi hefur verið í nokkur ár og það sem verra er, á eftir að aukast. Lýsing á einkalífi persónanna, sambandi þeirra við eiginmenn og elskhuga er meira og minna bundin freudiskum skilningi á ást/gimd sbr. hugrenningar Liz um samband hennar og Charles á bls. 141. Brian og Alix og listfræðingurinn eru út- listuð tilfínningalega. Alix virðist vera flærst þeirri ríkjandi meðvit- und, sem er altekin af flölmiðlafári útsöluvamingi, tískufleipri og harð- stjóm auglýsinganna. Höfundurinn lætur að því liggja, hvort samfélag- ið sé ekki á barmi algjörs bijálæðis, samfélag sem höfundur álítur vera að leysast upp innanfrá. Svipmyndimar verða eftirminni- legar, sbr. Alix, sem starfar við kennslu meðal utangarðs og glæpa- manna, kemur að bíl sínum í einu slömmanna, dekkin skorin. Þegar hún ætlar að sækja hann daginn Margaret Drabble eftir er höfuðið af fyrrverandi nem- anda hennar sem hún hafði heim- sótt daginn áður, í framsætinu. Og mslið fykur eftir strætinu og nokkr- ar unglingsstúlkur baula á hana frá næsta húshomi. Esther, listfræðingurinn, leggur sig einkum eftir listverkum, þar sem hún þykist greina sjúkleg viðhorf. Uppvöxtur persónanna og aukaper- sónanna er mikill þáttur í persónu- sköpuninni. Hin stöðuga leit Liz að uppruna sínum og forsendunum að furðulegri hegðun móður hennar lætur hana ekki í friði. í lokin kemst hún að „leyndarmálinu" og í lokin berast Charles myndbönd af aftöku vinar síns meðal terrorista. Sagan er full af táknum og tilvísunum í undirdjúpin og einkum Freud. í lok- in er rautt sólarlag og vinkonumar halda áfram göngu sinni og bíða óvissunnar. Sagan er mjög vel skrifuð, sviðs- myndimar og tilfinningar persón- anna, dapurleg atburðarás, allt þetta er snilldarlega samofið í magnaðan prósa. NEC Corporation sem stofnað var árið 1899 er einn stærsti og virtasti framleiðandi á Qarskiptabúnaði,tölvum, rafeindaíhlutum og hljómtækjum í dag. NEC framleiddi t.d. 72% af sendi/móttöku- búnaði INTELSAT gervihnattanna, en sem kunnugt er fara símtöl til og frá íslandi um slíka hnetti. Þá er mikill hluti örbylgjutækja Pósts og síma einnig ffá NEC. Rannsóknir og vöruþróun á sviði tölvu- og fjarskiptabúnaðar er höfð að leiðarljósi við framleiðslu hljómtækja, sjónvarps- og mynd- bandstækja sem og annarra heimilistækja. Myndbandstækið N-9034G er búið HQ eiginleikum, þriggja vikna forvali fyrir fjórar mism. rásir, fjarstýringu, scart. o.fl. 0,- stgr. Geislaspilarinn CD-500E er með þriggja geisla [jósnæmum haus, 15 forritanlegum sporum, Oarstýringu o.fl. 62.290,- Sjónvarpið/mónitorinn FS-2120 SG er 21" steríótæki með fjarsfyringu, scart. o.fl. Verð: 43.540,- stgr. Stæðan samanstendur af 60w magnara m/tónjafnara, sjálfvirkum plötuspilara og tvöföldu kassettutæki m/hraö- upptöku. OOCCINn UC i\i n ui iu nr. ÁRMÚLI 23, 2. HÆÐ, S. 91-687870 Gervihnattamóttakarinn 2022 býður upp á 50 forritanlegar rásir, rásalæsingu, B-MAC/D2- MAC fyrir DBS móttöku, loftnetssfyringu, Qarsfyringu o.fl. —-4 i- mtMá' i - MHjlAfVffr .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.